Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 C 3 ■ um eins kílómetra fjarlægð. Húsið var þó á endanum byggt og það gert með hefðbundnum fjáröflunar- leiðum, sem fólust í því að heldri borgarar keyptu sér bás á svölun- um og lögðu þannig til þó nokkuð af fjármunum til móts við borgina. Hver og einn gat svo innréttað og skreytt bás sinn eins og honum datt í hug og má ennþá sjá þess merki þar sem reynt hefur verið að halda við skreytingunum eftir fremsta megni. Þetta sameignarkerfi í leik- húsum á Italíu viðhélst alveg fram á þessa öld og enn þann dag í dag eru til fjölskyldur sem eiga áskrift- arkort í fjölskyldubásnum. Borgarleikhúsið var fyrsta leik- húsið á Ítalíu til að hafa bjöllulag á salnum, en hið hefðbundna leikhús hafði hingað til verið byggt með skeifulaga sal og þótti það nokkuð djarft hjá Bolognabúum að sam- þykkja þessa nýjung. Undir salargólfinu er ennþá varðveitt vindan sem notuð var til að lyfta salnum í sömu hæð og svið- ið þegar dansleikir voru haldnir í húsinu en til langs tíma voru leik- húsin einnig aðal-hátíðarsalirnir. Vindan er sú eina sinnar tegundar sem varðveist hefur og er ennþá nothæf. __W-. -cýBft t- Parma. Reggio •Ferrara. c O) : , * .Modena ' > i a n .BOLOCNA R°magn a*«avenna Forli Rjmini Það var í þessu leikhúsi sem Kristján Jóhannsson söng Otello eftir Giuseppe Verdi nú í haust við mjög góðar undirtektir og hér varð Ruggero Raimondi, sem er kennari Ólafs Árna Bjarnasonar tenórs, frægur sem Don Giovanni. Það er hægt að heimsækja leikhúsið og fá leiðsögn um leyndardóma þess, ef þess er óskað. Kirkjur og torg Aðaltorgið í Bologna er eitt af fegurstu torgum Italíu og eru íbú- arnir virkilega stoltir af því. Við torgið stendur kirkja heilags Petronio sem er dýrlingur Bologna. Þetta er gífurleg bygging sem haf- ist var handa við að byggja hinn 7. júní 1390. Kirkjan er síðasta gotn- eska byggingin sem byggð var í Evrópu. Hún var hugsuð sem tákn veldis Bologna gegn stórborgar- veldi kirkju heilags Péturs í Róm, og voru kirkjur og hús jöfnuð við jörðu til að hægt væri að koma hinni nýju kirkju fyrir. Kirkjan er 132 metra löng, 57 metra breið og þar sem hún er hæst er hún 44 metrar. í kirkjunni eru 22 kapellur hver annarri fegurri. Önnur kirkja sem vert er að skoða er kirkja heilags Stefans sem stendur við piazza santo Stefano. Sagan segir að erkibiskupinn Petronio hafi á 5. öld viljað byggja þarna eftirlíkingu af helgidómnum á Golgata og voru byggingar þessar lengi kallaðar heilaga Jerúsalem. Byggingarnar eru 7 helgidómar og klaustur sem bættist við á 10. öld. Við viðhald árið 1880 hvarf klaustr- ið og kirkjunum fækkaði í fjórar, þó í daglegu tali sé ennþá talað um kirkjumar sjö. Kirkja heilags Stef- ans er mjög ólík öðrum kirkjum sem hægt er að sjá um alla Ítalíu þar sem hún er mjög lítið skreytt, næstum því fátækleg að sjá en í því liggur einnig fegurð hennar. Aðrar kirkjur sem vert er að skoða eru t.d. S. Giacomo Maggiore sem stendur við via Zamboni, Santa Maria dei servi sem er við strada Maggiore, S. Giovanni in Monte við samnefnda götu, S. Francesco, sem stendur við piazza Malpighi, svo að- eins einhverjar séu nefndar. Tortellini og lasagna Bologna er ekki bara fræg fyrir kirkjur og fagrar byggingar. Mat- urinn er eitt af því sem einkennir borgina og þekkja eflaust flestir Is- lendingar „pasta bolognese“, sem er hin heimsfræga kjötsósa sem sett er út á pastað og innfæddir Bolognabúar gera eftir kúnstarinn- ar reglum. Það sem kannski færri vita er að það er í Bologna sem tortellini og lasagna verða upphaflega tál. Hvað tortellini varðar þá eru til ótal sög- ur um uppruna þess en talið er nokkuð víst að það hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið á 10. öld. La- sagna er fyrst getið í ritum á 14. öld. Til að bragða á hinum ýmsu rétt- um sem einkenna Emilia-Romagna héraðið eru „osteriurnar“ rétti staðurinn. Osteria er nokkurs kon- ar krá sem hefur alla jafna upp á að bjóða mat og vín á mjög vægu verði, en saga þeirra nær aftur fyr- ir miðaldir. Þær hafa verið sam- komustaðir stúdenta um aldirnar og er oft mjög glatt á hjalla á kvöld- in og skiptir þá engu hvaða dagur vikunnar er. I dag eru um 200 krár og vínbarir í Bologna og fjölgar þeim ef eitthvað er. Þetta er einungis örlítið brot af því sem Bologna hefur upp á að bjóða og sýnir að það er alveg þess virði að heimsækja hana. Þeir sem það gera uppgötva þá hæðimar sem umlykja borgina og hvert íbú- arnir flykkjast um helgar, göngu- leiðina til san Luca, hin óteljandi söfn sem í borginni eru og svo mæt- ti lengi telja. Af þessu má sjá að Italía hefur fleiri gersemar heldur en Mflanó, Feneyjar, Flórens og Róm. iý yfirsést einangruninni, og hafa bæjaryfir- völd áhuga á að borgin myndi eins konar brú milli austurs og vesturs. Adríahafsborgin hefur upp á margt að bjóða. Piazza dell’Unita er hjarta borgarinnar en það er stórt og líflegt torg við ströndina og þar ríkir skemmtileg kaffi- húsastemmning. Torgið, sem ein- nig er ráðhústorg, er byggt í ný- klassískum stíl. Urmull af litlum antíkbúðum Ekki langt frá Piazza dell’Unita er elsti hluti bæjarins og ættu unn- endur gamalla hluta að finna þar eitthvað við sitt hæfi því í Via Rett- ori og Via della Beccherie er urmull af litlum antíkbúðum. Dómkirkjan San Giusto er ekki langt undan en hún var byggð á 14. öld. Morgunblaðið/Ómar RÁÐHUSIÐ stendur við Piazza dell’Unita torgið. FLORIDA Uppáhaldsveitingastaður Margrétar Waage er China Grill Eitt af því sem gerir China Grill einstakt er það sem kallast kynning eða „presentation" af þeim réttum sem boðið er uppá. Hver réttur er skreyttur á þann hátt að gestir upplifa ósvikna list í matargerð eins og hún gerist best. Hvað varðar forrétti mæli ég hiklaust með „China Grill Tristar" en það eru 3 forréttir sem matreiðslumeistari kvöldsins velur og er þá tekinn þriðjungur af þeim 3 forréttum sem mælt er með og borið fram sem einn forréttur. I mínu tilfelli var um að ræða ljúffeng laxahrogn, „sushi rolls“, og „temp- ura“ og það varð enginn fyrir vonbrigðum með valið. Einn af uppáhalds að- alréttum mínum á China Grill heitir „Spicy Tuna“ og á lítið skylt við þann túnfisk sem ég kaupi stundum í dós og nota sem álegg á brauð. Tún- fiskurinn á China Grill er skorinn í þunnar sneiðar og síðan grillaður „medi- um rare“ og fyrir vikið myndast þunnur stökkur hjúpur sem einkar gam- an er að bíta í. Kjötið á túnfisknum er rautt svip- að og um nautakjöt væri að ræða og eru gæðin slík að hver munnbiti bókstaflega bráðnar í munninum. Einnig er heimilt að nota stór pip- arkorn sem stráð er á túnfiskinn, en það er gestanna að ákveða hversu mikið notað er af piparkornunum. Mjög gott er að borða hrís- grjón blönduð grænmeti með túnfisknum. Ef stemmning er fyrir hendi er upplagt að enda velheppnað kvöld á China Grill með espresso kaffi og ábæti sem hægt er að deila á 4 gesti. „Tiramisu" er einkar gott með kaffinu en einnig má fá ís og súkkulaðiköku." Hér kemur svo heimilis- fangið: China Grill 404 Washington Avenue Miami Beach, FL 33139 (305)-534-2211 60 West 53 Street New York, NY10019 (212)-333-7788. meðal annars boðið upp á „la jotta“ súpu sem er ein- kennandi fyrir Trieste. Blómlegt menningarlff SKRUÐGARÐURINN við Miramare-höll, höllin sést í baksýn. Rómantísk ævintýrahöll Það er vel þess virði að skoða Miramare-höllina sem var byggð árið 1860 samkvæmt ósk austur- ríska prinsins og erkihertogans Ferdinand Maximilian af Habs- burg. Hann naut hallarinnar ekki lengi því hann var skipaður keisari í Mexikó 1864 og tekinn þar af lífi 19 júní 1867. Höllin hefur yfir sér rómantískan blæ þar sem hún stendur á kletti úti við ströndina umlukin stórum og fallegum skrúð- garði. í um 15 km norður af Trieste er áhugaverður dropasteinshellir, Grotta Gigante. Talið er að hann sé svo stór að sjálf Péturskirkjan í Róm gæti rúmast í honum. Matarmenning Triestebúa spannar allt frá hefðbundnu ítölsku eldhúsi yfir í slóvenska sérrétti, pylsur og súrkál. Vert er að smak- ka hvítvínið, Vitovska, sem fram- leitt er í nágrenninu. Einn af þekktustu matsölustöð- um bæjarins er Antica Trattoria Suban, við Via Comici, en þar er Trieste er þekkt fyrir kaffihúsin sín og má þar nefna „Caffe Tommaseo“ sem hefur verið starfrækt síðan 1830. Þangað kem- ur fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins til að njóta veitinganna og ýmissa listviðburða sem þar fara fram. Borgarbúar eru miklir leikhús- unnendur og geta þeir valið milli fjölda leikhúsa. Það elsta heitir Teatro Comunale Giuseppe Verde sem var stofnað 1801. Þurfi maður á kyrrð og hreinu lofti að halda er hægt að fara í göngutúra um fjalllendi Val Ros- andra sem er friðað náttúrusvæði rétt fyrir utan Trieste. Þýtt og stytt úr Politken/HBB. MÉR dettur í hug að segja þér frá uppáhaldsstaðn- um mínum á Flórída, en þangað hef ég farið nokkru sinnum og heim- sótt systur mín sem býr þar,“ segir Margrét Waage. „Staðurinn heitir China Grill og var upp- runalega opnaður í New York og er óhætt að segja að hann hafi fest sig fljótt í sessi þar í borg. Fyrir tveimur ár- um var ákveðið að opna samskonar stað á South Beach Miami. South Beach Miami hefur á undanförnum árum orðið einn vinsælasti ferða- mannastaður í Banda- ríkjunum, þar sem fólk víða úr heiminum kemur saman og nýtur góðs veðurs sem og úrvals góðra veitingastaða. Margir myndu ætla að nafnið á staðnum gæfi til kynna að austurlensk matargerð réði þar ríkj- um, en það sem uppá er boðið á lítið skylt við þá dæmigerðu austurlensku matargerð sem svo margir þekkja. Lítið er um sósur og olíur í þeim réttum sem í boði eru, því hráefnið á China Grill er fyrsta flokks og því er það maturinn sjálfur sem nýtur sín án allra óþarfa sósa o.s.frv. Hugmyndin sem liggur að baki því að snæða á Ghina Grill felst í því að allir við hvert borð deili matnum sín á milli og eru prjónar oft- ast notaðir við þá athöfn. T.d. ef 4 fara saman á China Grill þá er upplagt að panta 2 forrétti og 2 aðalrétti því að hver skammtur er stærri en gengur og gerist á öðr- um veitingahúsum. Hver og einn hefur sinn eigin disk og er svo matnum deilt á diskana og þá hef- st það sem China Grill kallar listina að deila eða „the art of sharing“. Það fyrsta sem ég kom auga á þegar á staðinn var komið er hversu hátt SYSTURNAR Margrét og Kristín Waage á China Grill á Flórída. GRIÐARLEG stemmning er oft þegar líða tekur á kvöldið og mannlífið Qölskrúðugt. Allir við borðið deila með sér matnum er til lofts og setur það mikinn svip á staðinn. Mjög skemmtileg tónlist er spiluð sem eykur á vellíðan þeirra sem á staðnum eru. Barinn er stór og iðulega þéttsetinn og geta þeir sem vilja snætt á barnum. Eldhús- ið á China Grill er lokað milli 1 og 2 á nóttunni og fyrir vikið verður oft gríð- arleg stemmning þegar líða tekur á kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.