Morgunblaðið - 14.02.1997, Side 2
2 C FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 C 3
URSLIT
Breiðabl. - Keflav.71:111
íþróttahúsið Smárinn i Kópavogi, úrvals-
deild fslandsmótsins í körfuknattleik 18.
umferð, fimmtudaginn 13. febrúar 1997.
Gangur leiksins:4:7, 10:12, 13:22, 16:25,
20:34, 25:37, 29:41, 31:44, 33:50, 38:50
42:53 52:64, 56:79, 59:85, 61:91, 67:95,
68:99, 69:106, 71:111.
Stig Breiðabliks: Clifton Bueh, 23, Einar
Hannesson 17, Agnar Olsen 12, Erlingur
S. Erlingsson 8, Oskar Pétursson 6, Pálmi
Sigurgeirsson 5.
Fráköst: 14 í vörn - 13 í sókn.
Stig Keflavíkur: Falur Harðarson 26, Guð-
jón Skúlason 19, Kristján Guðlaugsson 19,
Kristinn Friðriksson 12, Damon Johnson
10, Albert Óskarsson 8, Gunnar Einarsson
8, Halldór Karlsson 5, Elentínus Margeirs-
son 4, Birgir Örn Birgisson 2.
Fráköst: 26 í vörn - 9 í sókn.
Dómarar: Kristján Möller og Björgvin Rún-
arsson.
yillur:Breiðablik 16 - Keflavík 23
Áhorfendur: 30.
UMFG - ÍR 90:74
Grindavík:
Gangur leiksins: 0:3, 7:3, 9:6, 9:13, 11:18,
19:21, 23:30, 28:32, 36:46, 38:52, 51:53,
58:61, 66:63, 70:69, 76:71, 87:71, 90:74.
Stig UMFG: Hermann Myers 33, Marel
Guðlaugsson 14, Pétur Guðmundsson 12,
Páll Axel Vilbergsson 11, Unndór Sigurðs-
son 9, Helgi Guðfinnsson 8, Jón Kr. Gisla-
son 3.
Fráköst: 21 í vörn - 8 í sókn.
Stig ÍR: Eggert Garðarsson 22, Eiríkur
Önundarson 22, Tito Baker 13, Atli H.
Þorbjörnsson 9, Guðni Einarsson 6, Atli
Sigþórsson 2.
Fráköst:15 í vörn - 13 í sókn.
Dómarar: Leifur Garðarsson og Sigmundur
Albertsson komust þokkalega frá erfiðum
leik.
yillur: UMFG 16 - ÍR 13.
Áhorfendur: Um 185.
KR-UMFS 78:77
íþróttahúsið á Seltjarnamesi:
Gangur leiksins: 2:0, 9:5, 21:9, 31:22,
35:35, 40:37, 42:49, 49:50, 59:64, 67:64,
75:70, 76:74, 78:74, 78:77.
Stig: KR: Jónatan Bow 21, Roney Eford
20, Hermann Hauksson 16, Hinrik Gunn-
arsson 8, Ingvar Ormarsson 7, Birgir Mika-
elsson 6.
Fráköst: 25 í vörn - 11 í sókn.
Stig UMFS: Bragi Magnússon 21, Joe
Rhett 20, Grétar Guðlaugsson 13, Tómas
Holton 12, Ari Gunnarsson 5, Þórður Helga-
son 4, Gunnar Þorsteinsson 2.
Fráköst: 25 í vörn - 10 í sókn.
Dómarar: Helgi Bragason og Bergur Stein-
grímsson.
Villur: KR 16 - UMFS 15.
Áhorfendur: 150.
Haukar-Þór 89:65
íþróttahúsið við Strandgötu:
Gangur leiksins: 6:3, 10:11, 16:16, 16:27,
25:33, 33:35, 36:38, 44:40, 53:42, 63:48,
74:52, 81:59, 89:65.
Stig Hauka: Shawn Smith 21, Pétur Ing-
varsson 21, ívar Ásgrímsson 10, Jón Arnar
Ingvarsson 9, Bergur Eðvarðsson 7, Sigurð-
ur Jónsson 6, Þröstur Kristinsson 5, Þór
Haraldsson 4, Daníel Ámason 4, Björgvin
Jónsson 2.
Fráköst: 14 í sókn - 20 í vörn.
Stig Þórs: Fred Williams 19, Konráð Ósk-
arsson 14, Hafsteinn Lúðvíksson 12, Þórður
Steindórsson 6, Björn Sveinsson 4, Böðvar
Kristjánsson 4, Högni Friðriksson 4, John
Cariglia 2.
Fráköst: 11 í sókn - 20 í vöm.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Antonio
Ciullo.
Villur: Haukar 15 - Þór 26.
Áhorfendur: 80.
NBA-deildin
Fj. leikja U T Stig Stig
KEFLAVÍK 18 15 3 1738: 1479 30
UMFG 18 15 3 1722: 1581 30
HAUKAR 18 12 6 1505: 1433 24
ÍA 17 11 6 1343: 1290 22
KR 18 9 9 1544: 1484 18
UMFN 16 9 7 1352: 1305 18
SKALLAGR. 18 8 10 1458: 1519 16
ÍR 18 8 10 1526: 1508 16
UMFT 17 7 10 1394: 1411 14
KFi 17 6 11 1377: 1432 12
ÞÓR 17 5 12 1349: 1501 10
BREIÐABL. 18 O 18 1270: 1635 0
Atlanta - Toronto 106:
Charlotte - New Jersey 113:
75:
96:
84:
San Antonio - Vancouver 101:
Phoenix - Boston 131:
Evrópukeppnin
E-RIÐILL
Aþena:
Olympiakos - Stefanelfltal.)..87:84
David Rivers 25, Dragan Tarlac 23 -
Gregor Fucka 20, Warren Kidd 15.
Berlín:
Alba Berlín - CSKA Moskva.....78:76
Wendell Alexis 23, Sasa Obradovic
17 - Valery Dayneko 25, Marcus
Webb 16.
Split, Króatíu:
Split - Efes Pilsen (Tyrkl.)...78:56
Josip Vrankovic 28, Damir Tvrdic 18, Ni-
kola Prkacin 13 - Ufuk Sarica 11, Vasily
Karasev 10, Tamer Oyguc 9.
F-RIÐILL
Istanbul:
Ulker Spor - Estudiantes Madrid.78:74
Orhun Ene 16, Haran Erdenay 18 - Chadl-
er Thompson 18, Harper Williams 17.
Aþena:
Panionios - Cibona Zagreb.....84:76
Fanis Christodoulou 27, George Karakoutis
24 - Zdravko Radoulovic 31, Slaven Rimac 19.
Limoges:
Limoges -Teamsystem Bologna....81:70
Trevor Ruffin 20, Hugues Occansey 20 -
Carlton Myers 15, Conrad McRae 15.
G-RIÐILL:
Moskva:
Dynamo Moskva - Villerubanne....86:90
Oleg Meleshchenko 30 - Delani Radd 29
Íshokkí
NHL-deildin
Hartford - New Jersey............2:3
Buffalo - Montreal...............2:2
■ Eftir framlengingu
Detroit - San Jose..............7:1
Florida - Tampa Bay..............5:2
Pittsburgh - NY Islanders........1:5
Dallas - Phoenix.................0:5
Edmonton - Boston................4:3
Anaheim - Toronto................5:2
Knattspyrna
Undankeppni HM, S-Ameríka
Paraguay - Perú.................2:1
Catalino Rivarola (12.), Aristides Rojas
(40.) - Jose Pereda (33.).
Staðan:
Kolombía.,
Paraeuav o 8
Argentína 8
Ekvador 8
Uruguay 8
Bolivía 8
Chile 8
Perú 8
Venesúela 8
1 14: 6 17
1 10: 4 17
1 11: 7 13
4 12: 9 12
4 6:10 10
2 12: 8 10
3 3 11:12 9
3 3 9:11 9
1 7 5:23 1
......1:0
1 0 4:0 10
0 1 9:1 6
EM U-21
Bristol, Englandi:
England - Italía............
Darren Eadie (51.). 13.850.
Staðan
England..................4 3
Ítalía...................3 2
Moldavía.................3 1 0 2 3:6 3
Pólland..................2 0 1 1 1:3 1
Georgía..................2 0 0 2 0:7 0
Skíði
HM í Sestriere
Tvfkeppni kvenna, svig:
(Fyrri hlutinn i tvíkeppninni, svigið, fór fram
í gær. Fresta varð bruninu vegna veðurs
og verður það í dag).
1. Morena Gallizio (Italíu)......1.25,92
(44,13/41,79)
2. Marlies Oester (Sviss)........1.26,89
(44.47/42.42)
3. Hilde Gerg (Þýskal.).........1.28,22
(45,31/42,91)
4. Katja Seizinger (Þýskai.)....1.28,27
(45,86/42,41)
5. Catherine Borghi (Sviss).....1.28,28
(54,87/42,41)
6. Sibylle Brauner (Þýskal.)....1.28,55
(45,73/42,82)
7. Renate Goetschl (Austurr.)...1.28,75
(46,21/42,54)
8. Anita Wachter (Austurr.)......1.29,64
(46,63/43,01)
9. Miriam Vogt (Þýskal.)........1.29,72
(46,68/43,04)
10. Florence Masnada (Frakkl.)....1.29,79
(46,99/42,80)
IÞROTTIR
IÞROTTÍR
KNATTSPYRNA
KORFUKNATTLEIKUR
Newcastle vill vita
verðið á Bjama
„NEWCASTLE hefur
haft samband við ÍA
og beðið þá formlega
að Ieggja fram verð
fyrir mig. Þá er beðið
eftir tilboði frá Liver-
pool,“ sagði Bjarni
Guðjónsson knatt-
spyrnumaður af
Akranesi í samtali við
Morgunblaðið. Hann
er nýlega kominn
heim að lokinni viku-
dvöl hjá Newcastle en þar áður
var hann hjá Liverpool. „Eg
vonast til þess að hlutirnir
skýrist fyrir lok næstu viku,
en ég kunni vel við mig á báð-
um stöðum," sagði Bjarni og
vildi ekkert segja hvort liðið
væri ofar á óskalistanum.
Bjarni segist hafa leikið einn
leik með unglingaliði New-
castle gegn Darling-
ton og gert í þeim leik
eitt mark í 3:0 sigur-
leik. „Mér gekk vel
utan þess að ég
meiddist á vinstri
ökkla undir lok fyrri
hálfleiks. Eigi að síð-
ur var ég látinn leika
þar til 15 mínútur
voru eftir. Meiðslin
eru hins vegar ekki
stórvægileg og setja
ekki strik í reikninginn."
Þrátt fyrir áhuga Newcastle
og Liverpool segir Bjarni að
Rangers og Grashoppers séu
enn inni í myndinni og hann
vilji ekki gefa neitt frá sér
strax. „Þau lið eru enn inni í
myndinni en ég vil bara að hin
mál ensku liðanna skýrist áður
en lengra verður haldið.“
Línuvörð-
ur rotaður
PSG vann Lens 2:1 í frönsku
1. deildinni í knattspyrnu í
gærkvöldi og var þetta fyrsti
sigur liðsins i næstum þrjá
mánuði. Það bar til tíðinda í
leiknum að annar línuvörður-
inn rotaðist á 67. mínútu eftir
að aðskotahlut var kastað I
höfuð hans úr áhorfendastæð-
unum. Hann var borinn af
velli og leikurinn stöðvaður,
en hann rankaði við sér aftur
eftir tíu minútur og tók þá
stöðu sína aftur á línunni og
leikurinn kláraður. Atvikið
gæti haft þær afleiðingar í f ör
með sér að Lens fengi ekki
að leika næstu leiki sina á
heimavelli sínum.
Það var Brasilímaðurinn
Rai sem gerði sigurmarkið
með skalla á 65. mínútu. Cam-
ara kom Lens yfir á 23. mín-
útu en Patriee Loko jafnaði
skömmu síðar. PSG er nú fjór-
um stigum á eftir Mónakó sem
er efst í deildinni.
Dráttur í Frakk-
landi og á Spáni
BÚIÐ er að draga um hvaða lið mætast
í undanúrslitum í frönsku deildarbikar-
keppninni í knattspyrnu. Strasbourg -
Mónakó, Bordeaux - Montpellier.
Þá er búið að draga í 8-liða úrslitum
bikarkeppninnar á Spáni, þar sem leikið
verður heima og heiman, 26. febrúar og
12. mars.
Liðin-sem mætast eru Atietico Madrid
- Bareelona, Real Betis - Rayo Vallec-
ano Racing Santander - Celta Vigo og
Las Palmas - Espanyol.
BLAK
Þróttur
mætir Þrótti
ÞRÓTTUR úr Reykjavík fær Þrótt frá
Neskaupstað í heimsókn í undanúrslitum
bikarkeppninnar í blaki karla. 1 hinum
leik undanúrslitanna mætast Stjarnan
og KA. Báðir leikirnir eiga að fara fram
19. febrúar í Hagaskóla og Ásgarði. Hjá
konunum verður aðeins einn leikur í
undanúrslitum er B-lið KA og Þróttur
frá Neskaupstað mætast í KA-heimilinu
22. febrúar. Sigurvegarinn mætir IS í
úrslitaleik.
Morgunblaðið/Kristinn
BERGUR Eðvarðsson og Fred Williams berjast hér um frákastið í viður-
eign Hauka og Þórs í Hafnarfírði í gærkvöldi, en Pétur Ingvarsson fylg-
ist grannt með gangi mála. Haukar léku mun betur en gestirnir í síð-
ari hálfleik og uppskáru því sigur, 89:65.
HANDKNATTLEIKUR
FH-stúlkur hleyptu
i í 1. deild kvenna
FH-stúlkur hleyptu lífi í 1. deild
kvenna í fyrrakvöld þegar þær
gerðu sér lítið fyrir og unnu ná-
granna sína, Hauka, sem tróna í
í tilefni 50 ára afmælis KSÍ í ár kemur út bók um sögu knattspyrnunnar á íslandi
eftir Sigurð Friðþjófsson og Víði Sigurðsson.
Þeir, sem vilja styðja útgáfu bókarinnar með |dví að kaupa hana í forsölu og skrá
nafn sitt á heillaóskalista bókarinnar, geta haft samband við KSI, s. 581 4444,
á sunnudag kl. 16-20, mánudag kl. 18-21 eða þriðjudag kl. 18-21.
Knattspyrnusamband íslands.
efsta sætinu, 24:22 en það skilaði
stúlkunum frá Kaplakrika um leið
þriðja sæti deildarinnar.
„Það var kominn tími til að vinna
Haukastelpumar sem hafa unnið
alla leiki við okkur undanfarin tvö
ár,“ sagði Hildur Pálsdóttir, fyrirliði
FH í samtali við Morgunblaðið. „Við
ættum að vera enn ofar, höfum
unnið bæði Hauka og Stjörnuna en
tapað fyrir minni spámönnum. Við
erum 'með mjög ungt lið sem á eftir
að springa út eftir nokkur ár -
kannski fyrr.“
Meðalaldur FH-liðsins er ekki
hár, rúm 18 ár. Elsti leikmaðurinn
er 22ja ára en flestallar eru stúlk-
umar 16 ára. En hveiju þakkar
Hildur fyrirliði velgengni liðsins?
„Við æfum mjög mikið, næstum á
hveijum degi og fáum frí einn dag
um helgar - ég held að ég hafi
aldrei æft svona mikið. Að auki eru
ungu stelpurnar að spila í öðrum
og þriðja flokki og mikið af helgar-
mótum hjá þeim. Þessar stelpur eru
góðar með boltann eftir góða þjálf-
un í yngri flokkunum. Til dæmis
komu fjórar til okkar frá ÍR en þær
hafa ekki tekið sér frí í tvö ár,
ekki einu sinni sumarfrí og um
verslunarmannahelgar hafa þær
farið í æfingabúðir."
Hildur sagði einnig að Viðar Sím-
onarson, þjálfari þeirra, ætti mikinn
hlut í velgengninni. „Það er mikill
agi hjá honum, hann tekur sinn
hlut alvarlega og mikinn þátt í
leiknum. Það hefur einnig skapað
hugarfarsbreytingu hjá liðinu og
við trúum nú að við getum.“
Stefnan var fyrst sett á að komast
í úrslitakeppnina. „En eftir að okkur
var spáð fyrir mótið þriðja sætinu
og eftir ágætt gengi okkar á Opna
Reykjavíkurmótinu þar sem við sáum
hvað býr i' liðinu, var stefnunni breytt
og hún er nú að halda þriðja sætinu.
Það er raunhæft og allt fyrir ofan
það er bónus,“ bætti Hildur við.
íffémR
FOLK
■ ÓLAFUR Sigurjónsson, leikmaður ÍR, var á
fundi aganefndar HSÍ síðasta þriðjudag úrskurð-
aður í eins leiks bann fyrir óprúðmannlega fram-
komu við dómara að loknum leik IR og Stjörn-
unnar í l. deild á dögunum. Bannið tók gildi á
hádegi í gær, fimmtudag, og tekur Ólafur út
refsingu sína er ÍR sækja Eyjamenn heim nk.
laugardag.
■ RONNIE McCann sem er fæddur í Suður-
Afríku en keppir fyrir Bandaríkin, lék á 65
höggum eða sjö höggum undir pari á fyrsta degi
á opnn móti í golfi í Sun City í Bandaríkjunuin
í gær. Seve Ballesteros er einnig á meðal kepp-
enda, en lék mjög illa og kom inn á 10 höggum
yfm pari, eða á 82 höggum.
■ PERNILLA Wiberg frá Svíþjóð nær ekki
að vetja heimsmeistaratitilinn í alpatvíkeppni því
hún keyrði út úr í fyrri umferð í svigi tvíkeppn-
innar í Sestriere í gær og er úr leik. Húr. vinn-
ur því ekki til verðlauna á þessu heimsmeistara-
móti, en það hefur hún gert á öllum heimsmeist-
aramótum sem hún hefur áður tekið þátt í.
■ WlBERG sagði að heppnin hafi ekki verið
með sér á þessu heimsmeistaramóti. „Ég get nú
einbeitt mér að heimsbikarkeppninni," sagði
sænska stúlkan sem hefur afgerandi forystu í
stigakeppni heimsbikarsins. Hún sagði að
markmiðið hjá sér nú væri að vinna heimsbikar-
inn og fara á Ólympíuleikana í Nagano á næsta
ári sem heimsbikarhafi.
HaukarvöHuðu
yfir Þórsara
HAUKAR voru ekki sannfær-
andi í upphafi leiks gegn Þórs-
urum í Hafnarfirði í gærkvöldi,
en þeim tókst engu að síður
nokkuð auðveldlega að knýja
fram sigur. Þeir léku mun betur
í síðari hálfleik en í þeim fyrri,
en leikur gestanna versnaði er
á leið og lauk leiknum með
stórsigri Hauka - 89:65.
Haukar fóru sér mjög hægt í
byijun og var mál manna að
góður leikur þeirra gegn Keflavík
á dögunum sæti
Edwin ' ennÞá f Þeim- -Það
Rögnvaldsson er oft erfitt að fá
skrifar góða stemmningu í
hópinn eftir slíka
leiki. Það var lesið vel yfir okkur í
leikhléi og við lékum allir vel í síð-
ari hálfleik," sagði Pétur Ingvars-
son, sem var sterkur í síðari hálf-
leik og skoraði þá 15 stig.
Haukar reyndu að koma gestun-
um í opna skjöldu snemma leiks
með því að leika pressuvörn. Þá
höfðu þeir þriggja stiga forystu, en
Þórsarar leystu gestaþrautina með
stakri prýði og tóku forystu sem
þeir létu ekki af hendi fyrr en á
fyrstu mínútum síðari hálfleiks.
Mest varð forysta gestanna um
miðbik fyrri hálfieiks, en þá voru
þeir átta stigum yfir. Konráð Ósk-
arsson átti þá góðan leikkafla og
var maðurinn á bak við þessa rispu
Akureyringanna.
Ekki leið á löngu þar til leikurinn
snerist upp í algera hringavitleysu
og leikmenn misstu boltann marg-
sinnis. Þeir reyndu sífellt að gera
hið ómögulega, en það er ekki
hægt. Fred Williams átti í töluverð-
um erfiðleikum með Shawn Smith
í vörninni og fékk sína þriðju villu
þegar fyrri hálfleikur var rétt hálfn-
aður. Hann gat því lítið beitt sér í
vörninni eftir það.
í leikhléi höfðu gestirnir tveggja
stiga forystu, 38:36. Allt annað var
að sjá til Haukanna í síðari hálfleikn-
um heldur en í þeim fyrri og völtuðu
þeir hreinlega yfir Þórsara. Pétur
Ingvarsson var í fararbroddi og kom
heimamönnum yfír skömmu eftir
hlé. Gunnar Sverrisson, þjálfari
Þórs, stóð við hliðarlínuna og reyndi
að stappa stálinu í sína menn, en
allt kom fyrir ekki. Þórsarar vissu
ekki sitt íjúkandi ráð og hentu bolt-
anum bara eitthvað út í loftið. Ekki
batnaði leikur liðsins þegar Williams
fékk sína fímmtu villu og varð að
hætta leik, en þá voru heimamenn
20 stigum yfír og úrslitin ráðin.
KR á tæpasta vaði
KR-ingar kræktu í tvö mikilvæg
stig er þeir tóku á móti Skalla-
grími á Seltjarnarnesi í gærkvöldi,
en fyrir leikinn voru
liðin jöfn að stigum
í úrvalsdeildinni.
Sigur Vesturbæinga
var naumur því að-
eins eitt stig skildi liðin að er upp
var staðið, 78:77, og gat ekki tæp-
ari verið. Bragi Magnússon minnk-
aði muninn með þriggja stiga körfu
um það bil sem flautað var til leiks-
loka.
Leikmenn KR byijuðu leikinn af
miklum myndarskap og virtust hafa
töglin og hagldirnar. Vörn þeirra
var sterk og Hinrik Gunnarsson
hafði góðar gætur á Joe Rhett,
sterkum leikmanni Skallagríms, en
í upphafi miðaði leikur gestanna
mjög að því að leita hann uppi.
Aðrir leikmenn voru nokkuð staðir
í sóknarleik sínum. Tómas Holton
og lærisveinar sáu að við svo búið
Ivar
Benediktsson
skrifar
mætti ekki standa og tókst með
seiglu og vilja að komast inn í leik-
inn, jafna leikinn um leið og þeir
þéttu vörn sína og tókst þar með
að slá verulega á sóknargleði KR-
inga. í hálfleik voru KR-ingar þrem-
ur stigum yfír, 40:37.
Síðari hálfleikur var ekki vel leik-
inn, en baráttan var sett á oddinn
hjá báðum liðum. Má heita að jafnt
hafi verið á flestum tölum lengst
af. Borgnesingum tókst að ná ör-
litlu frumkvæði um miðjan hálfleik-
inn er þeir gerðu fjórar þriggja stiga
körfur og eina tveggja stiga í röð
á sama tíma og heimamenn svörðu
að bragði með tveggja stiga körf-
um. Þannig náðu gestirnir fimm
stiga forystu sem var það mesta
sem þeir náðu. Þeir hugðust fylgja
þessum kafla eftir með sama hætti
en voru afar óheppnir með skottil-
raunir sínar þar sem knötturinn
dansaði oftar en ekki á körfu-
hringnum og vildi ekki rétta leið.
KR-ingar sigu fram úr og tókst að
kreista fram sigur og heiðarlegar
tilraunir Borgnesinga dugðu ekki
lengra en raun ber vitni.
Jónatan Bow var sterkur hjá
KR-ingum bæði í vörn og sókn,
Hermann var öflugur í fyrri hálfleik
en lét minna fyrir sér fara er á leið.
Roney Eford var daufur framan af
en lék mikilvægt hlutverk á lo-
kakaflanum. Þá var Hinrik sterkur
í vörninni og hélt Rhett niðri.
Bragi Magnússon lék vel hjá
Borgnesingum en var afar óheppinn
með skot. Þá var Grétar Guðlaugs-
son einnig sterkur og Tómas var
traustur.
Vöm Grindavíkur kæfði ÍR
Með elju, dugnaði og frábærum
síðari hálfleik tókst Grind-
víkingum að bijóta á bak mót-
spyrnu ÍR-inga er
liðin mættust í
Grindavík í gær-
kvöldi. „Við lékum
vel í tuttugu mínút-
ur en töpuðum áttum er við komum
til síðari hálfleiks. Gerðum mörg
klaufaleg mistök og hleyptum þeim
inní leikinn. Vörn þeirra var þá líka
frábær og kæfði okkur svo að við
náðum okkur ekki á strik á ný,“
sagði Antonyo Vallejo þjálfari ÍR
eftir leikinn, sem Grindavík vann
90:74.
Liðin skiptust á um forystu til
að byija með og Breiðhyltingar
héldu íslandsmeisturunum frá
Grindavík í skeíjum með skynsam-
legum leik. Þó náðu heimamenn
stundum að komast upp á tærnar
með góðum sprettum en alltaf náðu
gestirnir að koma þeim á hælana á
ný og höfðu ágæta forystu í leik-
hléi, 38:52.
Grindvíkingar stilltu greinilega
strengi sína í leikhléinu því þeir
mættu ákaflega einbeittir til síðari
hálfleiks og leyfðu gestunum varla
að komast að eftir það. Frábær
vörn braut ekki bara niður sóknar-
leik ÍR-inga, heldur skilaði þeim
sjálfum traustum sóknarleik þar
sem þeir léku við hvern sinn fingur
á meðan Breiðhyltingar reyndu að
ná áttum. Reyndar náðu IR-ingar
áttum í nokkrar mínútur um miðjan
leik en það stóð stutt og heima-
menn, studdir dyggum áhorfendum,
áttu ekki í vandræðum með að gera
út um leikinn.
„Eg er mjög ánægður með síðari
hálfleikinn en við vorum á hælunum
í þeim fyrri og gerðum ekki það sem
við ætluðum okkur, sem aftur kom
niður á sóknarieik okkar,“ sagði
Friðrik Rúnarsson þjálfari Grinda-
Stefán
Stefánsson
skrifar
víkur eftir leikinn. „Við ræddum
málin í leikhléi og gerðum okkur
grein fyrir því að það þarf ekki að
vinna leik upp á nokkrum mínútum
- slíkt getur kostað bakslag og
hleypt andstæðingunum inn í leik-
inn. Þess vegna tókum við okkur
allar tuttugu mínúturnar eftir hlé
til að gera út um leikinn.“
Grindvíkingar voru lengi af stað
en er þeir komust loks á skrið, var
nánast ógerningur að stöðva þá og
liðið sýndi hvers það er megnugt.
Reyndar gekk allt upp, flest skot
rötuðu í körfuna og fráköstin í
þeirra hendur. Pressuvörnin gekk
líka vel og dró vígtennurnar úr
ÍR-ingum. Hermann Myers tók 13
fráköst og gerði góða hluti eins og
Pétur Guðmundsson og Helgi Guð-
fínnsson. Liðið átti þijátíu stoðsend-
ingar og af þeim átti Jón Kr. Gísla-
son ellefu.
ÍR-ingar náðu ekki að halda
hraðanum niðri allan leikinn og
supu seyðið af því. Fyrri hálfleikur
var þó góður hjá þeim en pressa
mótheija þeirra eftir hlé var þeim
um megn. Eggert Garðarsson, Ei-
ríkur Önundarson og Tito Baker
voru þeirra bestu menn.
Létt æfing hjá Keflavík
Það var ekki rishár körfubolta-
leikur sem fram fór í Smáran-
um í gærkvöld þegar Keflavík rúll-
aði upp Breiðabliki
111:71. Framan af
fyrri hálfleik virtust
Blikar ætla að
hanga í gestunum
en brátt dró í sundur og um miðjan
fyrri hálfleik voru Keflvíkingar
komnir með þægilegt 14 stiga for-
skot. Þá skiptu þeir mönnum inná
af bekknum og það sem eftir lifði
fyrri hálfleiks náðu Blikar að draga
á. Staðan í hálfleik var 42:53 sem
sagði þó ekki alla söguna um yfir-
burði Keflvíkinga.
Síðari hálfleikur var algjör ein-
stefna þar sem Keflvíkingar skor-
uðu og skoruðu á meðan Breiðablik
mjatlaði einu og einu skoti ofan í
körfuna. Það fór þó ekki að draga
verulega sundur með liðunum fyrr
en byijunarlið Keflavíkur var nær
allt komið útaf en fram að því virt-
ust leikmenn vera að keppa í skot-
keppni sin á milli í stað þess að
spila saman sem lið. Með varamönn-
unum fór liðið að spila betur saman
sem skilaði sér brátt í 26 stiga for-
skoti, 59:85, sem þeir juku jafnt
og þétt uns það munaði 40 stigum
í leikslok, 71:111.
í liði Keflavíkur voru Falur Harð-
arson, Guðjón Skúlason og Kristján
Guðlaugsson bestir. Kristján skor-
aði 15 af 19 stigum sínum úr
þriggja stiga skotum.
I liði Breiðabliks voru Clifton
Buch og Einar Hannesson líflegast-
ir en Agnar Olsen átti einnig góða
spretti.
Halldór
Bachmann
skrifar
Ikvöld
Körfuknattleikur:
Úrvalsdeildin:
Akranes: ÍA - Tindastóll.......20
Njarðvík: UMFN-KFÍ.............20
1. deild karla:
Sandgerði: Reynir - StaflUungur ...20
Handknattleikur
2. deild karla:
Strandgata: ÍH - KR...........20
Akureyri: Þór - Ármann.........20
Keflavík: Keflavík - Hörður.20.30
Blak
1. deild karla:
Nesk.staður: Þróttur Stjarnan.20
1. deild kvenna:
Nesk.staður: Þróttur - Víkingur ..21.30
ÍÞfémR
FOLK
■ MARIA Mutola hiaupakona frá
Mosambik gerði tilraun til að bæta
besta tímann frá upphafi í 800 m
hlaupi kvenna á fijálsíþrótamóti í
Ghent í fyrrakvöld. Besti tími sem
náðst hefur er 1.56,40 mín. en
þann tíma á þýska stúlkan Christ-
ine Wachtel.
■ ÞETTA tókst Mutolu ekki því
hún kom í mark á 1.58,40 mín. og
er helst um að kenna hvað hlaupið
var hægt fyrstu 200 metrana og
að loknum 400 m metrum var hún
1,7 sekúndum á eftir tímanum sem
náðist er þýska stúlkan hljóp á tím-
anum góða.
■ MUTOLA sem keppir næst á
móti Stokkhólmi sagðist telja sig
í stakk búna til að bæta heimsins
besta tíma og myndi láta laga
standa fljótlega en vildi ekk segja
hvort það yrði í Stokkhólmi eða
síðar.
■ COLIN Jackson, sem á besta
tíma heims í 60 m grindahlaupi,
kom fyrstur í mark í greininni á
áðumefndu móti. Tími hans var
7,54 sekúndur en Jackson á best
7,30 sekúndur.
■ JAMIE Baulch frá Bretlandi
kom á óvart er hann sigraði í 400
m hlaupi í Chent á 45,45 sekúnd-
um. Meðal þeirra sem á eftir honum
komu var Darnell Hall frá Banda-
ríkjunum. Hall hefur m.a. unnið
sér það til frægðar að vera í sigur-
sveit þjóðar sinnar í 4x400 m boð-
hlaupi á síðustu Ólympíuleikum.
Hall var rúmri sekúndu á eftir
Baulch í mark.
■ IRENA Privalova frá Rúss-
landi sýndi í Chent að hún er ekki
dauð úr öllum æðum. Hún sigraði
í 60 m hlaupi á besta tíma ársins,
7,02 sekúndum, og var sjónarmun
á undan nígerísku stúlkunni
Christy Opara.
■ IVAN Pedroso langstökkvari
er greinilega að jafna sig eftir erf-
ið meiðsli á síðasta ári. Kúbumað-
urinn stökk lengst allra, 8,40
metra, en það er annar besti árang-
ur ársins í greininni.
■ ERIC Wymeersch, Evrópu-
meistari í 200 m hlaupi, sigraði
örugglega á heimavelli í sinni sér-
grein. Hann kom í mark á 20,66
sekúndum en aðeins einn hlaupari
hefur farið vegalengdina á betri
tíma á þessum vetri.
■ PAOLO Dal Soglio, kúluvarp-
ari frá Ítalíu, vargaði 21,03 metra
í landskeppni ítala, Frakka,
Rússa, Spánverja og Norðmanna
í Genúa á Ítalíu á þriðjudaginn.
Þessi árangur Soglio fleytir hon-
um í efsta sæti heimslistans eins
og mál standa í dag.
■ OLGA Yegorova, hlaupadís
sem ættuð er frá Rússlandi, náði
besta tíma ársins í 3.000 m hlaupi
kvenna í sömu landskeppni er hún
kom í mark á 8.53,85 mínútum.
■ ÞESS má einnig geta að í sömu
landskeppninni sigraði rússneska
stúlkan Svetlana Abramova í
stangarstökki er hún fór yfir 4
metra. Sömu hæð stökk Amandine
Homi frá Frakkiandi en þriðja
varð Maria Carla Bresciani frá
Ítalíu, fór yfir 3,90 m og setti
landsmet. Gamla metið átti hún
sjálf - 3,65 m.
■ SPÆNSKA stúlkan, Dana
Cervants stökk 3,70 m og norska
fljóðið Ana Castineira sveiflaði sér
yfir 3,60 m. Allar þessar stúlkur
eru líklegar til að mæta Völu
Flosadóttur, ÍR, á heimsmeistara-
mótinu í París í næsta mánuði, en
sem kunnugt er á Vala best, 4,20
m.
■ FIONA May, langstökkvari frá
Ítalíu, setti landsmet í landskeppn-
inni, stökk 6,84 m og bætti sitt
eigið met um 3 sentímetra, en það
met var aðeins 4 daga gamalt.