Morgunblaðið - 25.03.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 C 15 -f
>
)
>
>
>
►
I
>
>
9
5
>
I
»
I
»
I
»
I
»
»
I-
BÖÐVAR Gíslason múrarameistari fyrir framan parhús, sem
hann hefur byggt á Þorlákshöfn. Húsið er um 150 ferm. með
36 ferm. innbyggðum bílskúr. Það er úr múrsteini innfluttum
frá Danmörku, en gluggar, gler og útihurðir eru frá Noregi.
VIÐ Egilsbraut hefur Heimir Guðmundsson byggingameistari
nýlokið við smíði tveggja fjölbýlishúsa með fjórum íbúðum í
hvoru og eru kaupendurnir þegar fluttir inn. Sér bílskúr fylgir
hverri ibúð. Nú er Heimir með þriðja húsið í smíðum.
landinu til þess að spreyta sig á
þessari skemmtilegu leið.
Vestan við bæinn er Hafnarberg,
“Bjargið" eins og heimamenn kalla
það. Þessi staður er mjög sérstakur
og þangað fara bæði ferðamenn og
heimamenn til þess að horfa á brim-
ið og hin stóru björg, sem brimið
veltir fram og aftur á klettunum. í
febrúar, þegar loðnuskipin eru á
veiðum hér rétt við landið, fara
margir til þess að fylgjast með þeim.
Leiðin áfram til vesturs út í Sel-
vog er greiðfær og margt að skoða
á leiðinni. Þessi leið verður sérstak-
lega stikuð og vörðuð í sumar og
komið upp skiltum með upplýsingum
um leiðina og áhugaverða staði til
að skoða. Vinsælt er að ganga frá
Hafnarfirði eða Grindarskörðum nið-
ur í Selvog. Þessi leið með bjarginu
er því góð viðbót, sem hægt væri
að setja inn sem hluta af raðgöngu
frá áðurnefndum stöðum.
Eins tengjast þessar gömlu leiðir
til og frá Þorlákshöfn inn á göngu-
leiðina frá Reykjanesvita að Þing-
völlum, sem nefnd er Reykjavegur-
inn og því ætti Þorlákshöfn að vera
góður staður fyrir göngufólk að
byija göngu sína frá eða enda á og
hvíla síðan lúin bein í góðri sundlaug
með heitum pottum eða gufu.
Norðaustan við bæinn er verið að
gera 18 holu golfvöll. Þegar eru
komnar 9 holur, sem hægt verður
að spila á í sumar. — Golfvöllurinn
er byggður á milli sandhóla niður við
sjávarkambinn og er þar af leiðandi
erfiður en skemmtilegur, segir Sig-
urður Jónsson byggingafulltrúi að
lokum. — Aðstaðan í þjónustuhúsinu
fyrir golfvöllinn verður einnig nýtt í
þágu seglbrettaíþróttarinnar og ann-
arrar útivistar á þessu svæði, en
margir seglbrettaeigendur hafa lýst
yfir ánægju sinni með sandfjöruna.
Lágt verð skýrir góða sölu
Böðvar Gíslason múrarameistari
hefur á tveggja ára tímabili byggt
fjögur parhús á Þorlákshöfn og þar
af eru tvö seld. Ennfremur hefur
hann byggt eitt einbýlishús. Parhús-
in eru um 150 ferm. með 36 ferm.
innbyggðum bílskúr. Húsin eru úr
múrsteini innfluttum frá Danmörku,
en gluggar, gler og útihurðir eru frá
Noregi. Hönnuður er Einar Matthí-
asson byggingatæknifræðingur.
Húsin eru seld fullfrágengin að utan
en rúmlega fokheld að innan og með
grófjafnaðri lóð. Verð þeirra þannig
er 5,8-6 millj. kr.
— Skýringingin á miklum áhuga
á þessu húsum á sér vafalaust rætur
í lágu verði, segir Böðvar. — Ég er
sjálfur múrari og vandist múrsteini
á unga aldri vestur á Flateyri, þar
sem ég var alinn upp. Múrsteinninn
er mjög endingargóður. Norðmenn
reistu fyrir síðustu aldamót stóra
verksmiðju á Flateyri. Hún var með
risavöxnum skorsteini úr múrsteini
og hann stendur enn, þó að ekkert
hafi verið gert til að halda honum
við, eftir því sem ég veit bezt.
Ég byggi trégrindina í húsum mín-
um sjálfur með mínum mannskap og
framkvæmi allt annað sem þarf, en
danskur maður hleður múrsteininn.
Ég gæti ýtrustu hagkvæmni og stað-
greiði allt efni. Með því móti fæ ég
góðan afslátt af öllum aðföngum og
get því haldið verðinu svona lágu,
þrátt fyrir það að efnið sé innflutt.
Múrsteinninn er gulur og gefur hús-
unum fallegt yfírbragð.
— Lágt verð á fasteignum hér á
sér líka skýringu í því, að lóðir er
ódýrar miðað við höfuðborgarsvæðið,
segir Böðvar Gíslason ennfremur. —
Ég geri ráð fyrir, að gatnagerðar-
gjöld séu hér um 1 millj. kr. lægri.
Þegar á allt er litið, mætti fasteigna-
sala vera hér meiri. Atvinnuástand á
Þorlákshöfn er mjög gott, heita vatn-
ið ódýrt og öll félagsleg aðstaða mjög
góð. Að mínu mati er Þorlákshöfn
því afar eftirsóknarverður staður til
að búa á.
Við Egilsbraut hefur Heimir Guð-
mundsson byggingameistari nýlokið
við smíði tveggja fjölbýlishúsa með
fjórum íbúðum í hvoru og eru kaup-
endumir þegar fluttir inn. Sér bílskúr
fylgir hverri íbúð. Nú er Heimir með
þriðja húsið í smíðum. Að sögn Heim-
is er markaðurinn fyrir þessar íbúðir
góður og hefur hann selt þær jafnóð-
um og þær eru byggðar. Við Selvogs-
braut hefur Heimir fengið lóðir undir
fjögur raðhús og hyggst hann byija
á framkvæmdum við þau í sumar.
Söluhorfur á þeim segir hann góðar.
Heimir Guðmundsson hefur byggt
íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði
jöfnum höndum. Fyrir skömmu lauk
hann við 1000 ferm. byggingu fyrir
fiskmarkaðinn á Þorlákshöfn og er
nú að byggja þar fimm eininga iðn-
aðarhúsnæði. A Eyrarbakka er hann
með í byggingu myndarlegt iðnaðar-
hús undir bifreiðaverkstæði. Þá hef-
ur Heimir byggt marga sumarbú-
staði og er nú með tvo tilbúna. Þeir
eru byggðir fyrir félagasamtök og
eiga að fara austur í Biskupstungur.
Mikið um eignaskipti
Að sögn Laufeyjar Ásgeirsdóttur
hjá Lögmönnum Suðurlandi á Sel-
fossi, sem reka umfangsmikla fast-
eignassölu á þessu svæði, gekk sala
fasteigna á Þorlákshöfn vel á síðasta
ári. — Ég þakka það m. a. góðu
atvinnuástandi í bænum, segir hún.
— En það er mikið um eignaskipti.
Margir, sem eru að stækka við sig,
láta þá íbúð, sem þeir áttu fyrir,
ganga upp í kaupverðið.
— Verð á fasteignum í Þorláks-
höfn er samt viðunandi og tiltölulega
betra en á Selfossi, sagði Laufey
ennfremur. — En mér finnst vera
orðinn lítill verðmunur á nýju og
NYLEGA var gengið til samninga
við þann byggingarverktaka, sem
átti lægsta tilboðið í byggingu mötu-
neytis- og kynningarhúss Hitaveitu
Suðurnesja í Svartsengi í Grindavík,
en það var Hjalti Guðmundson í
Keflavík. Tilboð Hjalta nam
159.626.615 kr., en kostaðaráætlun
hönnuðanna hljóðaði upp á
142.916.313 kr.
gömlu. Það er líka töluverður verð-
munur á nýjum íbúðum hér og á
höfuðborgarsvæðinu. Þannig er ver-
ið að selja hér 90 ferm. íbúðir með
sér inngangi og nær 30 ferm. bíl-
skúr á afar hagstæðu verði, en verð
á íbúðunum á neðri hæð er 6,5 millj.
kr. og 7,1 millj. kr. á efri hæð.
Þessar íbúðir eru fullgerðar að
utan sem innan og búnar fullkomn-
um innréttingum og heimilistækjum
af beztu gerð. íbúðirnar á neðri hæð
eru með stórum sólpalli, en íbúðirnar
á efri hæð með góðum svölum. Ég
er sannfærð um, að þetta er mun
hagstæðara verð en á höfuðborgar-
svæðinu og það er sennilega að
þakka lægri gatnagerðargjöldum
hér að nokkru leyti.
— Mér líst vel á sumarið, því að
eftirspurn er mikil en þó fyrst og
fremst eftir sérbýli og litlum sambýl-
ishúsum, þar sem íbúðirnar eru með
sér inngangi, sagði Laufey Ásgeirs-
dóttir að lokum. — Eftirspurn eftir
íbúðum í stórum fjölbýlishúsum er
hins vegar lítil og engin slík hús í
byggingu hér.
Bygging mötuneytis- og kynning- ,
arhúss fyrir Hitaveitu Suðurnesja
hefur verið talsverðan tíma í undir-
búningi en nú er smíði þess hafin
af fullum krafti og á það að vera
tilbúið til notkunar í haust.
Fjögur tilboð bárust í byggingu
og frágang hússins, en þegar tilboðin
voru opnuð, kom í ljós að þau voru
öll yfir kostnaðaráætlun hönnuða.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson.
BYRJAÐ er á byggingu mötuneytís- og kynningarhússins en grunn-
urinn verður flóknari en gengur og gerist því undir húsinu á að
vera hellir þar sem gestír eiga að geta skoðað hraunið eins og
það kemur fyrir ásamt sýnishornum úr jarðfræði staðarins.
Hitaveita Suðurnesja
Mötuneyti og
kynningarhús
Grindavík. Morgunblaðið.
Mikil sala, vantar íbúðarhúsnæði af öllum stærðum
2ja-3ja herb. með hagstæðum lánum
Vantar fallega tveggja herbergja íbúð í Heimahverfi í skiptum
fyrir 3ja herb. íb. í sama hverfi.
Vantar einbýlishús í gamla bænum í Reykjavík, ekki síst í
Þingholtunum.
Mikil eftirspurn eftir verslunarhúsnæðum, ekki síst í miðbænum.
Vantar 100-150 iðnaðarhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum.
Fjallalind - parhús á einni hæð með
innbyggðum bilskúr samtals 153,5 fm,
fjögur svefnherbergi.
Húsinu verður skilað fullbúnu að utan en
fokheltu að innan. Verð 8.5millj.
Starengi - einb. Húsið er 138 fm tilb.
að utan en fokhelt að innan. 40 fm
bilskúr fylgir. Vill gjarnan skipta á 50-100
fm iðnaðar og skrifsth. Teikningar á
skrifst. Verð 9.4 millj.
Álfheimar - verslunarhúsnæði.
Einkasala. Ca: 30 fm Húsnæðið hefur
verið notað sem ísbúð, getur hentað
undir ýmsan rekstur og ekki skemmir
staðsetningin. Laust strax. Verð 3.5 millj.
Hvassaleiti - 3ja-4jra herb. (búðá
3ju hæð 88 fm nettó, 2 svefnherb. Stofa og
borðstofa. Geymsluherb. I kjallara með
glugga. Bilskúr með sjálfv. hurða-
opnara.Skipti mögul. á 2ja herb. Verð 7.6
millj.
Strandgata - Hafnarfirði. Um er að
ræða gistih. sem hefur verið rekið sem
farfuglah. Selja skal bæði húsnæðið og
reksturinn með öllum búnaði.
Gistirúmafjöldi er nú 24. Verð 11 millj.
Gullengi - Falleg 3ja herb. (búð á
1 .hæð í vönduðu fjölbýli. Hús og lóð
fullfrágenginn. Hægt að fá íbúðina full-
búna án gólfefna. Er í dag rúml. tilb. til
innréttingar, rafmagn frágengið. Verð 6.5
millj.
Fasteignasalan Suðurveri ehf.
Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík
Sími 581 2040 Fax 581 4755
Fersk fasteignasala
Einar Örn Reynisson, Reynir Þorgrímsson,
Helgi Hákon Jónsson, viðskiptafr. og löggiltur fasteignasali.
Hringbraut - Hafnarf. Verslunar og
iðnaðarh. Samt. 377,6 fm Skiptist í 4
eignarhl. Sem geta selst hver í slnu lagi.
Húsn. er allt í leigu. Ásett verð 16 millj.
Ýmiss skipti möguleg.
Ásholt - einkas. Glæsilegt raðhús á 2
hæðum. Niðri forstofa, gestasn., stofur,
eldhús og svalir. Uppi geta verið 3
svefnh. og flísalagt bað. Góð geymsla
og bílag. í kjallara. Verð 12,5millj.
r/J 551 2600 'V
C 5521750 ^
Símatími laugard. kl. 10-13
Vegna mikillar sölu
undanfarið bráðvantar
allar gerðir eigna á
söluskrá.
Miðstræti - 2ja
Snyrtileg 2ja herb. íb. á jarðh. Sérinng.
Verð 2,4 millj.
Eirfksgata - 2ja -r
Falleg íb. á jarðh. á fráb. stað.
Grænahlíð - 3ja
3ja herb. kjib. Sérinng. Verð 4,9 miilj.
Hlíðar - 4ra
106 fm falleg endalb. á 4. hæð i
fjölbhúsi neðst við Skaftahlíð. V. 7,9 m.
Eldri borgarar - Grandav.
Óvenju falleg 4ra herb. 115 fm (b. á 8.
hæð. Bflskýli. V. 12,5 m.
Hjallabrekka - einb.
Mjög fallegt 236,8 fm einbhús með
innb. bílsk. Arinn [ stofu. Skipti á minni
eign mögul.
Atvinnuhúsn. - Einholt
190 fm atvinnu- eða skrifstofuhúsn. á
2. hæð. Mjög vel staðsett I hjarta
bæjarins. Verð ca 8,5 millj.