Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA -t flbnngniilifftfeife C 1997 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ BLAÐ Sigfús og Júlíus í Val Sigfús Sigurðsson og Júlíus Gunnars- son hafa báðir gengið til liðs við 1. deildarlið Vals í handknattleik. Sigfús er sterkur línumaður og lék með Selfyss- ingum sl. vetur. Júlíus er vinstrihandar skytta og lék með Hildesheim í þýsku 2. deildinni í vetur. Þeir léku báðir með Val um árabil og hafa verið islandsmeist- arar með félaginu. Þeir ættu því að þekkja vel til á Hlíðarenda. Brynjar Harðarson, formaður hand- knattleiksdeildar Vals, sagði að búið væri að ganga frá langtíma samningi við þá félaga. Hann sagðist ánægður með að hafa fengið Sigfús og Júlíus aftur til Vals. Valsmenn hafa misst einn leikmann frá síðasta tímabili, Skúla Gunnsteinsson, sem er orðinn þjálfari Aftureldingar. Brynjar sagði að Valsmenn væru í viðræð- um við Arnar Pétursson úr ÍBV. íslands- meistarar KA hafa sýnt áhuga á að fá Arnar í sínar raðir og það hafa FH-ingar einnig gert. Boris samnings- bundinn Val Boris Akbachev, aðstoðarlandsliðs- þjálfari, er samningsbundinn Val að sögn Brynjars. Eins og kom fram í blaðinu í gær eru KA-menn á höttunum eftir Bor- is og vilja fá hann sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks og til að sjá um yngri flokka félagsins. Brynjar Harðarson, for- maður handknattleiksdeildar Vals, sagði að Boris væri_ með þriggja ára samning við félagið. „Ég hef ekki heyrt neitt frá KA um þetta mál og hef ekki trú á því að Boris fari norður. Hann er búinn að vera hjá okkur í tíu ár og unnið gott starf. Við leggjum því áherslu á að halda honum enda er hann samningsbundinn félaginu,“ sagði Brynjar. T ugir erlendra keppenda á svifdrekamót TUGIR útlendinga koma til landsins í sumar til keppni á fyrsta alþjóða svifdrekamótinu, sem haldið verður hérlendis. Þrjátíu erlendir keppendur hafa þegar skráð sig til keppni og að sögn forráðamanna mótsins er ekki ólíklegt að talsverður íjöldi bætist í þann hóp. íslendingamir sem keppa á umræddu móti verða um þijátíu. Mótið heitir Celtic Cup og er alþjóðlegt sem fyrr segir. Það hefur áður verið haldið nokkmm sinn- um, í Skotlandi, írlandi og Wales. Eitt mót í svifdrekaflugi hefur þegar verið haldið hérlendis í vor, 3. og 4. maí, þar sem flogið var frá Hafrafelli fyrri daginn og frá Helgafelli í Mosfellsdal þann síðari. „Við eram kallaðir vorboðarnir í Mosfells- sveitinni, ekki síður en lóan,“ sagði Jón Rósmann Mýrdal við Morgunblaðið, en hann og Árni Gunnars- son urðu efstir og jafnir. Næst verður keppt á alþjóða- mótinu, en það fer fram 4. til 6. júlí. „Þá verður keppt á svæðinu frá Laugarvatni austur að Búrfelli en svæð- ið S kringum Búrfell hefur einmitt verið okkar' aðal- svæði undanfarin ár,“ sagði Árni í gær. Einari ekki boðið að þjálfa UMFA ' j í FRÉTT í blaðinu sl. sunnudag var sagt að Kristján i Arason, Bjarki Sigurðsson og Einar Þorvarðarson hefðu allir neitað boði um að þjálfa lið Afturelding- i ar. Einar, sem þjálfaði liðið í vetur, vill koma því á i framfæri að sér hafí aldrei verið boðið að halda áfram i með liðið, þó svo forráðamenn félagsins hafí haldið öðru fram. „Ég var kallaður á fund og spurður að i því hvað ég ætlaði mér að gera í framhaldinu. Ég kvaðst ekkí vera kominn til að ræða það og þegar ljóst var að félagið vildi ræða við aðra iíka sagði það sig sjálft að ég hafði ekkert meira þama að gera. Mér var því aldrei boðið starfið." j KNATTSPYRNA Rangers meistari 9. árið í röð Metiðjafn- aðíDundee Rangers tryggði sér Skotlandsmeistaratitilinn í knattspyrnu níunda árið í röð þegar liðið vann Dundee United 1:0 á Tannadice Park í Dundee í gærkvöldi. Aðeins Celtic hafði náð því að verða meistari níu ár í röð, afrekaði það 1966 til 1974, en Rangers hefur fagnað titlinum 48 sinnum síðan byrjað var að leika um hann 1890. Daninn Brian Laudrup tryggði Rangers endanlega áfangann þegar hann skoraði með skalla 11 mínútum eftir að flautað var til leiks, 20. mark hans á tímabilinu. Gestirnir áttu leikinn, ma. átti Paul Gascoigne skot í stöng og Charlie Miller annað sem strauk slána en liðið í þriðja sæti slapp með eins marks tap. Celtic átti möguleika á að ná Rangers að stigum en veik von varð að engu þegar liðið gerði markalaust jafntefli í Kilmarnock. Þegar ein umferð er eftir er Rangers með 80, stig, Celtic 72 og Dundee United 60 stig. Leicester áfram í úrvalsdeild Deildarmeistarar Leicester tryggðu sæti sitt í ensku úrvalsdeild- inni næsta tímabil þegar þeir unnu Sheffield Wednesday 1:0 í gærkvöldi. Varnarmaðurinn Matthew Elliot var hetja heima- manna, skoraði þegar fjórar mínútur voru eftir af viðureigninni. Þetta var fyrsti sigur Leicester í síðustu 10 leikjum í deildinni. Leicester, sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrra eftir auka- keppni, er með 44 stig og úr fallhættu. Nottingham Forest er fallið og sjö lið til viðbótar eru á hættusvæði. Þegar tímabilið hófst á liðnu sumri lagði Martin O’Neill, knatt- spyrnustjóri Leicester, áherslu á að aðalatriðið væri að halda fengn- um hlut, réttinum að leika á meðal þeirra bestu. Ætlunarverkið tókst og gott betur, Iæicester verður í Evrópukeppni félagsliða í haust en vonir Sheffield Wednesday um Evrópusæti dofnuðu við tapið í gærkvöldi. ■ Úrslit / C8 Reuter Meistarabikarinn enn einu sinni til Rangers GLASGOW Rangers fagnaðl skoska melstaratltllnum eftlr 1:0 slgur á Dundee United á Tannadice Park C gærkvöldl. Danlnn Brlan Laudrup geröl elna mark lelkslns í fyrrl hálflelk. Hér lyftlr Rlcherd Gough, fyrlrllðl Rangers, blkarnum eftlrsótta. KAPPAKSTUR: ÞEYSIREIÐ UM ÞRÖNGAR GÖTUR FURSTADÆMISINS / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.