Morgunblaðið - 14.03.1997, Side 2

Morgunblaðið - 14.03.1997, Side 2
2 C FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF STILROF Tískan er ekki fyrírsjáanleg. Núna er hún Eva Hrönn Steindórsdóttir lifði sig inn í strauma og stefnur í klæðnaði og raðaði saman mömmustrák og uppreisnarsegg. STÍLROF, eða andstæður í klæða- burði og förðun, er lykilorð í tísk- unni í dag. Má' því í raun blanda saman glæsileikum rómantískum klæðum og hversdagslegum, já, jafnvel fatnaði sem fyrir nokkrum árum hefði þótt ósmekklegur með ákveðnum flíkum. Kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino sagði þegar hann var spurður um hvert hann sækti hug- myndir sínar, að búið væri að gera kvikmyndir um flest það sem fyrir- fínnst undir sólinni, og að nú gald- urinn væri fólginn í útfærslu hverrar hugmyndar og endur- blöndunar efna á nýjan hátt. Þessi orð má svo sannarlega heimfæra á klæðaburð og tísku- strauma. Allur sá hafsjór af stefn- um og straumum sem berst um yfirráðin í tískuheiminum núna einkennist af endurblöndun eldri hugmynda, útfærslum sem allar ganga út á frumleika og stíl- færslu, sem svo falla loks vel að hugum þeirra sem kjósa að fylgja nútímanum, eða með öðrum orðum - þeirra sem tolla í tískunni. Skemmtilegar fléttur Það er því í raun ekki hægt að segja að eitthvað sérstakt útlit SAKLAUS rómantík í klæðnaði. eigi athygli tískuheimsins : dag. Margar stefnur og straumar gára undir yfír- borði meðalmennskunnar. Allt fléttast þetta skemmti- lega saman og möguleik- arnir eru óendanlegir. Áhrif pönksins eru farin að láta á sér kræla í fata- stefnum og förðun, og sakleysi blómabarnanna, kremkennt útlit sjötta áratugarins og allar þessar stefnur fá sinn skerf af athygli nútím- ans. Strákur fær sér settlega tíglapeysu, kreistir hárgelið úr túpunni, makar í hár- ið og út kemur blanda af góða mömmustráknum og uppreisnar- gjama töffaran- um. Klassísk föt Glansandi fá nýtt yfirbragð hreinleikinn með fmmlegum gerir hana efnum en tísku- brothætta. hönnuðir sam- tímans em famir að leggja meira og meira upp úr efnunum sem þeir vinna með. Möguleikarnir og frelsið er ótakmarkað og þar af leiðandi erfitt að njörva þetta niður í ákveðna flokka og tegundir. Endurheimt æskuljómans Með því sem kallað er glans- förðun er hægt að ná næstum gegnsæju yfirbragði húðarinnar, það er líkt og næstum ósýnileg HANN Iangar til að vera svona í dag, en ekki endiiega á morgun. M Gamall stóll varð kveikjan að nýjum fyrir Kaffileikhúsið SÁ gamli, sem varð kveikjan að þeim nýja. TVEIR snotrir stólar, fínlegir og frem- ur einfaldir, verka fyrst og fremst glaðlegir á manneskju sem veltir sjaldan fyrir sér hönnun og því sjaldn- ar hugmyndafræði sem liggur að baki hönnunar. Þessir stólar öðlast annað og meira gildi þegar búið er að útskýra hugsunina bak við hönnunina. Ása Richardsdóttir leikhús- stjóri Kaffileikhússins og Sig- ríður Heimisdóttir iðnhönnuð- ur tóku að sér að leiðbeina fáfróðum gesti Kaffileikhúss- ins gegnum þróunarferli stóls. Stóla, réttara sagt, því þeir eru tveir stólamir sem standa þama til sýnis í miðju leikhúsi og stinga mátulega í stúf við skemmtilega gróft húsnæði Hlaðvarpans í miðbæ Reykja- víkur. Annar glaður og hinn í fýlu Eftir útskýringar er hlustanda orðið ljóst að bak annars stólsins virðist brosa Langaðií stóla sem væru ís- lenskir. en bak hins minnir á skeifu. Þegar þeir standa hvor við hlið annars skírskota þeir sem sagt til tákns leikhúss, tveggja grímna, annarrar brosandi og hinnar með skeifu. Ekki nóg með það, heldur mynda stólbökin bylgjur þegar mörgum stólum er raðað hlið við hlið. Og bylgj- ur minna á iðandi líf leikhúss- ins og eilífðarinnar öldudans. Hönnun stólanna, sem enn hafa ekki fengið nafn, er sam- starfsverkefni Kaffileikhúss- ins og GKS í Kópavogi. Ása Richardsdóttir leikhússtjóri segir: „Við höfum notað gamla stóla í Kaffileikhúsinu frá opnun, en fyrir skömmu myndaðist fjárhagslegt svigrúm til að endumýja þá. Þar sem við vildum gjarn- an hafa þá íslenska, ákváðum við að kanna möguleika á að láta hanna stóla fyrir okkur. Hugmyndinni var mjög vel tekið hjá GKS og fljótlega eftir áramót var hafíst handa við hönnun stólanna.“ Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður TÁKN leikhúss eru tvær grímur, önnur brosandi og hin með skeifu likt og bök- in á nýju stólunum í Kaffi- leikhúsinu. tók verkefnið að sér fyrir GKS og seg- ir að sér hafi frá upphafí þótt það bæði spennandi og skemmtilegt. Konur ráða ríkjum í Hlaðvarpanum og byggist starfsemi í húsinu fyrst og fremst á samstarfí kvenna. Ása og Sigríður Guð- jónsdóttir, hönnuður Kaffileikhússins, komu að verkinu fyrir hönd leikhúss- ins. „Samvinnan hefur gengið mjög vel,“ segja báðar og þegar setið er að spjalli við þær fer ekki milli mála að þær segja satt. Allar sem hlut eiga að máli koma skoðunum sínum á framfæri og jafnræði er greinilegt. Fara á almennan markað Sigríður segir að stólarnir verði fram- leiddir fyrir almenna sölu í náinni fram-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.