Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 4
HANDKNATTLEIKUR Vöm og markvarsla skiluðu markvissum hraðaupphlaupum Dæmid gekk upp - ÞORBJÖRN Jensson landsliðsþjálfari hefur stöðugt áréttað að árangur íslenska landsliðsins í handknattleik byggist á sterkri vörn og góðri markvörslu. Þegar þessi atriði séu í lagi skapist möguleiki á markvissum hraðaupphlaupum sem geti skipt sköp- um. Strákarnir hafa heyrt þetta hvað eftir annað en í fyrsta sinn í langan tíma tókst þeim að fylgja þessum orðum þjálfarans eftir í verki þegar þeir sigruðu Egypta með fimm marka mun með góöum stuðningi áhorfenda i Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Islendingar áttu fjögur siðustu mörkin og unnu 27:22 eftir að staðan hafði verið 12:12 í hálfleik en alls gerðu þeir 10 mörk eftir hraðaupphlaup. Islenska liðið var ekki mjög sann- færandi í tveimur leikjum í Þýskalandi fyrir mánuði en stóð sig vel í fyrrakvöld þrátt Steinþór fyrir eins marks tap Guðbjartsson og bætti enn um skrífar betur í gærkvöldi. Eftir þrjá tapleiki í röð var hungrið í sigur óseðjandi og áhorfendur kunnu sérstaklega vel að meta kraftinn í lokin. Þijú mörk eftir hraðaupphlaup á tæp- lega einni og hálfri mínútu sýndu að getan er fyrir hendi og það eru einmitt slíkir kaflar sem kunna að reynast mikilvægir í Japan í maí. Kaflaskipti Leikurinn var hraður og skemmtilegur. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik en tvisvar urðu kaflaskipti eftir hlé og í bæði skipt- in í kjölfar frábærrar markvörslu Reynis Þórs Reynissonar. í fyrra skiptið varði hann tvisvar frá Egyptum, fyrst langskot og síðan af línu, og stöðvaði endanlega sókn þeirra með því að taka vítakast. Hann var snöggur að átta sig, sem oftar, og Bjarki, sem fékk frábæra sendingu frá Róbert Julian, skoraði eftir hraðaupphlaup. Staðan 15:13 og tveggja marka munur í fyrsta sinn. Islendingar náðu þriggja marka forystu, 20:17, en óheppni í sókninni gerði það að verkum að Egyptar náðu að jafna, 20:20. Áhorfendur tóku vel við sér skömmu síðar, Reynir varði vel gott skot og skömmu síðar skoraði Björgvin af línu, staðan 22:20. Þetta mark efldi strákana, vömin lokaði á mótheijana og eftirleikur- inn var auðveldur. Barátta Þrátt fyrir góðan sigur og oft á tíðum frábæran leik gerðu strák- amir of mörg mistök. Kæmleysi var stundum yfir sendingum, sum skot vom illa hugsuð, m.a. eitt víta- kast, og menn vom ekki alltaf vak- andi fyrir því að fá boltann. Hins vegar var mjög jákvætt að sjá að yfirleitt létu strákamir mistökin sér að kenningu verða, bættu þau upp í vörninni í næstu sókn mótherjanna eða gerðu betur í sókninni þegar til þess gafst færi. Þetta var sér- staklega áberandi hjá Degi og Rób- ert. Annað atriði og ekki síður mikil- vægt var baráttan sem ríkti í vöm- inni. Egyptar eiga eitt besta lands- lið heims og erfitt er að eiga við þessa hávöxnu menn sem flestir virðast nær geta stokkið hæð sína í loft upp og þmmað á markið. Fyrir vikið er ekki óeðlilegt að þeir skori grimmt úr langskotum en Is- lendingar stöðvuðu þá að öðm leyti. Það er ekki slæmt að fá á sig eitt mark úr horni og þijú af línu á móti svona liði. SÓKNAR- QpaV NÝTING W Siðari vináttulandsleikur ni— ÍSLAND Mðrk Sóknir % EGYPTALAND Mðrk SAknir % 112 24 50 F.h 12 25 48 15 25 60 S.h 10 24 42 27 49 55 Alls 22 49 45.. 1: r6 Langskot 11 2 Gegnumbrol 3 10 Hraðaupphlaup 2 : 2 Horn 1 4 Lína 3 3 Viti 2 Nýtt blóð Þorbjöm hefur sagt að hann loki engum dymm, að þeir sem standa sig með félagsliðum sínum eigi möguleika á að komast í landsliðið. Þetta virkar greinilega örvandi á menn. Reynir var með í landsleik í fyrsta sinn og byijaði með sóma. Björgvin kom sterkur inn á ný og Rúnar og Ingi Rafn stóðu undir væntingum í vörninni. Frammistaða þessara nýju manna í hópnum sýn- ir að samkeppnin er til staðar og hún hlýtur að skila sér í sterkara landsliði. Til þess em vináttuleikim- ir og viðureignirnar við Egypta hljóta að hleypa nýju blóði í íslands- mótið - endanlegur landsliðshópur verður ekki valinn fyrr en eftir úr- slitakeppnina. Morgunblaðið/Golli RÓBERT Jullan Duranona gerðl sex mörk f gærkvöldl og Sameh Abd El Waross (nr. 19) lök sama lelk hjö Egyptum, en hann er meö öflugrl skyttum í helmlnum. Hver mínúta mikilvæg i undirbúningnum 1yrir HM Getum gert góða hluti Við höfum eytt þeim þremur æfingum sem við höfðum í sóknarleik gegn þeirri framliggj- andi vörn sem Edwin Egyptar leika, því Rögnvaldsson við höfum átt í skrífar vandræðum með slíka varnaraðferð að undanfömu. Við verðum bara að halda áfram á þessari braut og reyna að búa okkur sem best undir heimsmeistarakeppnina. Undirbún- ingstíminn er mjög stuttur og þess vegna er hver mínúta mikilvæg. Þess vegna er gaman að sjá að við getum gert góða hluti á stuttum tíma, en við megum ekki sofna á verðinum og verðum því að halda áfram. Vömin var miklu skipulagðari í þessum leik heldur en í þeim fyrri og leystum vamarhlutverkið ágæt- lega á köflum. Egyptamir skomðu reyndar nokkur mörk sem við átt- um auðveldlega að geta komið í veg fyrir. Það kemur samt alltaf fyrir og það er ekki hægt að spila leik án þess að fá eitthvað af mörk- um á sig. Markmiðið er því að reyna að halda andstæðingunum í u.þ.b. 20 mörkum. Þá er einfaldara að vinna leikina. Næstu landsleikir okkar eru gegn Kína 2. og 3. apríl. Þá komum við saman einum degi fyrir leik og leikmennirnir fara til síns heima daginn eftir síðari leikinn, þannig að tíminn er naumur. Ég er enn ekki viss um hvaða leikmenn ég get fengið í leikina gegn Kínveijum. Eg verð að kanna það betur, en að öllum líkindum mun ég tefla fram blöndu af reyndum leikmönn- um og ungum,“ sagði Þorbjörn. „íslenska liðið lék vel“ JAVIER Garcia Cuesta, hinn spænski þjálfari egypska lands- liðsins, hrósaði íslensku leik- mönnunum fyrir góða frammi- ■Bl stöðu í gær- Edwin kvöldi, en sagði Rögnvaldsson sína menn hafa skrifar leikið slaka vörn. „íslenska liðið er gott og leikmenn þess eru í góðu líkamlegu ástandi. Þeir léku vel í þessum leik, en varnarleikur okkar var ekki nógu góður. Markverðirnir náðu sér heldur ekki á strik. Þegar leikið er gegn jafn góðu liði og því íslenska og vömin auk markvarðanna eiga slæman dag, er tap óumflýjanlegt. Sóknar- leikurinn var ágætur hjá okkur, en við fórum illa með nokkur góð færi undir lokin. Meginorsök þess að við töpuðum var samt vamarleikurinn. Við fengum allt of mörg mörk á okkur,“ sagði Cuesta. Egyptar halda í dag til Noregs og munu þeir leika tví- vegis gegn heimamönnum um helgina, en að því loknu halda þeir heim á leið. „Bjóst ekki viö aö toika svona mikiö“ Reynir Þór Reynisson varði átta skot í síðari hálfleik, þar af eitt vítakast. „Þetta var frá- bært. Vömin fyrir framan mig var góð og ég reyndi að vera eins afslappaður og ég ga.t. Þetta gekk vonum framar. Ég bjóst ekki við því að fá að leika svona mikið. Það gerði gæfumuninn að við lékum varnarleikinn að- eins aftar heldur en í gær og skoðuðum vörnina þeirra betur,“ sagði Reynir. „Sætur sigur“ Bjarki Sigurðsson skoraði sex mörk í gærkvöldi og lék vel í báðum leikjunum. „Við lékum óneitanlega mun betur en í gær [fyrradag]. Við náðum að þétta vörnina í miðjunni og lékum varnarleikinn aftar. Mér fanns það gefast nokkuð vel, en þó misstum við aðeins taktinn á köflum. Við vorum fljótir fram á völlinn og hreyfðum okkur vel og mikið án bolta í sókninni auk þess að skapa rými fyrir útileik- mennina. Við höfum verið að reyna að leggja áherslu á það. Þessir leikir voru mjög góð æfing því að við munum þurfa að tak- ast á við framliggjandi vörn í Japan í vor. Áhorfendur létu líka mun meira í sér heyra og sigur- inn var sætur.“ sagði Bjarki með bros á vör. „Kom ekki til greina að tapa báðum“ Gústaf Bjarnason var virkur í sóknarleiknum og var sífellt að búa til aukið rými fyrir útileik- menn. „Vamarleikur okkar skóp sigurinn ásamt sigurviljanum. Það kom aldrei til greina að tapa báðum leikjunum. Okkur var því mikið í mun að sigra og sáum einfaldlega til þess að við töpuð- um ekki aftur, sagði Gústaf. „Náðum betur saman" „Vörnin var mun betri hjá okkur heldur en í fyrri leiknum. Einnig tókst okkur að bæta síð- ustu sendingarnar fyrir mark- skot og fengum því betri færi. Menn vissu líka betur af næsta manni við hliðina og við náðum betur saman. Markvarslan var líka góð og Reynir stóð sig mjög vel. Það er því allt gott um leik- inn að segja,“ sagði Dagur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.