Morgunblaðið - 23.03.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 23.03.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 B 27 Stefnur og straumar TONLIST Tónabær MÚSÍKTILRAUNIR Úrslit Músíktilrauna, hljómsveita- keppni Tónabæjar, haldin sl. föstu- dagskvöld. Til úrslita kepptu hljóm- sveitimar Outrage, Spitsign, Inn- vortis, Flasa, Tríó Óla Skans, Soðin fiðla, Woofer, Andhéri, Roð, Ebenes- er og Drákon. Ahorfendur eitthvað á sjötta hundraðið. MÚSÍKTILRAUNUM lauk með látum síðastliðið föstudagskvöld og undirstrika úrslit keppninnar hve vel tilraunrinar hafa speglað nýjustu stefnur og strauma í bíl- skúrum landsins. Reyndar var sig- ursveitin hefðbundin gítarpopp- sveit, en fast á hæla henni fylgdi rapptríó og síðan tvíeyki sem leik- ur kraftmikið drum ’n bass. Fyrsta sveit á svið var einmitt junglesveitin Outrage, kom sterk til leiks og hafði greinilega undir- búið sig af kappi. Fyrsta lag sveitarinnar var afbragðsgott og það annað lítt síðra. Lokalagið var aftur á móti verr mótað, en kom ekki að sök. Outrage er bráðefnileg sveit og vonandi að sigurlaunin auðveldi henni að gefa eitthvað út, en piltamir mættu átta sig á því að þeir væru enn frumlegri ef þeir nýttu sér íslenskukunnáttuna. Sama má reyndar segja um Spitsign; stórskemmtileg sveit og kraftmikil með góðan söngvara sem illu heilli söng allt á ensku. Af látbragði mátti ráða að hann teldi sig hafa eitthvað að segja, en holur hljómur enskra texta dró sveitina niður; reyndar einu ensku textar kvöldsins. Trymbillinn var traustur, en fullvilltur. Innvortis komst áfram fyrir til- stilli dómnefndar síðastliðið fimmtudagskvöld og launaði traustið með frábærri frammi- stöðu. Sveitin lék á als oddi og náði sér sérstaklega vel á strik í lokalaginu sem var með því besta sem heyrðist þetta kvöld. Hafnarfjarðarsveitin Flasa kom traust til leiks og stóð sig með prýði. Þó var gítarhljómur þunnur, svo þunnur reyndar að dró úr sveit- inni mátt framan af. Einna best tókst þeim félögum upp í fyrirtaks lokalagi. Efnileg sveit sem mætti skerpa á rokkinu fyrir næstu til- raunir. Rappsveitin Tríó Óla Skans kom sá og sigraði i tilraununum að þessu sinni. Liðsmenn voru vel undir úrslitin búnir og fóru hrein- lega á kostum í rappinu, sérstak- lega þótti dómnefnd rapparinn Ómar standa sig vel og fékk hann verðlaun sem besti söngv- ari, aukinheldur sem sveit- in lenti í öðru sæti keppn- innar. Besta lag þeirra fé- laga var „Negra Breiðholt" (Saga úr austurbænum), en einnig var gaman að heyra þá hamast að „Fredda-liðinu". Soðin fiðla stóð uppi sem sigursveit Músíktil- rauna að þessu sinni og vel að því komin; með besta gítarleikarann, Egil Tómasson, besta bassa- leikarann, Gunnar Örn Svavarsson, og besta trommuleikarann, Ara Þorgeir Steinarsson, innanborðs. Fiðlan komst áfram kvöldið áður og var þá traust, en stóð sig enn betur úrslitakvöldið; sér- staklega féll þeremínið betur inn að þessu sinni. Önnur Hafnarfjarðar- sveitin þetta kvöld naut mikillar hylli í sal og stát- aði af annarri söngkonu tilraunanna. Umhugsun- arefni að sveitir beggja komust í úrslit. Fyrsta lag Woofers gekk ekki upp, en annað lagið er prýðis- hugmynd sem betur mætti vinna úr. Lokalagið var fyrirtaks gríp- andi popplag með góðum texta, sem söngkonan flutti afskaplega vel. Woofer er efnileg sveit og óhætt að spá henni bjartri framtíð. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir SIGURSVEIT Músíktilrauna 1997, Soðin fiðla, var veí að titlinum komin, en liðsmenn fengu og verðlaun fyrir hljóðfæraslátt. JUNGLE-sveitin Outrage bar með sér ferska drum ’n bass-strauma og lenti verðskuldað í þriðja sæti. Ebeneser fór vel af stað, en fór útaf sporinu um miðbik fyrsta lags- ins. Gítarleikari sveitarinnar og prýðilegur söngvari, er efnilegur en ætlar sé um of. Hann hljóp oft af stað í æsilegan gítarspuna, en komst ekki langt áður en hann hrasaði. Vissulega efnilegur gítar- leikari, en lagasmiðamar báru ekki ÞREMENNIN G ARNIR í Tríói Óla Skans röppuðu á íslensku af fimi og íþrótt og „dissuðu" eftirhermurnar. allan spunann. Síðasta lag Ebenes- ers var þó allgott. Húsavíkursveitin Roð vakti at- hygli sl. fimmtudagskvöld, þegar sveitin komst í úrslit, meðal ann- ars fvyrir hamslausan söng söng- konunnar. Úrslitakvöldið kom í ljós að það var Pyrrusarsigur, því söng- konan snjalla var nánast raddlaus fyrir vikið. Hún gerði hvað hún gat, og merkilega mikið á köflum, en broddurinn var úr leik sveitar- innar sem ekki náði að sýna á sér sínar bestu hliðar, til að mynda í besta lagi sveitarinnar, Kúkað í Pontiacinn, sem var frábært í und- anúrslitunum, en ekki nema svipur hjá sjón úrslitakvöldið. Trymbill sveitarinnar er efnilegur. Andhéri kom skemmtilega á óvart og náði mun betur saman en í undanúrslitunum og söngurinn var í betra jafnvægi. Fyrsta lag sveitarinnar var best og annað lag- ið prýðilegt. Andhéri er skemmti- leg hljómsveit um margt, ekki síst fyrir kraftmikinn trymbil sveitar- innar. Síðasta sveit á svið var Keflavík- ursveitin Drákon. Hún hafði ekki roð við sveitunum sem á undan komu; hefði verið gustuk að leyfa þeim félögum að vera fyrstir, því þeir stóðu keppinautunum nokkuð að baki í lagasmíðum og hljóðfæra- slætti. Afleysingagítar- leikari sveitarinnar stóð sig þó með prýði, þó ekki virtist hann sleipur í „elektróníkinni“. Helstu verðlaun Músík- tilrauna eru hljóðverstímar að vanda og Soðin fiðla hreppti 25 tíma í Sýrlandi fyrir frammistöðu sína. Önnur verðlaun gáfu Tríói Óla Skans 25 tíma í Gijót- námunni og fyrir þriðja' sætið fékk Outrage 20 tíma í Stúdíói Hljóðhamri. Sigursveitirnar fengu að auki geisladiska að eigin vali í Japís. Athyglisverð- asta sveitin að mati dóm- nefndar var Innvortis og fékk fyrir sinn snúð 20 hljóðverstíma í Stúdíói Hellinum. Besti gítarleik- arinn fékk gítar frá Hljóð- færabúð Steina og gjafa- bréf frá Rín, besti söngvar- •' inn hljóðnema frá Tóna- búðinni, besti bassaleikar- inn úttekt frá Hljóðfæra- húsi Reykjavíkur og besti trymbillinn úttekt frá Samspili og Paul Bemburg, en þeirra er getið hér að framan. Besti hljómborðs- leikari tilraunanna að þessu sinni var valinn hljómborðsleikari Nu- ance, Hermann Fannar Valgarðs- son, sem fékk fyrir vikið gjafabréf frá Hljóðfærahúsinu. Árni Matthíasson Fagur fiskur í sjó? EKKI era allir fiskar í sjónum jafnfagrir en þeir geta þó verið lost- æti þótt þeir séu forljótir. íslendingar hafa löngum verið hikandi við að leggja sér fiska er ekki uppfylla fag- urfræðileg skilyrði til munns þótt á því sé að verða breyt- ing eins og vaxandi vinsældir skötusels undanfarin ár era til vitnis um. Veitingastað- urinn Jónatan Liv- ingstone Mávur við Tryggvagötu hefur undanfarin fjögur ár efnt til sérstakra furðufiskadaga um þetta leyti árs og hófust slíkir dagar nú í vikunni og munu standa fram yfir páska. Boðið er upp á sér- stakan matseðil þar sem að fjöldi rétta úr óvenjulegu sjávarfangi er á boðstólum og kennir þar ýmissa grasa og má nefna tegundir á borð við hámeri, geimyt, gjölni og broddbak. Meðal rétta á seðlinum má nefna „bakað geimyt með engifer- og gul- rótarsósu", „grillað- ur broddbakur með grænertusósu“, „gaddakrabbasúpa með fennel og krabbakjöti“ og „stinglax með sterkri tómatsósu „creole““. Eitthvað kemur reglulega af fiskum af þessu tagi í afla íslenskra skipa en því miður má ætla að mikið af honum fari aftur í sjóinn. Þeir era þó til sem halda þessum furðufiskum til haga og selja þá á veitingahús. Matreiðslumenn Jónatans Living- stone segja að misjafnlega vel hafi gengið að safna saman fiírðufiskun- um og hafi það ekki síst farið eftir því hvort að bræla hafi verið eða ekki. Sumar tegundir hafi orðið að frysta til að tryggja framboð en aðrar séu ávallt ferskar og seðillinn geti tekið breytingum frá degi til dags eftir því hvað á boðstólum er. Þannig segir Úlfar Finnbjömson að hann vonist til að fá ígulker og sæbjúgu á næstu dögum og einnig fékkst blek úr smokkfiski til notkunar í súpur og sósur. Úlfar segir að sér fínnist ávallt skemmtilegt að takast á við að elda úr undarlegu hráefni og eitt það mest spennandi er hann hafi komist í tæri við úr sjónum hafi verið lúsifer og sædjöfull en yfirleitt era slíkir fisk- ar stoppaðir upp. Erfiðlega hafi geng- ið að ná einhvetju úr lúsifemum því að sama var hvort að reynt var að baka hann, steikja eða sjóða, ávallt hvarf hann nánast og varð að nær engu. Því hafi lausnin verið að skera hann í sneiðar hráan og marinera sem hafi komið mjög vel út. Morgunblaðið/Ámi Sæberg BJARKI, matreiðslumaður á Jónatan Livingstone, með hluta þeirra furðufiska sem eldað er úr þar þessa dagana. Skóc Skóinarkadurinn Borgartúni 20 Skór Barnaskór, kvenskór, karlmannaskór, gönguskór, inniskór, íþróttaskór, tískuskór, kuldaskór, heilsuskór, sportskór, unglingaskór Skór frá 100 krónum. Opið alla daga frá kl. 12.00 til 18.00 Allt á að seljast. •r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.