Morgunblaðið - 23.03.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 23.03.1997, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BISMARCK siglir úr orustunni, eftir að hafa sðkkt Hood. Skipið hafði líka hlotið „skotsár" og sjór komist inn, enda sést hve sigið það er að framan. Bismarck Prínz Eugen faorfoíffjú SM\' NORECSHAF Færeyjar tfood Prínce of Wales Vktorious King Qeorge V \_____ Repulse f~? Norbur- | sjór ÞYSKA- LAND St. Nazaire Blscayafíói FRANCE C Ark Royal Sheffíefd F ir rumn stærstu RÆGASTA og mannskæð- asta sjóorusta seinni heimsstyijaldarinnar var háð á Grænlandssundi fyr- hálfri öld. Þá var sökkt og frægustu herskipum beggja stríðsaðila, HMS Hood og Bismarck Þjóðverja eftir æsilegan eltingarleik suður Atlantshafið. Hafa fram á þennan dag verið skrifaðar ótal bækur um atburðinn og bæði skipin. Slíkt áfall var þetta báðum stríðsaðilum að einmitt þeim herskip- um þeirra sem áttu að hafa alla yfir- burði og voru stolt þjóðanna væri sökkt, Bismark í sinni fyrstu orustu og Hood á fáum mínútum. Hood, orustuskip hans hátignar Bretakonungs, hafði verið byggt í lok fyrri heimstyijaldarinnar. Herskipið mikla hafði í 20 ár verið stolt Breta og borið hróður þeirra á heimsreisum. Þetta var 42 þúsund tonna glæsiskip, sem þúsundir manna höfðu eytt milljónum klukkustunda í að smíða og tugir þúsunda manna höfðu siglt á. „Það var hápunkturinn á ferli hvers manns að hafa verið í áhöfn Hoods, þó maður væri færður yfir á önnur skip flot- ans“, sagði Dick Tumer, sem siglt hafði á Hood 1936- 1939 og var því ekki um borð í hinni örlagaríku ferð. Nú var hann á leið í Græn- landssund á danska varð- skipinu Triton til að leggja blómsveiga á „gröf“ þess vestur undir ísjaðrinum. „í öll þessi ár hafði Hood sýnt milljónum manna um heim allan gildi Konunglega breska flotans. Svo lengi hafði það verið ekki bara stærsta skip flotans heldur alls heimsins. Yfírburðir þess með tigulegum línum og reisulegu yfirbragði höfðu gert það í hugum margra að tákni herskipsins volduga, „The Mighty Hood“, eins og það var kallað . Þessvegna var áfallið svo mikið. Og þessvegna var svo mikilvægt að ná_ Bismarck og sökkva því. Ég veit ekki hvemig þjóðin hefði lifað áfallið af án þess,“ sagði hann. Hood-samtökin Munum MIHNAST þeirra Sjónvarpsleiðangur ITN sjónvarpsstöðin breska er að vinna heimildamynd um HMS Hood. Framleiðandinn Bob White frá ITN og og Colin Barrat stjómandi mynd- arinnar gengu ásamt tökumannin- um Steve Montgomery í að gera það að veruleika að minnast Hood og mannanna sem þar fómst á staðn- um. Það var ekki einfalt mál. Þeir leituðu fyrst án árangurs til breska flotans um skip til fararinnar. Þeim var vísað á Dani, sem væm með vel búin eftirlitsskip á þessum slóð- um. Þar var þeim ljúflega tekið og skipstjórinn Svend Erik Madsen á varðskipinu Triton tók að sér að fara frá Reykjavík á réttan stað vestur undir ísröndina með leiðang- urinn, Hoodfélagana ijóra, sjón- Hood féll heldur í gleymskunnar dá. HMS ekki 1974 var stofnað í Bretlandi „The Hood-Association“. í félaginu eru þeir sem um lengri eða skemmri tíma höfðu verið skipveijar á Hood og nokkrir aðstandendur þeirra sem fómst á skipinu. Félagar vom flestir um 280, en er af eðlileg- um ástæðum farið að fækka. Klúb- burinn kemur árlega saman í Portsmouth. Þá syngur séra Ronald Paterson messu í fallegri lítilli kirkju til að minnast þeirra sem fórast og menn tala um þetta stórkostlega skip. Ted Briggs, einn af þeim þremur sem af komust þegar skipið sökk, er formaður félagsins. Annar lést fyrir 20 mánuðum. Briggs ætlaði að koma með í pílagrímsferðina á Triton norður í hafið þar sem skipið sökk, en var veikur. En auk Dicks Turners og séra Ronalds Paterson- ar, sem var sjómaður á Hood 1933-36, vom í ferðinni varafor- maðurinn Johanna Warran, dóttir yfírlæknisins á skipinu, og Don Fimden, sem var á því 1938-41. ÞJÓÐVERJAR höfðu séð HMS Hood liggja ásamt öðrum stærstu herskipum Breta í Scapa Flow og héldu að Bismarck gæti komist óséður og óáreittur suður Grænlandssund og út og var snúið í veg fyrir það. Atlantshaf. En Hood var farið úr höfn GRÆNLAI NORÐUR- ATLANTSHAF Bismarck sokkt PÓL- D varpsmennina þijá, blaðamann Morgunblaðsins, tvo sjóliðsforingja frá Royal Navy og Nato, Philip Holihead og Jonatan Worthington, auk lúðurþeytara frá Royal Navy til að setja syip á minningarathöfn- ina um Hood. Allt frá því við komum öll um borð í Reykjavík miðvikudag- inn 12. mars lögðu Madsen skip- stjóri og öll hans áhöfn sig fram um að veita af einstakri ljúfmennsku alla aðstoð þessa þijá sólarhringa á sjó. Allir virtust hafa áhuga á mál- inu. Strax mætti einn úr áhöfninni, „allt muligt maðurinn" Lars Ras- musen, með líkan af Hood sem hann hafði gert og færði fulltrúum Hood- félagsins. Það var skaplegt veður er Triton stefndi vestur frá landinu til ákvörð- unarstaðar á 63 gráðum og 20 mín- útum norður og 31 gráðu og 30 mínútum vestur. Triton er eins og Vædderen sérsmíðað til siglinga á norðiægum hafsvæðum, við Færeyj- ar og Grænland, og styrkt til íssigl- inga, bæði í lagnaðarís og samfelld- um ís. Það hefur þyrludekk og Linx- þyrlu. Skipstjórinn nýtti ferðina og tímann til þyrluæfinga fyrir mann- skapinn, þar sem kvenlæknirinn um borð, Inger Sörensen, var m.a. hífð- ur upp og niður af hallandi þilfar- inu. Og til skipulagningar á helgiat- höfninni daginn eftir á þilfarinu. Leitað að flakinu En það hékk fleira á spýtunni. Síðan tókst að finna flakið af Bis- marck á hafsbotni út frá ströndum Frakklands hafa sjónvarpsmennirn- ir gælt við þá hugmynd að þó stað- arákvörðun sé ekki nákvæm verði að fínna HMS Hood, sem sprakk með svo miklum hvelli að hann seig í hafið í tveimur hlutum og á að vera á tveggja og hálfs km dýpi. Um nóttina þegar við komum á staðinn gerðu Madsen skipstjóri og menn hans tilraunir til að finna það með Sonartækjum. Þó ekki væri líklegt að það tækist í þessari fyrstu at- rennu söfnuðust allir spenntir í kring uppi í brúnni. Geislinn frá sonarn- um á að geta náð 4 km, sem segir þó ekki mikið þegar leita þarf á stóra svæði og beita honum á ská. Enda fannst ekkert í þetta sinn. BlómSveigum varpað í hafið Fimmtudagsmorguninn 13. mars söfnuðust allir saman á þyrludekkinu þar sem fánar blöktu í hálfa stöng. Það var 20 hnúta vindur af N-NV og tveggja gráða frost. Séra Ronald Paterson hélt helgistund. Áhöfnin hafði kvöldið áður fúslega lært og æft enska sálma, sem allir sungu full- um hálsi upp í vindinn og sjávargnýinn. Forsöngvar- inn Philip Holihead kom í stað hljóðfæris og menn fóm með faðirvorið. Prest- urinn lauk máli sínu með orðunum: Við munum minn- ast þeirra. Og allir tóku undir: Við munum minnast þeirra. Framan við áhöfnina á Triton í röð á þilfarinu stóðu í norðankulinu þessir fjórir öldungar, eftirlifendur Hood og áhafnarinnar, með blóm- sveiga sína. Þeir gengu út að borð- stokknum hver af öðrum. Johanna Warran varpaði blómsveig í hafið frá Hood-félaginu í minningu um liðsforingjana og sjómennina sem fómst með HMS Hood. Einnig blóm- um frá fjölskyldu sinni til minningar um föðurinn John Warran og sam- skipsmenn hans, frá ekkjunni Frenu, syninum James og dótturinni Jóhönnu. Einn af dönsku skipveij- unum gekk fram á eftir og varpaði í hafið blómsveig frá Bismarck- félaginu, eftirlifendum af skipinu sem sökkti Hood, „til minningar um félaga á sjó“. Þá var varpað í hafið blómsveig frá skólaskipinu Ganges til minningar um drengina sem voru í þjálfun á Hood og létu lífið, öðmm frá Konunglega danska sjóhernum og skipinu Triton til minningar um Hood, einnig frá breska sendiráðinu í Reykjavík. Turner lét falla í sjóinn kross til minningar um Drury, merkjamanninn á Hood, frá frænda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.