Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
• Verður sykur ræktaður á íslandi í framtíðinni? • Getur erfðatækni reynst
umhverfi og lífverum skaðleg? • Er hún hugsanleg lausn á fæðuvanda heimsins
• Skiptar skoðanir eru meðal Evrópubúa um lffVpm
Bölvur
eða blessun?
VÍSINDAMENN vinna að því að auka frostþoí græn-
metisplantna með geni úr fiskum.
ERFÐABREYTT MATVÆLI
Koffínsnauðar kaffibaunir, frostþolnir
tómatar og eldisfiskar sem vaxa með
undrahraða. Með erfðatækni er unnt að
flytja erfðaeiginleika á milli ólíkra lífvera
og möguleikarnir eru nánast ótakmarkaðir,
hugmyndaflugið er eini þröskuldurinn.
Eru vísindin komin á ystu nöf hins
siðferðislega eða er hin nýja líftækni hluti
af þekkingarleit og framþróun mannsins?
Hrönn Marinósdóttir leitaði svara hjá
vísindamönnum, alþingismanni og
framkvæmdastjóraNeytendasamtakanna.
EIN af verðmætustu kindum í
heimi kostar ríflega einn milljarð
íslenskra króna. Hún er kölluð
Tracy og hefur þann kost umfram
aðrar rollur að geta framleitt
eggjahvítuefnið Alpha-l-Anti-
trypsin sem notað er til lækninga
á afar sjaldgæfum en arfgengum
lungnasjúkdómi í mönnum. Naut
að nafni Hermann er einnig mik-
ils metið því afkvæmi hans, ung
kvíga, býr yfir þeim fágæta eigin-
leika að úr spenum hennar rennur
móðurmjólk en ekki venjuleg kúa-
mjólk. Galdurinn er fólginn í
erfðatækni þar sem gen eru flutt
milli alls óskyldra lífvera; örvera,
plantna, fiska og spendýra.
Skepnur í líkingu við Tracy og
Hermann eru enn sem komið er
einungis tilraunadýr á rannsókn-
arstofum en mögulega er framtíð
bænda falin í slíkum búskapar-
háttum.
Bandarískir vísindamenn hafa
verið í fremstu röð á sviði erfða-
breyttra matvæla en árið 1994
komu þar á markað svonefndir
„flavr savr“ tómatar sem hafa
lengra geymsluþol en hefðbundnir
tómatar auk þess sem þeir þykja
bragðbetri. Erfðatækni hefur
fleygt fram síðustu ár og vísinda-
menn í Suðaustur-Asíu og á Vest-
urlöndum vinna að rannsóknum
sem miða m.a. að því að gera
plöntur harðgerðari, frost- eða
þurrkþolnari.
Framleiðsla á erfðabreýttum
matvörutegundum^ hefur aukist
mikið undanfarið. í Evrópu fékkst
t.d. nýlega innflutningsleyfi fyrir
sojabaunum sem hafa þol gegn
ákveðinni tegund illgresiseyðis og
í Bandaríkjunum eru um tuttugu
tegundir erfðabreyttra matvara
nú þegar fáanlegar.
Umhverfis- og
siðferðissjónarmið
Enn hefur ekkert komið fram sem
bendir til að erfðabreyttar lífverur
geti reynst skaðlegar heilsu manna
eða umhverfínu. Harðar deilur, m.a.
í Evrópu, hafa verið um hvort þessi
nýja tækni sé siðferðislega rétt en
margir óttast að ef eftirlit verði
ekki hert og settar alþjóðlegar regl-
ur, muni tæknin hafi í fór með sér
ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir
lífkeðjuna. Fólk sem af trúarástæð-
um borðar ekki ákveðnar dýrateg-
undir og grænmetisætur hafa lýst
yfir harðri andstöðu en tilraunir
hafa m.a. verið gerðar með að auka
kuldaþol plantna með klónun gena
úr fiskum sem eins og kunnugt er
þola mikinn kulda.
Enn aðrir óttast að tæknin geti
valdið nýjum tegundum af ofnæmi
eða veirum í mönnum sem hingað
til hafa einungis fundist í skepnum.
í mótmælaskyni hafa umhverfis-
vemdarsamtök í Hollandi og víðar
ítrekað eyðilegt uppskeru á ökrum
þar sem tilraunir eru gerðar með
erfðabreytta ræktun.
Námskeið um erfða-
breytt matvæli
Ágústa Guðmundsdóttir, prófess-
or í matvælafræði við Háskóla Is-
lands hefur fylgst vel með þróun
erfðatækni í matvælaframleiðslu frá
árinu 1990 en undanfarin tvö ár
hefur hún haldið námskeið fyrir
nemendur í matvælafræði um erfða-
breytt matvæli. „Nytjaplöntum og
skepnum hefur um langt skeið ver-
ið breytt með kynbótum þar sem
Morgunblaðið/Þorkell
ÁGUSTA Guðmundsdóttir, til hægri á myndinni ásamt nemendum í matvælafræði við Háskóla Is-
lands sem nýlega sátu námskeið um erfðabreytt matvæli.
Driffjöðrin er gróðafíkn
HJÖRLEIFUR
Guttormsson al-
þingismaður telur
neikvæða fylgi-
fiska erfðabreyttra
matvæla vera
mikla. „Slík mat-
væli eru afleiðing
af aðgerðum sem
þegar er búið að
framkvæma á líf-
verum en með þeim
er verið að grípa
inn í lífkeðjuna
með alveg ófyrir-
sjáanlegum afleið-
ingum. Þótt enn
hafi ekkert stór-
fellt neikvætt gerst, er ófyr-
irsjáanlegt hvað getur komið í
ljós í framtíðinni.“
Allt fikt með erfðaefnið er
þess eðlis að menn ættu að fara
afar varlega, að mati Hjörleifs.
„Mikil skammsýni er að meta
matvælin sem
hættulaus útfrá
reynslu örfárra
ára. Það sama gild-
ir að mínu viti um
tæknifijóvgun og
einræktun."
Nauðsynlegt er,
segir Hjörleifur, að
merkja allar erfða-
breyttar afurðir
sem fara á markað
og ganga þar með
lengra en lög ESB
gera ráð fyrir.
„Norðurlönd hafa
viljað ganga hvað
lengst í sérmerk-
ingum og það eru mér mikil
vonbrigði að íslensk stjórnvöld
skuli ekki hafa fylgt þeim
fastar að málum.“
Driffjöðrin að baki erfða-
breytingum er hagnaðarvonin,
að mati Hjörleifs. „Ástæðan er
hreinræktuð gróðafíkn en í
tengslum við þennan iðnað er
veltan orðin gífurleg. Fjöldi
alþjóðlegra fyrirtækja í mat-
vælaiðnaði hefur þegar tryggt
sér einkaleyfi á ákveðnum teg-
undum erfðabreyttra matvara
og afurða úr erfðabreyttum
lífverum. Þróunarlönd standa
þar frammi fyrir gífurlegu
vandamáli, ekki bara vegna
einkaleyfa heldur varðandi
framleiðslu á grundvelli þessa
iðnaðar sem er gífurlega
kostnaðarsamur. Mörg hin fá-
tækari lönd hafa litla mögu-
leika á að leggja mikið af
mörkum og eru jafnvel í þeirri
stöðu, þegar til kastanna kem-
ur að nýta eigin lífverur í þessu
skyni, að standa frammi fyrir
hindrunum að því er varðar
einkaleyfalöggjöf. Möguleikar
á stórfelidu arðráni eru því
afar miklir.“
Hjörleifur
Guttormsson