Morgunblaðið - 05.03.1997, Page 4

Morgunblaðið - 05.03.1997, Page 4
ÞOLFIMI / ISLANDSMOTIÐ Morgunblaðið/Halldór H ALLDÓRI Birgl Jóhannssynl frá Aerobic Sport tókst loks, eftlr fjögurra ára baráttu, aö hreppa gulllö í karlaf lokkl. Gull efflir flög- urra ára baráttu Morgunblaðið/Halldór ÁSDÍS Pétursdóttir úr Ármannl endurtók leiklnn frá í fyrra og vann elnstakllngskeppnlna. KNATTSPYRNA Kevin Keegan telur að Manchester United verði Evrópumeistari Andy Cole á efftir að springa út MIKIÐ fjör á var fjölum Laugardalshallarinnar þegar íslandsmótið ■ þolfimi fór fram. Rúmlega þúsund áhorf- endur horfðu á þrjátíu kepp- endur spreyta sig í einstakl- ings-, para- og hópakeppni. Ásdís Pétursdóttir úr Ármanni endurtók leikinn frá ífyrra og sigraði einstaklingskeppni kvenna en Halldór Birgir Jó- hannsson frá Aerobic Sport tókst loks, eftir fjögurra ára baráttu, að hreppa gullið í karlaflokki. Nokkrar breytingar hafa orðið á reglum sem dómarar vinna eftir, en þær lúta að því að auka frelsið í æfingum og leyfa fimleikum að Stefánsson k°ma meira inn' skrifar Keppendur eru dæmdir eftir list- fengi, tækni og erfiðleikaæfingum auk þess að eiga möguleika á bón- us fyrir listfengi en geta einnig fengið refsistig, til dæmis fyrir að stíga á línu eða taka sér of Iangan tíma í æfinguna, sem skal vera i tvær mínútur. Áður var ekkert hámark á erfíðleikaæfingum, sem gerði það að verkum að æfingarn- ar margar hverjar voru hlaðnar erfiðum æfingum á kostnað mýkt- ar og frumlegheita. Nú skal gera 16 erfiðleikaæfingar og er ætlunin með því að leyfa keppendum að skapa meira. „Ég bjóst alls ekki við sigri því mér gekk ekki of vel, var þreytt en náði samt að komast í gegnum æfinguna og var ánægð með það. Ætli ég hafi ekki æft of mikið en lært jafnframt mikið af því,“ sagði Ásdís eftir mótið. „Ég ætla að taka mér hvíld nú en er alls ekki hætt. Það var líka gaman að sjá mörg ný andlit á þessu móti og það hef- ur fjölgað í þolfiminni, sem er af hinu góða.“ Leið Halldórs að sigri á íslands- móti hefur legið uppávið en það hefur tekið sinn tíma því fyrir fjór- um árum náði hann fjórða sæti, árið eftir því þriðja, í fyrra hafnaði hann í öðru sæti en í ár loks í hinu langþráða fyrsta. „Þetta var hörð keppni en ég hef æft af kappi í fjögur ár og uppskar loks erfiði þess,“ sagði Halldór. „Ég hef eflaust notið reynslunnar og haft hana umfram keppinauta mína því ég keppti á heimsmeistaramótinu í haust og sú reynsla kemur sér mjög vel í móti sem þessu. Það gefur aukið sjálfstraust, sem skipt- ir miklu við að koma fram og skila sínum æfingum svo að ég var nokkuð bjartsýnn fyrir mótið.“ Kevin Keegan sagði við ensku sjónvarpsstöðina ITV um helgina að hann ætti ekki eftir að koma nálægt knattspymuliðum, afskiptin af knattspymu yrði ekki meiri en taka þátt í sjónvarpslýsing- um á stöðinni. „Ég lít björtum aug- um til framtíðarinnar án knatt- spyrnu. Ég átti góð fimm ár [hjá Newcastle] en allt á upphaf og endi. Framtíðin er áhugaverð og á þess- ari stundu segi ég að nú sé nóg komið en aldrei skal segja aldrei. Lífið heldur áfram og það á vel við mig að þurfa ekki að vakna til að fara út á völl rétt eins og ég naut þess í byrjun hjá Newcastle." Hann sagðist ekki eiga eftir að fara á St. James’ Park, með einni undantekningu, ágóðaleik fyrir Pet- er Beardsley. „Gera má ráð fyrir að leikurinn verði í lok næsta tíma- bils og ef ég mæti aftur á völlinn verður það aðeins fyrir hann vegna þess sem hann er.“ Undanfarna tvo mánuði hefur Keegan slappað af á Flórída og Spáni en ummæli hans í sjónvarps- þættinum sýna að hann á erfitt með að slíta sig frá knattspyrn- unni. „Ég held að Manchester Un- ited sigri Porto og fari alla leið og ég vona það svo sannarlega," sagði hann um helstu mótheija sína til langs tíma en fyrri leikirnir í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu verða á morgun. „Áhangendur Manchester United hafa heldur ekki séð það besta til Andy Cole. Rjóm- inn flýtur ofan á og ef til vill verð- ur hann í sviðsljósinu í Evrópu." Sem kunnugt er seldi Keegan Cole til United fyrir tveimur árum og hann kom stuðningsmönnum Newcastle oft á óvart en hann hef- ur enn ekki sagt alla söguna. Fyrir skömmu undirritaði hann samning um útgáfu sögu sinnar, samning sem færir honum 500.000 pund (tæplega 58 millj. kr.), en bókin á að koma út í haust. ■ FORRÁÐAMENN franska liðs- ins Marseille gera sér vonir um að fá Kevin Keegan sem þjálfara liðs- ins. Keegan og Robert-Louis Dreyfus, formaður Marseille, eru kunningjar. ■ RUUD GuIIit, knattspyrnustjóri Chelsea, mun ekki leika meira með liðinu í vetur. Hann ökklabrotnaði í leik gegn Derby sl. laugardag og verður í gifsi í mánuð. ■ GIANFRANCO Zola lék ekki með Chelsea í Derby um helgina en verður með á móti Blackburn í kvöld. Mikið álag verður á liði Chelsea á næstunni, sex leikir á 18 dögum. ■ ARSENAL íhugar að bjóða 12 milljónir punda í hollensku bræð- urna Ronald og Frank De Boer. ■ SOUTHAMPTON hækkaði til- boð sitt í vamarmanninn Steve Harkness, bauð 1,3 millj. punda en Liverpool hafnaði því. ■ HOLLENSKI vamarmaðurinn Michel Vonk, sem Sheffield Un- ited keypti á 500.000 pund fyrir 15 mánuðum meiddist á æfingu og leikur ekki meira á tímabilinu. Hann var nýbyijaður aftur eftir uppskurð í nóvember. ■ STEVE Staunton, vamarleik- maður Aston Villa, er meiddur á ökkla og leikur líklega ekki með lið- inu gegn Leicester í kvöld. ■ LAUREN Viaud, miðvallarleik- maður Mónakó, er við æfingar hjá Everton. ■ SOUTHAMPTON hefur keypt miðheijann Mike Evans frá Plymo- uth á 500 þús. pund. ■ MIKE Sheron, miðheiji Stoke, er efstur á óskalista QPR, sem er tilbúið að borga tvær millj. punda fyrir hann. ■ DAVID Ginola hjá Newcastle, segist ekki hafa komið til liðsins, til að verma varamannabekkinn. Barcelona, Inter Milanó, París St Germain og Marseille vilja fá hann til sín. ■ PRESTON hafnaði í gær boði frá Aston Villa, sem var tilbúið að borga 600 þús. pund fyrir vamar- leikmanninn Sean Gregan, 22 ára. ■ HOWARD Kendall, knatt- spymustjóri Sheff. Utd., ætlar að ræða við gríska miðvallarleikmann- inn Temur Ketsbain, sem Ieikur með AEK Aþena. ■ WALTER Zenga, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Ítalíu, sem hef- ur leikið með 2. deildarliðinu Padova, er á fömm til Bandaríkj- anna. ■ ZENGA gengur til liðs við New England Revolution í Boston. Með liðinu leikur Alexei Lalas, miðvörður bandaríska landsliðsins. ■ TVEIR fyrrverandi landsliðs- menn Italíu, era Ieikmenn með liðum í bandarísku deildinni, þeir Roberto Donadoni og Giuseppe Galderisi. ■ ZENGA, sem var leikmaður með Inter í tólf ár - lék 58 landsleiki, skrifaði undir tveggja ára samning. Hann fer vestur um haf síðar í þess- um mánuði. ■ SEBASTIAN Rozental, lands- liðsmaður Chile, er kominn til Kali- fomíu, til að gangast undir aðgerð vegna meiðsla á hné. Rozental er leikmaður með Glasgow Rangers. ■ FRANSKI miðheijinn Franck Histilloles hjá Bordeaux, sagði frá því í gær að hann væri búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Metz. Histillolles, sem er 24 ára, fótbrotnaði í Evrópuleik gegn AC Milan fyrir ári og hefur ekki leikið með liði Bordeaux síðan. ■ JOHAN Cruyff, fyrram þjálfari Barcelona, hefur hafnað þjálfaratil- boði frá America í Mexikó, sem hefði gefið honum 122 millj. ísl. í árslaun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.