Morgunblaðið - 05.03.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.03.1997, Qupperneq 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT IÞROTTIR Hreinn byrjarvel með Dumbarton í Skotlandi HREINI Hringssyni hefur gengið allt í haginn í Skotlandi und- arnfamar vikur. Um helgina skoraði hann mark í sínum fyrsta leik með Dumbarton þegar það gerði 1:1 jafntefli við Brechin í 2. deildinni og í gærkvöldi skoraði Hreinn á ný, að þessu sinni gegn Clyde, en það dugði ekki því Dumbarton tapaði 2:1 á óti- velli. í herbúðum Dumbarton er annar íslendingur, Heiðar Sigur- jónsson sem leikið hefur með Þrótti, en hann bíður eftir leikheim- ild frá íslandi. KA lagði ekkert til Handknattleikur Víkingur-Fram 19:15 Víkin, fyrri eða fyrsti leikur í 8-liða úrslitum 1. deildar kvenna í handknattleik, þriðju- daginn 4. mars 1997. Gar.gur leiksins: 2:0, 2:3, 4:5, 8:5, 8:7, 9:7, 9:9, 10:9, 11:10, 11:12, 15:12, 18:13, 18:15, 19:15. Mörk Víkings: Elísabet Þorgeirsdóttir 5, Helga Brynjólfsdóttir 4, Guðmunda Krist- jánsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Heiðrún Guðmundsdóttir 3, Heiða Erlings- dóttir 1. Varin skot: Helga Torfadóttir 13 (þaraf 3 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram: Svanhildur Þengilsdóttir 6, Guðriur Guðjónsdóttir 3, Þórunn Garðars- dóttir 2, Hekla Daðadóttir 2/1, Steinunn Tómasdóttir 1, Sigurbjörg Kristánsdóttir 1. Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir 15/2 (þaraf 0/2 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Magnús Ó. Björnsson og Hilmar I. Jónsson. Dæmdu allt of lftið en voru lengstum samkvæmir sjálfum sér. Áhorfendur: Ríflega 60. Stjarnan-ÍBV 27:19 íþróttahúsið í Garðabæ: Gangur leiksins: 5:0, 7:2, 9:3, 12:4, 15:6, 17:8, 20:11, 24:14, 24:17, 27:19. Mörk Stjörnunnar: Sigrún Másdóttir 6, Ragnheiður Stephensen_6/4, Rut Steinsen 5, Björg Gilsdóttir 3, Ásta Sölvadóttir 3, Inga Fríða Tryggvadóttir 1, Herdís Sigur- bergsdóttir 1, Margrét Theódórsdóttir 1, Hrund Grétarsdóttir 1. Varin skot: Sóley Halldórsdóttir 9/1 (þar af þijú til mótherja), Fanney Rúnarsdóttir 4 (þar af tvö til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk ÍBV: Sara Guðjónsdóttir 7/5, Ingi- björg Jónsdóttir 6, Stefanía Guðjónsdóttir 1, Unnur Sigmarsdóttir 1, Þórunn Pálsdótt- ir 1, Maria Rós Friðriksdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1, Elísa Sigurðardóttir 1. Varin skot: Laufey Jörgensdóttir 10/1 (þar af tvö til mótheija), Petra F. Bragadóttir 1. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Guðmundur Kristinn Erlendsson og Ómar Harðarson réðu ekki við starfið. Áhorfendur: Um 80. 2. DEILD KARLA BREIÐABLIK- VÍKINGUR...........28:26 Fj. leikja U J T Mörk Stig VÍKINGUR 19 18 0 1 592: 389 36 BREIÐABLIK 19 16 0 3 585: 393 32 ÞÓR 17 14 2 1 508: 355 30 KR 18 13 O 5 534: 416 26 HM 17 8 2 7 436: 403 18 FYLKIR 16 7 2 7 379: 355 16 IH 17 6 2 9 388: 456 14 ÁRMANN 18 3 1 14 405: 565 7 KEFLAVlK 17 2 1 14 400: 542 5 HÖRÐUR 16 2 0 14 357: 515 4 ÖGRI 18 2 0 16 379: 574 4 Körfuknattleikur KFÍ - Keflavik 91:107 íþróttahúsið Torfunesi, frestaður leikur úr 21. umferð úrvalsdeildar í körfuknattleik, þriðjudaginn 4. mars 1997. Gangur leiksins: 3:0, 8:16, 13:23, 25:35, 38:42, 47:48, 47:50, 67:67, 72:81, 82:96, 87:100, 91:107. Stig KFÍ: Derrick Bryant 29, Chiedu Odu- adu 20, Guðni Guðnason 14, Friðrik Stef- ánsson 13, Baldur Jónasson 8, Magnús Gislason 3, Ingimar Guðmundsson 2, Pétur Sigurðsson 2. Fráköst: 24 í vörn - 18 i sókn. Stig Keflavíkur: Kristinn Friðriksson 32, Damon Johnson 22, Falur Harðarson 19, Guðjón Skúlason 14, Gunnar Einarsson 7, Albert Óskarsson 6, Kristján Guðlaugsson 5, Birgir Öm Birgisson 2. Fáköst: 23 I vörn - 6 í sókn. Dómarar: Eggert Aðalsteinsson og An- tonio Roberto Cuilio. Voru slakir. yillur: KFÍ 19 - Keflavík 19. Áhorfendur: Um 900. UMFT - Haukar 102:106 íþróttahúsið á Sauðárkróki: Gangur leiksins: 4:2, 15:11, 29:18, 38:28, 50:38, 62:51, 62:62, 73:68, 82:76, 89:84, 94:96, 99:99, 102:106. Stig Tindastóls: Winston Peterson 31, Ómar Sigmarsson 20, Arnar Kársson 19, Cesare Piccini 18, Lárus Dagur Pálsson 9, Skarphéðinn Ingason 5. Fráköst: 29 í vörn - 7 í sókn. Stig Hauka: Shawn Smith 27, Jón Amar Ingvarsson 25, Pétur Ingvarsson 20, Sigús Gizurarson 15, fvar Ásgrímsson 11, Daníel Öm Ámason 4, Bergur Eðvarðsson 4. Fráköst: 26 í vörn - 12 í sókn. Dómarar: Kristján Möller og Sigmundur Herbertsson vom slakir. yillur: UMFT 23 - Haukar 21. Áhorfendur: Um 230. Fj. leikja U T Stig Stig KEFLAVÍK 21 18 3 064: 750 36 UMFG 22 17 5 048: 918 34 ÍA 22 15 7 758: 673 30 HAUKAR 22 15 7 875: 798 30 UMFN 22 13 9 868: 811 26 KR 22 11 11 926: 833 22 SKALLAGR. 22 10 12 808: 874 20 ÍR 22 9 13 884: 884 18 KFÍ 22 9 13 819: 873 18 UMFT 21 7 14 729: 795 14 ÞÓR 22 6 16 792: 979 12 BREIÐABLIK 22 1 21 581: 964 2 NBA-deildin Chicago - Milwaukee..........108:90 • Þetta var 21. heimasigur Chicago í röð en liðið hefur leikið 28 leiki heima og að- eins tapað einum. Scottie Pippen var með 25 stig fyrir meistarana og þar af 21 í þriðja leikhluta en Michael Jordan skoraði 24 stig í fyrri hálfleik og 31 stig alls. „Eins og hlutimir hafa gengið fyrir sig hjá okkur virðist þetta auðvelt en við höfum bætt hver annan upp eins og best verður á kosið að undanfömu," sagði Jordan. Golden State - Utah........104:111 Toronto - Boston...........103:107 • Þriðji útisigur Boston á tímabilinu. „Við vomm innstilltir á sigur,“ sagði Todd Day sem skoraði 15 af 27 stigum sínum í flórða leikhluta. „Kannski eflir þetta okkur,“ bætti hann við. Antoine Walker var með 21 stig og 10 fráköst og Eric Williams 20 stig. Carlos Rogers skoraði 17 stig fyrir Toronto en Damon Stoudamire var með 11 stig og 17 stoðsendingar. Sacramento - New Jersey.....108:95 Knattspyrna UEFA-keppnin Fyrri leikir í 8-liða úrslitum: Geisenkirchen, Þýskaiandi: Schalke - Valencia..................2:0 Thomas Linke (44.), Marc Wilmots (82.). 56.824. Newcastle, Englandi: Newcastle - Mónakó..................01 Sonny Anderson (59.). 36.215. Brussel, Belgíu: Anderlecht - Inter Mílanó..........1:1 Bmno Versavel (27.) - Maurizio Ganz (75.). 25.379. Tenerife, Spáni: Tenerife - Bröndby.................0:1 Ebbe Sand (29.). 21.000. England Úrvalsdeildin: Sunderland - Tottenham..............0:4 Iversen 3 (2., 9., 62.), Nielsen (26.). 20.785. • Þetta var aðeins annar sigur Tottenham t stðustu tíu leikjum liðsins. Það var Norður- landasamvinna - Norðmaður skoraði þijú mörk, Dani eitt. 1. deild: Barnsley - Swindon..................1:1 Redfeam (35.) - Thorne (41.). 8.518. Birmingham - Wolves................1:2 Forster (70.) - Bull (1.), Godman (23.). 19.838. Charlton - QPR.....................2:1 Leaburn (4.), Balmer (26.) - Dichio (3.). 10.610. Crystal Palace - Bolton............1:1 Linighan (50.) - Blake (90.). 16.035. Huddersfield - Oxford..............1:0 Makel (27.). 11.276. Ipswich - Bradford.................3:2 Sedgley (18. - vítasp.), Sonner (87.), Greg- ory (90.) - Sundgot (64., 74.). 9.367. Oldham - Tranmere .................1:2 Banger (39.) - Brannan 2 (4., 58.). 5.417. Reading - Norwich..................2:1 Morley (20.), Adams (86. - sjálfsm.) - Adams (27. - vítasp.). 8.174. Sheffield United - Port Vale.......3:0 Ward (62. - vítasp.), Taylor (79.), Fjörtoft (82.). 14.950. Ishokkí NHL-deildin NY Rangers - San Jose..........5:4 ■ Eftir framlengingu. Toronto - Boston...............4:2 Colorado - Vancouver...........5:1 EM ungiinga íslenska unglingalandsliðið í íshokkí tapaði fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu sem hófst í Belgrad í Júgóslavíu ! gær- kvöldj. Mótherjamir í þessum fyrsta lands- leik Islands í íshokkí vora Spánveijar og sigmðu þeir nokkuð öragglega, 11:6. Ágúst Torfason gerði 3 mörk og þeir Ingólfur Ólæs- en, Sigurður Sveinbjamarson og Haraldur Hannesson eitt mark hver. Eggert Hannes- son átti þijár stoðsendingar og Haraldur Vilhjálmsson eina. ísland leikur í D-flokki Evrópumótsins en þar leika einnig auk Spán- veija Júgóslavía, Tyrkland og fsrael. í kvöld Handknattleikur Úrslitakeppni kvenna: Kaplakriki: FH-KR......ki. 18.15 Strandgata: Haukar-Vaiur.kl. 20 1. deild karla: Ásgarður: Stjaman - KA...kl. 20 Kaplakriki: FH - Fram....kl. 20 Selfoss: Selfoss-HK......kl. 20 Hlíðarendi: Valur-Grótta.kl. 20 Varmá: UMFA-ÍR...........kl. 20 Vestm.: ÍBV-Haukar.......kl. 20 2. deild karla: Akureyri: Þór-Fylkir.....kl. 20 „NOKKUR umíjöllun hefur verið í fjölmiðlum um brotthvarf Vernharðs Þorleifssonar júdómanns tii Noregs, þar sem hann ætlar að hasla sér völl og keppa fyrir Noregs hönd. Vernharður segir m.a. eina af ástæð- unum vera að hann fái ekki nægilega fyrirgreiðslu af hálfu íþróttahreyf- ingarinnar á íslandi og þess vegna verði hann að leita til annarra landa. Inn í þessa umræðu hefur blandað sér formaður KA á Akureyri, Sig- mundur Þórisson, og gagnrýnt Júdó- samband íslands fyrir það að gera ekki nægilega vel við Vernharð Þor- leifsson. Vegna þess sem að framan er nefnt vill JSÍ láta eftirfarandi koma fram: 1. Fyrir Ólympíuleikana í Atlanta stóð Ólympíunefnd íslands með þá- verandi formann, Júiíus Hafstein, í broddi fylkingar ásamt JSÍ og Vern- harði, fyrir söfnun í sérstakan sjóð sem átti að styðja við bakið á Vern- harði til þess að hann gæti undir- búið sig sem best fyrir ÓL í Atlanta. Styrkur afreksmannasjóðs sem eyrn- armerktur var Vernharði rann einnig í þennan sjóð. Þetta verkefni tókst vel og var heildarumfang sjóðsins áætlað um kr. 2,5 milljónir. Þegar upp var staðið reyndist útlagður kostnaður eingöngu vegna Vern- harðs vera um kr. 2,8 milljónir. Rétt er að upplýsa lesendur að KA á Akureyri lagði ekkert til í þetta verk- efni. TJr þessum sjóði fékk Vernharð- ur laun mánaðarlega, húsaleigustyrk og allur æfinga- og keppniskostnað- ur var einnig greiddur úr sjóðnum. Hvorki fyrr né síðar hefur nokkur íslenskur keppandi í júdó fengið aðra eins fyrirgreiðslu af hálfu íþrótta- hreyfíngarinnar sem Vernharður þetta tímabil, en það náði frá júlí 1995 tii og með ágúst 1996. 2. Áður en fyrmefndur sjóður kom til hafði Vemharður verið á styrk hjá Ólympíusamhjálpinni, þ.e. á síðari hluta árs 1994. Hafði hann alia möguleika á að halda áfram á þeim styrk fram yfír ÓL í Atlanta en afþakkaði styrkinn með því að hverfa frá æfíngamiðstöð á Spáni þar sem hann var staðsettur án þess að kveðja kóng né prest. 3. Eftir ÓL í Atlanta sótti JSÍ um styrk úr afreksmannasjóði vegna Vernharðs með bréfí til sjóðsins, dags. 2. september 1996. Vemharður hafði að vísu ekkert æft frá ÓL en JSÍ átti ekki von á öðru en að hann hæfí æfingar fljótlega. Annað kom þó í ljós, Vemharður lýsti því yfir að hann væri hættur að keppa í júdó, var því erfítt um vik fyrir JSÍ að halda áfram að vinna að fjáröflun fyrir Vemharð. 4. JSÍ heyrði ekkert í Vernharði fyrr en að fréttir bámst um að Jón Arnar og Guðrún Arnardóttir fengju myndarlegan styrk frá afreksmanna- sjóði, var það í desember 1996. Strax eftir áramótin sótti JSI um styrk úr sjóðnum og var það gert í fullu sam- ráði við Vemharð og félag hans, KA, enda hafði formaður KA þá þegar, þ.e. 8. janúar, óskað skriflega eftir því við JSí. í því bréfí staðfestir for- maður KA að Vernharður sé byrjað- ur að æfa og var það í fyrsta skipti frá því á ÓL í Atlanta að slík stað- festing lá fyrir. Það er rétt að það komi fram hér að reglur afreks- mannasjóðs kveða á um það að ein- ungis þeir sem stunda æfingar og keppni geta fengið styrk úr sjóðnum. í reglum sjóðsins kemur einnig fram að styrkir em veittir til að greiða kostnað af æfinga- og keppnisferð- um, dvöl í æfingabúðum og greiðslu vinnutaps viðkomandi íþróttamanns. 5. Afreksmannasjóður ÍSÍ stað- festi styrkinn með bréfi þann 22. janúar sl. og um sé að ræða 4 ein- greiðslur eða samtals kr. 720 þús- und. Sá peningur myndi duga honum fyrir öllum ferðakostnaði vegna keppnisferða og æfínga sem nauð- synlegt er að taka þátt í á ári hveiju. Nokkmm dögum síðar hafnaði Vem- harður styrknum þrátt fyrir að bæði forseti ÍSÍ, Eliert B. Schram, og þáverandi formaður Óí, Júlíus Haf- stein, væru tilbúnir að vinna að íjár- öflun fyrir Vernharð. Hugmyndir vom um að stofna sjóð sem greiddi Vemharði iaun mánaðarlega eins og fyrir Ó1 ’96 svo og allan kostnað við æfíngar og keppni. Reynt er að gera JSÍ tortryggilegt með því að segja að JSÍ ætli sér 25% úr sjóðnum. Ur þessum sjóði átti að greiða hluta þess kostnaðar (25%) sem lendir á JSÍ vegna þessa, eins og t.d. aðstoð- armanns (þjálfari) og fleira. Þetta er sámbærilegt og gert er með Jón Arnar nema að úr hans sjóði er allur kostnaður greiddur vegna aðstoðar- manns hans. 6. Eitt af skilyrðum fyrir þátttöku Júdósambandsins í þessari íjáröflun var sú sjálfsagða krafa að Vernharð- ur hæfí æfingar strax og stundaði þær af reglusemi alveg eins og vinnu- veitandi ætlast til þess að launþegi mæti til vinnu ef greiða á honum laun, svo og að landsliðsþjálfari JSÍ fylgdist með framvindu mála hjá Vemharði enda er það verkefni sér- sambandanna að fylgja eftir æfíng- um og keppni þeirra einstaklinga sem fá styrki með þeim hætti sem hér um ræðir. Vernharður hafði ekkert æft frá því á leikunum í Atlanta og aðeins mætt á 2 æfingar frá áramót- um. Meiðsli áttu sinn þátt í því, en engum dylst sem til þekkir að Vern- harður hefði átt að sýna meiri áhuga þegar málin voru komin í þann far- veg sem að framan greinir. Að framansögðu vill JSÍ aifarið hafna því að það hefði ekki verið tilbúið að leggja sitt af mörkum fyr- ir Vernharð Þorleifsson. Bæði JSí og aðrir í íþróttahreyfíngunni voru til- búnir til aðstoðar og er stjórn JSÍ ekki í neinum vafa um að vel hafí til tekist. Hvort það hefði nægt Vern- harði er ekki hægt að segja um. Aftur á móti vekur þetta mál þá spumingu hve íþróttaforustumenn eiga að ganga langt til þess að þókn- ast afreksmönnum. Mörg dæmi inn- an íþróttahreyfingarinnar blasa við þar sem félög og sérsambönd eru svo stórskuldug vegna kostnaðar við af- reksíþróttir, þ.e. launagreiðslur til íþróttamanna, þjálfara, æfinga og keppnisferða o.s.frv., að í sumum tilfellum er um hreina uppgjöf að ræða. I þessum efnum ættu afreks- íþróttamennirnir að líta sér nær. Öllum sem til þekkja þykir miður hvernig mál Vemharðs hafa þróast. Hann tók þá ákvörðun að yfirgefa ísland þrátt fyrir að fyrir lægi vilji margra til að taka á hans málum. Allir sem störfuðu með honum munu sakna hans, honum fylgja hlýjar kveðjur og óskir um velgengni á nýjum slóðurn." Reykjavík, 4. mars 1997. Virðingarfyllst, Sljórn Júdósambands íslands. ÍR-ingar anda léttar ÍR-INGAR önduðu léttar þegar þeir heyrðu úrslit úr leik KFÍ og Keflavíkur í gærkvöidi því þá varð ijóst að þeir náðu síðasta sætinu í úrslitakeppninni sem hefst um helgina. Keflvíkingar, sem unnu KFÍ í gær, munu mæta ÍR í 8-liða úrslitunum, Grindvíkingar taka á móti Skallagrímsmönnum, Skagamenn taka á móti KR-ingum og Haukar fá Njarð- víkinga í heimsókn. KFÍ, Tindastóll og Þór halda sætum sínum í úrvalsdeild- inni en Breiðablik feUur í 1. deild. KNATTSPYRNA Mónakó lagði IMewcastle Brasilíumaðurinn Sonny Anderson tryggði Mónakó sigur á Newcastle á St. James’ Park í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum UEFA- bikarkeppninnar. Markið kom á 59. mín., þá lék hinn 19 ára Thierry Henry upp að enda- mörkum og sendi knöttinn fyrir mark Newc- astle - Anderson var á réttum stað og sendi knöttinn í netið, fram hjá Shaka Hislop. Þetta er sætur sigur fyrir franska liðið, sem hefur ekki tapað fjórum leikjum sínum heima í keppninni. Newcastle lék án ensku landsliðsmiðherj- anna Alan Shearer og Les Ferdinand og Kól- umbíumannsins Faustino Asprilla. Liðið fékk fá marktækifæri, enda áttu leikmenn þess í erfiðleikum með að fóta sig á miðjunni, þar sem Mónakómaðurinn Ali Benarbia réð ríkjum, var hreint út sagt frábær. Varnarleikmaðurinn Thomas Linke var hetja Schalke, þegar liðið lagði Valencia að velli, 2:0. Linker kom liðinu á bragðið rétt fyrir leik- hlé þegar hann skallaði knöttinn í netið eftir fyrirgjöf Olaf Thon. Þá lék Linker mjög vel í vörninni, hafði gætur á besta leikmanni Va- lencia, Machado Leandro. Belgíumaðurinn Marc Wilmots skoraði seinna markið á 82. mín. Varamaðurinn Maurizio Ganz tryggði Inter Milanó jafntefli gegn Anderlecht í Brussel, 1:1. Hann skoraði markið fímmtán mín. fyrir leikslok og tveimur mín. áður en dómarinn flautaði leikinn af átti hann skot sem hafnaði á tréverkinu á marki Anderlecht. Ganz skor- aði mark sitt eftir að markvörðurinn Geert De Vlieger hafði varið „hjólhestaspyrnu“ frá Marco Branca. Bruno Versavel skoraði mark heimamanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.