Morgunblaðið - 18.04.1997, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUÐAGUR 18. APRÍL 1997 B 7
DAGLEGT LÍF
Hættu að raka á
inm!
Samkvæmistíminn erfram undan
One Touch kremin
eyða hárunum sársaukalaust!
Sensitive
.fyr,r
viokvæma
húð
Resular
ven
Bikmi
ttklni
soæðt
Svo einfalt cr það
Rúllið kreminu yfir hársvæðið
og strjúkið það síðan afmeð
rökum þvottaklút.
(Sjá leiðbeiningar.)
Húðin verður mjúk,
ekkt hrjúf!
One Touch
er ofnæmisprófað
Útsölustaðir:
Flestar snyrtivöruverslanir, apótek og snyrtivörudeildir Hagkaupa.
gripinn, trúði hann varla sínum eig-
in augum, hún var orðin svo fín.“
Úrklippusafnið er (
fimmtíu flokkum
REIKNI-
VÉLAR í
þvottahús-
inu að
Aðalstræti
38.
kúnstarinnar
reglum. Allt er
skipulagt í hólf
og gólf og hlutun-
um er vel við hald-
ið.
Endurgerlr
gömul hús
Sverrir hefur starfað
sem húsasmíðameistari í
liðlega fimmtíu ár. Þar af
hefur hann í rúm þijátíu
ár sérhæft sig í endurgerð
gamalla húsa. „Ég hef gert
upp fjölda húsa á Akureyri,
m.a. Laxdalshús sem ég er
mjög hreykinn af og svo
kirkjur víða um land. Stundum
var ég með um fimmtán hús í tak-
inu og marga menn í vinnu. Enginn
fékk þó vinnu hjá mér sem reykti
vindlinga eða var morgunfúll."
Sverrir er nú farinn að draga sam-
an seglin hvað smíðar varðar. „Ég
er þó ennþá með litlu tána í smá-
verkurn."
Á jarðhæð gamla gripahússins
er smíðaverkstæði sem á sjálfsagt
fáa sína líka á landinu. „Þetta er
fornaldarstíllinn. Ég var heilt ár í
aukavinnu að endurgera það enda
bara flórinn undir. Hér á ég mót
af langflestu sem ég hef smíðað,
skossur og prófíla af mörgum teg-
undum af gömlum gluggum." Hann
geymir þar einnig ógrynnin öll af
lyklum sem sumir hveijir hanga
einungis saman á ryðinu. Einnig
er þar í geymslu stór skrúfulager
sem hann telur afar mikils virði.
Upphaf safnsins má rekja til árs- .
ins 1961 en Sverrir hefur verið
safnari frá sjö ára aldri. Hann þekk-
ir sögu margra hluta á háaloftinu
og bendir á ýmislegt skemmtilegt:
„Þarna er gömul mjólkurflaska frá
1928 úr kaupfélaginu en tappann
úr henni fann ég svo milli þils og
veggjar í gömlu búi og líttu á, þarna
er fyrsta karfan sem notuð var til
að bera matvörur í hillur. Þetta eru
merkilegir hlutir - alveg hreint
met.“
Þá liggur leiðin niður í þvottahús-
ið í kjallara hússins við Áðalstræti.
Því miður fyrir Sverri er dóttir hans
ekki haldin söfnunaráráttu og er
reyndar orðin frekar þreytt á um-
stanginu í pabba sínum. Hún vill
nefnilega helst hafa þvottinn í friði
og Sverrir skilur það mæta vel. I
kjallaranum geymir Sverrir „fínni"
muni og áhöld. Sem dæmi má nefna
gamalt skóskraut, ótal pípur, blek-
byttur og vínflöskur. Á einum stað
er að finna um 30 skæri ásamt
nokkrum ljósmyndavélum af eldri
gerðinni. Þar er einnig fullt af göml-
um útvörpum, peningakössum og
reiknivélum. í skúffu lumar hann á
um 50 strokleðrum mismikið eydd-
um sem öll voru í eigu sama manns-
ins. „Finnst þér þetta ekki vit-
laust?" spyr hann. „Sjáðu olíulukt-
ina af gömlum hjólhesti sem notað-
ur var rétt uppúr aldamótum. Þetta
eru svo sauðskinnsskór sem ég fann
uppi á háalofti á Grundargötu ijög-
ur.“ í gamla daga var gjarnan vegg-
fóðrað fyrir jólin að sögn Sverris
og við endurgerð í Hallgrímshúsi
að Hafnarstræti 41 fann hann ell-
efu lög af alls konar veggfóðri á
sama veggnum. Við útganginn rétt
hjá þvottavélinni bendir Sverrir mér
á gamla hringpijónavél til að pijóna
úr sokka.
Hendlraldrei neinu
Sverrir hefur aldrei hent neinum
hlut og hann þiggur allt sem að
honum er rétt. „Vinir og kunningjar
víða um land vita af söfnunargleð-
inni og eru sífelit að senda mér eitt-
hvað. Ætli það séu ekki um 1.000
hlutir sem mér áskotnast árlega.
Mest hef ég fengið gefins en líklega
hef ég keypt muni fyrir um hálfa
milljón samanlagt." Sverrir fer á
allar bílskúrsútsölur og ef hann sér
kassa með dóti sem vekur forvitni
gerir hann tilboð þótt innihaldið sé
honum ókunnugt. „Finnst þér þetta
ekki alveg magnað?" Verðgildi
safnsins er á við eitt íbúðarhús að
mati Sverris, „en það er eins og
menn vita ansi teygjanlegt hvað það
kostar".
„Ég get ekki gert upp á milli
hlutanna, þetta eru allt gersemar í
mínum augum. Það nýjasta í safnið
er um 100 ára gömul taurúlla frá
Sauðárkróki. Það tók mig hálfan
dag að verka hana upp. í fyrra var
hirt úr ruslagámi Singer saumavél.
Þegar fyrrverandi eigandi leit dýr-
Sýnishom af póstkortasafnínu. GAMALT kort af Laxdalshúsi sem Sverrir gerði upp árið 1980.
Alltaf verður Sverrirað hafa eitt-
hvað fyrir stafni og þegar kona
hans veiktist hófst hann handa við
að klippa úr blöðum qg tímaritum
allra handa fróðleik. „Eg á um 100
möppur fullar af úrklippum. Þeim
er skipt í um fimmtíu flokka, svo
sem gamanmál, skip og bátar,
gamlir leikarar, ótrúlegt en satt,
fossar og gos, skáldin okkar og ís-
lensk list og fegurð." Sérstök
mappa er full af verkum eftir Rík-
harð Jónsson og önnur með úrklipp-
um um fólk 100 ára eða eldra.
„Þegar fram líða stundir verður
ekki til mikið af svo öldruðum,
meðal annars þar sem sjónvarpið
er að murka lífið úr öllum. Meira
að segja börnin eru sjónvarpssjúkl-
ingar og hætt að hreyfa sig.“ Af
hlutfalli mynda að dæma segir
Sverrir greinilegt að konur séu mun
lífseigari en karlar.
„Ég geri þetta til gamans en
þetta er óhemjuverk. Nýlega barst
mér frá gömlum systkin-
um, sem hættu
búi, eitt tonn
af gömlum dag-
blöðum. Þú get-
ur rétt ímyndað
þér hve mikið
verk var að fara
í gegnum það.“
Dýrmætast að
mati Sverris eru
allar gömlu ljós-
myndirnar og kortin
sem hann á. „Mörg
þeirra eru sjálfsagt
hvergi til annars stað-
ar en álíka kort kosta
hjá okrurum áreið-
anlega 1.600 krónur
stykkið.“ Sverrir á m.a.
afmæliskort frá árinu
1923, kort með mynd af
fyrstu landskjörnu þing-
mönnunum, eldgamla lit-
mynd af Laxdalshúsi og
mörg fleiri.
Ekkert grín að vera
sérvitringur
Sverrir kveðst vera sérvitr-
ingur og er hreykinn af því.
„Ég á til dæmis mikið af kol-
ryðguðum nöglum og margir segja:
„Þú hlýtur að vera kolbilaður," en
þessir hlutir eru hvergi annars stað-
ar en hjá mér.“ Naglarnir eru allir
á safninu hans og koma úr gömlum
húsum og hlutum sem Sverrir hefur
gert upp í gegnum tíðina, m.a. eru
nokkrir úr rúmi Jóns Sveinssonar,
Nonna. í 23 ár hefur Sverrir geng-
ið með sömu húfuna „Búið er að
þvo hana 500 sinnum, skyggnið var
þykkt og fínt en er nú að mestu
horfið“
„En það e'r ekkert grín að vera
sérvitringur. Sá sem er sérvitur er
sjálfstæður. Oft hef ég verið að
spyija menn ráða en aldrei farið
eftir þeim.“ ■
NAGLAR úr gömlu húsi sem Sverrir
húsasmíðameisari endurgerði.
BROT af
Iyklasafninu.
liiimii
Iflilil!!