Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2324252627281
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 C 3 IÞROTTIR Víkingar gerðu færri mistök Morgunblaðið/Kristinn SVANHILDUR Þengllsdóttir lék vel á línunni hjá Fram í gær- kvöldi. Helga Brynjólfsdóttir, besti maður Vikings, reynir hér að stöðva Svanhildi. ÚRSLITAKEPPNIN í 1. deild kvenna í handknattleik hófst í gærkvöldi með tveimur leikj- um. Víkingar sigruðu Fram 19:15 í fyrri eða fyrsta leik lið- anna og Stjarnan burstaði ÍBV 27:19. Víkingar voru nokkuð lengi að finna réttu leiðina til að sigra Fram. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, enda Skúli Unnar löKðu Víkingar upp Sveinsson með að leika flata skrifar vöm, sem gekk alls ekki nógu vel. Guð- ríður Guðjónsdóttir fékk að njóta sín í liði Fram og mataði Svanhildi Þengilsdóttur á línunni. Um miðjan hálfleikinn var Guðríður tekin úr umferð og gafst það vel, sérstak- lega er líða tók á leikinn. Guðríður mætti að ósekju reyna að koma að einhveiju gagni í sókninni þegar hún er tekin úr umferð; fara til dæmis inn á línuna eða láta stúlk- urnar setja upp hindrun fyrir sig í stað þess að standa út við miðlínu og fylgjast með. Guðríður er liðinu KORFUKNATTLEIKUR Draumur ísfírðinga varð að engu Þór Pétursson skrifar frá ísafirði Draumur ísfirðinga um að kom- ast í úrslitakeppni úrvals- deildarinnar á sínu fyrsta ári í deild- inni varð að engu í gærkvöldi er þeir tóku á móti Keflvík- ingum. íþróttahúsið á Torfunesi var troðfullt af áhorfendum sem hvöttu sína menn til dáða en nýbakaðir deildarmeistarar voru einfaldlega of stór biti fyrir nýliðana frá ísafirði og unnu gestirnir 107:91. Leikurinn hófst með þriggja stiga sýningu Kristins Friðrikssonar hjá Keflavík og Derricks Bryants hjá KFÍ. Derrick náði boltanum eftir uppkastið, brunaði upp og gerði þriggja stiga körfu. Kristinn svaraði með þremur í röð áður en Bryant gerði næstu þriggja stiga körfu; 15 fyrstu stig leiksins með fímm þriggja stiga körfum. Eftir þetta róuðust menn heldur og gestimir náðu ágæt- is forystu og allir úr byijunarliðinu nema Johnson voru komnir á bekk- inn. ísfírðingar náðu muninum niður í flögur stig þegar fjórar mínútur voru til leikhlés og staðan í leikhléi var 47:48 fyrir gestina. Keflvíkingar byijuðu með látum eftir hlé, gerðu fyrstu fimm stigin og munurinn hélst 3-5 stig fyrstu fimm mínúturnar af síðari hálfleik. Þá tókst heimamönnum að jafna og hélst leikurinn jafn næstu mínút- ur. Keflvíkingar settu í annan gír og virtust ætla að keyra heimamenn á bólakaf. Gestirnir slökuðu þó aft- ur á og heimamenn minnkuðu mun- inn á ný í fjögur stig, 70:74. Þá gerðu Keflvíkingar 7 stig í röð og baráttuglaðir ísfírðingar áttu aldrei möguleika eftir það. Vonir þeirra um að komast í úrslitakeppnina á sínu fyrsta ári í úrvalsdeild urðu að engu. Besti maður vallarins var Krist- inn Friðriksson, gerði 32 stig og þar af 6 þriggja stiga körfur. John- son og Falur voru einnig góðir og í raun lék allt lið Keflavíkur þokka- lega. Hjá heimamönnum bar Bryant af og á köflum var hann sá eini í liði KFÍ sem skoraði, auk þess sem hann tók fjölmörg fráköst. Hinn erlendi leikmaður KFÍ, Oduadu, var líka góður en aðrir náðu sér ekki fyllilega á strik. Bjöm Bjömsson skrifar frá Sauðárkróki Góð skemmtun á Króknum Þó að baráttan væri í fyrirrúmi, er Tindastóll tapaði 102:106 fyrir Haukum á Sauðárkróki í gær- kvöldi, voru menn ekki þjakaðir af spennu enda úrslitin í deildinni ráðin áður en flautað var til leiks. Leikurinn í heild var mjög hrað- ur og skemmtilegur. Tindastólsmenn léku sterka vöm og góða sókn, sem gestirnir úr Hafn- arfirði réðu illa við, og náðu góðri forystu sem þeir héldu í 10-14 stigum allan fyrri hálfleikinn. Hauka komu grimmir til leiks eftir hlé og fyrstu fjórar mínúturnar gerðu þeir 11 stig án svars heimamanna og jöfnuðu. Heimamenn misnotuðu sex fyrstu sóknirnar en náðu síðan að klóra í bakkann og snúa leiknum sér í vil á ný. Haukar gáfu ekkert eftir og er ein og hálf mínúta var eftir komust gestirnir yfír í fyrsta sinn í leiknum, 96:94. Heimamenn jöfnuðu 99:99 er 20 sekúndur voru eftir og í miklum látum á lokasekúndunum náðu Hauk- ar að knýja fram sætan sigur. Peterson var bestur heimamanna, Jón Arnar langbestur hjá Haukum. allt of mikilvæg til þess að geta leyft sér að fylgjast með í sókninni. Jafnt var í leikhléi, 9:9, og Fram komst 12:11 yfír en þá gerðu heimamenn út um leikinn, eða þá að gestirnir sáu um það sjálfir. í 17 mínútur gerðu Framstúlkur að- eins eitt mark á meðan Víkingar gerðu sjö. Á þessum kafla fengu gestimir 15 sóknir en nýttu aðeins eina þeirra og það gengur ekki gegn Víkingum. Leikurinn var annars leikur hinna fjölmörgu mistaka og af þeim fengu menn miklu meira en nóg. Sem dæmi má nefna að sóknarnýting Víkings var 35% en hjá Fram var hún aðeins 28% og í síðari hálfleik 21%. „Þetta var mikilvægur leikur og það gætti „bikarstemmningar" á honum,“ sagði Theodór Guðfinns- son, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Ég er ekki fyllilega sáttur við mitt lið. Stelpurnar léku ekki nægilega vel í sókninni og ég fæ alls ekki nógu mikið út úr hægri vængnum," sagði þjálfarinn. Sóknaraðgerðir Fram beindust allt of mikið að miðjunni þar sem þær Steinunn Þorsteinsdóttir og Anna Kristín Árnadóttir voru í vörninni og þar fór enginn í gegn án fyrirhafnar. í sókninni hjá Vík- ingum fór leikstjórnandinn, Helga Brynjólfsdóttir, á kostum og fyrir- liðinn, Elísabet Þorgeirsdóttir, var sterk á línunni þótt hún áttaði sig ekki alltaf á snöggum sendingum Helgu. Markverðir liðanna vörðu vel og Víkingar virtust hræddar í vítaköst- unum gegn Hugrúnu markverði Fram og misnotuðu öll þijú. Fram- stúlkur misnotuðu eitt og skoruðu úr einu. Öruggt í Garðabænum Þrátt fyrir vandræðagang í síð- ari hálfleik í Garðabænum í gærkvöldi áttu Stjörnustúlkur ekki í miklum vandræð- um með að sigra í fyrri leiknum við ÍBV í 8-liða úrslit- unum. „Við byijuð- um vel en þurftum að halda okkur of mikið í vörninni og þá er erfitt að halda einbeitingunni," sagði Sig- rún Másdóttir, sem var markahæst hjá Stjörnunni með 6 mörk í 27:19 sigri. „En við tökum þetta í tveimur leikjum og ætlum síðan alla leið.“ Eyjastúlkur voru alls í takti við leikinn fyrstu tíu mínúturnar á meðan Garðbæingar gáfu ekki þumlung eftir í vöminni, sem skil- aði liðinu fimm fyrstu mörkum leiksins, flestum úr hraðaupphlaup- um. Eftir það færðist ró yfir leikinn þar sem gestirnir léku langar sókn- ir þó þeir kæmust lítt áleiðis en það dugði til að hægja á leiknum. Síðan leið og beið, Stjörnustúlkur náðu Stefán Stefánsson skrifar sér ekki aftur á strik en það gerðu Vestmanneyingar. Munurinn var samt orðinn of mikill og tókst Eyja- stúlkum ekki að brúa bilið þó að þeim tækist að skora fleiri mörk en mótheijar þeirra eftir hlé. Stjörnustúlkur komu til leiks í miklum ham en þegar mótspyrnan var ekki nægilega mikil dró af þeim þótt að sigurinn væri aldrei í hættu. Sóley Halldórsdóttir varði ágætlega og Ragnheiður Stephensen, Herdís Sigurbergsdóttir, Ásta Sölvadóttir og Sigrún vom bestar. „Okkur vantaði alla trú á sigur í fyrri hálfleik en það fór að ganga þegar sjálfstraustið kom. Við vinn- um síðari leikinn í Eyjum á fímmtu- daginn ef sjálfstraustið verður nógu mikið,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, eftir leikinn en hún ásamt Laufeyju Jörgensdóttur markverði var best. Sara Guðjóns- dóttir kom þó öll til er á leið. FOLK ■ NÍNA K. Björnsdóttir skytta úr Stjörnunni lék ekki með gegn ÍBV í gærkvöldi. Hún er nefbrotin en stefnir á að__ná í undanúrslitin. ■ INGIBJÖRG Jónsdóttir var val- in best Vestmannaeyjastúlkna af meistaraflokksráði Stjörnunnar eft- ir leikinn í Garðabæ og fékk gjöf fyrir það. ■ FANNEY Rúnarsdótlir var talin best í Stjörnunni og fékk einnig gjöf að launum. ■ DÓMARAR á leik Stjörnunnar og IBV voru afar slakir og furðulegt að setja ekki betri dómarara á leik í úrslitakeppninni — fær dómarara- nefnd HSI skömm í hattinn fyrir það. Það fauk í leikmenn þegar nokkrir dómar féllu en eftir leikinn gátu leikmenn ekki annað en skemmt sér við að ræða nokkra af dómunum. ■ SKÍFUÞEYTAR Garðbæinga á leik Stjörnunnar og ÍBV í Garða- bænum voru svo smeykir við að Eyjastúlkur myndu skora úr víta- köstum að þeir notuðu hátalarakerfi hússins til að framkalla brothljóð, sem átti trufla vítaskyttur ÍBV. Það gekk hinsvegar ekki eftir en skila- boðin til Eyjastúlkna eru skýr: Þið megið nota ykkar hátalarakerfi í Eyjum til að trufla okkar leik. ■ KRISTJÁN Vilhelmsson, einn eigenda Samheija á Akureyri, verður aðalfararstjóri íslendinga á Vetrarólympíuleikana í Nagano í Japan á næsta ári. Þetta var ákveð- ið á fundi Ólympíunefndar íslands í síðustu viku. Meistaradeildin á Lengjunni Manchester Un. - Porto Dortmund - Auxerre Rosenborg - Juventus Ajax - Atletico Madrid Chelsea - Blackburn Leicester - Aston Villa 1,90 1,40 3,70 2,75 3,20 3,00 2,80 4,50 1,55 Meist 1,80 2,80 3,00 1,70 2,85 3,25 Úrv 2,35 2,55 2,35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C - Íþróttir (05.03.1997)
https://timarit.is/issue/129313

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C - Íþróttir (05.03.1997)

Aðgerðir: