Morgunblaðið - 11.04.1997, Page 3

Morgunblaðið - 11.04.1997, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 11. APRÍL1997 B 3 BARÁTTUJAXLAR; Gústaf, Siguijón og Hulda. Morgunblaðið/Kristinn Gústaf og Hulda eru sammála um að öll aðstaða til handknattleiksiðk- unar sé til fyrirmyndar hjá Haukum og uppskeran eftir því. „I stjórn eru menn sem voru á toppnum með fé- laginu á árum áður og þekkja ekk- ert annað. Þetta á bæði við um karla- og kvennaliðið,“ segir Gústaf. „Það er ekki gert upp á milli flokka og áhorfendur styðja vel við bakið á okkur,“ segir Hulda. Gústaf læðir því að að reyndar sé haldið meira uppá kvennaliðið. Sigurjón er líka ánægður hjá Aft- ureldingu og ekki skemmir fyrir ef liði hans tekst að tryggja félaginu fyrsta íslandsmeistaratitilinn. Svo er talinu með herkjum snúið að öðru, lífinu utan handboltans. „Hvað er nú það?,“ spytja systkin- in forviða. Stífar félagsæfingar og landsliðsæfingar hjá Huldu og Gú- staf. Það er ekki mikill tími af- gangs. „Fjölskyldan fær þann tima sem gengur af,“ segir Siguijón, sem býr á Selfossi ásamt konu sinni, Díönu Óskarsdóttur og fimm ára dóttur, Karenu Helgu. Siguijón starfar sem sölustjóri hjá S.G. ein- ingahúsum þar í bæ. Hann keyrir allt að sex sinnum á viku á æfingar í Mosfellsbænum en neitar að gefa ökutímann uppi. „Einar Gunnar keyrir reyndar, ég er eldri og þarf að sofa,“ segir Siguijón glottandi, en hann verður þrítugur í sumar. Gústaf, 27 ára, starfsmaður hjá Félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafn- arfirði, er sama sinnis. Þann tima sem af gengur fær fjölskyldan, kon- an Hildur Loftsdóttir og eins_ árs gamall sonur þeirra Daníel ísak. Hulda er í sambúð með Aroni Krist- jánssyni, handknattleiksmanni úr Haukum. Hún er á öðru ári í Kenn- araháskóla íslands og stingur því nefi í námsbækurnar milli hand- boltaæfinga. Huldu gefst þó vonandi tími til hátíðahalda í kvöld, hún á nefnilega 24. ára afmæli í dag, föstudag. ■ lega, tæknilega og efnislega. Síðan notaði hann hugmyndirnar okkar eða útfærði þær enn frekar.“ Nytjahlut- irnir sem Katrin tók þátt í að hanna eru nú í framleiðslu en koma á markað á næstu mánuð- um. „Starek hefur snilli- gáfu,“ segir Katrín. „Hann setur markið hátt og er ekki bundinn markaðslegum höftum. Einn örfárra hönnuða hefur hann frelsi til að vera hann sjálfur og hann sættir sig ekki við neitt annað en það sem er fyrsta flokks.“ Verkefni á íslandl Katrín hefur fengist við ýmis ólík verkefni undanfarin tvö ár. Hún starfaði m.a. við auglýs- ingahönnun hjá snyrti- vörufyrtækinu Esteé Lauder í París og fyrir íslenskt/ rússneskt gos- drykkjafyrirtæki hannaði hún flösk- ur úr plasti fyrir Rússlandsmarkað. í vetur kenndi Katrín þrívíða hönnun við deild grafískrar hönnun- ar í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. „Ég lagði sérstaka áherslu á mikilvægi hugmyndavinnu sem nemendurnir útfærðu síðan í þrívíðu formi." Markmiðið er að kenha þrí- víða hönnun í auknum mæli við MHÍ en fyrirhugað er að Katrín kenni aftur næsta vetur. í lok apríl mun hún kynna þetta fag nemendum Myndlistarskólans á Akureyri. Upp á síðkastið hefur Katrín feng- ist við að hanna skáp og hirslur fyr- ir fatnað og annað úr plastdúk og áli. „Þetta eru praktískir hlutir og einfaldir í framleiðslu en mig lang- aði til að prófa mig áfram með óhefð- bundin efni í húsgagnahönnun. Ég ætla að þróa þessa hluti áfram og síðan kanna hvort ekki reynist PHILIPPE Starck og búsáhöld sem hann hefur hannað fyrir Alessi. grundvöllur fyrir framleiðslu þeirra hér á landi.“ í umboði MHÍ og FORM ísland (Félag hönnuða á íslandi) hefur Katrín skipulagt ráðstefnu um hönn- unarmál sem fyrirhugað er að halda í vor eða næsta haust. „Markmiðið er að skilgreina hönnun í skólakerf- inu og í atvinnulífinu. En auk þess er stefnt að því að bæta samskipti fyrirtækja og hönnuða." Modernlstar mörkuðu upphaflð „Hönnun fyigir ætíð þjóðfélags- þróun,“ segir Katrín. „Við lok fyrri heimsstyijaldarinnar var grundvöll- ur lagður að hugtakinu eins og við þekkjum það í dag. Þá átti sér stað uppstokkun, hannaðir voru einfaldir hlutir sem var gott að þrífa en ryk var allt í einu -P orðið gamla Brosandi sjónvarp PHILIPPE Starck hefur marg- oft með hönnun sinni kollvarp- að hefðbundnum hugmyndum fólks um hluti, húsgögn og byggingar. „Af hverju þarf sjónvarp að vera dökkt og fer- kantað?“ „Hvað er sjónvarp?“ spyr Starck. „Getur sjónvarp ekki eins verið brosandi og drapplitt eða jafnvel aðeins fljótandi skermur á vegg?“ Árið 1993 gerðist hann ráðgjafi hjá Thomson Multimedia, frönsku raftækjafyrirtæki í rlkiseigu sem farið hafði halloka í sam- keppni við asísk fyrirtæki. Á nokkrum mánuðum breytti hann ímynd Thomsons, meðal annars með hönnun brosandi sjónvarps. Endurgerðl forsetahölllna Starck, sem er tæplega fimm- tugur Parísarbúi, hefur hannað nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna; tannbursta, mótorlyól með eyrnalöguð handföng, fljúgandi lampa, nýstárlega stóla og borð auk frumlegra hótelbygginga víða um heim. Skólaganga Starcks var stop- ul og stutt. Hann hóf nám í innanhússarkitektúr en gaf það fljótlega upp á bátinn. Nítján ára stofnaði hann fyrirtæki og hóf framleiðslu á uppblásnum helíumlömpum sem héngu í 3s- 915 , w tákn lausu lofti en reksturinn gekk illa. Frægðarferillinn hófst árið 1972 er hann hlaut viðurkenn- ingu fyrir framúrstefnulega hönnun á frægum næturklúbbi í París, Les Bains-Douches. Boltinn fór að rúlla og fjórum árum síðar, í tíð Mitterands Frakklandsforseta, endurgerði hann Elysée forsetahöllina í París. Endurgerðin hlaut mikla athygli því það þótti mikil upp- SJÓNVARPIÐ hans Starcks er skælbrosandi. hefð fyrir ungan hönnuð að stokka upp svo gamalgróið umhverfi. Starck er nú heimsfrægur en utan heimalandsins hefur hann hlotið hvað mesta athygli í Japan, á Ítalíu og í Banda- ríkjunum. Þrátt fyrir mikla velgengni hefur hann minnk- að umsvifin á undanförnum árum og hefur í hyggju að hætta störfum sem hönnuður því fólk hefur allt sem þarf að hans mati og fjölmargt sem hægt er að vera án. * ttmans. Hönnuðir þessa tíma, mod- ernistar, fóru að skapa húsgögn þar sem formið var látið ákvarðast af funksjóninni. í fyrsta sinn voru hús- gögn framleidd úr stáli sem enn í dag eru ein af undirstöðum hús- gagnaiðnaðar. Síðan hafa kenningar modernista farið margoft í þvott og hönnuðir í dag eru flestir sammála um að hlutir þurfa að hafa meira en bara funksjónina nakta. Síðastlið- in 30 ár hefur verið framleitt ógrynni hluta, neysluhyggjan hefur verið í algleymingi. Það kallar hins vegar á nýjan hugsunarhátt, einfaldleika og endurvinnslu með inntaki og sál.“ „Verðmætamat fólks er smám saman að breytast", segir hugsjónakon- an Katrín. „Neyslu- kapphlaupinu hlýt- ur að linna von bráðar. Ef ekki þurfum við brátt að kveðja þennan hnött. Fólk kaupir reyndar vandaðri vöru í dag en áður og vonandi hættir það fyrr en síðar að kaupa hluti sem það síðan hendir á morgun.“ Hönnun ekkl metln hérlendls Hönnun og arki- tektúr í íslensku þjóðfélagi er ekki metin að verðleikum, að mati Katrín- ar. „Að einhverju leyti er það vel skiljanlegt því hér er iðnaður mjög takmarkaður, vinnuafl er dýrt og flutningskostnaður hár. Ánnars staðar á Norðurlöndum er hönnun hins vegar meitluð inn í hugarfar fólks og hún er ein af undirstöðum í efnahagslífi þessara landa. Til að mynda státa Danir af mjög góðri hönnun sem seld er víða um heim. Ég er hins vegar bjartsýn og tel að hönnun eigi mikla möguleika og framtíðina fyrir sér á íslandi, þótt enn sé töluvert langt í land.“ ■ Notaðu aleíns þal fetsfa, notaðu TREND snyrtivörur ÞÖGNIN var viðfangsefni Katrínar í útskriftarverk- efninu. Hún hannaði þráð- lausan síma, dyrabjöllu og hurðarhandfang. Með TREND nærðu árangri. TREND naglanæringin styrkir neglur. Þú getur gert bínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar. TREND handáburður með Duo- liposomes, ný tækni sem vinnur inní húðinni. Einstök gæðavara. Snyrtivörurnar frá TREND cru fáanlegar í apótekum og snyrtivöruverslunum um land allt. Einnig í SjónvarpsmarkaSnum. TiÍEND’ COSMETICS Einkaumboð og heildsala S. Gunnbjörnsson £ CO, Iðnbúð 8, 210 Garðabæ. Símar 565 6317 og 897 3B«7- Fax 565 8217. Isköld ávaxtapizza í ettirrétt!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.