Morgunblaðið - 12.04.1997, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.04.1997, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 C 3 ÍÞRÓTTIR ^LSARINN Atli Helgason var ekki lengi að leigja sér vespu og kunni greinilega vel til verka. Atli gekk til liðs við Val á ný nú í vetur. innbyrðis leiki heldur gæfist kær- komið tækifæri fyrir þjálfarana til að bera saman bækur sínar. „Við höfum um svo margt að ræða og gaman og fræðandi er að spá sam- an í hlutina, vega þá og meta.“ Stelpurnar himinlifandi Sigurlás Þorleifsson jijálfar meistaraflokk kvenna hjá IBV en hann tók við stjórninni í fyrra. Fyrir ári kom til tals að draga lið- ið úr keppni vegna áhugaleysis stúlknanna - oft voru ekki nema átta til 10 stelpur á æfingu - en í kjölfar fundar var blásið til nýrr- ar sóknar og svo fór að liðið varð í 6. sæti í fyrstu deild sem er besti árangur kvennaliðs Eyja- manna. „Erfitt hefur verið að halda kvennafótboltanum gangandi hjá okkur og sennilega er helsta ástæðan sú að margar stelpurnar eru í vaktavinnu með skólanum, vinna á kvöldin og eiga því erfitt með að mæta á æfingar,“ sagði Sigurlás. „Vegna þessa var oft fámennt á æfingum í fyrra en þegar \ alið stóð á milli þess að hætta eða halda áfram á fullu varð breyting til batnaðar. I fyrra- sumar var því slegið upp í gríni að stefna skyldi á æfingaferð til útlanda í ár en kvennalið ÍBV í knattspyrnu hafði aldrei farið til útlanda. Þessu var ekki tekið svo alvarlega en engu að síður vatt hugmyndin upp á sig, fjáröflun fór í gang og þegar Þórir sagði mér frá aðstöðunni í Algarve var ferðin ákveðin." Sigurlás var m.a. atvinnumaður í Svíþjóð auk þess sem hann hefur verið þjálfari um árabil. „Ég hef kynnst mörgu á löngum ferli og veit hvað þarf að vera til staðar. M. mx: W& ■ annars er ekki hægt að kvarta yfir neinu - reyndar var þetta mjög gott.“ Gaman og alvara Pétur Ormslev, þjálfari 2. deild- ar liðs FH frá því á liðnu hausti, var á öðru máli varðandi máltíðirn- ar. „Þetta fyrirkomulag hentaði okkur mjög vel. Strákarnir fengu sér morgunmat í íbúðunum og síð- an borðuðum við saman góðan mat í hádeginu en oft var fótbolti í beinni útsendingu sjónvarps á kvöldin og þá fengu menn sér það sem þeir vildu þar sem þeir vildu eftir síðdegisæfinguna því ekki vantar veitingastaðina. Ákveðin dagskrá var í gangi en þess á milli höfðu strákarnir visst frjáls- ræði sem er nauðsynlegt.“ Liðin æfðu yfirleitt tvisvar á dag samkvæmt fyrirfram ákveðinni tímatöflu og spiluðu tvo leiki. „Að- alatriðið er að vera saman og æfa og það er mikill munur að geta farið yfir atriði við svona aðstæður og þurfa ekki að hafa áhyggjur af veðrinu,11 sagði Pétur. „Auðvitað er gott að fá leiki en æfingarnar skipta mestu máli. Strákarnir tóku á á daginn og gátu síðan slappað af á kvöidin, oft yfir knattspyrnu- leik í beinni útsendingu sjónvarps. Ekki er hægt að hugsa sér það betra; tiltölulega stutt flug, gott veður, allar aðstæður til fyrir- myndar, gaman og alvara, enda eru FH-ingar þegar búnir að panta á sama tíma að ári.“ Athyglivert er að íjórir fyrrver- andi fyrirliðar íslenska landsliðsins voru í ferðinni; Pétur, Sigurður og bræðurnir Atli og Jóhannes Eð- valdssynir. Pétur sagði það kost að hafa mörg lið í sömu ferð því þá væri ekki aðeins hægt að leika Þegar ég var með Eyjastrákana fórum við í æfingaferðir til Hol- lands, Belgíu og Þýskalands og þó um hafi verið að ræða skemmti- legar ferðir sem skiluðu miklu gerðu menn lítið annað en æfa og sofa. Við vorum yfirleitt óheppnir með veður en samt má segja að þegar við fórum í fyrsta sinn fórum við út með gemlinga en komum með góðan hóp til baka. Hugsunin með þessari ferð var meðal annars að efla hópinn og framhaldið er í höndum stelpn- anna. Hér kynntust þær því besta sem völ er á, fyrsta flokks hóteli, góðum völlum, æfingum við ákjós- anlegustu skilyrði og erfiðum mótherjum. Yfirleitt getum við æft á mölinni heima allan veturinn og hlaupið á götunum en það jafn- ast ekki á við þessar aðstæður. Þetta var erfitt en frábært í alla staði og stelpurnar eru himinlif- andi.“ Kjörin íslendinganýlenda Atli Eðvaldsson hefur kynnst mörgu á löngum og glæstum ferli og var ekki lengi að ákveða sig þegar boðið var upp á æfingaferð til Portúgals. „Þegar ég heyrði að Stuttgart hefði verið þarna þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar. Lið eins og Stuttgart velur aðeins það besta og ekki er til betri stað- festing á ágæti staðar en val slíks liðs.“ Atli var ráðinn þjálfari Fylkis í haust sem leið. Hann sagði að félagið hefði ekki bolmagn til að greiða æfingaferð til útlanda „en strákarnir vildu fara út og borga fyrir sig. Þeir hófu fjáröflun í nóvember og hún heldur áfram en ég er sannfærður um að starf- ið verður mun léttara eftir þessa reynslu. Þetta er það fullkomnasta sem völ er á og menn eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að geta komist í svona umhverfi." Fylkismenn féllu úr 1. deild á liðnu tímabili og hafa fullan hug á að endurheimta sætið en Atli sagði of snemmt að spá í sumar- ið. „Ómögulegt er að segja til um hvernig gengur en strákarnir eru áhugasamir og vilja standa sig. Aðeins knattspyrnumenn vita hvernig það er að æfa heima fimm sinnum í viku í bijáluðu veðri yfir veturinn. Innigreinarnar búa við bestu hugsanlegu aðstæður en knattspyrnumenn geta étið það sem úti frýs. Erlendir knatt- spyrnumenn trúa ekki því sem við þurfum að ganga í gegnum en þótt þeir hafi allt til alls fara þeir í æfingaferðir. Toppliðin í Evrópu leggja áherslu á æfingabúðir og það segir sig sjálft að við þurfum miklu frekar á æfingaferðum í sólina að halda. Menn líta á svona ferð sem uppbót sem endist langt fram á sumarið. Þetta styttir und- irbúningstímann, menn gleyma aðstöðuleysinu heima um stund og eru tilbúnir að gera það sem þeir geta - nýta tímann sem best.“ Atli er jafnframt þjálfari ung- mennaliðs íslands, sem er í bar- áttu við Rúmeníu um efsta sætið í riðlakeppni Evrópumótsins. Liðið fer til Lúxemborgar eftir helgi og leikur tvo æfingaleiki, við 3. deild- ar lið í Belgíu á mánudag og við landslið Lúxemborgar á miðviku- dag. „Til þessa hefur lítið verið hugsað um undirbúning liðsins fyrr en rétt fyrir Evrópuleiki en æfingaferðir eru æskilegar og kjörið er að fara með það hingað. Hér er allt sem menn þurfa sem sést best á því að allir eru ánægð- ir. Dæmið hefur gengið einstak- lega vel upp og ég er sannfærður um að þessi staður á eftir að njóta æ meiri vinsælda hjá stórklúbbum Evrópu. Hér eru menn sem vilja allt fyrir okkur gera og við eigum að nýta okkur það áður en við missum af lestinni. Það gerum við best með því að koma hingað reglulega, gera þetta að íslenskri fótboltanýlendu.“ Fyrsti Evrópu- leikur Leifturs gegn þýsku liði Knattspyrnusamband Evrópu sendi í gær frá sér riðla- skiptinguna í UEFA-Intertoto keppninni í sumar og er Leiftur í 6. riðli ásamt liðum frá Þýska- landi, Tyrklandi, Danmörku og Litháen. Leiftur byrjar á heimaleik 20. eða 21. júní og fær þá þýska liðið í heimsókn. 28. eða 29. júní á Leiftur að leika í Dan- mörku, 5. eða 6. júlí eiga norð- anmenn heimaleik á móti liði frá Litháen og 12. eða 13. júlí á Leiftur að leika í Tyrklandi. Ekki liggur fyrir hvaða liðum Leiftur mætir vegna þess að deildarkeppni í löndunum stend- ur enn yfir. Knattspyrnusam- bönd hafa frest til 2. júní til að tikynna hvaða lið taka þátt í keppninni en sú regla gildir að ekki má tilkynna lið sem á möguleika á að vinna sér sæti í annarri Evrópukeppni. Vegna leiks Leifturs í Tyrk- landi verður að fresta viðureign liðsins á móti Skallagrími í Is- landsmótinu og verður leikurinn væntanlega færður aftur um viku til 10 daga. Isiand í 76. sæti á FIFA-listanum ÍSLAND er í 76. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knatt- spyrnusambandsins sem kom út um síðustu helgi. Um síðustu áramót var Island í 60. sæti og hefur því fallið niður um 16 sæti á þremur mánuðum. Þess má geta að íslenska Iandsliðið hefur ekki leikið neinn landsleik á þess- um tíma. ísland er með 35,16 stig. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans með 65,51 stig. Þýskaland (63,60) og Frakkland (61,94) eru í öðru og þriðja sæti. Spánn (61,53) er í fjórða sæti og hefur fært sig upp um fjögur sæti frá áramótum. Danir (61.36) eru í fimmta sæti, Tékkar (60,64) í sjötta og ítalir (60,18) í sjöunda en voru í 10. sæti um síðustu áramót. Kolumbía (59,56) er í 8. sæti, Rúmenía (59.37) í 9. sæti og Holland (59,03) í 10. sæti. England (56,21) er í 14. sæti. Meðal þeirra þjóða sem eru í svipuðum styrkleika og ísland samkvæmt listanum eru: Kúba (númer 73. - 35,44 stig), Angóla (74. - 35,28), Qatar (75. - 35,23), E1 Salvador (77. - 34,72) og Kýp- ur (78. - 34,57), Mósambík (79. - 34,32) og Makedónía (80. - 34,23). Alls eru 188 þjóðir á listanum. Kaupa enskir spænsk lið? NOKKUR ensk knattspyrnulið hafa áhuga á að kaupa lið á Spáni og hafa falið fyrirtæki í Barcelona að kanna hvaða möguleikar kunni að liggja fyrir í þeim efnum. Þetta fullyrðir Josep Lluis Nunyes, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona. Nunyes sagði á fundi með blaða- mönnum í Barcelona að um væri að ræða knattspyrnulið í Eng- landi sem störfuðu Ásgeir sem opin hlutafélög. Sverrisson Þar sem gengi skrifar hlutabréfa í liðum fráSpáni þessum væri skráð rétt eins og gengi hlutabréfa í öðr- um fyrirtækjum þyrftu þau stöðugt að leita leiða til að auka hagnaðar- von eigendanna. Því væru nokkur ensk lið tekin að horfa út fyrir land- steinana í þessum tilgangi. Þessi lið eða réttara sagt fyrirtæki vildu kanna vaxtarmöguleikana erlendis, rétt eins og önnur fjölþjóðafyrirtæki og hefðu því ákveðið að kynna sér möguleikana á Spáni. Nunyes vildi ekki gefa upp um hvaða lið í Eng- landi væri að ræða. Ráðamenn Barcelona hafa leitað til ráðgjafarfýrirtækis til að kanna hvort fýsilegt væri að fara á al- mennan hlutabréfamarkað. Að mati þessa fyrirtækis væri markaðsvirði Barcelona nú um 40 milljarðar króna á opnum markaði. Nunyes sagði hins vegar að ekki væri vilji fyrir því að breyta Barcelona í al- menningshlutafélag. „Við viljum viðhalda liðsandanum". Sérfróðir segja að Barcelona og enska liðið Manchester United séu þau lið í Evrópu sem einna mestuin rekstrarhagnaði skili. Nunyes sagði hins vegar að hagnaðarmöguleikar Manchester-liðsins mættu heita fullnýttir en það sama gilti ekki um Barcelona. Forsetinn ítrekaði hins vegar að hann væri andvígur því að spænskum knattspyrnuliðum yrði breytt í opin hlutafélög. Hins vegar er ljóst að alþjóðlegt fjármagn streymir nú inn í knatt- spyrnuheiminn í Evrópu og veltan eykst sífellt, m.a. vegna ofursamn- inga um sendingarrétt frá knatt- spyrnuleikjum. Þróunin kann því að verða sú að knattspyrnulið verði ekki lengur staðbundin fyrirbrigði, fulltrúar borga, héraða og bæja, heldur réttnefnd fjölþjóðleg fyrir- tæki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.