Morgunblaðið - 28.02.1997, Page 5

Morgunblaðið - 28.02.1997, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 B 5 ¥ i DAGLEGT LÍF NAFN: Hafdxs Huld Júliu- og Þrastar- dóttir STARF: Meðlimur i fjöllistahópnum GUS GUS og nemandi við Menntaskólann i Kópavogi ALDUR: 17 ÁRA Botnaðu setninguna: TXSKA ER . . . (skv. islenskri orðabók) Ösiður eða venja eftir breytilegum smekk, rikjandi um skemmri eða lengri tima einkum i klæða- burði og snyrtingu." OHafdís fékk þessa fagurrauðu bandavettlinga í Sundhöll Reykjavíkur. „Ég var látin hafa þá fyrir misskilning þegar ég var að vinna tónhstarmynd- band með GUS GUS í Sund- höllinni en þegar heim var komið uppgötvaði ég að þeir tilheyrðu mér alls ekki en ég tók ástfóstri við þá en skil samt vel ef fyrri eigandi saknar þeirra og honum er velkomið að setja sig í sam- band við mig.“ HAFDÍS Huld hefur engan sérstakan stíl að eigin sögn, hún klæðir sig bara eftir því hvernig skapi hún er í og er mikið fyrir að blanda öllu saman eins og fínni dragt við grófa gönguskó. 0„Það sem heillaði mig við þessa dragt var hvað mér fannst hún „gömlukonuleg“ en mér finnst gamlar konur voðalega mikil krútt.“ - Erþetta svona sparidragt? „Svona jarðarfarardragt mein-. arðu? Þetta er alveg spari þegar mig langar að hafa þetta spari annars er þetta bara ekki spari, það fer bara eftir því hvernig mig langar að vera þann daginn. Gönguskóna keypti mamma á skiptimarkaði fyrir um það bil 15 árum en ég mæli alls ekki með þeim í fjallgöngur því þeir eru óhugnanlega þungir.“ Hafdís hefur mjög gaman af föt- um en á ekki neinar sérstakar uppá- haldsbúðii'. „Ég versla mikið í ©Gullskórnir sem minna einna helst á rauðu skóna henna Dóróteu í Galdrakarlinum í Oz eru í miklu uppáhaldi hjá Hafdísi og þeg- ar hún er í þeim líður henni eins og ævintýraprinsessu. „Þessa keypti ég á 500 kr. í bamadeildinni í Hagkaup, ég er svo heppin að nota stærð 35 og get því nýtt mér barnaskó." 0„Ég nota þessa skyrtu mjög mikið en ég var algjör súper- skáti og var í Skátafélaginu Kópum í mörg ái’ og fór í henni á landsmótið 1990. Ég man að ég var heillengi að vinna fyrir þessum merkjum og þess vegna er eins gott að nota skyrtuna svo að þau fái að njóta sín.“ bamadeildinni í Hagkaup, flóamörk- uðum, Hjálpræðishernum og svo hef ég ofsalega gaman af því að gramsa í skápunum hjá ömmu.“ - Hvað fínnst þér um tískuna á ís- landi í dag? „Ég er ekkert að hafa áhyggjur af henni, hún er ekkert að trafla mig en ég hef mjög gaman að fylgjast með því sem fólk er að skapa varð- andi fót.“ NAFN: Birgir Orn Thoroddsen STARF: Nemandi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, i hljómsveitinni Brim og einsmannshljóm- sveitinni Curver. ALDUR: 21 árs Botnaðu setninguna: TÍSKA ER . . . eitthvað sem gengur í hringi. J r » wmm. „ÉG VAR í gleðiferð í London ’ með Bjarna Breiðfjörð vini mín- um þegar þessi skyrta varð á vegi mínum. Það sem heillaði mig við hana var uppáhaldsliturinn minn appelsínugulur og ekki sakaði að hún kom frá uppáhaldshönnuðunum mínum. Þetta leit nú ekki vel út í fyrstu þar sem eina eintakið var á leið út úr búðinni með annarri konu. En allt einu eins og þrama úr heið- skíru lofti píph’ greiðslukortavélin og afgreiðslumaðurinn segir þungur á brún við konugreyið að kortinu hafí verið stolið. Kortið mitt var hins vegar í fínu lagi því skyrtan er mín í dag.“ OKJÓLLINN sem Hildur er í er ekta flamingó-kjóll sem hún keypti af sígaunakerlingu á Spáni sem var að selja alla gömlu kjólana sína. „Kjólinn hef ég notað við nokkur hátíðleg tækifæri og vakið verðskuld- aða athygli." -Hefur þú lært fíamingó- dans? „Nei, því miður, en kjólhnn er alla vega fyrsta skrefið.“ FATASMEKKUR Birgis gæti kannski talist frekar klofinn, annars vegar hefur hann mikinn áhuga á Hawaii-skyrtum en eitt helsta einkenni þeirra er mikil litagleði, hins vegar er hann mikið fyrir svartan fatn- að. „Annaðhvort er ég í Hawaii-skyrtum eða svörtu, það er lítið þar á milli. Mér fínnst tískan hér á íslandi nokkuð góð miðað við í út- löndum. íslendingar fylgjast mjög mikið með og kunna al- veg að klæða sig. Það hafa verið margar stefnur í gangi og þær eru núna byrjaðar að fléttast mjög mikið saman og er gaman að fylgjast með því. - En hvað varð til þess að Birgir fékk svona mikinn áhuga á Hawaii- skyrtum? „Ég byrjaði að safna Hawaii- skyrtum sumarið 1995 í Þýskalandi. Þá var ég byrjaður að hlusta mikið á brimbrettatónlist sem heillaði mig sökum þess hversu hrá og létt hún var í senn. Upp úr því spratt áhug- inn á skyrtunum, svo mikill að ég keypti 15 skyrtur á einu bretti - þó ekki brimbretti (ha! ha!).“ 0„ÞETTA er alveg ekta banda- rísk Hawaii-skyrta frá byrjun sjöunda áratugarins þegar brim- brettatónlistin var sem vinsælust." Bh’gir segir að oft sé hægt að sjá frá hvaða tímabili skyrtan er með því að kanna lengdina á kraganum. „Þessi skyrta er t.d. með stuttum kraga en þegar nær dregur 1970 lengjast kragarnir." ÞETTA er Hawaii-skyrta með kínversku ívafi sem Birgir keypti í Danmörku hjá Hjálpræðis- hernum þar. „Þessi er algjörlega komin út í geðveiki og er greinilega framleidd um 1970 því kragamir eru svo langir og eru áhrif hippamenn- ingarinnar augljós." BIRGIR minnir allra helst á bandarískan dægurlagasöngv- ara frá 1960 þó svo að skórnir sem voru upp á sitt besta á miðjum ní- unda áratugnum komi upp um hann. „Jakkann og skóna fékk ég í Hjálp- ræðishernum en skyrtan er ein af þessum íýrstu 15 sem ég keypti á Garage markaðnum í Þýskalandi. Þetta er eiginlega uppáhalds skyrt- an mín og það sem mér fínnst flott við hana er litasamsetningin, hún minnir dáldið á þegar húmar að kveldi og þegar ég geri eitthvað sér- stakt finnst mér þægilegast að vera í henni.“ ÞAÐ MÁ kannski segja að þessi skyrta hafi verið mikill örlagavaldur í lífi Birgis. „Ég var að reyna að ná athygli fallegustu stúlku sem ég hef augum litið og ástæðan fyrir því að hún tók eftir mér var sú að henni fannst skyrtan sem ég var í sú allra ljótasta sem hún hafði nokkurn tímann séð. Upp frá því hófst gott samband milli okkar en því miður var skyi’t- an ekki nógu ljót til að halda í hana. Þetta er svona ljót/flott skyrta og það sem er sérstakt við hana eru brúnu tónarnir og að það er ein samfelld mynd á henni í stað margra lítilla."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.