Morgunblaðið - 04.03.1997, Side 2

Morgunblaðið - 04.03.1997, Side 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Atta liða úrslit Evrópumótanna í knattspyrnu: MEISRARADEILD EVRÓPU í knattspyrnu 8-liða úrslit, 5. mars og 19. mars: Dortmund (Þýskal.) ■ Auxerre (Frakklandi) Manchester Utd. (Engl.) - Porto (Portúgal) Ajax (Hollandi) - Atletico Madrid (Spáni) Rosenborg (Noregi) - Juventus (Ítalíu) > > uki 8-liða úrslit, 4. mars og 18. mars: m P Newcastle (Englandi) - Mónakó (Frakklandi) Tenerife (Spáni) ■ Bröndby (Danmörku) Schalke (Þýskalandi) - Valencia (Spáni) Anderlecht (Belgíu) - Inter (Ítalíu) Undanúrslit, 9. og 23. apríl: > URSLITALEIKUR í Miinchen 28. maí: EVRÓPUKEPPNI 1t BIKARHAFA N 8-liða úrslit, 6. mars og 20. mars: Benfica (Portúgal) - Fiorentina (Ítalíu) París St. Germain (Fr.) - AEK Aþena (Grikkl.) Brann (Noregi) - Liverpool (Engl.) Barcelona (Sp.) - AIK Stokkhólmur (Svíþj.) ■ PATREKUR Jóhannesson meiddist lítillega í leik Essen og Fredenbeck í þýsku 1. deildinni í handbolta um helgina en sagði meiðslin ekki alvarleg. „Ég verð með í næsta leik sem verður um helg- ina,“ sagði hann. ■ PATREKUR gerði eitt mark áður en hann meiddist en Héðinn Gilsson var með sjö mörk fyrir Fred- enbeck sem tapaði 27:25. „Héðinn er í mjög góðu formi, langbestur hjá Hameln og allt snýst um hann,“ sagði Patrekur um mótheija sinn. MALLIACER Urrutia frá Kúbu setti heimsmet í þrístökki innanhúss þegar hann stökk 17,83 m á móti í Sindelfingen í Þýskalandi um helg- ina. Rússinn Leonid Voloshin átti fyrra metið, 17,77 m, frá því í Grenoble í Frakklandi fyrir þremur árum. ■ LAURENT Viaud, miðjumaður hjá Mónakó, hefur áhuga á að ganga til liðs við Everton. Hann verður hjá liðinu þessa viku til að ræða hugsan- leg félagaskipti en frestur til þess rennur út 30. mars. Viaud er samn- ingsbundinn út tímabilið. ■ CHRIS Renaud frá Kanada bætti heimsmetið í 50 m baksundi í 25 m laug þegar hann synti á 24,25 sek. á kanadiska háskólamótinu um helgina. Ólympíumeistarinn Jeff Rouse frá Bandaríkjunum átti fyrra metið, 24,37, frá heimsbikar- móti í febrúar 1995. ■ MICHELLE Smith keppti í sundi um helgina í fyrsta sinn á írlandi síðan á Ólympíuleikunum í fyrra. írska gulldrottningin brást ekki ák- öfum stuðningsmönnum í Galway og setti írskt met í 200 m skriðsundi í 25 metra Iaug, synti á 2.1,38 mínút- um. Hún var tekin í lyfjapróf eftir sundið og er það í fyrsta sinn sem sundmaður er tekinn í lyfjapróf á Irlandi. ■ MARY Slaney, sem er 38 ára, hljóp 1.500 m á 4.03,08 mín. á bandaríska meistaramótinu innan- húss um helgina og er það besti tími sem náðst hefur í greininni í 12 ár. ■ GAIL Devers fór 60 metrana á 7,0 sek., sem er besti tími ársins, en Gwen Torrence kom önnur í mark á 7,12. Slaney og Devers tryggðu sér rétt til að keppa á HM í París um næstu helgi en Torrence sagðist ekki ætla að vera með þó 2. sætið hefði tryggt þátttökurétt. ■ DENNIS Mitchell varð í 6. sæti í 60 m hlaupi og missti af farseðlin- um til Parísar en hann var mjög sigursæll í 100 m hlaupi á liðnu ári þó hann hafi orðið að sætta sig við 4. sætið á Ólympíuleikunum í Atl- anta. ■ JOHN Godina, sem vann til silf- urverðlauna í Atlanta, kastaði kúl- unni 20,64 metra og fer til Parísar eins og Mark Parlin, sem kastaði 20,55 m. „Ég stefni á sigur í Par- ís,“ sagði Godina, en Pétur Guð- mundsson verður þá á meðal keppi- nauta hans. ■ FRANSKI knattspyrnumaðurinn Robert Pires er á leiðinni til New- castle frá Metz fyrir 5,5 milljónir punda. Pires er framliggjandi miðju- maður og hélt upp á tvítugsafmælið með því að skora fyrir Frakkland í 2:1 sigri á Hollandi í vináttulands- leik í liðinni viku. OTKNNDI Norðmenn eru gríðarleg íþróttaþjóð. Þessir frændur okkar og vinir hafa sópað að sér verðlaunum í keppni á ýmsum vettvangi síðustu ár; hafa upp- skorið eins og þeir sáðu til, því mikil alvara er I uppbygg- ingu afreksíþrótta í land- inu. Þeir eiga þó ekki topp- menn í öllum greinum. Eitt af þvi sem Norðmenn vantar er frambærilegur júdómaður á alþjóðavett- vangi. Þeir eiga engan slíkan. Ekki ennþá. Það gæti hins vegar breyst von bráðar og án þess að þeir þurfi að hafa mikið fyrir því, vegna þess að allt bendir nú til þess að Vemharð Þorleifsson, KA-maður frá Akureyri, keppi fyrir Noreg í framtíðinni. Hann er fluttur utan, stefnir að þvi að fá norskan ríkisborgararétt i siðasta lagi inn- an þriggja ára og keppa fyrir hönd Noregs á Ólympiuíeikunum árið 2000. Tiðindin eru slæm og í raun ótrúleg. íslendingar vi(ja eiga afreksmenn í iþróttum. Þeir eru ekki á hvetju strái, og því er það hneyksli að íþróttamaður sem mikiar vonir eru bundnar við þurfi að flytja úr landi og keppa fyrir aðra þjóð vegna þess að honum er ekki gert kleift að keppa fyrir sína eigin. Jón Amar Magnússon fijáls- íþróttakappi og Vemharð lýstu þvi báðir yfir meðan á Ólympíu- leikunum stóð í Atlanta í sumar að mikil óvissa væri með fram- haldið hjá þeim, hvað æfingar og keppni varðaði vegna fjárskorts. Þá skrifaði undirritaður m.a. eft- irfarandi: „Það yrði mikill skaði fyrir íslenskt íþróttalíf, og raunar hneisa fyrir íslensku iþróttahreyf- inguna, ef þessir tveir miklu keppnismenn næðu ekki að helga sig keppni enn um sinn. Hvorug- ur er kominn á hinn svokallaða besta aldur og báðir eru til alls líklegir eftir nokkur ár.“ Þessi orð frá því í sumar eru í fullu gildi. íþróttahreyfingin hefur Eignast Nordmenn frábæran júdómann fyrirhafnarlítið? sem betur fer gengið frá samning- um við fijálsíþróttamennina Jón Amar Magnússon og Guðrúnu Amardóttur, sem gerir þeim kleift að helga sig æfingum af kappi fram að Ólympíuleikum og Vala Flosadóttir nýtur nánast sama stuðnings og þau - frá Afreks- mannasjóði og Ólympíusamhjálp- inni. Annað var hins vegar upp á teningnum varðandi Vemharð. Hann hefur fengið styrki síðustu ár, en segir þá reyndar ekki hafa dugað sér því hann sé stórskuld- ugur vegna íþróttaiðkunar sinnar. Og Sigmundur Þórisson, formaður KA, upplýsti eftirfarandi í Morg- unbiaðinu á laugardag: „Þegar fór að nálgast úthlutun úr Afreks- mannasjóði ÍSÍ í janúar hafði ég samband við Kolbein Gíslason, formann Júdósambandsins, og spurði hvort ekki ætti að sækja um styrk fyrir Vemharð úr sjóðn- um. Hann sagði það ekki á dag- skrá því Bjami Friðriksson og fleiri í stjóminni væru því mót- fallnir." Það hlýtur að vera skylda sér- sambands að styðja við bakið á íþróttamönnum sínum á allan mögulegan hátt en svo virðist sem slíku hafi ekki verið að heilsa í tilfelli Vernharðs. Hvers vegna? Skapti Hallgrímsson Ætlar Framarinn REYNIR ÞÓR REYNISSON að halda landsliðsstöðunni? Rosalega stórstund REYNIR Þór Reynisson, sem er á öðru ári í sálfræöi í Há- skóla íslands, var valinn ílandsliðið íhandknattleik ífyrsta sinn þegar íslendingartóku á móti Egyptum íliðinni viku. Hann sat á bekknum í fyrri leiknum en kom inná undir lok fyrri hálfleiks í seinni viðureigninni og átti stóran þátt ífimm marka sigri, 27:22. Reynir Þór, sem hélt uppteknum hætti þegar Fram sigraði ÍBV ífyrrakvöld, er í sambúð með Helgu Sigríði Lárusdóttur hjúkrunarfræðinema og eiga þau dótturina Birnu Lísu sem er tæplega átta mánaða gömul. Reynir Þór verður 25 ára í haust. Hann lék með Víkingi í öllum flokkum og byijaði að spila í meistaraflokki 16 ára en skipti yfir í Fram í fyrra. Hann spilaði með pilta- landsliðinu og ung- mennalandsliðinu en var einnig lið- tækur í badmintoni og knatt- spyrnu. „í yngri flokkunum var ég alls staðar á vellinum en lék yfirleitt sem skytta eða í horninu. Róbert Sighvatsson, línumaður og lands- liðsmaður, var í markinu hjá okkur en hann meiddist á fótboltaæfingu og okkur vantaði skyndilega mark- mann. Þetta var í þriðja flokki, ég fór í markið og hef verið þar síð- an. Hins vegar held ég að ef ég hefði ekki farið í markið á þessum tíma hefði ég hætt og farið í golf eða eitthvað annað.“ Hvaða breytingar hafa orðið í boltanum síðan þú byrjaðir í meist- araflokki? Æfingarnar og álagið hafa ekki breyst svo mikið en frekar ástund- un og áhugi. Jafnaldrar mínir, strákar eins og Patti, Óli og Dag- ur, voru tilbúnir að æfa tvisvar á dag þegar við vorum yngri en þessi áhugi er ekki til staðar hjá piltum núna, strákar eru ekki tilbúnir að leggja mikið á sig og því eru ár- gangarnir ekki eins góðir og áður. Einhver amerísk ímynd er í gangi, vera í buxum niður á hæla og með húfu, slappa af og spila körfu- bolta. Það er til dæmis mikið áhyggjuefni að enginn strákur úr 2. flokki æfir með meistaraflokki Fram.“ Hvers vegna fórst þú í Fram? „Við féllum í 2. deild í fyrra og hún er ekki sterk, reyndar mjög slök. Ég vildi eiga möguleika á að Eftir Steinþór Guðbjartsson Morgunblaðið/Ámi Sœburg REYNIR Þór Reynlsson er í sambúö meö Helgu Slgríöi Lárus- dóttur hjúkrunarfræölnema og elga þau dótturlna Blrnu Lísu sem er tæplega ðtta mánaða gömul. komast í landsliðið og taldi þá ekki vera fyrir hendi nema ég léki á meðal þeirra bestu. Ég lék ekki mikið með yngri landsliðunum, var yfirleitt á bekknum eða uppi í stúku þegar ég var í hópnum, en mér hefur gengið vel undanfarin tvö ár og þegar Þorbjörn landsliðs- þjálfari sagði í samtali við dagblöð að ég væri inni í myndinni fór ég að gera mér auknar vonir." Hvaða ábrif hefur það á þig að hafa verið valinn í landsliðið? „Þetta eflir sjálfstraustið til muna og er algjör vítamíns- sprauta. Eg er enn ákveðnari í að standa mig, held ótrauður áfram og reyni að bæta mig. Næsta skref snýr að Fram og ég verð ekki að- eins að æfa vel heldur skiptir frammistaðan í leikjum í deildinni miklu máli. Fyrir þessa landsleiki hafði ég afskrifað möguleika á að fara á HM í Japan en þó samkeppn- in sé mikil um stöður geri ég mér nú vonir. Hins vegar er baráttan mikil við sterka menn og ekki er annað hægt að gera en standa sig, leggjast á bæn og sjá hveijir verða valdir." Hvernig var að sjá drauminn rætast? „í fyrri leiknum sá ég að ég fengi ekki að vera með en í upphituninni fyrir leikinn í Smáranum var ljóst hvert stefndi þó ég gerði ekki ráð fyrir að fá að spila nema fimm til 10 mínútur. Þorbjöm setti mig inn á til að reyna að veq'a víti tveimur mínútum fyrir hlé og sagði mér síðan að ljúka þessu. Eg hef aldrei unnið titla og því stendur þessi seinni hálfleikur upp úr á ferlinum. Þetta var rosalega stór stund, hálf- gert öskubuskuævintýri.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.