Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
GUNNAR Einarsson, knattspyrnumaður í Val, sem
gerði samning við hollenska liðið Roda á dögunum,
var valinn í lið vikunnar hjá hollenska knattspyrnu-
.. blaðinu VoetballInternationalí vikunni. Gunnar, sem
var leigður til MVV í 2. deild, átti mjög góðan leik
í 3:0 sigri á varaliði Eindhoven. Gunnar og annar
leikmaður fengu 8 í einkunn hjá blaðinu.
■ Enn setur George
heimsmet í stangarstökki
ASTRALSKA stúlkan Emma George setti enn eitt
heimsmetið í stangarstökki kvenna er hún fór yfir
4,55 metra á móti í Melbourne í heimalandi sínu i
gær. George átti sjálf gamla heimsmetið (4,50 metra)
en það setti hún fyrir aðeins tæpum tveimur vikum.
George setti fyrst heimsmet í nóvember 1995, er hún
stökk 4,25 metra, en síðan hefur hún bætt eigið met
sex sinnum.
Methjá
Toronto
FOLK
■ ARNAR Bjömsson, íþróttaf-
réttamaður á Sjónvarpinu, hefur
sagt starfi sínu lausu og er á leið-
inni á Stöð 2. Arnar hefur störf á
nýja vinnustaðnum einhvern tíma í
vor, í síðasta lagi 1. júní.
■ AUSTURRÍSKI landsliðsmað-
urinn Tony Vidmar mun ganga til
liðs við Glasgow Rangers fyrir
næsta keppnistímabil. Hollenska
blaðið De Telegraaf sagði frá þessu
í gær. Vidmar, sem er 26 ára, er
vamarleikmaður hjá hollenska lið-
inu Breda.
■ RÚSSNESKI markvörðurinn
Sergei Ovchinnikov gekk til liðs
við Benfica í gær. Hann fer til
Lissabon næsta sumar, eftir að
hafa leikið með Lokomotiv í
Moskvu.
■ KARLSRUHE, sem skellti Bay-
ern Miinchen úr bikarkeppninni á
miðvikudagskvöldið, fer í ná-
grannaslag við Stuttgart á morg-
un. Það er mikill fengur fyrir
Karlsruhe, að landsliðsmaðurinn
Thomas Hassler er byrjaður að
leika á ný með liðinu eftir meiðsli.
í blaðinu í gær kom sá misskilning-
ur fram, að hann væri leikmaður
Bayern.
■ BÆJARAR heimsækja leik-
menn Bochum, sem hafa ekki náð
að leggja Bæjara að velli heima
síðan keppnistímabilið 1985-’86.
Þórður Guðjónsson leikur ekki
með Bochum, sem hefur ekki tapað
heima í vetur.
■ IAN Wright er í vondum málum
eftir ljótt á brot á danska landsliðs-
markverðinum Peter Schmeichel
í leik Arsenal og Man. Utd. á
Highbury. Eftir leikinn varð að
halda Wright, sem ætlaði að ijúka
á Schmeichel er hann gekk af leik-
velli. Sú meinlega villa læddist inn
í blaðið í gær, að Schmeichel var
sagður norskur.
■ DWIGHT Yorke stefnir í að
verða fyrsti leikmaður Aston Villa
í sextán ár til að skora yfir 20
mörk í deildarkeppninni. Peter
Withe vann það afrek þegar Villa
varð meistari 1981.
■ NICKY Butt, hinn 22 ára mið-
vallarleikmaður Man. Utd., sem
meiddist á ökkla á dögunum, mun
missa af leik liðsins gegn Porto í
Evrópukeppninni.
■ DEMETRIO Albertini, miðvall-
arspilari AC Milan, getur vel hugs-
að sér að leika með Chelsea. Hann
ræddi við Ruud Gullit þegar Lund-
únaliðið lék í Mílanó á miðviku-
dagskvöldið, einnig markvörðurinn
Sebastiano Rossi.
jntörgunMAþft
Gunnar í liði vikunnar
Orlando sigraði í fyrsta leiknum
undir stjórn Richie Adubato, sem
ráðinn var þjálfari fyrir
skemmstu. Áhorfendur létu
óánægju sína í ljós fyrir leikinn
og bauluðu á alla leikmenn liðsins
nema Rony Seikaly, enda telja
flestir að leikmenn hafi ráðið
miklu um að þjálfarinn Brian Hill
var látinn hætta, en hann var vin-
sæll meðal fólksins.
Það var Portland sem var í
heimsókn og varð að sætta sig
við 84:95 tap. Seikaly var rekinn
af velli þegar rúmar fimm mínút-
ur voru eftir af leiknum, fékk tvær
tæknivillur fyrir að rífast við dóm-
ara. Með því að skora úr vítaskot-
unum minnkaði Portland muninn
í 82:79 og farið að fara um áhorf-
endur. Leikmenn Orlando þökk-
uðu stuðningsmönnunum baulið í
upphafi leiks með því að gera
átta stig í röð án þess að gestun-
um tækist að svara og tryggja
þar með sigurinn.
Atlanta virðist óstöðvandi á
heimavelli, hefur sigrað í 21 af
22 leikjum þar í vetur. Að þessu
sinni var það Indiana sem varð
fyrir barðinu á liði Atlanta og sig-
urinn var öruggur, 100:87.
Glen Rice gerði 36 stig fyrir
Charlotte er liðið vann Phoenix,
123:115, árangur Rice er jöfnun
á meti félagsins svo og skor liðs-
ins í einum leikhluta og í hálfleik
en leikmenn gerðu 41 stig í öðrum
leikhluta.
Suns var sjö stigum yfir eftir
þriðja leikhluta en réð ekkert við
37 stig Hornets í síðasta hlutan-
um.
Golden State vann Celtics,
112:101, og þar var Latrell
Sprewell með 41 stig og Chris
Mullin gerði 19 stig, tók 12 frá-
köst og átti 10 stoðsendingar auk
þess sem hann „stal“ boltanum 7
sinnum af mótheijum sínum, en
leikmenn Boston misstu boltann
27 sinum.
LEIKMENN Toronto Raptors burstuðu hið lán-
lausa lið San Antonio Spurs, 125:92, ífyrri-
nótt. Damon Stoudamire gerði 21 stig en alls
voru sex leikmenn sem gerðu fleiri en tíu stig.
Leikmenn Toronto hafa ekki gert eins mörg
stig í einum leik í vetur og þeir hafa aldrei
skorað eins margar þriggja stiga körfur, en
liðið gerði fimmtán slíkar. Þetta var fjórði úti-
sigur Toronto í vetur en liðið hefur tapað 20
leikjum á útivelli.
Walt Williams gerði 19 stig fyrir Toronto og
Carlos Rogers 18 auk þess sem hann tók 9
fráköst. „Ég hef enga samúð með þeim. Ég lék í
fyrra með Sacramento og þá fóru leikmenn Spurs
mjög illa með okkur,“ sagði Williams eftir sigurinn.
Síðustu tvö keppnistímabil tapaði Spurs 43 leikjum
en í vetur hefur liðið tapað 39 leilq'um.
Minnesota skrapp til Kanada og vann Vancouver,
84:73. Heimamenn gerðu aðeins sjö stig í þriðja leik-
hluta, en þá var skotnýting þeirra aðeins 13,3% sem
er með því lægsta sem sést hefur.
Reuter
VLADE Dlvac stöðvar hér John Wllllams hjá Suns, en Dlvac gerðl 19 stlg
og tók 11 fráköst fyrlr Charlotte sem sigraðl í lelknum.
KNATTSPYRNA
Tveir Belgar segjast hafa mútað dómara tyrir Anderlecht
Reyndu að hafa fé
af Anderiecht
Tveir Belgar hafa verið kærðir
fyrir að reyna að kúga fé út
úr belgíska knattspymuliðinu And-
erlecht. Belgamir, Jean Elst og
Rene Van Aeken, segja að forráða-
menn félagsins hafi greitt þeim um
113 milljónir króna árið 1984 til
að múta spænskum dómara á síð-
ari undanúrslitaleik Anderlecht og
Notthingham Forest í Evrópu-
keppni félagsliða árið 1984. Forest
vann fyrri leikinn 2:0 en Ander-
lencht þann síðari 3:0 og komst í
úrslit þar sem liðið tapaði fyrir
Tottenham. I síðari leiknum var
dæmt eitt mark af Forest, sem
flestum fannst löglega skorað, og
heimamenn fengu mjög vafasama
vitaspymu.
Forráðmenn Anderlecht óskuðu
eftir rannsókn vegna málsins eftir
að þeir höfðu fengið nokkur bréf
frá þeim félögum þar sem þeir
heimta fé fyrir að þegja. Þeir félag-
ar segjast hafa níu mismunandi
gögn sem sanni að þeir hafi verið
fengnir til að múta dómaranum,
m.a. segulbandsupptökur, en for-
ráðamenn Anderlecht segja gögnin
fölsuð.
Formaður belgíska knattspymu-
sambandsins, Michel D’Hooghe, er
ekki ánægður með gang mála.
„Þetta er mjög slæmt því við höfum
verið að reyna að laga ímynd okk-
ar,“ sagði D’Hooghe.