Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/LAUGARÁSBÍÓ og Regnboginn sýna kvikmyndina Evita sem gerð er eftir vinsælasta söngleik allra tíma. Með aðalhlutverk í myndinni fara Madonna, Antonio Banderas, Jonathan Pryce og Jimmie Nail, en leikstjóri er Alan Parker. Eilífa Evita KVIKMYNDIN Evita er gerð eftir sam- nefndum söngleik þeirra Andrew Lloyd Webber og Tim Rice um ævi Evu Perón (Ma- donna), eiginkonu Juan Peróns (Jonathan Piyce), forseta Argentínu um miðbik aldarinn- ar. Myndin hefur verið tilnefnd til fímm ósk- arsverðlauna og þá hlaut hún þrenn Golden Globe verðlaun, en Madonna hlaut verðlaunin sem besta leikkona. Leikstjóri myndarinnar er Alan Parker, sem m.a. á að baki myndim- ar Midnight Express, Mississippi Buming og The Commitments. Maria Eva Ibarguren (Eva Péron) fæddist 7. maí 1919 í smábæ vestur af Buenos Aires og var hún óskilgetin dóttir búgarðseiganda og þjónustustúlku. Hún ólst upp við mikla fátækt og 15 ára táldró hún tangósöngvara að nafni Magaldi (Jimmy Nail) og fékk hann til að taka sig með til Bueno Aires. Þar hóf hún að feta sig upp félagslega metorðastigann og innan nokkurra ára hafði henni tekist að vekja á sér talsverða athygli sem fyrirsæta og leikkona. Á góðgerðarsamkomu árið 1944 hitti hún í fyrsta skipti ofurstann Juan Perón sem stefndi leynt og ljóst að því að verða forseti Argentínu og varð Eva ástkona hans. Forseti landsins óttaðist vaxandi vinsældir Peróns og lét fangelsa hann en það leiddi til uppreisnar í landinu 17. október 1945. Perón var látinn laus og skömmu síðar var hann kjörinn forseti Argentínu. Hin nýja forsetafrú Argentínu tók þegar til óspilltra málanna við að laga það sem hún taldi aflaga í þjóðfélaginu. Gjafmildi hennar færði henni gífurlegar vinsældir á meðal' lág- stéttarinnar en olli um leið miklum erfíðleikum í efnahag landsins þannig að lá við gjald- þroti. Ferð Evu á fund þjóðhöfðingja Italíu, Spánar og Frakklands vakti mikla athygli og var Eva á þessum tíma orðin ein þekktasta kona heims. Afskipti hennar af stjómmálum og vinsæld- ir meðal alþýðunnar öfluðu Evu margra óvina innan ríkisstjómarinnar og hersins, en svo fór að hún var með stuðningi alþýðunnar kosin varaforseti Argentínu 22. ágúst 1951. Aðeins níu dögum síðar afsalaði hún sér hins vegar öllum völdum í frægri útvarpsútsendingu og hætti hún öllum afskiptum af stjómmálum. Ekki er vitað hvort þrýstingur frá hemum og valdastéttinni eða það að hún hafði greinst með ólæknandi_ krabbamein olli þessari ákvörðun Evu. Í júní 1952 kom hún fram opinberlega í síðasta sinn til að samfagna eiginmanni sínum sem náð hafði kjöri sem forseti landsins í annað sinn, en þann 26. júlí lést hún aðeins 33 ára að aldri. Olli dauði hennar langvinnri þjóðarsorg í Argentínu sem eimir eftir af enn þann dag í dag. Hinn 36 ára gamli Antonio Banderas, sem fer með hlutverk Che Guevara í Evitu, hefur undanfarin ár orðið eitt af helstu kyntáknun- um í Hollywood og með hlutverki sínu í Evitu hefur hann bætt enn einni skrautfjöðurinni í hatt sinn með því að sýna hvað hann er fram- bærilegur söngvari. Hlutverk farandsöngvarans í Desperado var fyrsta aðalhlutverk Banderas í banda- EVITA (Madonna) kemur til Buenos Aires í fylgd með tangósöngvaranum Magaldi (Jimmy Nail). Dáð og umdeild FVA Perón lést skömmu eftir að Juan rer- (Jonathan Pryce) hafði verið kjörinn forseti í annað sinn. on MADONNA hefur í gegnum tíðina bæði verið dáð og umdeild, en ýmislegt sem hún hefur tekið sér fyrir hendur til að vekja athygli á sér þykir hins vegar oft hafa orkað tvímælis. Madonna heitir réttu nafni Madonna Louise Veronica Ciccone og fæddist hún 16. ágúst 1958 í Bay City í Michigan. Þegar hún var sex ára gömul lést móðir hennar úr krabbameini og ólst hún upp hjá ströngum föður sínum og stjúpmóður. Á unglingsárunum lærði Madonna ballett og píanóleik með af- burðaárangri. Eftir að hafa stundað há- skólanám í Michigan í eitt ár út á styrk sem hún hlaut vegna danskunnáttu sinnar tók Madonna föggur sínar og hélt 1 tilNew Yorkþar semhúnæfði um skeið með dansflokki en fljót- Iega hóf hún að syngja með ýmsum hljómsveitum. Hún sat á þessum árum nakin fyrir hjá Ijósmyndur- um og birtust þær myndir í tíma- ritunum Penthouse og Playboy eftir að hún var orðin fræg sem söngkona. Samningi um hljóm- plötuútgáfu náði Madonna árið 1983 og ári síðar kom platan Madonna út og náði hún miklum vinsældum. Sigurgangan hélt áfram sama ár með plötunni Like a Virgin og sýndi Madonna og sannaði hæfileika sína til að not- færa sé tónlistarmyndbönd list sinni til framdráttar og einnig komst hún í sérflokk vegna svið- setningar á tónleikum sem hún hélt um allan heim. Madonna lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1979 áður en hún hafði öðlast frægð sem söngkona og næst sást hún á hvita tjaldinu í smáhlutverki í Desperately Se- eking Susan (1985). í kjöl- farið fylgdu hlutverk í nokkrum kvikmyndum sem kolféllu en árið 1990 lék hún í Dick Tracy og hlaut lof fyrir. Sömu sögu er að segja um hlutverk hennar í A League of Their Own (1992) en frammistaða hennar í Body of Evidence (1993) þótti ekki jafn sann- færandi. Árið 1991 stofnaði Ma- donna fyrirtækið Maverick Entertainment, sem meðal annars stóð að dreifingu kínversku myndarinnar Farewell My Concubine. Madonna hefur lagt mikið af mörkun í fjársafnanir til baráttunar gegn eyðni, en hún var ein fyrsta stór- stjarnan sem lagði mál- staðnum lið. Það var eftir að hún missti einn besta vin sinn úr sjúk- dómnum árið 1986. Árið 1985 giftist Madonna leikaranum Sean Penn, en stormasömu hjónabandi þeirra lauk með skilnaði árið 1989. Antonio Banderas leikur Che Guevara sem er nokkurs kon- ar sögumaður í myndinni. rískri kvikmynd og jafnframt fyrsta hasar- myndin sem hann lék í. Áður hafði hann leikið í um það bil 30 kvikmyndum í heimalandi sínu, Spáni, og var orðinn kvikmyndastjama og kyntákn í Evrópu þar sem hann var þekkt- ur úr kvikmyndum Carlosar Saura en einkum úr Pedro Almadovar-myndunum Bittu mig, elskaðu mig og Konur á barmi taugaáfalls. Feril sinn í Hollywood hóf Banderas árið 1992 þegar hann lék á móti Armand Assante aðalhlutverk í myndinni Mambo Kings, en þá var hann nánast óþekktur í Bandaríkjunum. Banderas, sem var búsettur í heimaborg sinni Malaga, hélt vestur um haf þótt hann talaði ekki stakt orð í ensku, lærði enskumælandi hluta rullunnar sinnar án þess að skilja orð í málinu og sló svo rækilega í gegn að frá frumsýningardegi hefur Hollywood séð í þess- um margreynda spænska gæðaleikara meiri- háttar kyntákn með nánast ótæmandi mark- aðsmöguleika. Frá því að Mambo Kings var frumsýnd hefur vart liðið sá dagur að Antonio Bande- ras væri ekki önnum kafínn við kvikmynda- gerð í Bandaríkjunum og vestanhafs er öllum orðið löngu Ijóst að hann hefur margt annað til brunns að bera en útlitið eitt saman. Leik- hæfileikar hans og listrænn metnaður mega vera flestum sem séð hafa til hans á hvíta tjaldinu augljósir. Hann lék á eftirminnilegan hátt elskhuga Tom Hanks í óskarsverðlaunamyndinni Philadelphia og næsta hlutverk hans var í Húsi andanna þar sem hann lék á móti Meryl Streep, Jeremy Irons, Winona Ryder og Glenn Close. Þá tók við lítið hlutverk í Interview With a Vampire þar sem Banderas þótti skyggja jafnt á sjálfan Tom Cruise og Brad Pitt. Síðan hefur Banderas leikið á móti Rebeccu DeMomay í spennu- myndinni Never Talk to Strangers, Sarah Jessica Parker og Mia Farrow í Miami Rapsody, Selma Hayek í Desperado og Sylvester Stallone í Assassins. Þá lék hann í Four Ro- oms, samvinnuverkefni leikstjór- anna Robert Rodriguez, Quentin Tarantinos, Allison Anders og Alex Rockwells, og í fyrra lék hann á móti Melanie Griffith í Two Much. Það var einmitt við tökur á Two Much sem þau kynntust Griffíth og Banderas og hafa þau búið saman síðan. Hefur samband þessara tveggja Hollywood-stjarna verið kjaftaskúmum og slúðurblöðum vestanhafs óþijótandi umræðuefni og reynst skötuhjúunum erfítt. Eftir að Banderas lék í Evitu tók sér hlutverk Zorro í samnefndri Rodriguez (Desperado), hann mynd að Robert Rodnguez (Desperado), sem framsýnd verður á þessu ári, og þá leikur hann í myndinni Eaters of the Dead, sem gerð verður eftir sögu Michael Crichtons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.