Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA JltffipiafliiftfeUi' c 1997 FÖSTUDAGUR 28. FEBRUAR BLAD — Bjarni hélt upp á afmælið í Madrid BJARNI Guðjónsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi frá Akranesi, lék æfingaleik með varaliði Real Madrid á miðvikudag og skor- aði þá þrjú mörk i 4:1 sigri liðsins. Hann átti 18 ára afmæli sama dag og gat því hald- ið upp á hann með eftirminnilegum hætti. Bjarni fór til Spánar á þriðjudaginn og hafði aðeins mætt á eina æfingu með varalið- inu fyrir leikinn. í gær átti hann síðan að æfa með aðalliði félagsins. Hann er væntan- legur heim á morgun. Eins og áður hefur komið fram æfði Bjarni með ensku liðunum Newcastle og Liverpool fyrir nokkrum vik- um. „Við höfum ekkert heyrt frá þessum félögum og engin tilboð um kaup á Bjarna hafa borist til okkar enn,“ sagði Hafsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri knatt- spyrnufélags ÍA. HANDKNATTLEIKUR JÓHANNINGITÆKNILEGUR RÁÐGJAFIAFREKSMANNASJÓDS / C3 Jegorova út í kuldann í Rússlandi UUBOV Jegorova, sem féll á lyfjaprófi eftir sigur i fimm km göngu á HM í norrænum greinum f Þrándheimi sl. sunnudag, keppir ekki meira, að sögn Alexanders Grishuns, yfirþjálfara rússneska kvenna- liðsins. „Ég óttast að hún verði að taka því að ferili hennar er á enda,“ sagði hann. „Þetta var mikið áfall og ég hef átt erfitt með svefn,“ sagði Jelena Valbe, sem var önnur í göngunni en fékk gullið eftir að niðurstöður lyfjaprófsins lágu fyrir. Hún áréttaði að ekki væri við liðið að sakast heldur ákveðinn einstakling. „Eftir það sem gerðist í Atl- anta átti hún að vita að ekki mætti taka þessar töflur. Nið- urstaðan gerir það að verkum að engin ánægja fylgir eigin sigrurn.” Jegorova viðurkenndi að hafa tekið Bromantan, sem er örvandi lyf á bannlista. „Ég vissi ekki að efnið væri bann- að,“ sagði hún og bætti við að hún hefði tekið það ósjálfrátt úr gömlum pakka sem hún hefði átt síðan á Ólympíuleik- unum f Lillehammer 1994. „Það jafnast á við sjálfsmorð að vita að Bromantan sé bann- að en taka það samt.“ Rússneskir íþróttamenn lentu f vandræðum á Ólympíu- leikunum f Atlanta f fyrra vegna sama lyfs og því kemur þetta mál sem köld vatnsgusa framan f Rússa. Jegorova, sem er 30 ára og hefur sex sinnum fagnað sigri á Ólympfuleikum, þrisvar f AlbertviUe 1992 og þrisvar f LUIehammer, auk þess að hafa þrisvar orðið heimsmeistari, hætti keppni eftir leikana í Lillehammer vegna barnsburðar. Veikindi hijáðu hana í bjölfarið en síðan tók hún upp þráðinn á ný án þess að ná fyrri styrk. Trude Dybendahl-Hartz, sem var f silfursveit Norð- manna f 4x5 km boðgöngu kvenna f gær, óskaði Alþjóða skfðasambandinu til haraingju með snögg viðbrögð. „Gott er til þess að vita að sambandið getur fundið svindlara og refs- að þeim strax,“ sagði hún. „Þetta er slæmt fyrir íþróttina en ég vissi að lyfjamisnotkun hefur átt sér stað. Ég vorkenni Rússum en er ánægð með að kerfið virkar." Rétt leið ÍSLENDINGAR unnu Egypta 27:22 f vináttulandsleik í Smáranum í gær- kvöldi. Þorbjörn Jensson, landsliðs- þjálfari, lagði höf- uðið í bleyti og Bjarki Sigurðsson lagði sitt af mörkum. Leikur/C4. Morgunblaðið/Golli Vemharð ætlar að keppa fyrir Noreg á ÓL í Sydney Vernharð Þorleifsson, júdókappi úr KA, sagði í viðtali við íþróttablaðið, sem kom út í gær, að hann hafi ákveðið að flytja til Noregs. Hann ætlar að gerast norskur ríkisborgari og keppa fyrir Noreg á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Ástæðuna segir hann vera þá að stuðningur íslensku íþróttahreyfingarinnar dugi ekki til þess að fleyta honum á toppinn. Því hafi hann leitað til Norðmanna sem hafi tekið honum opnum örm- um og bjóði honum gull og græna skóga. Hann vonast til að ákvörðunin hristi upp í íþrótta- hreyfíngunni. „Kannski er ég óheppinn að enginn skyldi gera þetta á undan mér. Það má segja að ég sé píslarvottur að einhveiju leyti og vonandi kemur þetta sér til góða fyrir þá íþróttamer.n sem eiga eftir að skara fram úr á ís- landi,“ segir hann í viðtalinu. Kolbeinn Gíslason, formaður Júdósambands íslands, sagðist harma þessa ákvörðun Vernharðs. „Þessar fréttir komu mér verulega á óvart. Ég talaði við Vernharð um daginn og þá minntist hann ekki einu orði á þetta, sagðist vera hættur og farinn til Noregs. Vern- harð lýsti því yfir eftir Ólympíuleik- ana að hann væri hættur en um miðjan janúar sagðist hann vera byijaður að æfa aftur. Við vorum auðvitað ánægðir með það og sótt- um um styrk fyrir hann hjá afreks- mannasjóði ÍSI. Hann fékk úthlut- að 700 þúsund krónum, en afþakk- aði það og sagði það of lítið,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn sagði að Júdósamband- ið hafi skrifað Ellerti B. Schram, formanni ÍSÍ og Óí, bréf fyrir þremur vikum og óskað eftir að hann beitti sér fyrir því að fyrir- tæki styrktu Vernharð. „Þessar fréttir í íþróttablaðinu koma því eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Kolbeinn. „Ég held satt að segja að þetta sé eitthvert upphlaup af hans hálfu til að reyna að ná sér niður á Júdósambandinu, sem hefur þó alltaf verið reiðubúið að aðstoða hann.“ JÚDÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.