Morgunblaðið - 18.05.1997, Side 9

Morgunblaðið - 18.05.1997, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 E 9 REKSTRAR-/VEITINGASTIÚRI BORGARNES Laus er til umsóknar staða rekstrar-/veitingastjóra , hjá veitingahúsinu Búðarkletti. Starfssvið • Stjórnun og rekstur fyrirtækisins. • Markaðs- og kynningarmál. • Þjónusta og samskipti við viðskiptavini. Hæfniskröfur • Viðskiptamenntun eða haldgóð reynsla úr veitingarekstri. • Þjónustulund, skipulags- og samstarfshæfni. Nánari upplýsingar veitir Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði f síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 29. maí n.k. merktar: "Veitingastjóri”. RÁÐGARÐURhf SIJÓRNONARCXSREKSIFARItÁEXgÖF FnragarAI 5 108 R«yk]«*ik Sinl 833 1100 Pm 833 1808 lUtfangi rgmldlunOtraknat.la HalmaalSai httpi/Zwww.tralinat.la/radgardur HRÍSEYJARHREPPUR Grunnskóli Hríseyjar Skólastjóri Laus er staða skólastjóra Grunnskóla Hríseyjar frá og með 1. ágúst nk. Kennarar Lausareru kennarastöður við Grunnskólann í Hrísey. Um er að ræða almenna kennslu yngri barna og kennslu á unglingastigi í 7.-9. bekk. Æskileaarkennslugreinará unglingastigi eru danska, stærðfræði, raungreinar, íslenska, myndmennt og íþróttir. Leikskólakennari Laus erstaða leikskólakennara (leikskólastjóra) við leikskólann Smábæ í Hrísey. í boði erflutningsstyrkur og aðstoð við að út- vega húsnæði á hagstæðu verði. Allar nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í síma 466 1762 og formaður skólanefndar í síma 466 1770. Umsóknarfrestur er til 26. maí nk. Grunnskólinn í Hrísey er vel búinn einsetinn skóli, með aðstöðu til mynd-, hand- og heimilisfræðikennslu. Þar er góð starfsaðstaða kennara. Nemendur í skólanum eru 40. Leikskólinn Smábaérer í tveimur deildum f.h. og e.h. með u.þ.b. 20 börn. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. auglýsir eftir Markaðsráðgjafa Markaðsráðgjafi aðstoðar atvinnulífið við at- huganir á nýjum viðfangsefnum sem atvinnu- ráðgjafi á markaðssviði. Markaðsráðgjafi leitast við að skapa ný verk- efni fyrir atvinnulífið á Vestfjörðum á ýmsum framleiðslusviðum í tengslum við markaðs- möguleika bæði innlendis og erlendis. Litið er m.a. til þeirra möguleika sem skapast hafa við aðild íslands að evrópsku efnahags- svæði með bein tengsl vestfirskra fyrirtækja við markaði erlendis. Umsækjendur þurfa að hafa menntun og/eða reynslu á sviði markaðsráðgjafar eða sambæri- legra starfa. Ráðið verður í starfið frá og með 1. júlí 1997. Umsóknarfrestur ertil 30. mai 1997. Nánari upplýsingar veitirElsa Guðmundsdótt- ir, sími 456 4780, Halldór Halldórsson, sími 456 3170 og Aðalsteinn Óskarsson, sími 456 4633. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. er nýtt framsækið og metnaðarfulit félag sem er ætlað að stuðía að auknum fjölbreytileika atvinnulífsins á Vestfjörðum. Lögð er áhersla á að starfsmenn séu áhugasamir, hafi ríkt frumkvæði og veiti atvinnulífinu trausta þjónustu. Starfsmenn félagsins eru nú atvinnuráðgjafi sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri félagsins og ferðamálafulltrúi. Starfssvæði félagsins er Vestfirðir allir. LANDSPÍTALINN .../ þágu mannúðar og vísinda... Apótek Landspítalans 1) Lyfjafræðingur óskast í 100% starf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Um fjölbreytt og áhuga- vert starf er að ræða. 2) Lyfjatæknir óskast í 100% starf. Ráðið verður í bæði störfin sem fyrst. Umsókn- arfrestur er til 2. júní nk. Upplýsingar veitir Rannveig Einarsdóttirfor- stöðumaður í síma 560 1617. Röntgen- og myndgreiningardeild 1) Deildarlæknir/aðstoðarlækniróskast í 100% stöðu með þátttöku í vöktum á deildinni. Æski- legur ráðningartími er 6-12 mánuðir eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur ertil 15. júní nk. Upplýsingar veitir Ólafur Kjartansson, forstöðu- læknir í síma 560 1070. 2) Yfirröntgenlæknir óskast til að hafa yfirum- sjón með barnastofu. Starfshlutfall 100% eða eftirsamkomulagi. Umsóknarfresturertil 13. júní nk. Ef ráðinn verður röntgentæknir sem nú starfar á deildinni þá losnarstaða röntgentæknis með fullri þátttöku í vöktum. 3) Röntgentæknir óskast í 100% starf með fullri þátttöku í vöktum á deildinni. Starfshlutfall og vinnutími geturverið samkomulagsatriði. Um- sóknarfrestur ertil 15. júní nk. Upplýsingar um röntgentæknastöðurnar veitir Nanna Friðgeirsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 1077. Umsóknirfyrirofantalin störf gilda í 3 mánuði. 4) Tæknimaður óskast frá 1. júlí í 100% starf. Upplýsingar veitir Mitta Tyrfingsson, skrifstofu- stjóri, í síma 560 1084.____________ Hjúkrunarfræðingar ósksu 1) Á barna- og unglingageðdeild frá 1. júní n.k. Starfshlutfall eftir samkomulagi á morgun- og kvöldvöktum. Unnið samkvæmt fjölskyldu- miðaðri hjúkrun. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í geðhjúkrun eða hjúkrun barna og unglinga. Upplýsingar veitir Eydís Sveinbjarnardóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 560 2500. 2) Ágöngudeild geðdeildar, 31E á Landspí- talalóð. A deildinni er m.a. veitt þjónusta við bráðveika, og þarferfram eftir- og stuðnings- meðferð. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu/sérmenntun í geðhjúkrun. Upplýsingar veitir Björg Guðmundsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri í síma 560 2600. Meinatæknir óskasi á rannsóknastofu Landspítalans í veirufræði að Ármúla 1A. Ráðið verður í starfið sem fyrst til eins árs með möguleika á framlenginu. Um- sóknir berist til dr. Arthurs Löve, yfirlæknis, Ár- múla 1A, pósthólf 8733,128 Reykjavíkfyrir4. júní nk., en hann veitir jafnframt upplýsingar í síma 560 2420. '-----------------------------------------------> Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöd fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18, og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu verður tekin. >.______________________________________________* Heilsugæslustöðin á Akranesi Staða læknis við Heilsugæslustöðina á Akra- nesi er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu til 31.12.'97. Staðan er laus strax. Æskilegt er að viðkomandi hafi sérfræðimenntun. Á heilsugæslustöðinni á Akranesi starfa 3 læknar. Umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra fyrir 25. maí nk. Auk þess er auglýst eftir afleysingalækni tíma- bilið 1. júni til 31. ágúst. Nánari upplýsingar gefur Reynir Þorsteinsson yfirlæknir, vinnusími 431 2311 og heimasími 431 2434. Dalb heimili aldraðra H j ú kr u n a rf o r stj ó r i Langar þig að breyta til? Þá er laus staða hjúkrunarforstjóra við Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Stöðuhlutfall eftir samkomulagi. Hjúkrunarfræðingarsinna bakvöktum heima fyrir. Á Dalbæ eru íbúar 44 þar af 20 á hjúkrunardeild. I tengslum við heimilið er einnig rekin dagvistun og félagsstarf fyrir aldraða. Aðstoðum við útvegun á húsnæði. Á Dalvík eru tveir leikskólar, góð aðstaða til íþróttaiðkunar og útivistar jafnt sumar sem vetur. Einnig er öflugt félagslíf. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af stjórnunarsstörfum. Umsóknarfrestur ertil 9. júní nk. Launakjörskv. samningi Félags ísl. hjúkrunar- fræðinga og fjármálaráðuneytisins. Hafir þú áhuga á fjölbreyttu og krefjandi starfi, hafðu þá samband við hjúkrunarforstjóra eða forstöðumann í símum 466 1378 og 466 1379. Bifvélavirki/vélvirki Eimskip óskar eftir að ráða bifvélavirkja/ vélvirkja til starfa á vélaverkstæði fyrirtækisins í Sundahöfn. Viðkomandi þarf að vera reglu- samur og vanur góðri umgengni og geta unnið á vöktum. Óskað er eftir starfsmanni með: • full réttindi í iðninni, • reynslu í viðgerðum á þungavinnuvélum og vörubílum, • reynslu í vinnu við raf- og vökvakerfi. Við bjóðum fjölbreytt og krefjandi starfsum- hverfi hjá traustu fyrirtæki. Hægt er að fá frek- ari upplýsingar um starfið hjá Stefáni Alexand- erssyni, verkstjóra vélaverkstæðis, í síma 525 7531. Umsóknareyðublöð liggja fyrir á skrifstofu EIMSKIPS í Sundakletti. Vinsamlega skilið um- sóknum til Kristínar Waage, starfsþróunardeild EIMSKIPS, Sundakletti, í síðasta lagi 22. maí nk. EIMSKIP EIMSKIP leggur áherslu á að auka hlut kvenna í ábyrgðastöðum hjá félaginu og þar með stuðla að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. VÉLSKÓLI ÍSLANDS Tækjafræðingur Staða tækjavarðar í verklegri vélfræði-, vél- og rennismíði er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf sem spannar eftirfar- andi verksvið: • Smíði á kennslutækjum, viðhald, viðgerðir og þrif á tækjum. • Yfirumsjón með verkfæra- og varahlutalager skólans. • Undirbúa kennsluaðstöðu fyrirverklega kennslu og aðstoð við ýmis verkefni. • Pöntun og aðdrætti á efni og verkfærum. Umsækjandi þarf að vera vélvirki og æskilegt er að hann sé vélfræðingur. Launakjör eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Skólameistari veitir nánari upplýsingar í síma 551 9755. Umsóknarfrestur ertil 30. júní og skal skrifleg umsókn send til Vélskóla Islands, Sjó- mannaskólahúsinu v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. Skólameistari. Verkstjóri Myllan ehf. óskar að ráða vanan mann til verk- stjórnarstarfa við vegagerð og aðrar jarðvegs- framkvæmdir. Umsækjandi þarf að hafa reynslu í stjórnun, auk þekkingar á hönnunargögnum og verk- bókhaldi. Upplýsingar gefur Unnar H. Elisson í síma 471 1717 vs. oq 471 1192 hs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.