Morgunblaðið - 18.04.1997, Side 6
6 B FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
HÚSASMIÐUR OG SAFNARIÁ AKUREYRI
MEÐ AUGUM LAIMDAIMS
;J íbúðaleit
o
Þórunn Stefánsdóttir er mannlífs-
grúskari sem býr tímabundið
í Barcelona á Spáni.
GAMLI, fallegi stiga-
i 1 gangurinn hafði lifað
feoSSS tímana tvenna. Nú var
^ __ málningin upphleypt
tJ og bólgin, eins og húð,
haldin torkennilegum,
ólæknandi sjúkdómi.
Ferð mín upp eftir
jr þessum stigagangi var
) ein af mörgum slíkum,
í leit minni að íbúð tií
leigu í Barcelona.
íbúðin er óhrein, sagði
j . Igor, maðurinn frá
ijSáífal leigumiðluninni. Mjög
óhrein, endurtók hann
um leið og hann
4jP*\ renndi augunum upp
eftir veggjunum. Eg
1 var að hugsa um að
Msegja honum að við
skyldum bara gleyma
þessu. En þá vorum
við allt í einu komin
af ganginum, út á
hvítar flísalagðar svalir, skrýddar
fegursta blómaskrúði. Þaðan var
gengin inn í íbúðina. Meðfram
öllum húsunum í kring lágu svona
svalir, og þær mynduðu einnig
brýr á milli húsa. Feitir kettir
lágu í sólbaði á þökunum fyrir
neðan og allt í einu var ég stödd
í friðsamri sveit í miðri stórborg-
inni.
Igor opnaði dyrnar afsakandi.
Sagðist um leið hafa verið búinn
að vara mig við. Það eina sem
mér datt í hug að segja var „Guð
minn góður, bjó virkilega einhver
hér?“ Ekkert hefði getað búið
mig undir sjónina sem mætti
mér. Orð eins og óhreinindi og
ólykt fengu aðra og nýja merk-
ingu. En við öllum þessum dapur-
leika brosti sólin inn í stofurnar,
herbergin fjögur voru mín fyrir
aðeins 23 þúsund krónur á mán-
uði, fritt í einn mánuð, ef ég vildi
taka að mér að hreinsa og mála.
Eftir að hafa gengið um íbúðina,
málað hana skjannahvíta í hugan-
um og fyllt hana blómum sló ég
til. Alltaf svolítið veik fyrir máln-
ingarpenslinum. Það hafði smám
saman síast inn í kollinn á mér,
þessar vikur sem ég hafði verið
að leita að íbúð, að kona eins og
ég væri martröð barselónískra
íbúðareigenda. Útlendingur, með
enga karlkyns fyrirvinnu, ekki
einu sinni í föstu starfi. _____
Á Spáni eru leigusamn-
ingar gerðir til fimm
ára og á þeim tíma er
nær ómögulegt fyrir
íbúðareigandann að
rifta samningnum. Þeir vilja því
vanda valið. En hátíðleg skjöl frá
íslandi, löglega þýdd yfir á
spænska tungu, sem staðfestu
andlegan og veraldlegan status
minn, leystu málið. Ég, leigjandi,
Pepi, starfsmaður leigumiðlunar-
innar og Ana Maria, sálfræðingur
og íbúðareigandi, hittumst til
samningsgerðar og undirskriftar.
Allt fór friðsamlega fram, þrátt
fyrir þref og efasemdir Önu Mar-
íu um nauðsyn þess að hafa heitt
rennandi vatn í eldhúsinu, en það
fór svo að hún lét sannfærast.
Síðan las Pepi upp leigusamning-
inn, tvær blaðsíður, þar sem með-
al annars kemur fram að bannað
sé að kveikja á flugeldum inni i
íbúðinni og að ég sé bótaskyld
ef einhver slasast ef blómapottur
dettur fram af svölunum hjá
Hátíðleg skjöl
frá ’lslandi
leystu málið
mér. Ég kvittaði undir og lykillinn
var minn. Og þá var bara að
hefjast handa. Það tók svolítinn
tíma að safna kjarki og geði til
þess að taka saman hlutina sem
fyrir voru í íbúðinni og tilheyrðu
fyrrum leigjanda. Og það er lík-
lega vandfundið það hreinsiefni á
heimsmarkaðnum sem ekki er
búið að fá að spreyta sig á íbúð-
inni á Calle Carretes. Eftir
tveggja daga nokkuð sleitulausa
vinnu með stálull og skordýra-
drepandi Ajax sást í frumgerð
eldhússgólfsins. En þá voru öll
hin gólfin eftir. Það var þá sem
Jesus kom til skjalanna með
gólfslípirokkinn sinn. Hann sagði
nákvæmlega sama og ég hafði
sagt: Guð minn góður. Byijaði á
því að rífa alla glugga upp á
gátt, hljóp svo út á svalirnar og
teygaði að sér frískt útiloftið.
Sagði svo að rokkurinn leysti
svona vandamál á stundinni, gólf-
in yrðu kannski ekki eins og ný,
en alla vega yrðu þau hrein.
Hrein, endurtók hann, hristi höf-
uðuð og signdi sig í bak og fyrir.
Það komu fleiri góðir menn í
heimsókn, nú til að leggja heitt
vatn í eldhúsið. Ég var farin að
venjast þessum áköllunum til
Guðs almáttugs, skelfingarsvip
og grettum og var nú komin í
varnarstöðu, farin að veija íbúð-
ina. Var búin að mála aðra stof-
una skjannahvíta, þvo glerin í
gluggunum og það stirndi á ný-
þvegið og bónað gólfið. Ólyktina
var ég búin að rekja til ónýts rörs
í eldhúsinu og með glöðu geði
gerðu þeir við það, svona í leið-
inni. Þegar hann fór, suðræni
sjarmörinn sem stjórnaði verkinu,
tók hann í hendina á mér, þrýsti
hana með báðum sínum, horfði
svörtum augum í augu mér og
óskaði mér velfamaðar i erfiðu
starfi.
Erfiðu, já, en skemmtilegu. Á
þessum dögum hef ég kynnst
hverfinu mínu, afgreiðslumönn-
unum í málningarvöruverslun-
inni, sem líklega aldrei hafa selt
eins mikið af hvitri málningu á
jafn skömmum tíma, konunni í
járnvöruversluninni og síðast en
ekki síst kaupmönnunum á horn-
inu. í þessari stórborg lifa þeir
góðu lífi, spjalla við kúnnana eins
_________ og gamla vini og draga
svo blýant og blaðstúf
upp úr vasanum til þess
að reikna saman verð-
ið. Ég er hætt að
kreppa hnefana í
jakkavasanum af óþolinmæði yfir
þessum útreikningum og meira
að segja farin að ganga i sama
rólega taktinum og Spánveijarn-
ir, njóta góða veðursins og
skrautlegs mannlífsins í hverfinu,
þar sem býr fólk úr öllum heims-
hornum.
Og eftir því sem dagarnir líða
minnkar ólyktin í íbúðinni. Vegg-
imir og fallegu bogadregnu Ioftin
verða hvítari og hvitari, sólin skín
inn í herbergin og blómin á svöl-
unum út af stofunni vaxa og
blómstra í pottunum, sem eru
tryggilega festir. Mig dauðlangar
til að mála stigaganginn, en kann
ekki við það. Og það verður að
segjast eins og er, að ég er lukku-
leg yfír því að vera loksins orðin
leigjandi í Bareelona.
af ótrúlegum hlutum
Sverrir Hermannsson er kunnur hagleiks-
smiður en færri vita að í gömlu gripa-
húsi á Akureyri hefur hann komið sér
upp býsna merkilegu safni. Hrönn Mar-
inósdóttir og Krístján Kristjánsson
ljósmyndari skoðuðu munina sem eru um
10.000 og ótal blaðaúrklippur Sverris,
____m.a. um íslendinga sem
náð hafa 100 ára aldursmarkinu.
ÓTAL verkfæri og áhöld.
UM100
möppur eru
fullar af úr-
klippum.
„ERTU ekki forviða,“ spyr Sverr-
ir þegar við blasir sægur af hreint
ótrúlegum munum; hundrað teg-
undir af gömlum tréheflum, átta
misvelfarnar hakkavélar, sú elsta
frá því um aldamót, herðatré í tuga-
tali, tréskautar og rakhrífur, fjöldi
bilnúmera og fornt jólaskraut, bús-
áhöld, skráargöt og lásar. Ýmis
konar sundgleraugu og eldgamlir
símar. Sverrir safnar öllu. Ég viður-
kenni að þetta var heldur meira en
ég átti von á.
Við erum stödd uppi á háalofti
bakhússins að Aðalstræti 38 á Ak-
ureyri. í gamla daga var þar hest-
hús og fjós en Sverrir sem er gam-
all smiður endurgerði húsið og kom
fyrir smíðaverkstæði á jarðhæðinni
og safni á háaloftinu. Sökum pláss-
leysis geymir hann hluta safnins í
þvottahúsi í kjallara fremra hússins
þar sem hann bjó til margra ára
en einkadóttir hans býr þar nú
ásamt fjölskyldu sinni. Árið 1993
missti eiginkona hans Auður Jóns-
dóttir heilsuna og er nú í hjólastól.
Þau fluttu því í félagsíbúðir aldr-
aðra að Lindarsíðu 4. ,Ég er því
talinn þorpari þótt í hjarta mínu
verði ég alltaf innbæingur.“
Sverrir er Akureyringur í húð og
hár. Hefur aldrei búið annars stað-
ar ef undan eru skilin sumrin sem
hann dvaldi í sveit sem barn og
unglingur. „Ég var sendur í sveit
fyrir hrekki „sem líklega myndu
kallast ofvirkni í dag“. Aldrei hefur
Sverrir farið til útlanda né tekið sér
sumarfrí „enda ekki nema tæplega
sjötugur að aldri“.
Á stúfana eftir safnhúsnæði
NOTUÐ strokleður, blekbyttur og skriffæri.
Heldur er farið að þrengjast um
hlutina hans Sverris, hvergi sér í
auðan blett í þessu 150 fermetra
rými en hlutirnir hans eru nú um
10.000 talsins. „Mig bráðvantar
pláss og ég er tilbúinn til að gefa
allt dótið ef einhver býður gott
húsnæði á móti.“ Lítið hefur borið
á safninu enda hefur það aldrei
verið auglýst. „Fréttir hafa þó kvis-
ast út og menn hafa komið og feng-
ið að skoða, meðal annars Þór
Magnússon þjóðminjavörður.“ Það
er líka gaman að skoða safnið hans
Sverris en ef vel á að vera tekur
það minnst tvo daga, magnið er svo
gífurlegt. Öllu er þó raðað eftir