Morgunblaðið - 11.04.1997, Síða 4
4 B FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 B 5
DAGLEGT LÍF
DAGLEGT LÍF
Nemendur Foldaskóla höfðu
gaman af sýningunni um
Jónas Hallgrímsson.
Skáldið
sem hló að hugsunum sínum
VINSAMLEGAST hafið augu og
eyru opin og lokið munninum því
dagskrá um skáldið okkar góða,
Jónas Hallgrímsson, fer senn að
hefjast," sagði skólastjórinn Ragn-
ar Gíslason við nemendur 2. og
3. bekkjar Foldaskóla. Börnin létu
ekki segja sér það tvisvar, stillt
og prúð horfðu þau á sýninguna
sem er í léttum og skemmtilegum
dúr og segir sögu skáldsins sem
af mörgum er talinn hafa ort feg-
ursta ástarljóð íslenskrar tungu,
Ferðalok. Jónas fæddist árið 1807
og á því 190 ára fæðingarafmæli
um þessar mundir. En hann var
ekki einungis gott skáld heldur
einnig náttúruvísindamaður og
nýyrðasmiður. Orðin rafmagn,
hitabelti og aðdráttarafl eru t.d.
úr smiðju hans.
Fyrir atbeina Sigurðar Björns-
sonar hjá Fræðslumiðstöð Reykja-
víkur hefur dagskráin um Jónas
verið sýnd í grunnskólum Reykja-
víkur undanfarnar vikur, en það
var Þórdís Arnljótsdóttir leikari
sem fékk hugmyndina að verkinu
og samdi handritið. Ásamt henni
tekur Felix Bergsson leikari þátt
í sýningunni og tónlistarmenn eru
tveir; Björn Jónsson söngvari og
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
píanóleikari.
Sýningin tekur rúman hálftíma
í flutningi og er samsett af stuttum
leik- og söngatriðum þar sem stikl-
að er á stóru í ævi skáldsins. í
upphafi eru gestir kynntir fyrir
Jónasi sem ungum dreng á bænum
Hrauni í Oxnadal. Sagt er að hann
hafí þá strax verið mjög eftirtekt-
arsamur og séð ævintýri í hvers-
dagslegum hlutum. Til dæmis orti
hann vísuna Buxur, vesti, brók og
skór, aðeins fimm ára gamall.
„Hvenær hættir leggur að verða
skotinn í skel,” er spurt og í grasa-
ferðinni þegar Þórdís í hlutverki
Hildar prestsdóttur kyssir kinnina
á Felix, sem leikur Jónas, ætlaði
allt um koll að keyra í Foldaskóla.
Undrunarhljóð, pískur og síðan
hlátur ómaði um salinn. Kvæðið
hans Jónasar Sáuð þið hana systur
mína er einmitt ort um þessa sömu
Hildi. Á sýningunni er mikið sung-
ið af þekktum kvæðum eftir Jón-
as, meðal annars Hættu að gráta
hringaná og Vorið góða grænt og
hlýtt.
Sextán vetra hóf Jónas nám í
Bessastaðaskóla og veturinn eftir
stúdentspróf gekk hann stoltur Um
götur Reykjavíkur klæddur heið-
Morgunblaðið/RAX
FELIX Bergsson leikur Jónas en með honum á myndinni er
Þórdís Amljótsdóttir leikkona og handritshöfundur. Björn Jóns-
son söngvari stendur við flygilinn.
bláum jakka með logagylltum
hnöppum. Hann vann hjá landfóg-
eta og samdi tækifæriskvæði á
íslensku og dönsku eftir pöntunum
bæjarbúa. Þann vetur varð hann
ástfanginn af ungfrú Kristjönu
Knudsen sem bjó í Landakoti en
hún hafnaði bónorði hans svo hann
ákvað að sigla til Kaupmanna-
hafnar og leggja stunda á náttúru-
fræði.
Á námsárunum í Kaupmanna-
höfn er sagt að Jónas hafi stund-
um verið allra manna latastur og
oft lá hann tímunum saman uppí
sófa með greipar á hnakka og hló
með sjálfum sér þótt eigi væri orð
mælt. Hlátursefnið var hans eigin
hugsun.
„Island farsælda frón og hag-
sælda hrímhvíta móðir,“ orti Jónas
í Kaupmannahöfn. Sjálfstæðisbar-
átta íslendinga var hafin og Jónas
barðist fremstur í flokki Fjölnis-
manna.
Þegar Jónas lést í Kaupmanna-
höfn, aðeins 37 ára að aldri, hafði
hann átt við erfið veikindi að stríða
og var einmana. Rétt fyrir andlát-
ið óttaðist hann að eftir sinn dag
myndu allir gleyma ljóðunum
hans. Sá ótti reyndist ástæðulaus.
Góðar
undlrtektir
í leikritinu er Jónasi meðal ann-
ars lýst sem gleðimanni með hýr-
legt bros sem var fjörugur í góðra
vina hópi. Líf hans átti þó sínar
dökku hliðar því Jónas þjáðist af
þunglyndi. „A sumardaginn fyrsta
verð ég aftur til í allt,“ skrifar
hann í bréfi til Jóns Sigurðssonar
forseta.
Við gagnasöfnun grúskaði Þór-
dís í gömlum ritum um Jónas, las
sendibréf sem hann skrifaði og
rituð ummæli samferðamanna.
„Vinnan var mjög skemmtileg
enda varð handritið þrisvar sinn-
um lengra en ætlað var. Við Felix
hittumst síðan og fórum yfir text-
ann, breyttum og bættum. Það
kom mér skemmtilega á óvart hve
Jónas skrifaði leikrænan texta en
mörg sendibréfanna og kvæðanna
eru í samtalsformi og textinn er
líflegur.“
Undirtektir bæði yngri sem eldri
nemenda hafa verið góðar, að sögn
Þórdísar, en til eru tvær mismun-
andi útgáfur af dagskránni. Fyrir
nemendur 8.-10. bekkjar er fjallað
meira um baráttu Fjölnismanna
fyrir endurreisn Alþingis og gagn-
rýni Jónasar á rímnakveðskap.
Samtals eru áætlaðar um 130
sýningar á höfðuborgarsvæðinu,
allt þar til skóla lýkur í vor, en
þar sem Þórdís segir nálægð við
nemendurna skipta miklu máli er
áhorfendafjöldi á hveija sýningu
takmarkaður.
■
Hrönn Marinðsdóttir
JÓHANN Thoroddsen yfirsálfræð-
ingur hjá Dagvist barna hefur í sam-
vinnu við Jónu Ingibjörgu Jónsdótt-
ur kynfræðing og Björk Jónsdóttur
sérkennara búið til kennsluefni
handa þroskaheftum um kynlíf. Jóna
Ingibjörg var aðalhöfundur en Jó-
hann og Björk hafa undanfarið
kennt starfsmönnum stofnana fyrir
fatlaða efnið til miðlunar. Hann
kynnti þetta kennsluefni á nám-
skeiðinu um lífsgæði í gær.
„Það er oft talað um þroskahefta
og kynlíf eins og það sé eitthvert
sérstakt fyrirbæri,“ segir Jóhann.
„Eða að þroskaheftir eigi í miklum
erfiðleikum með kynlíf, jafnvel að
þeir eigi í töluverðum kynlífsvanda-
málum. Staðreyndin er hinsvegar
sú, að þeir eiga ekki við nein sér-
stök kynllfsvandamál að stríða um-
fram aðra menn.“
Kynhvöt þroskaheftra
eins og annarra
Hann segir fólk oft loka augunum
fyrir því að þroskaheftir hafi sömu
grundvallarþarfir og það sjálft og
að of oft sé komið fram við þá eins
og börn, jafnvel þótt um fullorðna
einstaklinga sé að ræða, og þeim
fátt eitt kennt um kynhvötina. „Það
er slæmt vegna þess að kynlíf er
mikilvægur þáttur í sjálfsmynd
hverrar persónu."
Hann telur það skekkja sjálfs-
mynd þroskaheftra verulega ef um-
hverfið láti eins og þeir hafi ekki
kynhvöt. „Kynlífsþroski hefst nán-
ast við fæðingu og hann stendur til
lífsloka," segir Jóhann. „Hver ein-
staklingur þarf að finna til stolts
yfir kynhvöt sinni sem karlmaður
eða kona - stolts yfir að vera kyn-
vera.“
Þroskaheftir þurfa síst á því að
halda að samfélagið hefti þá sem
kynverur, en geta þeirra á nær öllum
sviðum er oft vanmetin. „Það á að
leyfa þeim að gera það sem þeir
geta og bregðast eðlilega við þörfum
þeirra, annars öðlast þeir aðeins
ójósar hugmyndir um hæfileika sína
og takmarkanir. Þeir verða að læra
af mistökum sínum líkt og annað
fólk.
Þroskaheftir standa verr að vígi
gagnvart kynlífinu vegna erfiðleika
við að fá uppiýsingar og vegna að-
stæðna í umhverfinu. Reynsluheim-
urinn getur verið takmarkaður og
líkamsvitundin minni. „Gallinn er
að kynlíf er flestöllum feimnismál
og þeir veigra sér við að ræða ást-
leitni þroskaheftra,“ segir Jóhann,
„einnig blandast persónulegir for-
dómar, skoðanir og trú viðbrögðun-
um. Er ég á móti kynlífí fyrir hjóna-
band, kynlífi samkynhneigðra, lit-
aðra og svo framvegis? Eða að
þroskaheftir eignist börn!“
JÓHAIMN THORODDSEN
Megum
við elskast?
innri vilji annar. Mikilvægt er að
kalla hlutina sínum réttu nöfnum
og kæra nauðganir þroskaheftra,
því nauðgun er glæpur óháð því
hver fremur hann.
Áhersla á tilfinningar en ekkl
tækni
Í kennsluefni Jónu Ingibjargar,
Jóhanns og Bjarkar Jónsdóttur um
kynlíf fatlaðra er
lögð mikil áhersla
á tilfinningar
Áður var mælst til að þroskaheft-
ir færu í ófijósemisaðgerðir en núna
er minna um það. Fóstureyðingar
eru einnig möguleiki en getnaðar-
varnir æskilegasti kosturinn. Samfé-
lagið getur samt ekki brotið gegn
vilja þeirra til að eignast bam, en
það ber hinsvegar að gæta að hags-
munum barnsins í hvívetna. Uppeld-
ið getur blessast með góðum stuðn-
ingi en stundum þarf að taka barn-
ið af þroskaheftum foreldrum.
Jóhann segir það vilja
brenna við hjá þroskaheft-
að stunda rétta
kynferðislega hegðun á
röngum stað og þar
af leiðandi er brýn-
ast að kenna
þroskaheftum að
stunda rétta hegð-
un á réttum stað
eins og til dæmis
sjálfsfróun í ein-
rúmi og kynlíf með
maka. Siðferði
kynlífs þarf líka
að kenna eins og
að rangt sé af konu
að lána vinkonu
sinni karlinn sinn.
Einnig að rangt sé
að segja já sé hinn
Dæmi um ást
GUÐRÚN býr á sambýli. Greindarskerðing hennar er ekki mik-
il og hún er nokkuð sjálfstæð hvað varðar að bjarga sér með
flesta hluti. Maður sem starfsfólk sambýlisins þekkir ekki en
hún hafði hitt á balli, fer að bjóða henni út á kvöldin og um
helgar. Foreldrar hafa samband við sambýlið og vilja að starfs-
fólk taki fyrir þetta þar sem þeim lýst ekki á manninn.
Hvað er til ráða gagnvart sambandi Guðrúnar og mannsins
og gagnvart foreldrunum?
JÓHANN Thoroddsen sálfræðingur.
Morgunblaðið/Kristinn
í stað þess að byggja á tækni eins
og skýringarmyndum af kynfærum.
„Ánnars þurfum við að finna_ ís-
lensku leiðina," segir Jóhann. „í til
dæmis Kaupmannahöfn fer starfs-
fólk með þroskahefta karlmenn til
vændiskvenna. Þar segja sumir það
siðferðilega skyldu að gera þroska-
heftum kleift að stunda kynlíf.“
Ég tel að lausn vandans liggi hjá
okkur sem vinnum með þroskaheft
fólk. Við þurfum að vinna með okk-
ar eigin fordóma gagnvart kynlífi
til að geta miðlað því áfram. Við
eigum ekki að sýna aumingjagæsku,
þroskaheftir eru hvorki forréttinda-
stétt né „eilífð“ börn. Við þurfum
að læra að styðja þau til sjálfshjálp-
ar,“ segir Jóhann Thoroddsen að
lokum. ■
MAGN lífs er sennilega hið
sama í öllum einstaklingum
en gæðunum er misskipt. Heil-
brigði opnar möguleika en fötl-
un fylgir hindrun. Lífsgæði eru
falin í aðstæðum, félagslegum
tengslum og andlegri líðan, en
hvemig tekst þroskaheftum og
öðrum fötluðum á íslandi að
öðlast lífsgæði?
Núna er jafn réttur til lífs-
gæða, óháð líkamlegu og
andlegu atgervi, að verða
virtur hjá siðmenntuðum
þjóðum. Einnig rétturinn
til að velja og taka þátt í
samfélaginu sem fuligild
persóna þrátt fyrir fötlun. En
hvað geta fatlaðir, hvað mega þeir,
hvert er frelsið í raun og hvaða þjón-
ustu fá þeir?
Gyða Haraldsdóttir lektor við
Háskólann á Akureyri er formaður
Félags sálfræðinga er starfa að
málefnum fatlaðra. Félagsmenn
starfa hjá hinum ýmsu stofnunum
og halda nú námskeiðið „Lífsgæði
og fatlanir“ fyrir starfsfólk sambýla
og aðra sem þjóna fötluðum.
„Við viljum vekja umræðu meðal
fólks um lífsgæði fatlaðra og hvort
sú þjónusta sem er í boði miði að
því að auka lífsgæði þeirra," segir
Gyða. „Fyrir þroskahefta hefur
þjónustan verið að breytast undan-
farin ár meðal annars með því að
loka stærri stofnunum og opna sam-
býli handa fáum.“
Dæmi um það er að vistheimilinu
Sólborg á Akureyri var lokað en
aðgang að því höfðu aðallega fatlað-
ir á Norðurlandi. í stað þess eru
komin allmörg sambýli á Akureyri
og í nágrannasveitarfélögum.
Sambýli hinsvegar eru heimili
fatlaðra í venjulegu íbúðahverfi og
búa nokkrir saman. En spyija má
hvort sambýli séu lausn sem henti
eitthvað frekar öllum en stóru stofn-
unimar og þau tryggi meiri lífsgæði?
Ólík lífsvlðhorf og skemmtanir
„Hver ákveður hvað eru lífsgæði?
er líka spurning sem maður þarf að
velta fyrir sér,“ segir Gyða „og hvort
skjólstæðingurinn líti sömu augum
á lífsgæði og fagmaðurinn sem ætl-
ar að hjálpa honum.“
„Mat hvers og eins á llfsgæðum
hlýtur alltaf að vera einstaklings-
bundið. Einum fínnst lífsgæði felast
I rúmu sjálfræði og því að eiga kost
á atvinnu með viðunandi launum,“
segir hún. „Öðrum getur aftur á
móti fundist skipta meira máli að
eiga vini, geta farið út að borða, I
kvikmyndahús, ferðalög eða annað
I þeim dúr.“
„Forsjárhyggjan er með öðrum
orðum hættuleg - eins og að áætla
vilja skjólstæðinganna I stað þess
að reyna að komast að honum. Lífs-
Valfrelsi þroskaheftra
og þátttaka í samfé-
laginu ervaxandi.
Viðhorf til
þeirra eru að
breytast og
réttur þeirra til
að vera mann-
eskjur styrkist.
Gunnar Hersveinn
ræddi við þrjá sér-
fræðinga í mál-
efnum fatlaðra um
lífsgæði þessara
einstaklinga.
þroskaheftra metin
HALLDÓR KR. JÚLÍUSSON
Er hægt að
mæla lífsgæði?
„ER hægt að mæla
lífsgæði?" spyr Hall-
dór Kr. Júlíusson
yfirsálfræðingur hjá
Svæðissljórn fatl-
aðra á námskeiðinu,
og leitast við að
svara spurningunni.
„Lífshamingja er
annað hugtak,“ seg-
ir Halldór, „sem
stendur persónu-
leikanum nær en
lífsgæði. Lífsham-
ingjan er stöðug
þótt hún sveiflist
með áföllum."
Lífsgæði eru hins-
vegar háðari þjónustu þótt þau
séu ekki óháð reynslu og tilfinn-
ingalífi manna. Lífsgæði eru
þýðing á Quality ofLife. „Uppúr
1970 hófst viðleitni til að búa
þroskaheftum eðlilegar aðstæð-
ur, og núna eru að þróast aðferð-
ir til að meta hvernig lífsgæði
hvers skjólstæðings geti orðið
sem mest,“ segir Halldór.
Hlutverk sálfræðinga núna er
meðal annars að meta lífsgæðin.
Halldór nefnir dæmi um ytri-
breytingar sem hægt er að
á vellíðan hvers manns,“
segir Gyða.
„Ég tel það rétta
stefnu að leggja niður
stórar stofnanir eins og
Sólborg og Kópavogs-
hæli, en það er ekki sjálf-
gefíð að sambýlin séu
lausn fyrir alla né heldur
að breytt búsetuform
auki lífsgæði,“ segir hún,
„það eru áfram aðrir sem
taka ákvarðanir fyrir
fatlaða. Við erum ekki
komin að leiðarlokum.“
Gyða segir að spurn-
ingar vakni um hveijir
eigi að búa saman og
einnig um að ef til vill
vilji sumir bara búa einir og kaupa
um að meta aðstæður
hjá hveijum og einum
áður en ljóst er hvað
er best.“
Það þarf að gæta
sín gagnvart fötluðum
- að ráðskast ekki
með þá, en of algengt
er að fólk þykist vita
hvað þeim er fyrir
bestu án þess að spyija
þá sjálfa. Fagfólk, að-
standendur, embættis-
menn - allir þurfa að
læra að virða ólíkar
þarfir einstakling-
Gyða anna. „Kerfið þarf því
Haraldsdóttir að vera sveigjanlegt,"
segir Gyða Haralds-
dóttir að lokum.
IÐKUN listarinnar eykur lífsgæði þroskaheftra. Mídas konungur í
flutningi Perlunnar árið 1993.
tengja lífsgæðum.
Fækkun vistmanna á
deildum á vistheimili
hér á landi leiddi til
dæmis til þess að út-
köllum viðhaldsdeild-
ar fækkaði um þriðj-
ung.
A öðrum stað lengd-
ist meðalstarfsaldur
starfsmanna úr rúmu
ári í rúmlega fjögur
ár á 12 ára tímabili.
Þriðja dæmið er
fjölgun fermetra
Halldór Kr. einkarýmis á nýjum
Júlíusson sambýlum um tæpan
helming á 10 árum.
Allt eru þetta umbætur á að-
stöðu fatlaðs fólks sem tengist
lífsgæðum og eru góð dæmi um
að lífsgæðin séu að batna í heild-
ina, að mati Halldórs. Betri ytri
aðstæður, betri þjónusta og
meiri kaupmáttur eiga að vísa á
meiri lífsgæði.
Hvaða aðferð
mælir lífsgæðl?
„Mælikvarðinn er enn í þróun,
nokkuð ljóst er samt hvað hann
á að mæla,“ segir Halldór. „Lífs-
gæðin verða metin í þremur lið-
um.“
1) Ytri þættir eins og heilsa,
fæði, fjárhagslegt öryggi og lík-
amlegt öryggi eru mældir. 2)
Félagsleg tengsl í samfélaginu
eru skráð. Vinir og kunningjar,
borgaralegar skyldur, ferða-
frelsi og fleira metið. 3) Mæling
á líðan manneskjunnar, ánægju
hennar og hamingju.
„Meta þarf hvern þátt fyrir
sig,“ segir Halldór, „og síðan
þjónustuna sem einstaklingurinn
fær,“ segir hann. Mælikvarðann
á lífsgæði þarf svo að þýða og
staðfæra á íslenskar aðstæður.
En þróunin er augljóslega í þá
átt að þjóna hveijum og einum
miðað við þarfir hans og per-
sónuleika.