Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 1
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 ■ ERFÐABREYTT MATVÆLITIL BÖLVUMAR EÐA BLESSUMAR7/2 FATAKISTUR UIMGA FÓLKSIIMS OPNADAR/4 ■ UNGBARNANUDD/6 ■ BLINDIR SKEMMTA SÉR Á SKÍÐUM/6 ■ MED AUGUM LANDANS/7 Gömul furuhúsgögn njóta nú vaxandi vinsælda og máli skiptir að viður sé gegnheill GÖMUL húsgögn úr furu og öðrum ljósum viði virðast eiga vaxandi vinsældum að fagna meðal við- skiptavina antik-verslana. Gallerí Borg heldur uppboð um helgina í Síðumúla 34, þar sem alls verða boðnir upp um 400 munir, aðallega húsgögn. Eru munir þessir allir til sýnis á uppboðsstað. „Við erum með mikið af húsgögnum úr eik, en einnig talsvert af gömlum furu- húsgögnum, enda hefur eftirspurn eftir þeim verið að aukast,“ sagði Pétur Þór Gunnarsson uppboðs- haldari. Að sögn hans eru þung húsgögn úr mjög dökkum viði, með grófum útskurði, ekki jafn vinsæl nú og fyrir nokkrum árum, heldur er nú vaxandi áhugi á léttari hús- gögnum. Alþýðleg húsgögn „Yngra fólk er í meirihluta þeirra sýna gömlum furuhúsgögnum áhuga, en eldra fólk er yfirleitt hrifnara af húsgögnum úr eik.“ Pétur Þór sagði að núorðið skoðaði fólk antik-húsgögn vel áður en það CHEVROUET Pickup '54 verður í félagsskup húsgagna ó uppboði um helgina. keypti þau og margir vildu aðeins húsgögn úr gegnheilum viði. „Kannski má segja að áhugi íslend- inga sé að aukast á alþýðlegum húsgögnum, en hér er auðvitað líka þröngur hópur fjársterkra við- skiptavina sem lítur ekki við öðru en fínni og dýrari antik-húsgögnum frá síðustu öld.“ Uppboðið, sem haldið verður um helgina, er að sögn Péturs Þórs haldið að danskri fyrirmynd, enda haldið í samvinnu við danska antik- heildsala. í sýningarskrá sem gefin var út í tengslum við uppboðið kemur fram matsverð á öllum munum. Pétur Þór sagði að þar væri miðað við algengt verð á sam- bærilegum munum í antik-verslun- um á Islandi. „Á uppboðum seljast þó yfirleitt 70-80% hluta á verði sem er lægra en þetta viðmiðunarverð." Hjá Antikhúsinu á ’ Skólavörðustíg feng- ust þær upplýsingar að þar væru eikarhús- gögn vinsælust, aðal- lega borðstofuhúsgögn. Einnig væri algengt að fólk sem ætti gamalt borð- stofuborð keypti staka stóla. Afgreiðslukona í Ant- ikhúsinu sagðist ekki hafa orð- ið vör við að ljós húsgögn væru orðin vinsælli en þau dökku, tals- verður áhugi væri til dæmis á dökk- um eikarhúsgögnum. Húsgögn frá tímabilinu 1900-1920 eru mest seld í Antikhúsinu, að sögn þessarar sömu afgreiðslukonu. Á Akureyri gætir aukins áhuga á gömlum húsgögnum úr furu og ljósum við. Sigurður Magnússon eigandi Antikbúðarinnar á Akur- eyri segist hafa orðið var við auk- inn almennan áhuga á gömlum húsgögnum. „Við seljum mest af húsgögnum úr eik, enda eru þau yfirleitt talsvert ódýrari en húsgögn frá síðustu öld úr hnotu eða ma- honí.“ Sigurður flytur inn húsgögn frá Danmörku og Bretlandi, aðal- lega frá tímabilinu 1920-1940. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.