Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 E 17
Byggingakrani
Til sölu góöur byggingakrani, tegund Libherr
27K, 30 m bómulengd.
Upplýsingar í símum 896 3782 og 565 1982.
KEIMIMSLA
GARÐYRKJUSKÓLI RÍKISINS
REYKJUM — ÖI.FUSI
Næstu námskeið
Garðyrkjuskólans
Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi, vekur
athygli á næstu endurmenntunarnámskeiðum.
• Laugardagur 24. maí. Landgræðsla- og
skógrækt á rýru landi. Nánsmeiðið er haldið
í garðyrkjuskólanum og stendurfrá kl. 10.00
til 17.00.
• Laugardagur 24. maí. Skóg- og trjárækt
fyrir sumarbústaðaeigendur. Námskeiðið
er haldið í félagsheimilinu Aratungu í Biskups-
tungum og stendurfrá kl. 10.00 til 16.00.
• Laugardagur 24. maí. Matjurtir í heimilis-
garðinum. Námskeiðið er haldið í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja í Keflavík og stendur
frá kl. 13.00 til 18.00.
• Fimmtudagur 29. maí. Matjurtir í skóla-
görðum. Námskeiðið erætlað umsjónamönn-
um skólagarða. Það verður haldið í Garðyrkj-
uskólanum og stendurfrá kl. 10.00 til 16.00.
• Föstudagur 30. maí. Notkun og meðhöndl-
un sumarblóma og fjölærra plantna. Nám-
skeiðið er ætlað áhugafólki og þeim sem lítið
eða ekkert hafa unnið með sumar- eða fjölær
blóm. Leiðbeinandi verður Björgvin Steindórs-
son forstöðumaður Lystigarðsins á Akureyri.
Námskeiðið verður haldið í Garðyrkjuskólan-
um og stendurfrá kl. 13.00 til 17.00.
• Laugardagur31. maí. Matjurtir íheimilis-
garðinum. Námskeiðið verður haldið á Aku-
reyri og stendurfrá kl. 10.00 til 16.00.
• Laugardagur 31. maí. Trjágróður í mis-
munandi umhverfi. Námskeiðið verður
haldið á Akureyri og stendur frá kl. 10.00 til
16.00. Leiðbeinandi verður Kristinn H. Þor-
steinsson garðyrkjufræðingur.
• Ath. Einnig er vakin athygli á fjölmörgum
blómaskreytinganámskeiðum næstu vikurnar
fyrir byrjendur og fólk með reynslu.
Skráning og nánari upplýsingar um námskeið-
in gefur Magnús Hlynur Hreiðarsson endur-
menntunarstjóri Garðyrkjuskólans í síma
483 4061 eða starfsmenn skrifstofu skólans
í síma 483 4340 alla virka daga frá kl. 08.00
til 16.00.
KENNARAHÁSKÓLI ÍSIANDS
Inntökupróf
til kennaranáms
Inntökupróf til kennaranámstil B.Ed. prófs
verður haldið í Kennaraháskóal íslands
v/Stakkahlíð 31. maí kl. 13:00. Til greina kemur
að halda prófið á fleiri stöðum ef þess er
óskað.
Prófið verður einnig haldið 6. júní kl. 13:00,
en þá aðeins í Reykjavík.
Umsækjendur eru beðnir um að skrá sig í
prófið skriflega fyrir 26. maí. Að öðrum kosti
geta þeir gert það í síma 563 3803 eða 563 3804
föstudaginn 23. maí og mánudaginn 26.
maíkl. 13:00—16:00. Viðskráningu þarf
að koma fram ef óskað er eftir að taka prófið
utan Reykjavíkur.
Umsækjendursem dvelja erlendis á þessum
tíma gera grein fyrir því í umsókn sinni hvers
vegna þeir geti ekki tekið prófið
í prófinu þarf að skrifa stutta ritgerð á íslensku
og þýða enskan og danskan texta. Prófið verð-
ur notað sem einn þáttur af mörgum við val
á umsækjendum.
Kennslustjóri.
Frá Háskóla íslands
Skrásetning nýrra stúdenta
Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Há-
skóla íslands háskólaárið 1997-1998 ferfram
í Nemendaskrá, í aðalbyggingu Háskólans dag-
ana 22. maí-5. júní 1997. Umsóknareyðu-
blöð fást í Nemendaskrá sem opin er kl. 10-17
hvern virkan dag á skráningartímabilinu.
Stúdentspróf er inntökuskilyrði í allar deildir
Háskólans, en athugið þó eftirfarandi: Þeir,
sem hyggjast skrá sig til náms í lyfjafræði
lyfsala, skulu hafa stúdentspróf af stærðfræði-
, eðlisfræði- eða náttúrufræðibraut og þeir,
sem hyggjast skrá sig til náms í raunvísinda-
deild (allar greinar nema landafræði), skulu
hafa stúdentspróf af eðlisfræði- eða náttúru-
fræðibraut.
í eftirtöldum greinum eru samkeppnispróf við
lok haustmisseris í desember og fjöldi þeirra
sem öðlast rétt til að halda áfram námi á síðara
misseri takmarkaður (fjöldi í sviga): lækna-
deild, læknisfræði (36), lyfjafræði (12), hjúkrun-
arfræði (60), sjúkraþjálfun (18) og tannlækna-
deild (6).
Hjúkrunarfræðingar sem hyggjast skrá sig
í sérskipulagt nám til B.S. prófs skulu skrá sig
á framangreindu tímabili, 22. maí — 5. júní. At-
hygli er vakin á því að líklegt er að einungis
verði boðið upp á að hefja sérskipulagða námið
í þeirri mynd sem það er nú næstu tvö árin.
Við nýskrásetningu skrá stúdentar sig
jafnframt í námskeið á komandi haust-
og vormisseri.
Umsóknum um skrásetningu skal fylgja:
1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófs-
skírteini.(Ath! Öllu skírteininu. Hið sama
gildir þótt stúdentsprófsskírteini hafi áður
verið lagt fram).
2) Skrásetningargjald: kr. 24,000.
3) Ljósmynd af umsækjanda.
Ljósmyndun vegna stúdentaskírteina fer fram
í skólanum í september 1997.
Ekki ertekið á móti beiðnum um nýskrásetn-
ingu eftir að auglýstu skrásetningartímabili lýk-
ur 5. júní nk. Athugið einnig að skrásetningar-
gjaldið er ekki endurkræft eftir 20. ágúst 1997.
Mætið tímanlega til að forðast örtröð.
A
Hólaskóli Hólum í Hjaltadal,
551 Sau&árkróki, sfmi 453 6300, fax 453 6301.
Vilt þú taka þátt í að
byggja upp vaxandi
atvinnugrein?
Hólaskóli, Hólum Hjaltadal, býdur nám
í ferdaþjónustu með nýju snidi:
Sjálfbærferðaþjónusta í dreifbýli • afþreying
• rekstur ferðaþjónustufyrirtækja • ferða-
mennska í sátt við náttúruna • vettvangsferðir
í ferðaþjónustufyrirtæki • hestaferðir®
markaðs -og kynningarmál • ferðaþjónusta
og þjóðmenning • handverk • vötn og veiði
• sveitalíf fyrr og nú • íslensk matarmenning
• gönguleiðir og útivist.
Námið getur verið metið sem hluti af BS námi
í rekstrarfræðum við Háskólann á Akureyri.
Heilsársnám. Kennsla hefst í september. Láns-
hæft nám. Nemendagarðar. Mötuneyti. Sund-
laug. íþróttahús. Leikskóli.
Umsóknarfrestur er til 10. júní,
sími 453 6300, fax 453 6301.
Velkomin í nám sem gefur þér forskot inn
í framtídina
Hólaskóli — Hólum, Hjaltadal.
Sumarnámskeið
fyrlr börn
2.-6. júní Listsköpun í gler. Vikunámskeið
kl. 13.00-17.00, kennari Ingibjörg Hjartardóttir.
2.-6. júní Þæfing og tréskurður. Vikunámskeið
kl. 13.00-17.00, kennarar Edda og Hjálmur.
Vikuna 9.-13. ferður líka námskeið í Listsköp-
un í gler og þæfingu og tréskurði.
Skráning hefst 20. maí í síma 551 7800 mánu-
daga til fimmtudaga kl. 10.00-13.00.
Ganga verður frá greiðslum ekki síðar en
29. maí til að tryggja þátttöku.
Börn félagsmanna í Heimilisiðnaðarfélagi
íslands fá 10% afslátt og einnig er veittur
10% systkinaafsláttur.
Heimilisiðnaðarskólinn,
Laufásvegi 2.
Þarft þú að halda kynning-
ar, námskeið eða fyrir-
lestra öðru hverju?
Ef svo er, þá býður Iðntæknistofnun upp á leið-
beinendanámskeið, þar sem farið er í helstu
þætti í kynningartækni og framsögn.
Námskeiðin eru ætluð leiðbeinendum í at-
vinnulífinu og öðrum, sem vilja koma fræðslu
eða kynningarefni til skila á markvissan hátt.
Námskeiðið verður haldið dagana 26.-28.
maí nk. og kostar 16.500 kr.
Skráning ferfram í síma 570 7286 eða
570 7280.
Iðntæknistof nun ■ ■
Hólaskóli Hólum í Hjaltadal,
551 Sauððrkróki, 8(mi 453 6300, fax 453 6301.
Fiskeldi með framtíð
Sækið menntun og starfsþjálfun
— eins árs nám
Bleikjueldi - laxeldi - lúðueldi - barraeldi-
þorskeldi - veiði í ám og vötnum.
Lánshæft samkvæmt reglum L.Í.N. Heimavist
í nemendagörðum og smáhýsum. Umsóknar-
fresturtil 10. júní. Leitið upplýsinga.
Hólaskóli - miðstöð fiskeldis-
rannsókna og bleikjukynbóta,
Hólum í Hjaltadal,
sími 453 6300.
MÚSIMÆOI ÓSKAST
íslenska
kvikmyndasamsteypan
óskar eftir húsnæði á jarðhæð til notkunar í
kvikmynd í júnímánuði. Húsnæðið þarf að vera
á stór-Reykjavíkursvæðinu, vera rúmgott, hafa
andyri, stofu, eldhús, gang og tvö herbergi.
Nánari upplýsingar í síma 551 2260 á skrifstof-
utíma, Kristinn eða Sólveig.
Húsnæði óskast
Bandaríska sendiráðið óskar að taka á leigu
130—170 fm hæð eða íbúð og 250—350 fm
einbýlishús. Leigutími erað minnsta kosti 3
árfrá júlí 1997. Húsnæðið þarf að vera í mjög
góðu ástandi.
Tilboð óskast á skrifstofutíma í síma 562 9100
eða fax 562 9123.
Norskur kennari
(kann íslensku) óskar eftir lítilli íbúð til leigu
á Akureyri frá 15.6. til 15.7. nk.
Reyklaus og skilvís.
Upplýsingar í síma 0047 6123 2056,
netfang: vistdal@online.no
Húsnæði óskast
Hjón og uppkomin dóttir óska eftir að leigja
einbýlishús, raðhús, sérhæð eða efstu hæð
í blokk á höfuborgarsvæðinu. Reglusemi, góðri
umgengni og skilvísum greiðslum heitið.
Upplýsingar í síma 898 4563.
<*