Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 1
mmm : , ■ Danmörk ÓDÝWR 1 bílaleigubílar fyrlr íslendingaj ” Vikugjald Opel Corsa dkr. 1.795 Opel Astra dkr. 1.995 Opel Astra st. dkr. 2.195 Opel Vectra dkr. 2.495 Innif. ótakmarkaður akstur, tryggingar Fáið nánari verðtilboð Nýkominn sumarhúsalisti sem er ókeypis Fjölbreytt úrval sumarhúsa um alla Danmörku. International Car Rental ApS Uppl. á íslandi, sími 456-3745. Bændaferð til Garda-vatnsins FARIN verður ferð á vegum Bændaferða að Garda-vatni á Ital- íu dagana 23. október til 1. nóvem- ber. Flogið verður með Flugleiðum til Lúxemborgar og þaðan verður ek- ið til Suður-Þýskalands og gist þar eina nótt. Daginn eftir verður hald- ið áfram suður á bóginn að Garda- vatninu þar sem gist verður í 7 nætur. Farnar verða skoðunarferð- ir flesta dagana. Ekið verður frá Garda-vatninu alla leið norður til bæjarins Obernai í Alsace í Frakklandi. Það- an verður svo ekið að morgni 1. nóvember til Lúxemborgar og komið til Keflavíkur um miðjan dag. Ferðin með flugi, skatti, akstri erlendis, gistingu í 9 nætur, morg- unverðarhlaðborði og kvöldverði alla dagana við Garda-vatnið kost- ar 58.000 kr. á mann. SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 BLAÐ C Þetta 6 manna sumarhús frá DanCenter kostar dkr. 8.728/ ca. ísl. kr. 30.500 á viku í júni. VerðUsti með þúsundum aunarra sumarhúsa um alla Danmörku sendist til yðar án endurgjalds. Höfum verölista meö sumarhúsum, orlofs- hverfum sem sendist án endurgjalds. Sími 456-3745, fax 456-3795 n Sólin laðar og flestir sólarlandafarar sumarsins leggja leið sína til Benidorm á Spáni Betri efnahagur þýðir fleiri bókanir BENIDORM á Spáni er greinilega vinsælasti sumarleyfisstaðurinn í ár líkt og í fyrra en fast á eftir koma Mallorca, Costa del Sol og Portúgal. Talsmönnum nokkurra ferðaskrifstofa bar saman um að pantanir væru fleiri og bærust fyrr en á sama tíma í fyrra. Helstu ástæðumar telja þeir þær að verð hafi staðið í stað og að efnahagur fólks sé betri. ► Samvinnuferðir/Landsýn. Að sögn Kristínar Sigurðardóttur, sölustjóra, er tæplega 40% aukning á bókunum miðað við sama tíma í fyrra. Um er að ræða yfir 22.000 bókanir í hópferðir og rúmlega 15.000 í áætlunarferðir það sem af er. „Skýringin er lágt verð hjá okk- ur í hópferðirnar, fleiri áfangastað- ir og aukinn sætafjöldi," sagði hún. „Flestir fara til Benidorm, Portú- gaþog Mallorca." ►Úrval/Útsýn. Vinsælustu stað- irnir eru að sögn Guðrúnar Sigur- geirsdóttur, framleiðslustjóra, Portúgal og Mallorca. Þangað fer leiguflug einu sinni í viku. „Ferðir til Gardavatnsins á Ítalíu eru ein af nýjungunum sem við bjóðum upp á núna og þær eru mjög eftirsóttar.“ Hún sagði að bókanir hefðu borist fyrr en í fyrra og um greinilega aukningu væri að ræða. „Það er bara orðinn þáttur af fjölskyldulíf- inu að eyða sumrinu saman á sól- arströnd," sagði hún. ►Plúsferðir. „Sólin laðar,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri. „Benidorm er vin- sælasti sumardvalarstaðurinn, síð- an Mallorca en fast á eftir kemur flug og bíll til Danmerkur, þangað er umtalsverð aukning.“ Laufey segir að fleiri bókanir hafí borist en á sama tíma í fyrra, ástæðuna tel- ur hún vera langan vetur og meiri tiltrú á efnahagslífínu. ►Heimsferðir. Andri Már Ing- ólfsson, framkvæmdastjóri, segir ferðaskrifstofuna hafa bókað 40% fleiri ferðir til Costa del Sol en á sama tíma í fyrra. Þangað er flog- ið vikulega í sumar. „Gott orð hef- -ur farið af staðnum og er það lík- lega helsta ástæða aukningarinn- ar. Benidorm er svo annar af okk- ar aðaláfangastöðum. í júlí og ágúst bjóðum við viku- lega uppá Parísarferðir og þær eru mun betur bókaðar núna en í fyrra.“ mmmmí ►Flugleiðir. Barcelona og St. Petersburg í Flórída eru fjölsóttustu sólarstað- irnir, að sögn Jóhanns Gísla Jó- hannssonar, sölufulltrúa. Þá eru Danmörk og Bretland mjög vinsæl sem og flug og bíll um Evrópu. „Bókanir eru fleiri en í fyrra og er það sennilega bættu efnahagsá- standi að þakka auk þess sem verð- ið hefur staðið í stað,“ sagði Jó- hann. Unga fólkið sækir á óhefð bundin mið ►Ferðaskrifstofa stúd- enta. „Viðskiptahópur okkar er aðallega ungt fólk og einstaklingar mmmmm sem ferðast einir,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, sölustjóri hjá Ferða- skrifstofu stúdenta. „Austur-Evr- ópa er mjög vinsæl, það er áber- andi hve margir sækja þangað. Unga fólkið er líka farið að sækja lengra en í þessar hefðbundnu Evrópuborgir. Þetta eru krakkar sem eru búnir að ferðast mikið með foreldrum sínum á hefð- bundna ferðamannastaði og sækja því á önnur mið.“ FARIÐ UM FIMM LÖND S-AMERÍKU ►FERÐ um fímm lönd Suður- Ameríku verður farin á vegum Úrvals-Útsýnar í nóvember. Far- arstjdrar eru Ásta R. Jóhannes- dóttir og Einar Örn Stefánsson. Flogið er 12. nóvember frá Keflavík til London og þaðan til Sao Polo. 13. nóvember er komið á áfangastað í Santiago og þar gist í fjórar nætur eins og á öðr- um áfangastöðum. Andesfjöllin verða ekin til Mendoza og margt skoðað. 19. nóvember er flogið til Bueonos Aires. 23. nóv. er flogið til Igu- azu og dvalið á hóteli sem stend- ur í nánd við Iguazu fossa. í Rio de Janeiro verður styttan Kristur frelsari skoðuð en hún stendur á Corcovado tindi í 700 metra hæð. Ferðin spannar með öðrum orðum Chile, Argentínu, Uruguay, Paraguay og Rio de Janeiro í Brasilíu. Á 18. degi ferðarinnar er hægt að fljúga beint heim um London eða að fljúga til baðstrandarbæj- arins Recife í Brasilíu til dvalar til 6. desember. Verð á mann í tvíbýli er 359.950 krónur. Ferðin með Recife kostar 398.950 krón- ur f tvíbýli. pers Lonely Heaits Clu Oaníel fleúsl Haraldsson * KK sson * flri lonsson • Rno.u Julíussoo • Sigorjðn Biink Sinfón Miðasaln í Háskólabíói • Sími: 552 2140 Miðaverð: 2.500 kr. www.apgis.is/peppeis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.