Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 8
 KORFUKNATTLEIKUR / NBA UtahJazz heldur sínu striki Reuter SCOTTIE Plppen treður boltanum í körfuna án þess að Chrlst- lan Laettner, leikmaður Atlanta, koml vörnum við í fyrstu viðureign Chicago og Atlanta í fyrrlnótt. KNATTSPYRNA Frábærtmark hjá Wilmots Utah Jazz heldur sínu striki í úrslitakeppni NBA og í fyrri- nótt sigruðu þeir LA Lakers í ann- að sinn í öðrum leik liðanna í úrslit- um vesturstrandarinnar. Leikurinn ÍÞtémR FOLK ■ KLAUS Augenthaler aðstoðar- þjálfari Bayern Miinchen og fyrrum leikmaður liðsins hefur undirritað tveggja ára þjálfarasamning við austurríska félagsliðið Casino Graz. Hann hefur störf hjá félaginu í sum- ar. Graz er nú í sjötta sæti 1. deildar- keppninnar í Austurríki. ■ DARREN Anderton og féiagi hans hjá Tottenham, markvörður- inn Ian Walker verða ekki með í næstu fimm landsleikjum Englands vegna meiðsla. ■ ANDERTON sem hefur farið í fjóra uppskurði á liðnum tveimur síðustu keppnistímabilum hefur upp á síðkastið verið meiddur aftan á læri og er að fara I meðferð til Sví- þjóðar af þeim sökum. ■ WALKER er meiddur í öxl og í hæl og verður frá keppni og æfing- um í sex vikur þess vegna. ■ BÁÐIR verða þeir félagar fjarri góðu gamni er Englendingar mæta Pólveijum í undankeppni HM 31. maí og í vikunni á eftir vinátttu- landsleik við S-Afríku. Einnig missa þeir af æfingamóti með enska landsl- iðinu í júiú en í mótinu leika einnig Frakkar, ítalir og Brasilía. ■ JOHN Hartson verður líklega ekki með West Ham gegn Man- chester United á sunnudaginn. Harry Redknapp knattspyrnustjóri félagsins vill ekki nota Hartson vegna þess að fái hann gult spjald þýðir það að hann fær fjögurra leikja bann á næstu leiktíð. ■ FABIO Capello þjálfari Real Madrid segist hafa í hyggju að þjálfa í þijú ár til viðbótar, en hvar vildi hann ekkert segja. Capello hefur lýst því yfir að hann hætti hjá Madridarliðinu í lok keppnistímabils- ins, en eigi að síður að vinna í því að fá leikmenn fyrir næsta vetur, m.a. Fernando Morientes leikmann Real Zaragoza. ■ LARS Henrik Berge forseti norska liðsins Brann segist hafa fallið frá því að kæra Chelsea fyrir að hafa gert samning við Tor Andre Flo áður en núverandi samningur hans við Brann rennur út. Ástæðan er sú að kostnaður er mikill og því treystir norska félagið sér ekki í slag við Lundúnafélagið. var hnífjafn undir lokin en það var Antoine Carr sem tryggði sigur heimamanna er hann skoraði úr tveimur vítaköstum þegar 2,1 sek- únda var eftir, lokatölur 103:101. í hinum leik úrslitakeppninnar, sem fram fór á sama tíma, komust meistarar Chicago í hann krappann er þeir tóku á móti Atlanta í fyrstu viðureign liðanna. Scottie Pippen skoraði sigurkörfu Chicago með þriggja stiga skoti þegar skammt var til leiksloka, lokastaðan 100:97. Michael Jordan var eins og svo oft áður stigahæstur í liði Chicago, að þessu sinni með 34 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta. Pippen kom næstur með 29 stig. Þessir tveir leikmenn báru uppi leik meistar- anna sem áttu lengi undir högg að sækja. Dennis Rodman var úti- lokaður frá leiknum er 5,57 mínút- ur voru til leiksloka. Er það í ann- að sinn í úrslitakeppninni á þessu vori sem þetta hendir kappann. Að þessu sinni var ástæðan sú að hann sló í andlitið á Dikembe Mutombo, miðheija Atlanta. Leikmenn Atlanta voru lengi vel sterkari og höfðu 11 stiga forystu í hálfleik, 50:39. Við upphaf fjórða leikhluta voru leikmenn Chicago 14 stigum undir, en tókst að snúa við blaðinu á lokakaflanum. Mookie Blaylock skoraði 31 stig og tók 12 fráköst fyrir Atlanta og Steve Smith gerði 19 stig. „Fyrsti leikurinn fer alltaf í að leita að veikleikum og styrkleikum, en eigi að síður er ljóst að við getum leik- ið mun betur,“ sagði Jordan sem auk stiganna þijátíu og fjögurra tók 11 fráköst. Þau reyndust skipta sköpum einu stigin sem Carr gerði fyrir lið Utah er LA Lakers sótti það heim. Eftir að Shaquille O’Neal hafði mistekist að skora fyrir Lakers þegar 14 sekúndur voru eftir og staðan var jöfn 101:101 kom röðin að Carr að innsigla sigur heima- manna eftir að brotið hafði verið á honum er hann var kominn í upp- lagt færi að lokinni sendingu frá John Stockton. „Sigurinn var okkur mikilvæg- ur,“ sagði Karl Malone sem var stigahæstur í liði Utah með 31 stig auk þess að ná 11 fráköstum. „Leikmenn Lakers komu sem grenjandi ljón til leiks og lögðu sig alla fram. Ljóst er að það verður við ramman reip að draga hjá okk- ur á útivelli." Jeff Hornacek gerði 21 stig fyr- ir heimamenn sem unnu nú sinn 16. sigur í röð á heimavelli sínum, Delta Center. O’Neal skoraði 25 stig fyrir gestina en tók einnig 12 fráköst. Byron Scott kom honum næstur með 24 stig. Belginn Marc Wilmots gaf þýska liðinu Schalke von um fyrsta titil félagsins í Evrópukeppni í knattspyrnu þegar hann gerði glæsilegt mark og tryggði liðinu 1:0 sigur á Internazionale frá Ítalíu í fyrri leik liðanna í úrslitum Evr- ópukeppni félagsliða. Draumur Þjóðveijanna er samt byggður á veikum grunni því erfitt þykir að sækja Inter heim auk þess sem lið- ið verður væntanlega sterkara eftir hálfan mánuð - þrír lykilmenn koma að öllu óbreyttu inn á ný eft- ir að hafa tekið út leikbann í Gels- enkirchen í gærkvöldi. Leikurinn var langt frá því að vera góður. Liðin sköpuðu sér ekki umtalsverð marktækifæri og vart er hægt að tala um aðdraganda að marki Wilmots 20 mínútum fyrir leikslok. Hann náði boltanum rétt innan við miðjubogann á vallar- helmingi gestanna, lék óáreittur að vítateignum og skoraði síðan með þrumuskoti í hornið niðri, hægra megin við Gianluca Pagliuca í mark- inu. Franski varnarmaðurinn Jocelyn Angloma, enski miðjumaðurinn Paul Ince og Frakkinn Youri Djorkaeff voru í banni og léku því ekki með Inter og kom það greini- lega niður á leik liðsins. Schalke: Jens Lehmann, Olaf Thon, Johan de Kock, Thomas Linke, Kadoslav Latal, Yves Eigenrauch, Andreas Mller, Jiri Nemec, Michael Biiskens (Martin Max 68.), Ingo Anderbriigge, Marc Wilmots. Internazionale: Gianluca Pagliuca, Gius- eppe Bergomi, Fabio Galante, Massimo Paganin, Alessandro Pistone, Javier Za- netti, Ciriaco Sforza, Salvatore Fresi (Nic- ola Berti 60.), Aron Winter, Maurizio Ganz, Ivan Zamorano. Doherty fékk hlýjar móttökur í Dyflinni ÍRINN Ken Doherty fékk hlýj- ar móttökur er hann kom til Dyflinnar í gær eftir að hann varð heimsmeistari í snóker. „Þegar ég steig út úr flugvél- inni og sá allt fólkið sem tók á móti mér þurfti ég að hafa mig allan við svo ég táraðist ekki. Þetta voru hreint frá- bærar móttökur," sagði Do- herty er hann sá hundruð að- dáenda veifa irska fánanum. Enn fleiri fylgdu honum 13 km leið í miðborg Dyflinnar. Doherty er fyrsti trinn sem verður heimsmeistari i snóker, en hann vann Skotann Stephen Hendry, sem sex sinnum hefur orðið heimsmeistari, 18:12 í úrslitaleik í Sheffield á Eng- landi á mánudag. ÚRSLIT Knattspyrna UEFA-keppnin Fyrri úrslitaleikur: Gelsenkirchen: Schalke - Inter Milan...........1:0 Marc Wilmots (70.). 56.824. England Úrvalsdeild: Leicester - Sheff. Wed...........1:0 Elliott (86.). 20.793. Skotland Úrvalsdeild: Celtic - Kilmarnock..............0:0 Dundee United - Rangers..........0:1 - Laudrup (11.). 12.000. Efstu lið: Rangers........35 25 5 5 84:30 80 Celtic.........35 22 6 7 75:32 72 Undankeppni HM 9. riðill: Kiev, Úkraínu: Úkraína - Armenía...............1:1 Andriy Shevchenko (6.) - Artur Petrosyan (75.). 50.000. Staðan Úkraína 7 4 1 2 7:6 13 Þýskaland 5 3 2 0 11:4 11 Portúgal 6 2 3 1 5:2 9 N-írland 7 1 4 2 5:5 7 Armenía 6 0 5 1 4:8 5 Albanía 6 0 1 4 3:10 1 Holland Deildarkeppnin Sparta - PSV Eindhoven...........1:3 Groningen - Ajax.................1:1 Staða efstu liða: PSV..............30 21 5 4 79:21 68 Feyenoord........30 20 6 4 55:28 66 Twente...........30 18 4 8 51:28 58 Körfuknattleikur Úrslitakeppni IMBA Austurdeild: Chicago - Atlanta.............100:97 ■ Chiciago hefur 1:0 yfir í einvíginu. Vesturdeild: Utah - LA Lakers.............103:101 ■ Utah hefur 2:0 yfir f einvíginu. Íshokkí Úrslitakeppni NHL Austurdeild: NY Rangers - New Jersey..........3:2 ■ New York hefur 2:1 yfir í einviginu. Vesturdeild: Anaheim - Detroit 3:5 ■ Detroit er 3:0 yfir. HM í íshokkí Finnlandi: 5:3 (2-2 1-0 2-1) 5:2 (2-Ö2-2 1-0) Staðan Svfþjðð................4 3 0 1 16:9 6 Rússland...............4 2 1 1 12:11 5 Tékkland...............4 2 0 2 12:11 4 Kanada.................4 2 0 2 11:13 4 Bandaríkin.............4 1 1 2 7:12 3 Finnland...............4 1 0 3 10:12 2 Noregur - Frakkland.................3:4 0-1 3-1 0-2) talia - Þýskaland..................5:2 (0-1 3-1 2-0) Staðan Ítalía.................3 2 1 0 12:8 5 Lettland...............3 2 0 1 18:8 4 Slóvakía...............3 2 0 1 7:5 4 Frakkland..............3 2 0 1 9:9 4 Þýskaland..............4 1 0 3 4:15 2 Noregur................4 0 1 3 9:14 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.