Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG DÆMI um yfirbyggðar gangstéttar. Þetta eru ein af fáum uppistandandi, upprunalegum trésúlnagöngum sem finna má í Bologna. KIRKJURNAR 7, heilags Stefáns, sem standa við samnefnt torg. Gersemar af öllu tagi Bologno er ekki bara þekkt fyrir kirkjur, follegar byggingor og ítalska matseld. Sólrún Guðjónsdóttir, nemi í kvikmyndo- og leikhúsfræði við hóskólann gamla þar í borg segir að hér sé aðeins um að ræða brot gf því sem borgin hafi upp á að bjóða. YFIRLITSMYND af Bologna. Til hægri sést greinilega hversu stór kirkja san Petronio er. BOLOGNA er höfuðborg eins stærsta héraðs Ítalíu, Emil- ia-Romagna, en í sama hér- aði er einnig að finna borgir eins og Parma, sem parmesan ost- urinn dregur nafn sitt af, Modena, sem er heimaborg stórsöngvarans Pavarotti, Ferrara, Ravenna sem pg Rimini og Riccione sem flestir íslendingar ættu að þekkja. Emil- ia-Romagna gegnir lykilhlutverki í samgöngum á Italíu þar sem hérað- ið tengir saman suðurhluta og norðurhluta Italíu. Ibúafjöldi er í kringum 4 milljónir, en í Bologna búa rúmlega 400 þúsund. Aðalat- vinnuvegur héraðsins er tengdur landbúnaði og má þar til dæmis nefna framleiðslu fyrrgreinds parmesan osts, mortadella pyls- unnar sem og hina ómótstæðilegu hráu skinku. Víngerð er þó nokkur og pastaverksmiðjur Barilla fyrir- tækisins eru staðsettar í Parma; heimaborg Barilla fjölskyldunnar. I Modena eru einnig aðalstöðvar F errari bifreiðaveldisins. Bologna er kannski hvað þekkt- ust fyrir kaupstefnur sínar sem eru þær stærstu sem haldnar eru á Italíu og eru þær 26 á ári hverju. Sú stærsta er sennilega hin árlega bílasýning sem haldin er í desem- ber ár hvert og dregur til borgar- innar tugi ef ekki hundruð þúsunda gesta. Umfang þessara kaupstefna og sýninga er það mikið að svo til vonlaust er að reyna að fá hótelher- bergi á þeim tímum sem sýning stendur yfir án þess að panta með margra mánaða fyrirvara. Yfirbyggðar gangstéttir Það sem helst skilur Bologna frá öðrum ítölskum borgum og vekur nokkra öfund hjá Itölum utan borg- arinnar eru hin frægu „portico", sem eru yfirbyggðu gangstéttirnar. A miðöldum voru hús byggð þannig að önnur hæð húsanna var stærri en jarðhæðin og var haldið uppi með súlum, lengi vel úr viði, og var þetta gert til að gera íbúum kleift að ganga um borgina í skugga á sumrin og til að skýla sér undan rigningunni. Gangstéttirnar voru í einkaeign húseigendanna en gátu aðrir íbúar borgarinnar þó gengið þar um svo lengi sem þeir skemm- du ekki mannvirkin. Það er ekki langt síðan þessar yfirbyggðu gangstéttar voru mældar og eru þær samanlagt 37.882 km. Turnana tvo í miðbænum nota Bolognabúar sem viðmiðunartæki og er borgarleikhúsið t.d. í um 8 mín. fjarlægð frá þeim. Turnarnir heita „torre Asinelli" og „torre Garisenda" og eru tveir af um tutt- ugu sem eftir eru af þeim 100 sem uppi stóðu á blómaskeiðinu 12.-13. öld. Turnarnir voru eingöngu not- aðir til varnar borginni og voru margir þeirra á borgarmúrunum sem umluktu borgina. Bologna hef- ur í gegnum tíðina haft þrenna borgarmúra og má ennþá sjá eina af hurðum múranna sem byggðir voru undir lok 12. aldar. Síðustu borgarmúrarnir voru byggðir árið 1226 og þá úr viði fyrir utan hurð- irnar sem voru úr múrsteinum. Seinna var hlaðinn múr allan hring- inn, 7,5 km langur og 9 metra hár með 12 hurðir. Múrarnir eru nú fallnir en tíu hurðir hafa varðveist og eru þær ennþá notaðar sem við- miðun, hlutir eru annað hvort innan eða utan borgarmúranna. Elsti háskóli í heimi Háskólinn í Bologna er sá elsti í heimi en talið er að hann hafi verið stofnaður árið 1088. 900 ára afmæli skólans var fagnað af háskólarekt- orum heimsins með mikilli viðhöfn árið 1988 og var þáverandi rektor Háskóla íslands viðstaddur hátíð- arathöfnina. Nemendur eru um 95 þúsund og koma alls staðar að úr heiminum. Að öllu jöfnu er um 15 erlendum nemendum veitt inn- ganga í hverja deild á ári og þurfa þeir að taka munnlegt ítölskupróf til að eiga möguleika á inngöngu. Tónlistin Á endurreisnartímanum hnignar frægð háskólans til muna en málar- ar eins og Carracci, Guido Reni og Guercino verða þekktir við evr- ópskar hirðir. Á sama tíma blómstrar í Bologna mikilvægur tónlistarskóli, en það var árið 1614 sem munkurinn Ádriano Banhieri stofnaði tónlistarakademíuna dei Floridi, í klaustrinu San Michele in Bosco, og markaði þar með tíma- mót í tónlistarhefð Bologna. Þeir sem seinna áttu eftir að setja mark sitt á tónlistarlífið í Bologna voru ekki ómerkari menn en faðir Mart- ini, Rossini, Wagner, Busoni og Respighi. Faðir Martini var uppi á árunum 1706-1984 og er tónlistarháskólinn tileinkaður honum. Hann er talinn einn helsti fræðimaður á sviði tón- listar í Evrópu á seinni hluta 18. aldar. Faðir Martini lagði grunninn að tónlistarbókasafninu sem hefur meðal annars að geyma mjög sjald- gæfar nótur frá 16. til 19. öld, rúm- lega 6.000 handskrifuð bréf, tónlist- arsögu Martinis, handskrifuð rit Bellinis, Donizetti, Mozarts, Gluck, Verdis og Wagners sem og nótna- hefti Rakarans í Sevilla, ritað af Rossini. Rossini var nemandi við tónlistarskólann árið 1806 og var verk hans, Stabat Mater, fyrst flutt í Bologna í sal gamla háskólans, sem enn þann dag í dag ber nafn verksins, Stabat mater. Á 19. öld falla Bolognabúar fyrir þýskri tón- list og gera þeir Wagner að heið- ursborgara. Nöfn eins og Tristan og Brúnhildur verða þó nokkuð al- geng á þessum tíma og segir það nú sitthvað um ást íbúanna á tónlist Wagners og það á miðju blóma- skeiði Verdis. Fjölskylduáskrift að leikhúsi Borgarleikhúsið eða Teatro Comunale var hannað af hinum fræga hönnuði Antonio Bibiena og var opnað með viðhöfn þann 26. maí 1763. Þó að leikhúsið hafi gengið í gegnum eldsvoða og ýmsar breyt- ingar sem duttlungar tískunnar hafa borið með sér, hefur því nú verið komið aftur í upprunalegt horf og telst eitt af helstu óperu- húsum Ítalíu. Leikhúsið er í hjarta borgarinn- ar, í via Zamboni, þar sem margar af byggingum háskólans standa. Þegar til stóð að byggja leikhúsið varð staðsetning þess efni til mik- illa og heiftúðlegra blaðaskrifa þar sem það þótti allt of langt frá mið- bænum sem þá var en hann var í Eftir margra ára einangrun færist Trieste fram í sviðsljósið á r Borgin sem mörgum hefur ANORÐAUSTUR-ÍTALÍU, rétt við slóvensku landamær- in, er borgin Trieste, borg sem ekld margir þekkja og er það miður því hún er einstakiega spennandi. Við fyrstu sýn virkar borgin ekki sérstaklega ítölsk heldu mið-evr- ópsk blanda: arkitektúrinn, kaffi- húsin í Vínarstíl og maturinn, og fletti maður símaskránni er þar að fínna helling af slóvenskum, ung- verskum, serbneskum, þýskum og króatískum nöfnum. Um 10% af 260.000 íbúum Trieste tilheyra slóvenska minnihlutanum. í meira en fimm aldir frá 1382-1918 tilheyrði Trieste aust- urríska keisaradæminu. Eftir fyrri heimsstyrjöldina féll Trieste í hendur ítala en árið 1945 yfirtók her Titos borgina. Tveimur árum seinna varð Trieste óháð svæði, frí- ríki milli Ítalíu og Júgóslavíu. Svæðinu var skipt í tvo hluta, A sem var sjálfur bærinn og var hann settur undir stjórn Nato ríkjanna, og B sem innihélt svæðið fyrir sunnan Trieste en það lenti undir stjóm Júgóslava. Árið 1954 varð Trieste aftur hluti af Ítalíu en svasði B var áfram hluti af Júgóslavíu. í dag er Trieste höf- uðborg Friuli-Venezia Giulia hérað- anna sem tilheyra Ítalíu en hafa nokkurs konar heimastjóm. Brú milli austurs og vesturs Vegna staðsetningar sinnar var Trieste umlukt járntjaldinu á með- an á kalda stríðinu stóð en með falli Berlínarmúrsins og tilkomu hinnar nýju Evrópu er Trieste komin úr AUSTUR RIKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.