Morgunblaðið - 23.03.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 23.03.1997, Síða 6
6 B SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HEKIA Sölustjóri Óskum eftir að ráða sölustjóra til Heklu hf. Starfíð felst í umsjón með sölu á rafbúnaði á háspennu- og lágspennusviði og öðrum vörum til verslana á Stór-Reykjavíkursvæðinu auk þess að sinna verslunum úti á landsbyggðinni með reglulegum heimsóknum. Viðkomandi mun sjá um viðhald viðskiptatengsla og öflun nýrra. Um vel þekktar vörur er að ræða. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með menntun á sviði rafmagnstæknifræði og/eða rafmagnsverkfræði og marktæka reynslu af sölu- og markaðsmálum, séu vel skipulagðir og vanir að vinna sjálfstætt. Þekking og tengsl á umræddum markaði er kostur. Áhersla er lögð á snyrtimennsku og þægilegt viðmót. Leitað er að dnfandi og duglegum einstaklingi, sem er tilbúinn að takast á við krefjandi starf hjá öflugu fyrirtæki. í boði er áhugavert starf og góðir framtíðarmöguleikar fyrir hæfan starfsmann. Umsóknarfrestur er til og með 4. aprfl n.k. Ráðning verður fljótlega. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Fyrirspurnum svarar Guðrún Hjörleifsdóttir, ráðningarfulltrúi, hjá STRÁ. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á skrifstofu, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá kl.10-13. STRA GALLUP STARFSRAÐNINGAR Mörldnni 3,108 Reykjavík Sími: 588 3031, bréfsimi: 588 3044 ■KH!I Guðný Harðardóttir Námsráðgjafar Lausar eru stöður námsráðgjafa við eftirtalda grunnskóla í Reykjavík. Um er að ræða Vá stöðu við hvern skóla. Austurbæjarskóli með 500 nemendur í 1.-10. bekk. Sími 561 2680. Álftamýrarskóli með 370 nemendur í 1.-10. bekk. Sími 568 6588. Breiðholtsskóli með 550 nemendur í 1.-10. bekk. Sími 557 3000. Hamraskóli með 380 nemendur í 1.-10. bekk. Sími 567 6300. Hlíðaskóli með 540 nemendur í 1.-10. bekk. Sími 552 5080. Húsaskóli með490 nemendur í 1.-10. bekk. Sími 567 6100. Hvassaleitisskóli með 360 nemendur í 1.-10. bekk. Sími 568 5666. Langholtsskóli með 550 nemendur í 1.-10. bekk. Sími 553 3188. Laugalækjarskóli með 165 nemendur í 8.-10. bekk. Sími 558 7500. Rimaskóli með 730 nemendur í 1 .-10. bekk. Sími 567 6464. Vogaskóli með 310 nemendur í 1.-10. bekk. Sími 553 2600. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið viðbót- arnámi í námsráðgjöf og hafi reynslu af kennslu. Helstu verkefni námsráðgjafa eru eftirfarandi: • Að veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um nám og störf. • Að veita nemendum ráðgjöf í einkamálum, þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi sínu. • Að taka þátt í að skipulegga náms- og starfs- fræðslu í skólunum. • Að sinna fyrirbyggjandi starfi, t.d. vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi, í sam- starfi við aðra. Launakjör skv. kjarasamningi KÍ og HKÍ við fjár- málaráðherra. Upplýsingar gefa skólastjórar og aðstoðar- skólastjórar skólanna og Ingunn Gísladóttir, deildarstjóri starfsmannadeildarFræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, í síma 535 5000. Umsóknarfrestur ertil 21. apríl 1997. Umsóknir berist til starfsmannadeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Fríkirkju- vegi 1,101 Reykjavík. Q) /w\ KENNARAHASKOl I ÍSiANDS Laus störf háskólakennara og endurmenntunarstjóra Við Kennaraháskóla íslands eru eftirtaldar tímabundnar stöður háskólakennara lausar til umsóknar Staða dósents í uppeldis- og kennslufræðum með áherslu á eiginlegar rannsóknaraðferðir, ráðgjöf og leiðsögn í skólastarfi. Staða lektors í kennslufræði með áherslu á skipulagningu skólastarfs, kennsluaðferðirog námsmat. Staða lektors í fjarkennslufræðum með áherslu á kennslutækni, upplýsingatækni og margmiðlun. Einnig er laust til umsóknar starf endur- menntunarstjóra við Kennaraháskóla íslands. Endurmenntunarstjóri hefur í umboði rektors og skólaráðs umsjón með endurmenntun á vegum skólans, vinnur að stefnumörkun á því sviði og stýrir daglegri framkvæmd sbr. ákvæði í lögum um Kennaraháskóla íslands. Aukfullgilds háskólaprófs skulu umsækjendur hafa viðurkennd kennsluréttindi eða hafa að öðru leyti nægilegan kennslufræðilegan undir- búning. Reynsla af kennslu og skólastarfi er nauðsynleg. Umsóknum um allar stöðurnar fylgi ítarlegarskýrslurum vísindastörf, ritsmíð- ar og rannsóknir, svo og upplýsingar um námsferil og önnurstörf. Þau verk, sem um- sækjendur óska að dómnefnd fjalli um, skulu einnig fylgja. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í háskólakenn- arastöðurnartil tveggja ára frá 1. ágúst 1997. Ráðning í stöðu endurmenntunarstjóra er ótímabundin frá sama tíma. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknirberist Kennaraháskóla íslands v/Stakkahlíð, 105 Reykjavik, fyrir 15. apríl nk. Upplýsingar um stöðurnar veitir kennslustjóri KHI í síma 563-3800. S J Ú KRAH Ú S REYKJ AVÍ K UR Á Geðsviði Sjúkra- húss Reykavíkur eru nokkrar stöður lausar til umsóknar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða á geðdeild, í Fossvogi. Um er að ræða bæði framtíðarstöður og afleysingar. Vaktafyrirkomu- lag og vinnuhlutfall er samkomulagsatriði. Allar nánari upplýsingar gefa: Guðný Anna Arnþórsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri og Helga Hlín Helgadóttir, deildarstjóri A-2 í símum: 525 1405/ 525 1435 eða 525 1436. Á Slysa- og bráða- sviði Sjúkrahúss Reykjavíkur eru eftir- taldar stöður lausar til umsóknar: Þrjár stöður hjúkrunarfræðinga á Slysa- og bráðamóttöku og Gæsludeild: Ádeildinni er umfangsmikil starfsemi sem lýtur m.a. að móttöku og hjúkrun bráðveikra og slasaðra, móttöku þolenda nauðgunar og áfalla- hjálp. Á deildinni er einnig eitrunarupplýsinga- miðstöð og nær öll tengsl Sjúkrahúss Reykjavík- ur við aðra bráðaþjónustu í landinu s.s. al- mannavarnir og sjúkraflutninga. Á deildinni er stundað umfangsmikiðfræðslustarf, kennsla og rannsóknir í hjúkrun og læknisfræði. Æskilegt er að umsækjendur hafi a.m.k. tveggja ára starfs- reynslu í hjúkrun og hyggist starfa á deildinni í a.m.k.tvö ár. Tvær stöður hjúkrunarfræðinga á Göngudeild G-3 Ádeildinni er umfangsmikil starfsemi sem lýtur að móttöku og hjúkrun sjúklinga í endurkomu nær allra sérgreina sjúkrahússins. Á deildinni er einnig móttaka fyrir sjúklinga með langvinna verki og sjúklinga með seingróin sár. Á deildinni er stundað umfangsmikið fræðslustarf, kennsla og rannsóknir í hjúkrun og læknisfræði. Deildin er opin alla virka daga frá kl. 08.00-16.00. Upplýsingar um ofangreindar stöður veita Ragna Gústafsdóttir settur deildarstjóri Slysa- og bráðamóttöku og Gæsludeildar í síma 525 1720 og Erla Sigtryggsdóttir deildarstjóri Göngudeildar G-3 í síma 525 1755. Skriflegum umsóknum skal skilað til Emu Einarsdóttur hjúkrunarframkvæmdstjóra Slysa- og bráðasviðs sem einnig gefur nán- ari upplýsingar. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannaþjónustu Sjúkrahúss Reykjav íkur á Landakoti og við upplýsingaborð i Fossvogi. Öllum umsóknum verður svarað. íslensk útgerð í samstarfs- og þróunarverkefni erlendis óskar eftir að ráða til lengri eða skemmri tíma í eftir- talin störf um borð í vinnsluskip, sem hefur veiðar í Norður-Atlantshafi fljótlega: 1. Vinnslustjóra, vanan bolfiskvinnslu. 2. Vélstjóra VFI. 3. Stýrimann. 4. Baader-mann. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 2. apríl, merktar: „Veiðar/vinnsla — 361".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.