Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fasteigna- sölur í blaðinu í dag Agnar Gústafsson ws. Almenna Fasteignasalan us. Berg ws. Borgir bis. Brynjólfur Jónsson us. Eignamiölun us. Eignasalan bis. Fasteignamarkaður ws. Fasts. Rvíkur og Huginn bis. Fasteignasalan Suöurveri bis. Fjárfesting bis. Fold bis. Framtíðin bis. Frón bis. Garður us. Gimli bis. 15 13 24 9 2 6-7 13 22 5 15 13 21 17 23 23 11 Hóll bis. 12-13 Hóll Hafnarfirði Hraunhamar Húsakaup Húsvangur Kjöreign Kjörbýli Laufás Miðborg Stakfell Skeifan Vagn Jónsson Valhús Valhöll us. 24 bls. 4 bls. 17 bls. 8 bls. 3 bls. 16 bls. 6 b!s. 18 bls. 16 bls. 20 bls. 9 bls. 10 bls. 19 Næsta fast- eignablað 8. apríl VEGNA páskanna kemur næsta fasteignablað Morgunblaðsins ekki út fyrr en þriðjudaginn 8. apríl. Þegar breytingar á forsendum eru óþarfar Markaðurinn Breyttar forsendur eru meginástæðan fyrir erfíðleikum íbúðareigenda, segir Grétar J. Guð- mundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Þetta ber að hafa í huga, ef breyta á vaxtabótakerfinu. SUMIR furða sig á því að fólk, sem er jafnvel með þokkalega góð laun, skuli lenda í verulegum greiðsluerfiðleikum í framhaldi af íbúðarkaupum eða húsbyggingum. Það er hins vegar óþarfi að verða undrandi yfir því. Það getur hent alla að eiga í erfiðleikum með að standa í skilum með afborganir af lánum, einnig þá sem hafa laun yfír meðaltali. Þessu til sönnunar eru fjölmörg dæmi sem upp hafa komið á undan- fömum áram. Langflest þeirra dæma era venjulegar fjölskyldur, sem hafa ekki verið að gera nokkra vitleysu, eins og oft er gefið í skyn þegar þessi mál era til umfjöllunar. Mönnum hættir oft til að dæma þá hart, sem verða fyrir þeirri ógæfu að missa tök á afborgunum af lán- um sínum, ef skýringamar er ekki að fmna í því að viðkomandi séu með lægstu laun. Ef forsendur íbúðarkaupa eða húsbygginga breytast verulega eftir á, þá geta erfíðleikar verið fljótir að hrannast upp, einnig hjá þeim sem eru með góð laun þegar ákvörðun um kaup eða byggingu er tekin. Enginn hefur þá gáfu að geta gengið út frá því sem vísu að þær forsendur sem miðað er við í upphafi haldist. Mikilvægt er að kaupendum og byggjendum séu sköpuð þau skilyrði að áætlanir þeirra geti gengið upp, eftir því sem unnt er og að forsendum sé ekki breytt að óþörfu. Erfitt í byrjun Aðstæður hafa breyst mikið á fasteigna- og húsnæðismarkaði hér á landi á undanförnum áram. Framboð á lánsfjármagni er mun meira en áður, möguleikar á fé- lagslegum íbúðum era betri og framboð á leiguhúsnæði er allt annað en það var fyrir ekki svo löngu. Þetta breytir þó ekki því, að íbúðarkaupendur og húsbyggjend- ur þurfa oft að leggja veralega mikið á sig til að láta enda ná saman. Flest íbúðarkaup era erfíð fyrstu árin en svo dregur oftast úr greiðslubyrði þeirra lána sem tekin era til kaupa eða bygginga. Þetta á alltént við um þá sem þurfa að taka skammtímalán til að standa straum af útborgun íbúðar eða til að ljúka framkvæmdum, þannig að unnt sé að flytja inn í nýbyggingu. Tölur sýna að um 80-90% íbúð- arkaupenda og húsbyggjenda á hinum almenna markaði, sem hafa notfært sér húsbréfakerfið til kaupa eða byggingar á þessum áratug, hafa ekki lent í erfiðleikum með afborganir af húsbréfalánum sínum. Með hliðsjón af umræðunni er þetta hlutfall án efa mun hærra en margir gera sér grein fyrir. Það er nefnilega almennt þannig, að fólk leggur mun meira á sig til að standa í skilum en oft mætti halda af umræðum. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð lægra í félagslega húsnæðislánakerfinu, en í því hafa um 75-85% verið í skilum. Aðstoð vegna greiðsluerfiðleika Á árinu 1985 var í fyrsta skipti bytjað að aðstoða íbúðareigendur í greiðsluerfiðleikum með skipu- lögðum hætti hér á landi af hálfu opinberra aðila. Þá var ráðgjafar- stöð Húsnæðisstofnunar sett á fót. Á árunum 1985-1991 voru íbúðareigendum í erfiðleikum veitt svonefnd greiðsluerfiðleikalán hjá stofnuninni en frá árinu 1993 hefur verið boðið upp á skuld- breytingarlán vegna vanskila við hana, auk þess sem unnt hefur verið að fresta greiðslum af lán- um. Skilyrði fyrir afgreiðslu hefur alla tíð verið, að eitthvað óvænt hafi valdið því að greiðslugeta umsækjenda hafi minnkað eftir kaup eða byggingu. Það lætur nærri að á milli átta og níu þús- und fjölskyldur hafi fengið aðstoð hjá Húsnæðisstofnun eftir fram- angreindum leiðum á þeim tíma sem liðinn er frá því þetta starf hófst. Samtals hefur verið varið um átta milljörðum króna til þessa verkefnis. Úttekt á ástæðum erfiðleika fólks á hveijum tíma hefur alltaf gefið svipaðar niðurstöður. Meiri- hluti þeirra sem hafa leitað eftir aðstoð hjá Húsnæðisstofnun var í erfiðleikum vegna þess að aðstæð- ur þeirra breyttust og áætlanir gengu ekki upp vegna þess. Um 1.200 fjölskyldur sóttu um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika á síðasta ári og um tvær af hveijum þremur þeirra vora í erfiðleikum vegna atvinnuleysis, tekjulækkunar eða veikinda. Þetta segir sína sögu. Vaxtabætur Vaxtabætur era hluti af þeim forsendum sem íbúðarkaupendur og húsbyggjendur ganga út frá við kaup eða byggingu. Breytingar á þeim reglum sem um vaxtabætur gilda geta haft í för með sér vera- legar breytingar á forsendum kaupenda og byggjenda. Þegar menn velta fyrir sér breytingum á vaxtabótakerfínu er nauðsynlegt að hafa í huga að breytingar á forsendum era meg- inástæða erfiðleika íbúðareigenda á undanförnum áram. Ef þörf reynist vera á því að breyta reglum um endurgreiðslu vaxtabóta, þá er ekki nóg að miða eingöngu við að heildarútkoman verði eins og áður. Þetta virðist hins vegar stundum gleymast, því miður. Gistiheimili í Mosfellsbæ GISTIHEIMLIÐ Undraland í Mos- fellsbæ er nú til sölu hjá Fast- eignamiðstöðinni. Um er að ræða íbúðar- og atvinnuhúsnæði, sem er samtals 697 ferm. að stærð, en lóðin, sem er eignarlóð, er um 2300 ferm. Ásett verð er 24,2 millj. kr. Undraland er þrískipt eign, en þar er íbúðarhús, gistiheimili og salur með geymslum undir. íbúðarhúsið er steinsteypt og end- urbyggt 1986. Það er 236 ferm. ásamt sér eignarlóð og skiptist í anddyri, hol, stofu, borðstofu, eld- hús, tvö svefnherbergi, tvær geymslur og þvottahús. Gistiheimilið er hluti af eigninni og byggt í áföngum á árunum 1986-1995. Það er um 175 ferm. og skiptist í matsal, eldhús, fimm svefnherbergi, fjórar snyrtingar og böð, setustofu og ræstiklefa. Salurinn og kjallarinn undir honum eru einnig sambyggðir eigninni og um 285 ferm. að stærð, byggðir 1986. Salurinn hefur verið nýttur sem íþróttasal- ur, en kjallarinn sem geymslur, er leigðar hafa verið út undir tjald- vagna. — Eign þessi er mjög áhuga- verð, bæði hvað varðar staðsetn- ingu og alla þá möguleika, sem eigendur hennar hafa byggt upp með mikilli vinnu, sagði Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamið- stöðinni. — Eignin myndi að sjálfsögðu henta afar vel fólki, sem hefur áhuga á ferðaþjónustu en einnig fólki, sem er með eigin starfsemi og þarf því mikið pláss. Þarna er nóg af heitu vatni, sem skapar ýmsa möguleika. Staðurinn er í fullum rekstri nú. UNDRALAND er þrískipt eign, en þar er íbúðarhús, gistiheimili og salur með geymslum undir. Húsnæðið er samtals 697 ferm. að stærð, en lóðin, sem er eignarlóð, er um 2300 ferm. Ásett verð er 24,2 millj. kr., en eignin er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. ÍBÚÐARLAN TIL ALLT AÐ Þú áttgóðu láni að fagna hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis m SPARISJÓÐIIR REYKJAVÍKUR OC NAGRENNIS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.