Morgunblaðið - 18.05.1997, Qupperneq 8
8 E SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Mötuneyti
EIMSKIP
EIMSKIP leggur áherslu
á að auka hlut kvenna í
ábyrgðarstöðum hjá
félaginu og þar með
stuðla að því að jafna
stöðu kynjanna á
vinnumarkaði.
HF. Eimskipafélag Islands óskar að
ráða starfsmann í mötuneyti félags-
ins að Pósthússtræti 2.
Um tvö hlutastörf er að ræða, annað frá
kl. 8.00-13.00 og hittfrá kl. 11.30-16.00.
Starfið felst í:
Undirbúningi hádegisverðar.
Framreiðslu kaffiveitinga.
Tiltekt og frágangi í mötuneyti.
Hæfniskröfur:
Reglusemi og snyrtimennska.
Þægileg framkoma.
Þjónustulund.
Vinsamlega athugið að umsóknar-
eyðublöð og allar nánari upplýsingar eru
eingöngu veittar hjá Hagvangi hf.
Umsóknum skal skilað til Hagvangs hf
fyrir 22. maí n.k.
Hagvangur hf
Skeifan 19
108Reykjavík
Sími: 581 3666
Bréfsími: 568 8618
Netfang:
hagvang@tir.skyrr.is >
Veffang:
http://www.apple.is
/hagvangur „
HAGVANGUR RADNINGARÞJÓNUSTA
Rétt þekking á réttum tima
-fyrir rétt fyrirtæki
REYKJANESBÆR
SfMI 421 6700
Skólaskrifstofa
Skólasálfræðingur
Lögð er áhersla á að sálfræðileg og kennslu-
fræðileg menntun nýtist sem best í skólastarfi.
Gerð er krafa um sálfræðimenntun og kennslu-
fræðilegan bakgrunntil skólaráðgjafar, leið-
sagnarog greiningarog hæfni í mannlegum
samskiptum.
Kennslufulltrúi
Starfið felur í sér m.a. umsjón með skipulagn-
ingu sérkennsluþjónustu og ráðgjöf við skóla
um framkvæmd sérkennslu, kennsluráðgjöf
vegna bekkjarkennslu, greiningar og leiðsögn.
Umsækjendur skulu hafa sérkennaramenntun.
Laun skv. kjarasamningum STRB og KÍ.
Umsóknarfrestur um báðar stöður er til
23. maí nk.
Upplýsingar veitir Eiríkur Hermannsson,
skólamálastjóri Reykjanesbæjar, í síma
421 6700. Umsóknir berist Skólaskrifstofu
Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, 230 Keflavík,
Reykjanesbæ.
Skólamálastjóri.
Lyfjafræðingur
Vegna aukinna viðskipta óskum við að ráða
lyfjafræðing í fullt starf.
Um er að ræða vaktavinnu þar sem hluti vinnu-
tímans er á kvöldin og um helgar.
Reynsla úr apóteki er æskileg.
Við leitum að lyfjafræðingi sem:
— hefur frumkvæði og faglegan metnað
— er þægilegur í umgengni og hefur gaman
afað miðla af þekkingu sinni til annarra
— hefur auga fyrir viðskiptum og þörfum við-
skiptavinarins
Ahugasamir vinsamlegast sendið umsókn til
Lyfju, Lágmúla 5. Frekari upplýsingar veitir
Ingi Guðjónsson í síma 533 2300.
Lyfja var fyrsta apótekið sem var opnað í Reykjavík eftir gildistöku
ákvæða nýrra lyfjalaga fyrir rúmu ári. Frá upphafi hefur Lyfja lagt
áherslu á lægra lyfjaverð og lengri afgreiðslutíma þ.e. kl. 9-22 alla
daga. í Lyfju er lyfjaafgreiðslan í opnu umhverfi þar sem lyfjafræðing-
ar eru í beinum tengslum við viðskiptavini. Eitt af meginmarkmiðum
Lyfju er að brydda sífellt upp á nýjungum neytendum til hagsbóta.
Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna hf
Skjalagerð
Óskum eftir að ráða starfsmann í Flutninga- og
skjalagerðardeild okkar. Starfið felst í tollskýrslugerð,
frágangi vottorða, útgáfu vörureikninga og farmbréfa,
samskiptum við markaðsskrifstofur erlendis ásamt
öðrum störfum sem deidarstjóri felur starfsmanni.
Viðkomandi þarf að hafa góða enskukunnáttu ásamt
þekkingu og/eða reynslu af hliðstæðum störfum.
I boði er krefjandi starf hjá mjög öflugu fyrirtæki.
Sölumiðstöð hraðffystihúsanna hf. er stærsti
útflytjandi sjávarafurða frá Islandi. Fyrirtækið rekur
sölunet sem spannar þrjár heimsálfur með sölu-
skrifstofum og dótturfyrirtækjum í átta löndum.
Áhugasamir sendi skriflegar umsóknir til
Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna hf.,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavík, merkt:
Flutningar og skjala-
gerð - starfsumsókn.
S0LUMIÐST0Ð
HRAÐFRYSTIHÚSANNA HF
Umsóknarfrestur er
til 23. maí 1997.
Aðalstræti 6,101 Reykjavik
Sími: 560 7800 • Fax: 562 1252
X
X
f í t
n
AUGLYSINGASTOFA
LIFANDI STARF A AUGLYSINGASTOFU
Starfið felst í bókhaldi og margvíslegum öðrum
skrifstofustörfum.
Við leitum að lifandi. jákvæðum og metnaðar-
fullum starfskrafti sem er tilbúinn til að axla ábyrgð
og vaxa í starfi.
A.m.k. stúdentspróf. reynsla af bókhaldi og skrifstofu-
störium. þekking og færni í vinnu með ritvinnslu og
töflureikni.
Nauðsynlegt er að viðkomandi sé opinn fyrir því
starfi sem fram fer á auglýsingastofu. sem er lifandi
vinnustaður og býður upp á mikla möguleika.
Skriflegar umsóknir skal senda til:
HABKÖUNN
A AKUREYRI
Starf framkvæmdastjóra
Laust er til umsóknar starf framkvæmdasjtóra
Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri.
Stofnunin starfar að verkefnum ertengjast
kennslusviðum Háksólans á Akureyri, a) heil-
brigðissvið, b) kennslusvið, c) rekstrarsvið,
d) sjávarútvegssvið/ matvælasvið. Hjá stofnun-
inni störfuðu að meðaltali 4 starfsmenn á sl.
ári.
Umsóknirskulu berast stofnuninni í síðasta
lagi 3. júní nk. og er æskilegt að umsækjendur
geti hafi ðstörf sem fyrst eftir þann tíma. Um-
sóknir sendist RHA, pósthólf 224, 602 Akureyri,
merktar: „umsókn — framkvæmdastjóri".
Nánari upplýsignar veita núverandi fram-
kvæmdastjóri, Gunnlaugur Sighvatsson og
stjórnarformaður, Jón Þórðarson, í síma 463
09090.
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri.
rtor
RÍK/SÚTVA f?P/Ð
Laus störf
Ríkisútvarpið auglýsir eftirtajin störf laus til
umsóknar hjá tæknideild Útvarpsins:
Störf verkfrædinga með BS eða MS próf í
rafmagns-, tölvu- eða kerfisverkfræði.
Starfssvið er m.a. við þróun og uppbyggingu
netkerfa og stafræns hljóðvinnslubúnaðarfyrir
útsendingar- og upptökukerfi og netþjónustu.
Góð enskukunnátta og þekking á Windows
NT stýrikerfinu skiptir miklu máli.
Störf rafeindavirkja, m.a. við uppsetningu
og viðhald stafræns hljóðvinnslubúnaðar og
netkerfa fyrir útsendingar- og upptökukerfi
og netþjónustu. Starfsreynsla er nauðsynleg.
Umsækjendur um ofangreind störf þurfa að
hafa frumkvæði, geta starfað í samstilltum
hópi og hafa ánægju af mannlegum samskipt-
um, auk þess að hafa áhuga á lifandi og fjöl-
breyttri vinnu við nýja fjölmiðlunartækni.
Umsóknir um þessi störf geta gilt í sex
mánuði.
Umsóknarfrestur er til 2. júní og ber að skila
umsóknum í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1 eðatil
Sjónvarpsins, Laugavegi 176, á eyðublöðum
sem fást á báðum stöðum. Nánari upplýsingar
veittar í símum 515 3310 og 515 3000.
Staða endur-
menntunarstjóra
við Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum,
Ölfusi er laus til umsóknar
Starfið felst m.a. í skipulagningu og umsjón
með framkvæmd námskeiða og fræðslufunda
á vegum Garðyrkjuskólans, jafnt endurmennt-
unarnámskeiða fyrir starfandi garðyrkjumenn
og fræðslufundum fyrir almenning. Endur-
menntunarstjóri vinnur einnig að almenna-
tengslum, félagsmálum nemenda og kennslu
á því sviði. Hann hefur umsjón með ýmsum
öðrum fræðslumálum eftir nánari ákvörðun
hverju sinni.
Endurmenntunarstjóri skólans sér um sam-
skipti við endurmenntunarnefndirnarsem
starfandi eru á hverju námssviði og sem
skipaðar eru fulltrúum úr atvinnulífinu.
Reynsla af störfum eða verkefnum tengdum
fjölmiðlum er æskileg.
Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfs-
manna.
Starfið verður veitt frá 1. september 1997.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
fyrri störf skulu berasttil skólastjóra Garðyrkj-
uskóla ríkisins, Reykjum, Ölfusi, 810 Hvera-
gerði fyrir 18. júní 1997 og veitir hann einnig
frekari upplýsingar.
Garðyrkjuskóli ríkisins.
Ritstjóri
Markaðs- og fjármálastjóri
Við leitum að starfsfólki,
sem hefur til að bera
frumkvæði, sjálfstæði,
samviskusemi og
hugmyndaaugðgi.
Ritstjóri unglingablaðs
Áskilin er starfsreynsla f
fjölmiölun/útgáfu og góö
íslenskukunnátta. Ekki er um að
ræða fullt starf.
Markaðs- og fjármálastjóri
stýrir markaösmálum, bóka-og
blaðaútgáfu, annast tjármál og
bókhald. Askilin er þekking á
markaðsmálum, bókhaldi og
tölvum.
Umsóknir sendist til afgreiðslu
Morgunblaðsins, merktar "Æskan"
í síðasta lagi 26 maí n.k.
Stórstúka Islands gefur út Æskuna og
nokkrar bækur árlega. Nú eru 100 ár
síðan blaöið hóf göngu sína. A þessum
tímamótum hefur verið ákveöiö aö
sérhæfa Æskuna sem barnablaö og
gefa út nýtt unglingablaö - til aö koma
til móts viö eindregnar óskir margra
lesenda. Áhersla er lögö á aö ráöa
bindindisfólk.