Morgunblaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997 B 5 DAGLEGT LÍF Ljósmynd/Skarphéðinn Þórisson • ELSTU leifar hreindýra eru aðeins 440 þúsund ára gamlar. Þegar hlýnaði í lok ísaldar og heppilegur gróður tók að spretta þar sem áður var jökull, færðust norðurmörk hreindýranna norður á bóginn og þau námu lönd á nyrstu eyjum Kanada, á Grænlandi og Novaya Zemlya, þangað sem þau komust til Svalbarða um Frans Jósefsland. Hreindýrið er eitt hjartar- dýra loðið á snoppunni sem er dæmi um aðlög- un að fimbulkulda norðurhjarans. Þau eru nánast hvít á veturna þótt þau séu að mestu brúnleit á sumrin. Hvítur feldur þeirra er svartur í útfljóu- bláu ljósi eins og hvítabjarna. Ekkert annað klaufdýr er með hlutfallslega jafnbreiðar klaufar og hreindýrið. Þyngd íslenskra hreinkúa er um 100 kg en fullvaxnir tarfar geta vegið yfir 200 kg. A Svalbarða lifir hinsvegar hreindýr sem hefur þurft að gera ýmsar aðlaganir sökum meiri kulda og minni frumframleiðni: Útlimir eru styttri, trýnið styttra og er helmingi minna en hreindýr á meginlandi Skandinaviu. Kýrnar vega að jafn- aði um 50-60 kg og tarfarnir um 100 kg. Þessi hreindýr eru því með smæð sinni og sparneytni ákaflega vel aðlöguð þeim litla gróðri sem finnst í heimkynnum þeirra. Minnstu hreindýr sem menn hafa nokkurntíma fundið merki um voru á Grænlandi, þau lifðu lengst í SA-Græn- landi og dóu líklega út á 15. öld um það leyti er eskimóar settust þar að. A V.-Grænlandi eru ennþá stór hreindýr en forfeðurnir komu þangað fyrir 4-6 þúsund árum. HVITABJORN 3 * % 4 y- a: jff fe 1 Ljósmynd/L.David Mech • ELSTU leifar af hvítabirni eru innan við 250 þúsund ára gamlar en hann er nánasti ættingi skógarbjarnar- ins. Nýlegar DNA-rannsóknir benda til þess að sameiginleg- ur forfaðir þeirra hafi verið uppi fyrir um 2 milljónum ára eða við upphaf fyrstu ísaldarinnar. Skógarbjörn og hvíta- björn hafa átt fijó afkvæmi saman í dýragörð- um. ísland markaði nánast syðri mörk sam- fellds hafiss á ísöld og því ekki ólíklegt að hvítabirnir hafi verið mjög tíðir gestir hérlendis. Páll Her- steinsson bendir á athyglisverðar lagagreinar í Grágás frá 12. öld um bann við innflutningi skógarbjarna og reglur um meðferð alibjarna: „Ef maður á alibjörn hvítan . . .“ Draga má þá ályktun að hvítabirnir í eldi hafi verið þokkajega al- gengir meðan ferðir voru tíðar milli Grænlands og Islands. Þó er ljóst að villtir hvítabirnir ættu ekki auðvelt uppdráttar á íslandi þar sem þeir veiða seli á hafís og slíkar aðstæður eru sjaldgæfar hér. Hvítabjörninn ber nafn með rentu og er hvítur eða nán- ast hvítur allt árið enda eyðir hann ævinni úti á hafísbreið- unum, sumar sem vetur. En er ekki ókostur fyrir hvítabjörninn að vera hvítur vegna endurkasts sólarljóssins? Hvít hárin eru hol innan og virka sem ljósleiðari þannig að broti af sólarljósinu er ekki endurkastað heldur leitt eftir hárunum inn að svartri húð- inni sem dregur það til sín. Feluliturinn er ekki dýru verði keyptur og honum tekst að nýta hluta sýnilegs sólarljóss til að verma húðina. Fyrir tæpum tveim áratugum uppgötvaðist að í útfjólubláu jjósi eru hvítabirnir svartir sem táknar að feldurinn dregur í sig sólarljós af þeirri tíðni sem kallað er útfjólublátt og dýrin nýta það til að verma húðina. Húðhiti hvítabjarna getur við bestu aðstæður hækkað um allt að 10 gráður á Celsíus vegna áhrifa sólarljóss og getur það skipt miklu máli fyrir dýr sem sífellt er að blotna. Bjarndýrið eitt norðurhjaradýra leggst í dvala yfir kald- asta tíma ársins og aðeins birnan. Hitastig hennar lækkar samt aðeins um 3-7 gráður. • TÓFAN er þurftalítil vegna stærðar sinnar og getur lifað við mjög lágt hitastig hafi hún nóg að éta. Hin mikla einangrun feldsins gerir henni kleift að spara orku og vega upp á móti smæð sinni í svo miklum kulda sem ríkir víða á útbreiðslusvæði hennar. Feldur refsins hefur mest einangr- unargildi allra spendýra og refurinn þolir 35-40 gráðu frost áður en efnaskiptahraði líkamans eykst. Einangrunargildið er nánast jafnmikið og á sauðnautum. Flest hárin eru fíngerð þelhár, 3-4 sm að lengd en þau skipa sér í þyrpingu kringum vindhár- in, sem eru 5-6 sm að lengd en feldurinn er þykkastur á hálsinum og skottinu en þynnstur á leggjum og í andliti. Þéttleiki háranna er gífurlegur. Tófan er loðin á þófunum. Hún fer ekki að skjálfa fyrr en hitastigið fer undir 70 gráðu frostið. Tófan safnar spiki að vetrarlagi, bæði spikþykkt og þyngd ná hámarki á tímabilinu nóvember-febrúar en minnkar eftir það. Steggir geta verið um 600 g þyngri að vetrarlagi en að sumri til. Tófan skiptist í tvö litaafbrigði, annað þeirra verður hvítt á vetuma en hitt er dökkt allt árið. Á V.- Græn- landi og Islandi, þar sem hún sækir mikið af fæðu sinni að sjó er mórauða litaafbrigðið algengara. Á freðmýram N.-Ameríku og Evrasíu eru hvítar tófur hinsvegar í yfirgnæfandi meiri- hluta. Tófan er með mun minni eyru, styttra trýni, háls og skott en frændi hennar rauðrefurinn, skottið u.þ.b. þriðjung- ur af heildarlengd dýrsins en 40% á rauðref. • RAUÐREFURINN er útbreiddasta refategund í heimi, finnst allt frá 30. norðurgráðu í Norður-Afríku og sunnarlega í Ameríku og allt norður á freðmýrar meginland- anna. Efnaskiptahraðinn hjá honum í Alaska byijar að auk- ast þegar hitastig umhverfis fer niður fyrir 13 gráðu frost á celsíus. Rauðrefurinn getur vel þrifist á svæð- um þar sem fimbulkuldi ríkir á vetrum. Þegar grannt er skoðað er það sumarhitinn og frum- framleiðni svæðisins sem jurtaæturaar lifa á, bráð refanna, sem skiptir máli. Því hlýrra sem er á sumrin og meiri frum- framleiðni, því meira er um bráð fyrir refina. Rauðrefurinn getur aukið efnaskiptahraðann að vetrarlagi svo framarlega sem hann hefur nóg að éta. Hann er 50% stærri og sterkari en tófan og sigrar tófuna í beinni samkeppni. En á svæðum þar sem sumarhiti er minni og að jafnaði minna um fæðu fyrir refina kemst tófan betur af. Norðurmörk útbreiðslu rauðrefsins takmarkast því af fæðuframboði en ekki kulda. Það er engin spurning að rauðrefir gætu þrifist á íslandi. Ef það hlýnar enn er líklegt að hann komist fyrst til Græn- lands og svo á hafís til Islands og festi hér rætur. Ljósmynd/Páll Hersteinsson Ljjósmynd/Páll Hersteinsson M Morgunblaðið/Þorkell HLJÓMPLÖTUSAFN Reynis Þórs geymir m.a. gamalt lag með Selene Dijon úr Eurovisionkeppninni. Botnlaus áhugi á Eurovision REYNIR Þór Eurovision aðdáandi og fjölmiðlafulltrúi Páls Óskars. REYNIR Þór Sigurðsson, ósköp venjulegur kenn- aranemi á þriðja ári er viskubrunnur hvað Euro- vision varðar. Algjör heili, eins og kunningi hans orð- aði það. Hárgreiðsla og klæðaburður keppenda allt frá því söngvakeppnin hóf göngu sína árið 1956, stigaíjöldi og gengi ein- stakra laga, Reynir Þór veit nánast allt um það því Söngvakeppni evróp- skra sjónvarpsstöða er einfaldlega áhugamál hans númer eitt. „Ég á mjög auðvelt með muna smáatriði," segir Reynir Þór þegar hann sér undrunarsvipinn í andliti blaðamanns. „En auk þess finnst mér keppnin einfaldlega skemmti- leg og áhuginn hefur vaxið ört með árunum." Eurovision sameinar einnig áhuga Reynis Þórs á tónlist og tungumálum en hann talar sjö tungumál og er auk þess slarkfær í rússnesku og finnsku. Fjölmiðlafulltrúi á írlandl Fullur tortryggni ákveður blaða- maður að sannreyna kunnáttu Reynis Þórs og baunar því á hann spurningu. Hvað hét svissneska lagið í söngvakeppninni árið 1985, í hvaða sæti lenti það og hvernig fatnaði klæddust flytjendur. ? Ekki stóð á svari. „ Lagið heitir „Piano Piano“ og lenti í 10. sæti. Flytjend- ur voru tveir; konan var í svörtum hlíralausum pífukjól sem náði niður á hné og karlinn í svörtum mittisjakkafötum með rauðan linda.“ Keppnin verður að þessu sinni haldin í Dyflinni á írlandi og Reyn- ir Þór fer utan sem fjölmiðlafulltrúi Páls Óskars Hjálmtýssonar sem syngur fyrir Islands hönd. Að beiðni söngvarans mun hann einnig reyna að viða að sér sem flestum kjaftasögum um hina keppendurna. Eins og sönnum aðdáenda sæm- ir hefur Reynir Þór ákveðið að stofna Eurovision aðdáendaklúbb á Islandi en slíkir klúbbar eru starf- ræktir víða um Evrópu. Undanfarið hefur hann tekið virkan þátt í starf- semi aðdáendaklúbbsins á alnetinu. Slóðin er http://www.geociti- es.com/'tarantulas/. „Þar er meðal annars að finna forvitnilegar upp- lýsingar um gamla keppendur og með hljóðkorti er unnt að heyra búta úr nýjustu lögunum." Reglulega horfir Reynir Þór á upptökur af gömlum keppnum og á þær reyndar nánast allar á mynd- bandsspólum. Safnið er því orðið myndarlegt, samtals 36 spólur. Auk þess á hann heilan helling af gömlum hljómplötum með Eurovi- son lögum. Uppáhaldslagið hans er tvímælalaust ítalska vinning- slagið frá árinu 1964 „Non hol’eta" sem sungið hefur verið á íslensku og heitir Heyr mína bæn. „Sum laganna í Eurovision eru einfaldlega léleg, að mati Reynis Þórs, sérstaklega í seinni tíð. „Um 1990 staðnaði keppnin, hún hætti að fylgja almennri þróun í popp- tónlist en áður voru flytjendur alla jafna með á nótunum. Lögin sem keppa i ár lofa hins vegar góðu svo ég held að keppnin muni lifna við á ný.“ Reynir Þór kveðst hafa á tilfinningunni að Minn hinsti_ dans, íslenska lagið hans Páls Óskars muni lenda í 3. sæti. Þann þriðja maí nk. kemur í ljós hvort hann reynist sannspár. ■ hm Notaðu aðeíns það besta, notaðu TREND snyrtivörur Með TREND nærðu árangri. TREND naglanæringin styrkir neglur. Þú getur gert þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar. TREND handáburður með Duo- liposomes, ný tækni sem vinnur inní húðinni. Einstök gæðavara. Snyrtivörumar frá TREND eru fáanlegar í apótekum og snyrtivöruversíunum um land allt. Einnig í Sjónvarpsmarkaðnum. li\END COSMETICS Einkaumboð og heildsala S. Gunnbjörnsson £ CO, Iðnbúð 8, 210 Carðabæ. Símar 565 6317 og 897 33»7- Fax 565 8217.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.