Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 3

Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 B 3 ÍÞRÓTTIR Keflvíkingar miklu betri en Grindvíkingar KEFLVÍKINGAR unnu öruggan sigur á Grindvíkingum í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrvals- deildarinnar í körfuknattleik í gærkvöld. Heimamenn gerðu 107 stig en gestirnir 91 og var sigur Keflvíkinga aldrei í hættu. Liðin mætast á ný ann- aðkvöld en það lið verður ís- landsmeistari sem fyrr sigrar í þremur leikjum. Keflvíkingar voru kurteisir fyrir leik og Guðmundur Bjarni Kristinsson, formaður körfuknatt- leiksdeildar Kefla- SkúliUnnar VÍkur- a^euti Mar' Sveinsson geiri Guðmunds- skrífar syni, formanni körfuknattleiks- deildar UMFG, platta í tilefni Ís- landsmeistaratitils kvennaliðs UMFG. Eftir það var ekki um neina kurteisi að ræða hjá heima- mönnum. Gestirnir gerðu reyndar fyrstu körfuna en eftir mikið fum og fát beggja liða á upphafsmínút- unum tóku heimamenn ieikinn í sínar hendur. Keflvíkingar voru nokkuð lengi í gang en það kom ekki að sök þar sem Grindvíkingar voru enn lengur að komast í gang, og sjálf- sagt vilja margir stuðningsmenn þeirra segja að liðið hafi aldrei komist í gang. Hvað um það. Eft- ir erfiða byijun tók stórskotalið Keflavíkur að hitta og það sem meira var um vert, liðið lék góða vörn. Gestirnir reyndu að koma sér í gang með þriggja stiga skot- um, en það gekk ekki nema hvað Unndór Sigurðsson hitti vel utan af velli, en hann var líka sá eini. Munurinn í leikhléi var 19 stig og þó svo að gestirnir næðu að minnka hann í tíu stig dugði það ekki. Keflvíkingar voru einfaldlega miklu betri - og þurfti í rauninni ekki mikið til því Grindvíkingar voru alls ekki eins og þeir eiga að sér í gærkvöldi. Leikur gest- anna minnir um margt á fyrsta leik liðanna í úrslitunum í fyrra þannig að enginn skyldi afskrifa þá þótt illa hafi gengið í gær. Grindvíkingar voru alltaf í eltinga- leik í gær og heimamenn fengu mikið af fríum skotum sem alls ekki má gegn Keflvíkingum ætli menn sér að sigra þá. Johnson og Falur voru góðir í liði Keflvíkinga og gerði sá síðar- nefndi sex þriggja stiga körfur, þijár í hvorum hálfleik. Kristinn Úrslitakeppnin körfuknattieik 1997 Fyrsti leikur liðanna i úrslitunum, leikinn i Keflavik 1. apríl 1997 KEFLAVÍK GRINDAVÍK 107 Skoruð stig 91 11/13 Vítahittni 14/24 12/29 3ja stiga skot 7/31 30/51 2ja stiga skot 28/50 33 Vamarfráköst 24 12 Sóknarfráköst 10 13 " Boita náð 8 15 Bolta tapað 15 18 Stoðsendingar 14 21 Villur 15 Johnson lék vel DAMON Johnson lék mjög vel í liði Keflvíkinga í gær, þrátt fyrir að vera í mjög strangri gæslu Péturs Guð- mundssonar. Hér er John- son sloppinn framhjá Pétri. var sterkur fyrir hlé og Albert eftir hlé og þeir Gunnar og Elent- ínus léku vel. Myers hélt Grindvíkingum á floti og var sá eini sem lék eðlilega. Hamar upp w 1 1. deild Aldis Hafsteinsdóttir skrifar frá Hveragerði Hamar, Hveragerði, sigraði í úrslitakeppni 2. deildar karla í körfuknattleik sem fram fór í Hveragerði nýverið. Átta lið tóku þátt í úrslitakeppninni en keppt var í tveimur riðlum. Hamarsmenn sigruðu í öllum sín- um leikjum og léku síðan til úrslita við lið Laugdæla er einnig sigraði í öllum leikjum í sínum riðli. Úr- slitaleikurinn var æsispennandi en Hamarsmenn höfðu þó forystu all- an leikinn og sigruðu 82:71. Með sigrinum tekur lið Hamars sæti í I. deildinni næsta vetur en þá munu þrjú lið af Suðurlandi leika í deildinni, Þór, Þorlákshöfn, Sel- foss og Hamai'. Morgunblaðið/Ásdís Norðfirð- ingar í litlu stuði Þróttur Reykjavík vann lið Þrótt- ar frá Neskaupstað í þremur hrinum gegn engri í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppninni. Leik- menn Þróttar R. virðast ákveðnir í að veija íslandsmeistaratitil sinn. Páskafríið virtist ekki hafa farið vel í leikmenn Þróttar í Neskaupstað því stemmninguna vantaði gjörsam- lega í leik þeirra í gærkvöld - þeir voru í litlu stuði. Þróttur R. skellti gestunum í þremur hrinum gegn engri á aðeins 64 mínútum. Hrinurnar enduðu 15:7, 15:11, og 15:12. Fyrsta hrinan var nánast einstefna og Reykjavík- urliðið sýndi þá sínar bestu hliðar í leiknum og hélt andstæðingunum algjörlega niðri. Uppgjafirnar voru mjög sterkar og hávörnin með þá Áka Thoroddsen og Matthías Bjarka Guðmundsson í fararbroddi var lítt árennileg eins og skellar gestanna fengu margsinnis að reyna í leikn- um. Önnur hrinan var keimlík þeirri fyrstu, Reykjavíkurliðið náði strax afgerandi forskoti, 7:2 en smá- spenna hljóp þó í leikinn því Norð- fjarðarliðið náði að jafna og komast yfír 11:10 - síðan ekki söguna meir því Einar Ásgeirsson Þrótti R. setti móttökuna úr skorðum með sterkum uppgjöfum og hávörnin hjá Þrótti R. sá síðan um að hala inn þau stig sem upp á vantaði. í þriðju hrinunni náði Norðfjarð- arliðið sinni bestu skorpu í leiknum og liðið var meðal annars yfir, 9:4 og 12:10, en allt kom fyrir ekki - gestirnir voru heillum horfnir á lokakaflanum þar sem mistökin komu á færibandi. Leikmenn Þrótt- ar R. komust flestir nokkuð vel frá leiknum en þeir skiluðu gi-undvall- aratriðum leiksins nokkuð vel og gerðu lítið af mistökum en sama er ekki hægt að segja um gestina. HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNI KVENNA Stríðinu er lokið X Olafur Lárusson, þjálfari Stjörnunnar, ekki bjartsýnn eftir að lið hans tapaði fyrir Haukum í Garðabæ „BETRA liðið vann, svo ein- falt er það. Haukar hafa betri leikmenn i flestum stöðum og eru með besta liðið í dag. Næsti leikur liðanna verður beint framhald af þessum og það er ekki aðeins ein orrusta töpuð - heldur stríðið," sagði Ólafur Lárusson, þjálfari Stjörnustúlkna, eftir 23:18 tap fyrir Haukum í fyrsta úr- slitaleik liðanna í Garðabæn- um í gærkvöldi - greinilega ekki bjartsýnn á framhaldið. Það var ekki að sjá í byrjun að Hafnfirðingar hefðu auð- veldan sigur í þessari orrustu því Garðbæingar léku góða vörn, sem skiiaði þoim fjórum Stefán hraðaupphlaupum Stefánsson á fyrstu tíu mín- skrifar útunum. Þeim tókst að nýta tvö og það dugði til að liafa 8:5 for- ystu um miðjan hálfleik en þá hrökk allt í baklás. Haukar náðu að koma í veg fyrir fleiri hraða- upphlaup og lokuðu vörninni, svo að Stjörnustúlkur skoruðu ekki mark í 12 mínútur á meðan gest- ir þeirra skoruðu sex. Stjarnan náði þó að klóra í bakkann rétt fyrir hlé og minnka muninn í eitt mark, 10:11. Á upphafsmínútum fyrri hálf- leiks fékk Herdís Sigurbergsdótt- ir, leikstjórnandi Stjörnunnar, sína þriðju brottvísun fyrir að reka höndina óvart í andlit leik- manns Hauka. Haukastúlkur kættust, enda Herdís þeim erfiður ljár í þúfu bæði í vörn og sókn, en í stað þess að fallast hendur virt- ist brotthvarf Herdísar stappa SOKNARNYTING Fyrsti leikur liöanna í úrslitakeppni íslandsmótsins, leikinn í Garðabæ þriðjudaginn 1. aprll 1997. Stjarnan Mörk Sóknir % Haukar Mörk Sóknir % 10 29 34 F.h 11 28 39 8 31 26 S.h 12 31 39 18 60 30 Alls 23 59 39 5 Langskot 10 3 Gegnumbrot 4 4 Hraðaupphlaup 1 3 Horn 4 1 Lína 4 2 Viti 0 stálinu í Stjörnuliðið og tókst þeim að halda jöfnu fram í miðjan hálfleik, 18:18. Þá fór að ganga á baráttuþrekið enda erfitt til lengdar að fylla skarð Herdísar. Haukar gengu á lagið með síð- ustu fimm mörkunum í öruggum 23:18 sigri. Lengi vel barðist Stjörnuliðið af krafti og sigur alls ekki óraun- hæfur möguleiki en þó maður komi í manns stað tókst liðinu ekki að fylla í skarðið eftir Her- dísi eftir hlé. Ýmsar uppstillingar voru reyndar en gengu ekki upp. Hraðaupphlaupin reyndust þeim gott vopn til að byrja með en lið- ið komst ekki upp með endalaust. Fanney átti mjög góðan leik og varði 17 skot, Herdís var góð og Björg Gilsdóttir einnig til að byrja með en Rut Steinsen og Nína K. Björnsdóttir komu til í lokin. Enn skilaði þrautseigjan, eða öllu heldur leikreynslan, Hauka- stúlkum sigri því þær héldu sínu striki svo til allan leikinn og þegar mótheijar þeirra misstu móðinn í nokkrar mínútur, gengu þær á lagið. Judit Esztergal, Ragnheiðui- Guðmundsdóttir, Harpa Melsteð, Auður Hermannsdóttir og Hulda Bjarnadóttir voru bestar. KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRSLITAKEPPNI KARLA BLAK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.