Morgunblaðið - 18.04.1997, Side 2
2 B FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
að talað sé um duttl-
unga tískunnar. Þeir
sem elta koma ekki að
tómum kofanum á ís-
landi. Hanna Katrín
Friðriksen fór á tísku-
T ískuliðið
í frystihúsa- og sjógalla
Poppstjama í flotvinnu-
búningi og tískuspekúl-
antar í frystihúsagöll-
um. Það er ekki að furða
sýningu og svo beina
leið í Sjóklæðagerðina.
Morgunblaðið/Kristinn
KRISTIN Halldórsdóttir hönnuður og Markús Þórarinsson
fjármálastjóri Sjóklæðagerðarinnar.
„JOE Boxer goes to Iceland" var
yfirskrift á glæsilegri en óvenjulegri
tískusýningu sem haldin var í flug-
skála 4 við Reykjavíkurflugvöll
síðastliðið laugardagskvöld. Það var
bandaríski fataframleiðandinn
Nicholas Graham, eigandi Joe Box-
er, sem stóð á bak við sýninguna,
en fyrirtækið hefur getið sér gott
orð fyrir framleiðslu á undirfötum,
náttfötum og sundfötum. Fjölmiðla-
fólki frá helstu tískublöðum og þátt-
um í Bandaríkjunum, alls um 160
manns, var boðið til leiks. Markmið-
ið var að setja með eftirminnilegum
hætti endapunktinn á tískusýningar-
viku New York borgar þar sem
hönnuðir sýndu hausttískuna 1998.
Eldsmíði
þar sem tæknin er lifandi
Morgunblaðið/Kristinn
SIGRÚN Guðmundsdóttir hamrar járnið.
AXARBLÖÐ, hamar, mótunarskeiðar og hnífar HJARTALAGA grilltöng að hætti
úr smiðju Sigrúnar.
MAÐUR verður svolítið svartur,"
segir Sigrún Guðmundsdóttir
myndhöggvari, og vill síður taka
í höndina á gestum í Vogasel þar
sem kyrrðin ræður ríkjum. At-
hygli vekur skringilegur og ijúk-
andi reykháfur sem teygir sig upp
eftir framhlið hússins
og er jafnframt lykill
að leyndardóminum.
Innandyra og niðri hef-
ur Sigrún hitað upp í
aflinum fyrir við-
stadda. Hún er eld-
smiður.
Gestirnir hósta svo-
lítið en Sigrún kveikir á ryksug-
unni og byijar að hamra heitt
járnið. Eldsmíði byggir á fornri
hefð og hér áður fyrr voru nytja-
hlutir í eldhús og neðan á hests-
hófa smíðaðir með þeim hætti,
sem og skartgripir. Sigrún byijaði
að velta fyrir sér eldsmíði fyrir
5-6 árum og ætlaði að leita fyrir
sér utanlands með leiðsögn.
„Þetta hafði blundað lengi í mér
því ég hafði áhuga á að vinna
með járn og sameina skúlptúrn-
um.“
Fyrir fjórum árum fékk Mynd-
höggvarafélag Reykjavíkur
danska eldsmiðinn Tómas
Norregaard til þess að halda
tveggja daga námskeið, sem var
hvalreki á fjörur Sigrúnar og ann-
arra myndlistarmanna segir hún.
Tómas hélt þijú vikunámskeið í
kjölfarið sem Sigrún hefur sótt
líka.
Víkingatól og tæki
Eldsmíði er lifandi starfsgrein
í Englandi, Bandaríkjunum og á
Norðurlöndunum og hefur Norre-
gaard látið nemendur sína smíða
að fyrirmynd verkfæra frá vík-
ingaöld. Sigrún hefur smíðað sér
axir, hnífa og mótunarskeiðar fyr-
ir leir, tangir, afhögg og meitla.
Þá hefur hún smíðað beltissylgjur
og grilltöng, svo eitthvað sé nefnt.
„Það er góð æfing að smíða hnífa,
bæði vegna formsins og þess að
þeir eru soðnir saman
úr mörgum lögum. Ég
sjóast af þessu því í
smíðinni þarf að glíma
við ýmsan vanda sem
kemur að góðum notum
þegar út í skúlptúrinn
er komið.“
Sigrún kenndi við
Myndlistaskólann í Reykjavík
1972-95 og Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands 1983-95 og byij-
aði á því að taka nokkra nemend-
ur í skúlptúr heim til þess að sýna
þeim handtökin. Fræðsludeild
MHI bauð síðan upp á námskeið
í eldsmíði í fyrsta skipti í liðnum
mánuði og Sigrún kenndi.
Fræðsludeildin er ný stofnun sem
skipuleggur námskeið fyrir al-
menning og sérhæfir sig í nám-
skeiðum, endurmenntun og sí-
menntun fyrir fólk sem starfar
að sjónlistum.
Sigrún vinnur á neðri hæð húss
síns við Vogasel og tekur á móti
heimsókn í grænum hlífðarslopp
og gönguskóm. Gestir verða ann-
að hvort svartir af sóti eða hvítir
af gifsi eða bara gráir. Einn steðja
átti hún en fékk síðan að láni afl-
inn, sem hitaður er með koksi eða
smíðakolum, og annan steðja til.
Fýsibelgurinn bíður betri tíma en
á meðan suðar ryksugan á fullu
og blæs.
Ein og ein blaðra
í fyrra var Afl, félag áhuga-
manna um eldsmíði, stofnað og
mættu um 20 manns á stofnfund
að Sigrúnar sögn. Þar er að fínna
járniðnaðarmenn, handiðnarkenn-
ara, stelpur og stráka. Nýliðnu
námskeiði luku sjö, fimm stelpur
og tveir strákar. „Það þarf lagni
og útsjónarsemi, ekki endilega
krafta," segir hún.
Sigrún hefur búið til hnífa úr
þjölum sem tennurnar eru slípaðar
af og smíðað úr fjaðrastáli, bílöxl-
um og -gormum. „Eldsmíðin var
deyjandi grein og mér finnst
vinnuferlið allt mjög heillandi.
Þetta er lifandi tækni.“ Auk þess
að helga járninu meiri tíma í list-
sköpun sinni hefur Sigrún í hyggju
að smíða sér fýsibelg. Lamirnar
eldsmiðsins.
eru tilbúnar. „Það er auðveldara
að stjórna blæstrinum með fýsi-
belg sem nauðsynlegt er til að
smíða fínlegri hluti.“
Loks er Sigrún spurð hvort hún
hafi aldrei brennt sig á glóandi
járninu. „Maður hefur kannski
fengið eina og eina blöðru.“ ■
hke
logni og útsjón-
nrsemi kemur í
kroftn stnð