Morgunblaðið - 18.05.1997, Page 19

Morgunblaðið - 18.05.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 E 19 5 MÁAUGLÝSI IM G A FÉLAGSLÍF Frá Sálar- rannsóknar- félagi íslands Fimmtudaginn 15. maí kl. 20 verður velski miðillinn og kenn- arinn Colin Kingshot með námskeid og fyrirlestur um hvernig hægt er að nota tóna og tónlist til heilunar. Laugardaginn 17. maí verður Colin með námskeið fyrir þá sem hafa miðilshæfileika og vilja fá leiðbeiningar um hvernig fara skuli með þá hæfileika. Velski miðillinn og kennarinn Colin Kingshot er hjá félaginu um þessar mundir og býður upp á einkatíma auk þess sem hann er með námskeið. Colin verður hér til 23. maí. Breski huglæknirinn Joan Reed kemur til starfa 30. maí og verð- ur til 19. júni. Byrjað er að bóka hjá Joan. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130 og á skrifstofunni, Garðastræti 8 milli kl. 10-12 og 14-16. Tekið er á móti fyrirbænum í sama síma. SRFÍ. Ruby Grey Enski miðillinn Ruby Grey verður með einkafundi 20.—27. maí. Inga Magnúsdóttir með miðlun og tarotlestur. Upplýsingar í síma 588 8530. Ljósgeislinn. Kristniboðssalurinn Háaleitisbraut 58 Samkoma í kvöld kl. 20.30. Helgi Hróbjartsson, kristniboði, talar. KROSSINN Sunnudagur: Almenn hvíta- sunnusamkoma kl. 16.30. Barna- gæsla er meðan á samkomunni stendur. Unga fólkið er með mót í Hlíðardalsskóla, en þeir sem eru í bænum eru hvattir til að koma saman og njóta vorvinda vakningarinnar í húsi Guðs. Þriðjudagur: Bibliulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasam- koma kl. 20.30. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Samkoma annað kvöld, annan dag hvitasunnu, kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórsson talar. Kór KFUM og KFUK syngur. Allir hjartanlega velkomnir. Þriðjudagskvöldið 20. mai verður vinnukvöld í félagshúsinu við Holtaveg milli kl. 17 og 22. Léttur kvöldverður á staðnum. Fjölmennum. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Mánudagur annar í hvítasunnu, kl. 20.30, Lofgjörðasamkoma. Rut og Peter Baronowsky tala. Allir hjartanlega velkomnir. Frá Sálar- v ^ rannsóknar- félagi íslands Margrét Haf- steinsdóttir verður með skyggnilýsingar fimmtudaginn 22. maí kl. 20.30 í Garðastræti 8. Aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir fél- agsmenn og kr. 1.200 fyrir aðra. Húsið opnað kl. 20.00. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. SRFÍ. Irittið timfilig Samkoman sunnudaginn 18. maí fellur niður, en samkoma verður mánudaginn 19. maí kl. 20.30, á Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Prédikun: Wynne Goss. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Allir velkomnir! Fríkirkjan Vegurinn, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Mánudagur, annar i hvítasunnu: Kvöldsamkoma kl. 20:00. Lofgjörð og gleði í Heilögum anda. Jesús elskar þig og vill leysa þig. Hvítasunnukirkjan Fíladetfía. Hátíðarsamkoma ■ dag kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Niðurdýfingarskírn. Barna- gæsla fyrir börn undir grunn- skólaaldri meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega vel- komnir. Annar f hvítasunnu: Út- varpsguðsþjónusta frá Fíladelfíu kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Lofgjörðarhópurinn syngur. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Miðvikudagur: Lofgjörð, bæj og biblíulestur kl. 20.00. Föstudagur: Unglingasam- koma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Hvítasunnudagur 18. maí kl. 10.30 Reykjavegur 2. áfangi Heiðarbær — Dyradalur Verð 1.000 kr. Brottför frá BSÍ, sunnanmegin og Mörkinni 6. Annar í hvítasunnu 19. maí kl. 13.00 Vífilfell Fjallganga á gott útsýnisfjall. Verð 1.200 kr., frítt f. börn m. full- orðnum. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Helgarferð til Vestmannaeyja um næstu helgi. Minnum á athyglisverða ferð 7.-8. júnf: Á slóðum Eyr- byggju, söguferð og náttúru- skoðun með Birgi Jónssyni jarðfræðingi. Aðeins 3 sæti laus í Færeyja- ferð 4. —12. júní. Undirbún- ingsfundur kl. 20 á miðviku- dagskvöldið að Mörkinni 6. Upplýsingar á skrifstofu. Dagsferðir sunnudaginn 18. maf: Reykjavegurinn — Heiðabær — Dyradalur um Nesjavelli. 2. áfangi. Brottför frá BSI kl. 10.30. Verð 1.000 kr. Dagsferð 19. maí kl. 10.30: Krossfjöll — Raufarhólshellir. Ferðakynning Kynning á ferðum sumarsins verður í Fóstbræðraheimilinu þann 22. maí kl. 20.00. Allir velkomnir. Nýja postulakirkjan Ármúla 23 108 Reykjavík Guðsþjónusta hvítasunnudag kl. 11. Ritningarorð Filippibr. 2.1-2. Hákon Jóhannesson prestur þjónar. Sunnudagaskóli kl. 16:00 Verið hjartanlega velkomin í hús Drottins. Taktu sólina inn í sálina Helgarnámskeið í dulspeki og hugrækt Námskeið sem hjálpa þér að koma á meðvitaðri tengingu við æðra sjálfið og finna þannig leið sálar- innar: Orkustöðv- ar, sjálfsheilun, hugleiðsla, karma, fyrri líf. Nám- skeiðin verða haldin helgarnar 24.-25. maí og 31. maí-1. júní. Reiki 1 námskeið verður haldið helgina 7.-8. júní. Skráning og upplýsingar hjá Björgu í síma 565 8567. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund i dag kl. 14.00. fomhjólp Hátíðarsamkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálp- arkórinn tekur lagið. Vitnisburð- ir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Hvítasunnudagur: Morg- unsamkoma fyrir alla fjölskyld- una í Aðalstræti 4B kl. 11.00. Annar í hvftasunnu: Almenn samkoma í Breiðholtskirkju kl. 20.00. Friðrik Schram prédikar. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma og sunnudagaskóli kl. 11:00. Ásmundur prédikar. Kennsla kl. 20:00. Samkoma miðvikudag. Allir hjartanlega velkomnir! HÚSNÆÐI í BOÐI Ódýr gisting Ódýr gisting i hjarta Kaup- mannahafnar. Gistiheimilið P og S Rotherford, Revent- lowsgade 16/lstedgade 1, 1651 Kaupmannahöfn, sfmi 0045 33253426, fax 0045 33253427. Jákvæður tónlist blökkumanna hefur lagt und- ir sig og grafið allar hugmyndir hvítra tónskálda á 19. öld,“ segir Bowie og hlær. Danstónlist túlkar lífið „Gömlu hugmyndirnar hafa ekk- ert með líf okkar að gera en dans- tónlistin túlkar það miklu betur. Með tilkomu rokktónlistar á 6. ára- tugnum breyttist orðaforði fólks skyndilega og varanlega. Því er það svo að í hvert skipti sem eitthvað breytist á dansgólfum heimsins, hefur það mjög mikla þýðingu og er ekki eingöngu stundarfyrirbrigði. Danstónlist hefur mikla pólitiska og félagslega skírskotun, enda sýn- ir hún úr hverju við erum gerð og þær breytingar sem við göngum í gegnum. Ekkert annað listform hef- ur áþekka möguleika á að lýsa glundroðanum og sundrunginni sem við upplifum í samtímanum. Engir málarar geta það sem , jungle" get- ur,“ segir hann. Bowie kveðst ennfremur hafa ákveðið að forðast tilraunir til að ná viðlíka hylli á meðal almennings og hann náði með Lets Dance-plötunni árið 1983. Líf rokkstjörnunnar veki einfaldlega ekki snefil af áhuga hjá honum. Hann hafi meiri áhuga á grundvallarspurningum, sígildum umþóttunarefnum á borð við „hver eru tengsl okkar við alheiminn? Hvers vegna komum við í heiminn? Hvað eigum við að gera, fyrst við erum hingað komin? Og hvert höld- um við eftir dauðann?“ Verk hans fjalli mörg hver um þessar vangaveltur og hlustendur finni þar samhljóm við eigin ótta og hugrenningar. Tónlist hans fjalli því í raun um atriði sem séu ekki ýkja frábrugðin viðfangsefnum dæmi- sagna Biblíunnar eða grísku harm- leikjanna, en hún sé eingöngu á smærra sviði. Aðrir mælikvarðar „Ég þekki ekki eina bílategund frá annarri og slíkir hlutir skipta mig engu, en allt virðist samt snúast um veraldlega þætti. Helsta einkenni rokkstjörnunnar er að vera umvaf- inn fogrum fljóðum og eiga frábæra bifreið. I grennd við mig hafa að vísu alltaf verið afar fagrar konur, en þetta með bílinn og allt það drasl hefur aldrei heillað mig. Mínir mæli- kvarðar eru einfaldlega aðrir.“ jarðarbúií geimskapi David Bowie er með öllu léttari svip á nýjustu plötu sinni, Earthling, en á Outside bur á undan, sem kann að skýrast af bví hversu ótrúlega hratt skífan var unnin. I nýlegu viðtali kom fram að lögin hefðu verið samin á rétt rúmri viku. david en NÝJUSTU plötu stórstjörn- unnar Davids Bowie hefur verið tekið fagnandi víða um heim vegna ferskleika og grípandi tónsmíða, sem standa um margt í þakkarskuld við ,jungle“ og „drum and base“ tónlist. Bowie segir þá tónlistarstefnu hafa heillað sig mjög, ekki síst fyrir- þær sakir að vinir hans gátu ekki dansað við hana, að minnsta kosti ekki fyrr en þeir skildu hana betur. Vinirnir hafi orðið kjánalegir í tilraunum sínum til að halda í við ofurhraðan takt tónlistarinnar, í stað þess að fylgja trommunni og bassanum, og um leið afhjúpað fáfræði sína um tón- listina. „Ég skal færa ykkur geiminn“ Earthling nefnist skífan og kveðst Bowie í nýlegu viðtali við þýska tímaritið Die Zeit hafa verið sannfærður um ágæti titilsins um leið og hann kom til álita. Lög og textar hafi verið unnin afar hratt, eða á innan við tíu dögum, í kjölfar tónleikaferðar Bowie og hljómsveit- ar um heiminn til að fylgja eftir Outside, sem gagnrýnendur lofuðu hástöfum og plötukaupendur snið- gengu ekki. Geimurinn er Bowie hugleikinn um margt á nýju plötunni og kveðst hann telja skammt þangað til líf á öðrum hnöttum muni uppgötvast í samræmi við nýlegar niðurstöður vísindamanna um að vatn sé að finna á myrku hlið tunglsins og ör- verur á Mars. Þrátt fyrir að fyrsta lag hans sem sló í gegn, Space Oddity, hafi verið spilað í drep þegar fyrsta tunglferð- in tókst 1969 og Life On Mars hafi verið notað í sambandi við umfjöll- un um líf á þeirri plánetu, neitar Bowie því að hann fylgist náið með störfum bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar, NASA, og honum sé ekki kunnugt um að NASA hafi beint sjónum sérstaklega að sér. í raun sé hann, eins og nafn plötunn- Bo'rfe JíVed ;<“nað hað hllf;< verið pað setn fylcrr, Íuntvarum r- ar ber með sér, mjög jarðbundinn um margt. „Aðrir hafa viljað tengja mig við geiminn og skyld fyrirbæri. Eg hugsaði því sem svo; þið viljið geiminn, ég skal færa ykkur geim- inn.“ A alnetinu er að finna greinarstúf úr tímaritinu Paranoia (eða Of- sóknaræði sem ætti að gefa ein- hverja hugmynd um efnlstökin) þar sem því er haldið fram að sannanir séu fyrir að Bowie sé í beinu sam- bandi við geimverur. Sannanirnar eiga að fmnast í laginu Jean Genie og ýmsu fleiru, en lagið samdi Bowie um franska utangarðsskáld- ið Jean Genet. Allt gott sem veldur usla „Þetta er algjör geggjun, en ein- hvern veginn finnst mér samt hlut- ir sem þessir skemmtilegii,,“ segir Bowie í viðtali við Die Zeit. „Mér finnst allt gott sem eykur á öng- þveitið,' veldur usla.“ í viðtalinu kveðst Bowie sjúga í sig áhrif úr öllum áttum við sköpun sína og hann gleðjist ef hann finni eitthvað sem sé án nokkurs vafa brot nútímans. Hann telji þó að , jungle“-tónlistin byggi á „traustum andlegum grunni" bassans, því sem bindi saman tónlist, en yfir henni hvíli síðan skothríð hljóma. „Þetta endurspeglar hvernig upp- lýsingar skella á okkur nú til dags, eins snögglega og þessir taktar, og er eftirmynd þess hvemig við hugs- um. í sameiningu eru þessir þættir spegill menningar okkar og um leið og menn öðlast skilning á því, hlusta þeir ekki á aðra tónlist. Skyndilega hljómar allt annað eins og óviðeigandi. Danstónlist er stærsta listform seinasta hluta 20. aldarinnar. Dans-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.