Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 20
20 E SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ■^T' VERNIG stendur á því að írskur kaup- sýslumaður og^ eigin- kona hans frá íslandi JL. JL. setjast að í litlu þorpi sem er um 300 km norðan við heimsskautsbaug í Norður-Noregi ■^.og reka þar umboðssölu, Sami Le- ather Company, með fiskleður sem unnið er úr roði? Þeim Gerard J. Kerr frá Cork og Ólöfu Maríu Jó- hannsdóttur Kerr úr Eyjafirði finnst þetta ágætt og eru ekkert á förum þótt fyrirtækið sé að stækka og umsvifin víða um heim aukist hratt. Þau eru einnig með verslun á jarðhæðinni þar sem íbúamir 700 í Óksfjord geta fengið allar nauð- synjar og meira til. Náttúran á svæðinu er óspillt og ernir hnita hringa yfir byggðarlaginu, fagurt útsýni er til jökla. Hreindýr úr hjörð í grenndinni sjá um að stöðva allan ofvöxt í garðinum. Ólöf segir að það hafi komið sér á óvart hve margt í Noregi var ólíkt því sem hún var vön hér heima, ýmsir siðir og venjur. Maturinn fær lága einkunn „þeir nota smjör- líki með öllu“. Kerr er einnig lítt hrifinn af norska matnum, segir granna sína helst ekki borða annað en pylsur og þeir hafi aldrei áhuga á að prófa nýjar ostategundir. Hann hælir hins vegar matnum á íslandi hástöfum. Þrátt fyrir þetta eru þau hjón sátt við staðinn og kvarta ekki und- an einangrun, segja að margt sé ^ heillandi við að búa þarna og fólk- ið sé gott. Kerr nefnir einnig mið- nætursólina, birtuna og litina í náttúrunni. Hraðsending til New York Við rekstur fyrirtækisins nýta þau sér hraðsendingaþjónustu. Þá tekur það ekki nema þrjá daga að koma pakka með sýnishorni frá þessu þorpi á hjara veraldar alla leið til New York. Pakkinn fer með báti til Tromsp og þar tekur hrað- sendingaþjónustan við. „Norska sjónvarpið hefur tekið viðtal við okkur, þeim fmnst þetta furðulegt að reka alþjóðlegt fyrir- tæki á svona stað og ætla að gera þátt um okkur. Breska sjónvarpið BBC er þegar búið að ræða við okkur,“ segir Kerr. Hann telur íyr- irtæki þeirra hjóna vera komið með traustan heimamarkað í Noregi en segist ekki alltaf vera hrifinn af vinnubrögðum Norðmanna. Þeir séu sumir orðnir allt of góðu vanir og lítið fyrir að leggja hart að sér eða vinna fram eftir. Einkum sé ýmis þjónusta aftarlega á merinni hjá Norðmönnum og samt dýr. „Við þyrftum að fá fleiri Islend- inga til að taka til hendinni þarna, það gæti orðið byggðunum til góðs,“ segir hann. Ætlunin er að Sami Leather Company opni útibú á Irlandi inn- an skamms til að eiga auðveldara með að reka viðskipti í ríkjum Evr- ópusambandsins. Fyrirtækið hefur dafnað vel og annast nú sölu á meira en 60% af fiskleðurfram- leiðslu dótturfyrirtækis þeirra Loð- skinnsmanna á Sauðárkróki, Sjáv- arleðurs, auk sölu íyrir margar aðrar sútunarstöðvar í Noregi og víðar um heiminn. Notað er steinbíts- og laxaroð og er það fullunnið en síðan eru það viðskiptavinir Sjávarleðurs sem búa til úr þessu ýmsa hluti. Gerard og Ólöf selja einnig ýmsa skinna- vöru frá mörgum löndum og mark- aðimir eru um allan heim, í Banda- ríkjunum, Sviss, Hong Kong og víð- ar. Þau segjast hafa mikinn hug á að taka að sér markaðssetningu á fleiri afurðum frá Islandi. Leður í þvottavélina? ,jUlir spyrja sömu spurningar- innar í upphafi, hvort ekki sé fisk- lykt af roðinu en svo er alls ekki, þetta lyktar eins og venjulegt leð- ur. Margir spyrja líka hvort ekki megi fleygja þessu í þvottavélina, þetta sé af fiski og ætti því að þola vatn! Það gengur stundum illa að útskýra að þrátt fyrir upprunann sé þetta eins og hvert annað leður og eigi að meðhöndlast í samræmi við það. Miðað við þykkt er þetta næst- sterkasta leður í heimi, aðeins ÓLÖF segir að hreindýr með bjöllur um hálsinn séu tfðir gestir við húsið og stingi jafnvel hausnum inn um dyragættina í versluninni. Hver getur keppt við brúðguma í pilsi? Gerard Kerr og eiginkona hans, Ólöf Jóhannsdóttir Kerr, reka umboðssölu með fískleður og selja m.a. afurðir fyrir Sjávarleður á Sauðárkróki. Kristján Jónsson ræddi við hjónin sem selja afurðirnar víða um heim en fyrirtæki þeirra og heimili eru í litlu þorpi í Norður-Noregi kengúruskinn er sterkara. Fisk- leðrið er notað í töskur, peninga- veski, mittisólar og margt fleira, jafnvel stígvél. Það nýjasta er að bandaríska fyrirtækið sem fram- leiðir Fender-rafmagnsgítara ætlar að hafa ólina og litla plötu sem er undir strengjunum úr fiskleðri. Þeir eru búnir að búa til tvo slíka gítara til reynslu sem verða kynnt- ir í bæklingi frá Fender, það verð- ur hægt að sérpanta þá. Þeir höfðu áður notað ýmislegt annað, t.d. nautsleður og snákaleður en okkur Gerard datt í hug að benda þeim á fiskleðrið," segir Ólöf. Lífsgæðakapphlaupið Kerr er 42 ára, hann var fráskil- inn og átti tvö börn þegar hann kynntist Ólöfu. Hann er menntað- ur í viðskiptafræði og hefur starf- að við skiparekstur, fóðursölu, við- skiptaráðgjöf og margt fleira. Hann segist eitt sinn hafa rekið 11 evrópsk íyrirtæki samtímis, oft sem framkvæmdastjóri, og var á stanslausum ferðalögum. „Ég tók þátt í lífsgæðakapp- hlaupinu og var á fullu í því að hreinsa til í rekstri fyrirtækja. St- arfsmönnum var fækkað án þess að ég velti því fyrir mér hvað yrði um þá sem voru reknir út á guð og gaddinn, mér skilst að ég hafi ver- ið verið uppnefndur á bak, kallað- ur Hitler. Ég ákvað loks að hætta þessu, draga mig í hlé. í Norður- Noregi þekkti ég vel til þar sem ég hafði eytt sumarleyfum þarna og settist að í 0ksfjord 1990. Mér fór að leiðast eftir nokkra mánuði og keypti mér litla verslun í óksfjord, þessa sem við rekum á jarðhæðinni. Núna hef ég mikinn áhuga á því að reyna að finna at- vinnutækifæri handa fólkinu þama. Ég fékk þá hugmynd eftir að hafa lesið um leðurframleiðslu úr fisk- roði í Bandaríkjunum, að nýta mætti roð sem fellur til á þessum miklu fiskveiðislóðum.“ Kerr ákvað að fjárfesta í hug- myndinni og ferðaðist nú til margra landa, þ. á m. í Asíu, til að kynna sér nýtingu á fiskroði og markaðs- möguleika. Ráðamenn í norskum sjávarútvegi sýndu þessu áhuga og árið 1992 fór hann á alþjóðlega leð- urvörusýningu í París til að ræða við hóp frá Loðskinni hf. á Sauðár- króki og kanna samstarfsmögu- leika. Þeir sögðu frá tilraunum sín- um með nýtingu á steinsbítsroði og samstarf hófst milli Loðskinns og norskrar sútunarverksmiðju, Vik- ing Leather. Kerr kynntist líka sölustjóra Loðskinns, Ólöfu. Ólöf á eina dóttur en þau hjónin eiga ekki börn saman. Hún lauk námi í tækniteiknun við Iðnskólann á Aku ^eyri og stundaði ýmiss kon- ar störf, hefur m.a. grafið skurði og selt tískufatnað, en réð sig hjá Loðskinni á Sauðárkróki árið 1990. Mætti ekki í vinnuna Þau segja að ástin hafi ekki kviknað strax. „Ég bauð henni vinnu hjá mér og sagði henni að mæta næsta mánudagsmorgun. Þegar ég var kominn heim hringdi ég í hana á Króknum og rak hana fyrir að mæta ekki á nýja vinnu- staðinn!“ segir Kerr. Þau héldu þó sambandi þótt fjar- lægðin væri mikil, símareikning- amir urðu háir. Svo fór að þau létu gifta sig á Akureyri árið 1995. Móð- ir Kerrs er að vísu kaþólskur íri en í föðurætt er hann af gamalli, skoskri ætt og heldur í heiðri þá venju að klæðast Skotapilsi með sérstöku mynstri ættarinnar við hátíðleg tækifæri. „Ég var í hefðbundnum brúðar- kjól og bjóst ekki við neinu óvenju- legu en hver getur keppt um at- hyglina við brúðguma í pilsi?“ seg- ir Ólöf. Forstjóri Loðskinns var svaramaður Kerrs sem kann enga íslensku og er spurður hvort hann hafi vitað hvað hann var að sam- þykkja. „Ég var margsinnis varað- ur við því að segja já já. Það væri alveg bannað. En mér finnst ein- kennilegt að á íslandi skuli brúð- guminn vera látinn samþykkja að annast öll húsverkin, það fullyrðir Ólöf að minnsta kosti!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.