Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA HANDKNATTLEIKUR Viðurkenndi notkun lífs- hættulegs lyfs ÓNAFNGREINDUM íþróttamanni frá Austur- Evrópu var visað frá Olympíuleikunum í Atl- anta í fyrra eftir að hann hafði viðurkennt að hafa tekið lyfið erythropoietin (EPO) sem er á bannlista og lifshættulegt. Alþjóða ólympiu- nefndin, IOC, sagði eftir leikana að tveir íþróttamenn hefðu fallið á lyfjaprófi en gat ekki um fyrrnefnda játningu. Hins vegar greindi varaformaður læknanefndar IOC frá þessu í danska sjónvarpinu i gærkvöldi, í við- tali sem var tekið upp í október sem leið. Umrætt lyf er talið hafa drepið 18 lyólreiða- menn í Evrópu á undanförn- um árum en notkun þess er talin algeng hjá hjólreiða- mönnum og öðrum sem þurfa á miklu þoli að halda, eins og ræðurum og skíða- göngumönnum. Sérfræðing- ar hafa sagt að íþróttamenn sem lifa samkvæmt hugtak- inu „betra að vera dauður en í öðru sæti“ taki áhættuna en efast ekki um afleiðingar notkunarinnar. Dregið í riðla í EM í körfu Varnarveggur Morgunblaðið/Knstmn VIKINGURINN Krlstín GuAmundsdóttlr reynlr skot úr aukakastl eftlr að flautað hafðl verlð tll lelkhlés. Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfarl og aðaldrlffjöðrin hjá Fram, ver skot Krlstínar en aðrar í varnarveggnum eru, frá vlnstri, Svanhlldur Þengllsdóttir, Hekla Daðadóttlr, Þórunn Garðarsdóttlr, Stelnunn Tómasdóttlr og Ólöf María Jónsdóttlr. Víklngur slgraðl 19:15 og hef- ur góða stöðu fyrlr síðari, eða annan, lelk liðanna á annað kvöld. Frönsku leikmennim- ir fá umbun FRÖNSKU landsliðsmenn- irnir í knattspyrnu fá rúm- lega tvær miljj. ísl. króna hver fyrir að taka þátt i fjög- urra þjóða móti í Frakklandi í sumar, ásamt landsliðum Englands, ítaliu og Brasilíu. Aime Jacquet, þjálfari franska landsliðsins, fékk það i gegn hjá franska knatt- spyrnusambandinu að leik- menn hans fengju 675 þús. krónur fyrir hvern leik. Landsliðsmennirnir verða að heiman í tæplega tvær vikur í sumarfríi sínu vegna móts- ins, sem verður í júní. fHwgtmiritoMfe 1997 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ BLAD Dregið hefur verið í riðla í Evrópu- keppni landsliða í körfuknattleik sem fram fer á Spáni 25. júní til 6. júlí. Eftirfarandi lið drógust saman: A-riðill: (spilað í Gerona) Grikk- land, Bosnía, Rússland og Tyrk- land. B-riðill: (Gerona) Litháen, Sló- venía, Frakkland og ísrael. C-riðill: (Badalona) Júgóslavía, Lettland, Italía og Pólland. D-riðill: (Badalona) Króatía, Úkraína, Spánn og Þýskaland. ■ Efstu þijú liðin í hverjum riðli komast áfram í tvo sex liða riðla. Tvö efstu liðin í þessum tveimur riðlum leika síðan í undanúrslitum keppninnar sem verður með út- sláttarfyrirkomulagi. SUND Hafþór ráðinn landsliðsþjálfari Mörg verkefni framundan „Mörg verkefni eru framundan. Stefnan er að auka sam- vinnu á milli landsliðshópa. Eðvarð Þór Eðvarðsson og Sig- urlína Þorbergsdóttir sjá um þjálfun unglingalandsliðanna," sagði Hafþór Guðmundsson. Meistaramótið innanhúss verð- ur í Vestmannaeyjum um aðra helgi og J kjölfarið verður landsliðið valið fyrir Smáþjóðaleikana á íslandi í júní. HM í 25 metra laug verður i Sviþjóð í apríl og alþjóða unglinga- mót í Lúxemborg um sama leyti en Evrópumót unglinga og fullorðinna verðá í sumar. Hafþór B. Guðmundsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í sundi fram yfir heimsmeistaramót- ið í Perth í Ástralíu á næsta ári. Hann á að leggja linurnar í allri skipulagningu fram að Ólympíu- mmm^mmmmmmmmmm leikunum í Sydney 2000 o g fara í allar keppnis- ferðir með landsliðs- hópum á ráðningar- tímanum en um er að ræða verk- efnastarf frekar en fast starf eins og Arnar Birgisson, formaður landsliðsnefnd- ar, orðaði það. „Við höfum yfir tak- mörkuðu fjármagni að ráða og þetta er fyrsta skrefið en takmarkið er að landsliðsþjálfari verði í hluta- starfi eða fullu starfí frá og með næsta ári. Á undanförnum árum hefur verið byggt upp gott ungl- ingastarf sem hefur skilað sér í meiri breidd og betri árangri en áður og við viljum fylgja því starfi eftir með þessari ráðningu." Hafþór hefur verið viðloðandi sund í rúma þtjá áratugi, fyrst sem keppandi í félagsliði og landsliði, og síðan sem stjórnarmaður og þjálfari. Hann fór sem landsliðs- þjálfari á Ólympíuleikana í Los Angeles 1984, á Kalottkeppnina, Evrópumeistaramótið og Smá- þjóðaleikana í San Marino 1985 en á þessum tíma var hann einnig þjálfari KR. 1991 var hann þjálfari hjá Ægi en 1991 til 1996 aðalþjálf- ari hjá Ármanni auk þess sem hann aðstoðaði Sundsambandið við þjálf- un landsliðsins á tímabilinu. Frá 1993 hefur hann einnig verið kenn- ari við íþróttakennaraskólann að Laugarvatni en hann er með há- skólapróf frá Kanada í íþróttafræð- um. Sundsambandið og Tó ehf., um- boðsaðili fyrir Speedo-sundvörur, hafa haft með sér samstarf undan- farin ár og í gær undirrituðu Sævar Stefánsson, formaður Sundsam- Morgunblaðið/Ámi Sæberg HAFÞÓR B. Guðmundsson, nýráðlnn landsliðsþjálfari. bandsins, og Torfi Tómasson samn- ing sem gildir fram yfír Ólympíu- leikana í Atlanta 2000. Sævar sagði að meta mætti samninginn á um fimm milljónir króna en Sundsam- bandið fengi allan nauðsynlegan fatnað og búnað frá fyrirtækinu. ÞOLFIMI: HALLDÓR BIRGIR FÉKK GULL EFTIR FJÖGURRA ÁRA BARATTU / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.