Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 4
T *r_ <T 4 C SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 £ ____ FERÐALÖG MORGUNB L AÐIÐ VARASÖM hola könnuð af for- manni Landsbjargar. INNI í Gígjukvísl. FJARLÆGÐ manna frá jökul- klettum á að vera í samræmi við hæð jakans. LEÐJUPOLLUR sem getur verið erfitt að losa sig úr nema tapa stígvélinu. MorgunDiaoid/naiiaor KoiDems MERKI Almannavarna ríkisins og Vegagerðarinnar um hættur á Skeiðarársandi. SVFÍ dreifir myndbondi um hættuna ó Skeiðarársandi Pollur eða djúpur pyttur? „SÁUM við Ólaf, sem fylgdi á eftir nokkrum klyfjahestanna, skyndi- lega hverfa ásamt hesti sínum ofan í pytt, sem var hulinn sandskán, og munaði minnstu að við hinir værum ekki komnir þar ofan í líka. Ólafí tókst samt að hafa sig upp úr, og ■ fékk einnig borgið hestinum óskemmdum,“ segir í ferðasögu Bretans E.T. Holland yfir Skeiðar- ársand árið 1861. Holland lýsir kviksyndi og sandfenjapyttum eftir hlaup og eldgos. Núna er sama- hætta á ferðum. Jakabráðnunin á Skeiðarársandi er ör og heimamenn áhyggjufullir um að ferðamenn sýni ekki næga gætni miðað við aðstæður. Pað hrynur nefnilega af jökulbrúnum og kviksyndi myndast í sandinum. Valgerður Sigurðardóttir hjá Slysavarnafélagi íslands kannaði aðstæður á Skeiðarársandi ásamt öðru fagfólki og segir hún að undir „saklausum" pollum geti leynst djúpar gryfjur. „Stundum er ísskán yfir hyljum og yfir henni sandur og því engin leið að bera kennsl á hætt- una,“ segir hún „nema réttum ráð- um sé beitt.“ Hún ráðleggur öllum að stika sig áfram með stöfum, vera aldrei ein- ir síns líðs og sleppa börnum aldrei lausum. „Barn gæti ætlað að busla í litlum polli, en hann er kannski tveggja metra djúpur pyttur,“ seg- ir hún. Hún segir að sumir ferðamenn búist við að jökulstálið við jökuljað- arinn líkist klettavegg sem óhætt sé að ganga undir. En Slysavarnafé- 'lagið hefur varað fólk við: Mjög varasamt! Því með hlýnandi veðri eykst bráðnun og hrun úr jöklinum þar sem hlaupið rauf skarð, nefnt Gígjukvísl. Sigurður Bjarnason ferðabóndi hefur verið að leiðbeina ferðamönn- um á Skeiðarársandi og telur brýnt að upplýsingum sé miðlað um hætt- urnar því hér séu nýjar og áður ÞARNA var kviksyndi, nú er gígurinn eftir og vatnið horfið. óþekktar aðstæður fyrir nútíma ís- lendinga. Hann segir að eina helg- ina hafi verið taldar 40 rútur á leið í Gígjukvísl. Myndbnnd um hættuna Slysavarnafélag Islands hefur látið gera myndband um hætturnar á Skeiðarársandi sem sýnt verður og dreift núna um Hvítasunnuna. „Það verður sýnt í sjónvarpi, á hót- elum, í rútum, gististöðum og veit- ingahúsum í sumar,“ segir Valgerð- ur Sigurðardóttir. Hún telur réttu leiðina að auka þekkingu almenn- ings á orsökum slysa fremur en að banna aðgengi. Almannavarnaráð og Vegagerðin virðasv. sömu skoðunar því á þeirra vegum hafa verið reist íjölmörg skilti sem vara við kviksyndi og sandbleytu. GIL milli jaka minnka og jarðvegurinn á milli er tvísýnn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.