Morgunblaðið - 28.02.1997, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 C 3
KÖRFUKIMATTLEIKUR
;ækir að körlu KR-lnga en tll varnar er Jónatan Bow sem lék mjög vel fyrir KR.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
i KR rétla manninn
of víðar á hann. Einnig væri í lagi að
benda honum á að vera kurteisari við
áhorfendur, það þykir ekki við hæfi að
„sýna þeim fingur“ eða ulla á þá, jafn-
vel þó þeir séu að reyna að hafa áhrif á
leik hans.
Mikill hraði var á upphafsmínútunum
og þá hittu KR-ingar mjög vel, gerðu
13 stig fyrstu þqar mínúturnar. Liðið lék
fína pressuvörn og heimamenn áttu í
í kvöld
Körf uknattleikur
Úrvalsdeild:
ísafjörður: KFÍ - Keflavík.......kl. 20
Sauðárkr.: UMFT-Haukar...........kl. 20
Handbolti
X. deild kvenna:
Vestm: iBV - Fram................kl. 20
2. deild karla:
Höllin: Ögri - Keflavík..........kl. 21
mestu vandræðum með að brjóta
sér leið að körfunni. Það kom þó
um síðir og þá skiptu Vesturbæing-
ar í svæðisvörn með ágætum ár-
angri. Vörn ÍR var hins vegar ekki
nægilega góð, sama hvort leikið var
maður á mann eða svæðisvörn.
Eftir að ÍR komst inn í leikinn
var hann spennadi og jafn, KR þó
oftast með frumkvæðið nema í leik-
hléinu, þá var IR tveimur stigum
yfir. Liðið skiptust á um að skora
nema hvað eftir fimm mínútna leik
í síðari hálfleik gerðu gestirnir átta
stig í röð og komust 10 stigum
yfir. Það bil tókst ÍR ekki að brúa
og undir lokin léku KR-ingar af
mikilli skynsemi og héldu fengnum
hlut.
Eford var geysilega skemmtileg-
ur og þeir Bow og Hermann Hauks-
son léku báðir mjög vel og það sama
má segja um Ingvar, sem átti marg-
ar frábærar sendingar. Baker, Ei-
ríkur og Eggert báru uppi leik ÍR-
inga en aðrir hafa oft leikið betur.
IMjarðvík-
ingar í
góðum gír
í Grindavík
Frímann
Óiafsson
skrifar frá
Grindavik
Hafi einhver haldið að Njarðvík-
ingar ætluðu sér að vera í
aukahlutverki í baráttunni um ís-
landsmeistaratit-
ilinn í ár verður sá
hinn sami líklega
að endurskoða það
álit sitt eftir góðan
sigur þeirra á
Grindvíkingum í íþróttahúsinu í
Grindavík í gærkvöld. Þeir komu
til leiks staðráðnir í að sigra og
tókst ætlunarverk sitt.
Leikurinn byijaði með látum og
bæði lið sýndu góða baráttu í upp-
hafi. Herman Myers fór mikinn í
upphafi og var nánast einn í að
skora fyrir Grindvíkinga, var kom-
inn með 12 stig í stöðunni 16:12
fyrir Grindavík. Þá jenti honum
saman við Rúnar Árnason sem
endaði með því að hann sló hann
í höfuðið og var heppinn að sleppa
með ásetningsbrot. Grindvíkingar
náðu góðum spretti eftir atvikið
og komust í 24:16. Þá bað Ástþór
Ingason þjálfari Njarðvíkinga um
leikhlé sem hann hafði ekki tæki-
færi á að taka því Njarðvíkingar
tóku mikinn kipp og komust yfir
27:26 þannig að á endanum var
það Friðrik þjálfari Grindvíkinga
sem bað um leikhlé sem sýnir hve
hlutir gerast hratt í körfuboltan-
um.
Njarðvíkingar létu forystuna
ekki af hendi og í seinni hálfleik
léku þeir einfaldlega betur en
heimamenn og hleyptu þeim aldrei
inn í leikinn. Mesti munur á liðun-
um var 19 stig, 79:60 þegar tæp-
ar 4 mínútur voru eftir og þann
mun náðu Grindvíkingar ekki að
minnka. „Þetta var virkilega sætur
sigur hjá okkur og við erum að
rífa okkur upp núna. Við vorum
nánast komnir í svaðið en ákváð-
um að snúa bökum saman í stað
þess að gefast upp. Það er alltaf
gaman að vinna í Grindavík, það
er erfitt en þeir voru langt frá sínu
besta hér í kvöld og við eigum
langt í land ennþá. Þetta var
áfangasigur hjá okkur,“ sagði
Friðrik Ragnarsson fyrirliði Njarð-
víkinga. Torrey John átti skínandi
leik fyrir þá, sjálfsagt einn sinn
besta í lengri tíma. Sverrir Þór
Sverrisson og Kristinn Einarsson
áttu einnig góðan leik og Friðrik
náði sér vel á strik í seinni hálfleik.
Hjá heimamönnum stóð Her-
man Myers fyrir sínu að vanda
en það dró verulega af honum í
seinni hálfleik. Helgi Jónas og
Páll Axel áttu ágæta spretti en
boltinn rúllaði ekki vel hjá þeim.
Hittni Grindvíkinga var slök úr
þriggja stiga skotum, ein þriggja
stiga karfa úr 22 tilraunum, sem
er sjálfsagt félagsmet ef grannt
væri skoðað. „Hlutirnir gengu
ekki upp hjá okkur, við vorum oft
með auðveld skot en hittum ekki.
Eg vil ekki meina að við höfum
verið taugaveiklaðir í leiknum
heldur hitt að við höfum verið of
afslappaðir. Við höfum ekki að
neinu að keppa en þeir [Njarðvík-
inga] eru að reyna að tryggja sér
3.-4. sætið í deildinni. Við kom-
um þó alltaf með því hugarfari
að vinna en það gekk ekki upp í
kvöld,“ sagði Marel Guðlaugsson
fyrirliði Grindvíkinga eftir leik-
inn.
ða drepast
skilaði forystu á meðan Haukar virkuðu
þreyttir en náðu samt að halda í við
mótheija sína. Hafnfirðingar brugðu þá
á það ráð að taka úr umferð Kristínu
Guðmundsdóttur, sem hafði borið uppi
sóknarleik gestanna og dugði það til að
slæva sókn Víkinga.
„Við urðum að vinna,“ sagði Hulda
Bjarnadóttir sem átti góðan leik. „Við
byijuðum ekki vel en vöknuðum til lífsins
þegar á leið. Það er búið að tala svo
mikið um að það gangi svo illa hjá okkur
að við höfum eflaust verið farnar að trúa
því.“ Hulda, Judith og Harpa Melsteð
voru bestar hjá Haukum.
Ekki vantaði kraftinn í Víkinga í upp-
hafi en hann fjaraði út þegar Kristín var
tekin úr umferð því engum leikmanni
tókst að taka við hlutverki hennar. Það
má heldur ekki eiga slaka kafla gegn liði
eins og Haukum - fyrir slíkt er strax
refsað með mörkum. Helga markvörður
var langbest og kom í veg fyrir stærra
tap með frábærum leik.
IÞROTTAHREYFINGIN / AFREKSMANNASJOÐUR
íþróttasamband íslands eykur aðhald og eftirlit hjá styrkþegum
Jóhann Ingi tæknileg-
ur ráðgjafi sjóðsins
Afreksmannasjóður íþrótta-
sambands íslands hefur gert
samning við Jóhann Inga Gunn-
arsson sálfræðing þess efnis að
hann verði tæknilegur ráðgjafí
sjóðsins gagnvart iþróttamönn-
um og -hópum, sem styrktir eru.
Hann á að hafa eftirlit með æf-
ingum og undirbúningi, vera
þjálfurum til ráðuneytis og sjá
til þess að áætlunum sé fylgt auk
þess sem hann er tilbúinn að
veita íþróttafólkinu og þjálfurun-
um sálfræðilega ráðgjöf. Jóhann
Ingi á að gefa sjóðnum upplýs-
ingar um stöðu mála reglulega
en samningurinn gildir í eitt ár
með því markmiði að halda sam-
starfinu áfram fram yfir Ólymp-
íuleikana í Sydney 2000.
„Við erum mjög ánægð með
að hafa fengið Jóhann Inga til
starfans," sagði Stefán Snær
Konráðsson, framkvæmdastjóri
ÍSÍ, við Morgunblaðið í gær.
„Hann er ekki aðeins menntaður
sálfræðingur með mikla reynslu
á því sviði heldur á hann að
baki gífurlega reynslu sem þjálf-
ari, hefur kynnt sér þessi mál
sérstaklega og hefur mikið inn-
sæi í þau.“
Stefán Snær sagði að til að
byija með væru helstu verkefnin
tengd Jóni Araari Magnússyni,
Guðrúnu Arnardóttur og ís-
lenska karlalandsliðinu í hand-
knattleik. „íþróttasambandið
leggur fram mikla Qármuni, al-
mannafé, til styrktar íþróttafólki
og vill fylgjast með því að þeim
sé vel varið. Við viljum ná ár-
angri í íþróttum og liður f því
er öflugt aðhaid og eftirlit sem
kemur öllum til góða því upplýs-
ingastreymið verður í báðar átt-
ir.“
Jóhann Ingi sagði að sér væri
sýndur mikill heiður með þessum
samningi og hann hefði tekið
verkefnið að sér vegna þess að
það væri ögrandi. „ÍSÍ er í fyrsta
sinn að fara út á þessa braut sem
er viðurkenning á afreksmanna-
stefnu. Afreksmannasjóður hef-
ur ákveðið að gera sérstaklega
vel við aUra besta íþróttafólkið
okkar og því er eðlilegt að hann
viiji tryggja að peningunum sé
vel varið með því að fylgjast með
að menn vinni vinnuna sína og
hlúa sern allra best að íþrótta-
fólkinu á öllum sviðum. Þetta er
einn áfangi í viðleitni sjóðsins til
að stíga inn í 21. öldina og ég
hlakka til að starfa með íþrótta-
mönnunum og þjálfurunum sem
hlut eiga að máli.“