Morgunblaðið - 18.05.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.05.1997, Qupperneq 18
18 E SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Þýska sendiráðið óskar eftir að taka á leigu einbýlishús eða rað- hús á einni hæð í 2-3 ár. Upplýsingar í síma 551 9535/36 á skrifstofu- tíma. Hafnarfjörður Góð hæð, raðhús eða einbýli óskasttil leigu sem fyrst miðsvæðis í Hafnarfirði. Vinsamlegast hringið í síma 565 4210 og fáið nánari upplýsingar. Til leigu Reglusamt par óskar eftir íbúð, sérhæð eða húsi, 3-4 herbergi ca 90-150 fm á svæði 101 — * 108 Reykjavík. Tilboð berist afgreiðslu Mbl. merkt: „L - 955". FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Fundarboð Aðalfundur S.Í.B.S. deildarinnar á Vífilsstöðum verður haldinn miðvikudaginn 21. maí 1997 kl. 20.30. Fundarstaður: Thorarensen lyf hf., Vatnagörðum 18, Reykjavík. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Fyrirlestur: Nefið og kæfisvefn. Sigurður Júlússon dr.med. Sérgrein: Háls-, nef- og eyrnalækningar. Önnur mál. Fundarstjóri: Sigurður Guðmundsson. Kaffiveitingar kr. 500 á mann. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Aðalfundur Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a, þriðjudaginn 27. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg störf aðalfundar. 2. Önnur mál. Sóknarnefndin. Vínlandsferð Landnámu kynnt í Norræna Húsinu þriðjudagskvöld 20. maí kl. 20.30 Quebéc borg „Hér er eini stadurinn við Lárensflóa þar sem enn er hægt að finna öll þau gæði Vín- lands sem sagt er frá í Vínlandssögum eða fundist hafa leifar af í búðum þeirra á Ný- fundnalandi. Líkur benda til að hér hafi verið Vínland Leifs hepppna." Páll Bergþórsson. Einstakttækifæri til að upplifa Vínland Leifs heppna og söguslóðir Vínlandssagna í fylgd Páls Bergþórssonar, veðurfræðings, sem er sérfróður um efnið. 14. ágústtil 1. september. • Nýja Skotland (Nova Scotia) — Nýja Brunnswick — Nýfundnaland — Lárensdaiur — Quebéc og Montreal. • Gist í 17. aldar köstulum og sveitasetr- um í fögru umhverfi. • Innsýn í heillandi listaheim Québec borgar gist í Chateau Frontenac kastal- anum. • Meðalhiti í ágúst í Kanada er 25 °C og í ferðinni gefast næg tækifæri til úti- vistar. Allar nánari upplýsingar verða veittar á ferðakynningunni eða á skrifstofunni. Grænlandsfarar Landnámu 5. júlí athugið! Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, verður til viðtals á skrifstofu Landnámu, Vesturgötu 5, næstkomandi fimmtudag 22. maí milli kl. 15.30 og 18.00. 7 sæti enn laus í ferðina. Ítalía — milli fjalls og fjöru Einstökferð fyrir listhneigt útivistarfólk 13. júní. Ferðasttil Dólómítafjalla, Lago d'lseo og gengið milli fiskimannaþorpa við ströndina í Cinque Terre. Aðeins lítill hópur. Vesturgata 5, sími 511 3050. LANDNÁMA HÚSNÆÐI í BOÐI Hús verslunarinnar — til leigu Mjög gott húsnæði á 11. hæð til leigu. Hentar vel fyrir skrifstofur og þjónustu. Frábært út- sýni. Einnig húsnæði á 1. hæð með sérinn- gangi og innangengt í banka og aðra þjónustu í Húsi verslunarinnar. Næg bílastæði. Laust fljótlega. Nánari upplýsingargefurskrifstofa Húss versl- unarinnar í símum 581 4120 og 897 1943. Einbýlishús til sölu í Varmahlíð, Skagafirði Undirrituðum lögmanni hefur verið falið að annast sölu á fasteigninni Birkimel 5, Varmahlíð, sem er 158 fm steypt einbýlishús fráárinu 1981, ásamt bílskúrsem er 50 fm. Um er að ræða góða eign og henni fylgir stór og skemmtileg lóð. Allar nánari upplýsingarfást hjá undirrituðum á Húnabraut 19, Blönduósi, eða í síma 452 4030. Stefán Ólafsson hdl. Til leigu Til leigu er lítil, ný standsett kjallaraíbúð á Mel- unum. ískápurfylgir. Falleg gluggatjöld. Er laus. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „íbúð - 956". Til sölu 94 fm kaupleiguíbúð með garði á góðum stað í Uppsölum, Svíþjóð. Tilvalin fyrir fólk í framhaldsnámi. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur í síma 565 0858 eftir kl. 20.00 FRU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? MARGT er gert til að Iaða laxinn í ána. Lax varinn fyrir vargi og veiðimönnum Leigutakar og landeigendur grípa til ýmissa ráða til að greiða leið laxins í árnar. Ásgeir Heið- ar, fulltrúi leigutaka Laxár í Kjós, hefur til að mynda ákveðið að verja laxinn veiðimönnum er hann rennir sér upp í ána. „Ég ætla að banna veiði í Hökklunum. Ég þykist vita að sú ákvörðun verði ekki vinsæl hjá öllum, mörgum þykir gaman að veiða þar og það er viss kúnst. En þessir veiðistaðir eru við sjáv- armál og þar hefur verið mikið veitt síðustu sumur. Það er að mínu viti mikilvægara að fá lax- inn upp í ána og veiða hann þar,“ sagði Ásgeir. Stangaveiðifélag Reykjavíkur og landeigendur við Hítará hafa átt við annars konar vandamál að glíma. Selir sitja fyrir laxinum í ósnum og svo rammt hefur kveðið að sókn Kobba, að hann hefur elt laxinn alveg upp að Brúarfossi. Enn er í fersku minni er veiði- menn sem hugðust opna ána 20.júní í fyrra horfðust í augu við sel á Breiðunni fram undan veiðihúsinu. Selurinn komst undan en var skotinn neðar í ánni fáeinum dögum síðar. Selur var einnig á ferð 1994 og oft þar á undan. Nú hefur varg- veiðimaður verið ráðinn til að fara reglulegar eftirlitsferðir með ánni til að halda selnum á mottunni. Skipulagsb ingar á Veiði- málastofnun MIKLAR skipulagsbreytingar verða á starfsemi Veiðimála- stofnunar 1. júní næstkomandi, en þá verður ráðinn til starfa sérstakur forstjóri stofnunarinn- ar. Þá verða í húsinu bæði for- stjóri Veiðimálastofnunar og veiðimálastjóri. Árni ísaksson gegnir áfram starfí þess síðar- nefnda, en enn hefur ekki verið ráðið í stöðu forstjórans. Vífili Oddsson stjórnarfor- maður Veiðimálastofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi breyting væri afleiðing af og í samræmi við nýjar stjóm- skipunarreglur og við breyting- una yrði veiðimálastjóri embætt- ismaður sem heyr'ði undir land- búnaðarráðuneytið, en forstjóri stofnunarinnar aftur á móti aðili sem sæi um daglegan rekstur, stefnumörkun og verkefnisstjóm á Veiðimálastofnun. „Það hafa orðið einstaka árekstrar í gegn um tíðina þar sem veiðimálastjóri hefur lent beggja vegna borðsins í einstök- um málum. Það þurfti að ráða bót á því ástandi. Hitt er, að enn liggur ekki endanlega fyrir hvað í starfseminni mun tilheyra hvor- um. Það er unnið að því að að- greina stöðumar þessa dagana og það fer senn að smella saman, enda lítill tími til stefnu þar sem nýi forstjórinn tekur til starfa um mánaðamótin," sagði Vífíll. Fordæma hækkun sjálfræðis- aldurs HÚMANISTAHREYFINGIN á ís- landi hefur sent Morgunblaðinu yfirlýsingu í tilefni af lögum um hækkun sjálfræðisaldurs. Þar segir m.a.: „Húmanistar fordæma fyrirhug- aða lagasetningu um hækkun sjálf- ræðisaldurs úr 16 árum í 18. Með þessu eru þúsundir ungs fólks svift sjálfræði og mannréttindi þeirra skert. Þessi lagasetning birtist und- ir því yfirskyni að verið sé að fást við vímuefnavanda ungs fólks. Hún afhjúpar hins vegar uppgjöf og úrræðaleysi ráðamanna og viðleitni þeirra til að kæfa mannsandann.“ -------»-■»■■«- Erindi um karl- inn á vinnustað á Akureyri KRISTJÁN Magnússon sálfræðing- ur flytur erindi um karlinn á vinnu- stað í Deiglunni á Akureyri næst- komandi þriðjudagskvöld, 20. maí kl. 21. í erindinum fjallar Kristján um hvernig konur og karlar nýta mis- munandi eiginleika sína á vinnstað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.