Morgunblaðið - 18.05.1997, Page 1
fHffgunltibifrUk
ATVINNU/RAD-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
Starf fyrir alþjóðlegt
símafyrirtæki
Óskað er eftir sjálfstætt hugsandi og framtakssömum einstakl-
ingum alls staðar af landinu til þess að starfa fyrir alþjóðlegt
símafyrirtæki.
Húshald í Kaup-
mannahöfn
Barngóð manneskja óskast til að annast húshald hjá 4ra
manna íslenskri ijölskyldu (tvö börn) í Kaupmannahöfn frá
byrjun ágúst í ár eða lengur. Laun skv. samkomulagi.
Organisti í 80% starf
Starf organista við Hveragerðis- og Kotstrandarkirkju er laust
til umsóknar og er um 80% stöðu að ræða. Umsóknir sendist
til formanns sóknarnefndar, Laufeyjar S. Valdimarsdóttur,
Þelamörk 40, 810 Hveragerði. Umsóknarfrestur er til 20. júní.
Atvinnuleysi í febrúar, mars og apríl 1997
Hlutfall atvinnulausra
FIRÐIR
af heildarvinnuafli
Á höfuðborgarsvæðinu standa
4.111 atvinnulausir á bak
við töluna 5,2% í apríl
og hafði fjölgað um 224
frá því í mars. Alls voru
6.288 atvinnulausir
á landinu öllu (4,7%)
í april og hafði
fjölgað um 253
frá því í mars.
5,1*5,
VEST
NORÐUR
LAND
EYSTRA
\
3.8%
NORÐUR
LAND
VESTRA
AUSTUR
VESTURLAND
HÖFUÐBO
SVÆÐIÐ
GAR
ihm
SUÐURLAND
SUÐURNES
LANDS-
BYGGÐIN
F M A
LANDIÐ ALLT
F M A
Rafvirkjar og raf-
eindavirkjar
Securitas vill ráða rafvirkja og rafeindavirkja með sveinsrétt-
indi og helst reynslu til að vinna við hönnun, uppsetningu og
þjónustu við öryggiskerfi. Hreint sakavottorð, snyrtimennska
og góð þjónustulund eru skilyrði.
Húsnæði til notkunar
í kvikmynd í júní
| íslenska kvikmyndasamsteypan vill leigja húsnæði á jarðhæð
| til notkunar í kvikmynd í júnímánuði. Húsnæðið þarf að vera
á stór-Reykjavíkursvæðinu, vera rúmgott, hafa anddyri, stofu,
eldhús, gang og tvö herbergi.
Námskeið í kynning-
artækni og framsögn
Iðntæknistofnun býður upp á leiðbeinendanámskeið þar sem
farið er í helstu þætti í kynningartækni og framsögn. Verður
það haldið dagana 26.-28. maí nk. og kostar 16.500 krónur.
Stóðhesturinn Frami
Stóðhesturinn Frami frá Ragnheiðarstöðum verður á húsnotk-
un að Faxabóli 2/2 og í girðingu að Ragnheiðarstöðum. Allar
upplýsingar og pantanir í Ástund.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Hátíðarsamkoma verður hjá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í
dag kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Söngur, nið-
urdýfingarskírn. Útvarpsguðsþjónusta á annan í hvítasunnu.
Atvinnuleysi
á landinu 4,7%
í aprílmánuði
Austurlandi 3,2% og 2,2% á Vest-
fjörðum.
Búist við minna
atvinnuleysi í maí
í frétt frá Vinnumálaskrifstofu
félagsmálaráðuneytisins kemur
fram að búast megi við því að at-
vinnuleysi minnki eitthvað í maí
og geti orðið á bilinu 4,1%—4,5%.
„Undanfarin 10 ár hefur atvinnu-
leysi minnkað um 8,2% að meðal-
tali frá apríl til maí en atvinnuleysi
hefur ávallt minnkað milli þessara
mánaða undanfarin tíu ár.“
Búast má við því að árstíða-
sveiflna fari að gæta nokkuð með
fjölgun starfa hjá sveitarfélögum
og við verklegar framkvæmdir auk
þess sem síldar- og loðnuvertíð er
hafin. Hins vegar fjölgar nokkuð
á vinnumarkaðnum í maímánuði
og því fylgir alltaf nokkur óvissa
með tilliti til sumarstarfa, segir
ennfremur í frétt.
Framboð af lausum störfum hjá
vinnumiðlunum í lok aprílmánaðar
hefur aukist nokkuð frá marsmán-
uði og voru um 68 störf laus hjá
vinnumiðlunum í lok apríl.
Það sem af er árinu 1997 hafa
verið gefin út samtals 363 atvinnu-
leyfi. Þau skiptast þannig að 202
eru ný tímabundin atvinnuleyfi,
111 eru framlengingar á tíma-
bundnum leyfum, 37 eru óbundin
atvinnuleyfi. Sex eru námsmanna-
leyfi, sex vistráðningarleyfi og eitt
atvinnurekstrarleyfi.
ATVINNULEYSI í aprílmánuði jafngildir því
að 6.288 manns hafi verið að meðaltali á at-
vinnuleysisskrá í mánuðinum, sem jafngildir
4,7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði.
Atvinnulausum fjölgaði um 253 frá marsmán-
uði en miðað við aprílmánuð í fyrra fækkaði
atvinnulausum um 338.
Atvinnuleysi skiptist þannig
milli karla og kvenna að 2.637
karlmenn voru atvinnulausir í apríl
og 3.651 kona. Þessar tölur jafn-
gilda því að atvinnuleysi meðal
karlmanna sé 3,5% og 6,4% hjá
konum.
Síðasta virkan dag aprílmánaðar
voru 6.456 á atvinnuleysisskrá en
það er um 377 færri en í lok mars-
mánaðar. Atvinnulausum fjölgar í
heild að meðaltali um 4,1% frá
marsmánuði en hefur fækkað um
5,1% frá apríl í fyrra.
Síðustu tólf mánuði voru að
meðaltali um 5.597 manns að
meðaltali atvinnulausir eða 4,2%
en árið 1996 voru um 5.790 manns
að meðaltali atvinnulausir eða
4,3% af mannafla á vinnumarkaði.
Að meðaltali búa um 65% at-
vinnulausra á höfuðborgarsvæð-
inu og 35% á landsbyggðinni. Ef
litið er til atvinnuleysis í einstök-
um landshlutum var það hlutfalls-
lega mest á Norðurlandi vestra
eða 5,3%. Næstmest er atvinnu-
leysi á höfuðborgarsvæðinu 5,2%,
Norðurlandi eystra 4,4%, Suður-
nesjum 4,3% en þar eykst atvinnu-
leysið hlutfallslega mest, Suður-
landi 4,0%, Vesturlandi 3,6%,
Vega-
vinna
boðin út
HAGVON á Króksfjarðarnesi
reyndist eiga lægsta tilboðið í veg-
arkaflann Djúpvegur, Strandasel,
Ögur, en tilboð voru opnuð á
fimmtudag.
Sex tilboð bárust en kostnaðar-
áætlun nam 45,5 m.kr.
Tilboð Hagvonar var 31,9 m.kr.,
Fylling hf., Hólmavík, bauð 37,7
m.kr., Græðir á Flateyri 40,6
m.kr., Jón og Magnús ehf. ísafirði
buðu 45,1 m.kr, Sveinn Árnason í
Varmahlíð 46,3 m.kr. og JVJ hf.,
Hafnarfirði, bauð 62,6 milljónir
króna.
Sama dag voru opnuð tilboð í
fyrirhugaðar framkvæmdir vegna
klæðninga á Austurlandi. Þar átti
Malarvinnslan á Egilsstöðum
lægsta tilboð, 17,9 m.kr. en kostn-
aðaráætlun var 22,6 m.kr. Slitlag
ehf., Hellu, bauð 18,9 m.kr., Borg-
arverk Borgarnesi 19,8 m.kr. en
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða
21,1 og Klæðning í Garðabæ 21,2
m.kr.
Yfirlagnir
í Reykjanesumdæmi
Um klæðningar á Vesturlandi
kepptu fjögur fyrirtæki og þar
bauð Borgarverk lægst, 25,2 m.kr.
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða
bauð 26,3, Slitlag, Hellu, 26,5
m.kr. og Klæðning, Garðabæ, 27
m.kr en kostnaðaráætlun var 23,7
m.kr.
Klæðning átti hins vegar lægsta
tilboð í yfirlagnir í Reykjanesum-
dæmi, 19,7 m.kr. Slitlagbauð 19,9,
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða
20,4 m.kr. og Borgarverk 21,9
m.kr. Kostnaðaráætlun hönnuða
nam 20,8 m.kr.