Morgunblaðið - 23.05.1997, Side 2
2 C FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HEIMSMEISTARAKEPPIMIN I HANDKNATTLEIK
Harðfiskur-
inn vinsæll
Á GANGl hótelsins, sem lands-
liðið dvelur á í Kumamoto, er
stór kassi fullur af harðfiski.
Það er vinsælt hjá strákunum
að ná sér í poka með nokkrum
fiskum í, til að nærast á á milli
raála. Þá fá leikmenn sér yfir-
leitt harðfisk í rútunni á eftir
leiki sína á HM.
ÚRSLIT
GEIR Svelnsson, fyrirliöi Islendinga, svífur inn af Ifnunni og skorar annað tveggja marka slnna
gegn Júgóslavíu. Valdimar Grímsson, markahæsti maður leiksins, fyigist grannt með.
Eins og eld-
gos á Kyúshú
A-RIÐILL
19:19 (10:10)
Saidi 8, Bouanik 6 - Pauzuolis 4, Gedvilas
3, Cemiauskas 3.
Staðan:
3 2 1 0 79:65 5
Alsír 3 1 2 0 65:60 4
3 2 0 1 69:67 4
Litháen 3 1 1 1 67:66 3
Japan 3 1 0 2 62:66 2
S-Arabía 3 0 03 52:69 0
B-RIÐILL
Argentína - ftalía
Buceta 4, Molina 4 - Fusina 7, Bosniak 4.
Suður-Kóra - Svíþjóð 21:36 (9:21)
Yoon 6, Choi 5 - Sivertsson 6, Lövgren 6.
Staðan:
Svíþjóð 3 3 0 0 96:55 6
3 2 0 1 75:68 4
3 1 1 1 61:59 3
S.Kórea 3 1 1 1 69:83 3
Noregur 3 0 2 1 57:64 2
Argentína 3 0 0 3 52:81 0
C-RIÐILL
Egyptaland - Túnis... 24:17 (12;8)
Hegazy 5, Hussein 4, E1 Gioushy 4, Abouel-
magd 4 - Zaghouani 4, Ben Amor 4.
Tékkland - Portúgal 28:24 (14:11)
Tonar 8, Bokr 8 - Tchikoulaev 5.
Staðan:
Spánn 3 2 1 0 85:51 5
Egyptaland 3 2 1 0 67:48 5
3 2 0 1 74:58 4
Portúgal 3 1 0 2 68:65 2
Túnis 3 1 0 2 57:74 2
3 0 0 3 39:82 0
D-RIÐILL
21:82 Í9:19\
Zhang 4, Wu 4, Wang 4 - Carlos Reinaldo
Perez 15, aðrir minna.
Króatía - Ungverjaland 20:23 (10:8)
Cavar 6, Farkas 4 - Eles 5, Bergendi 4,
Pasztor 4.
Staðan:
Rússland ...3 3 0 0 95:45 6
Ungveijaland ...3 3 0 0 70:60 6
Króatfa ...3 2 2 0 80:61 4
Kúba ...3 1 0 2 70:74 2
...3 0 0 3 49:81 0
Kfna ...3 0 0 3 57:100 0
ÁKAFINN var svo mikill hjá
íslensku leikmönnunum þeg-
ar þeir hófu leik sinn gegn
Júgóslövum, að það var eins
og enn eitt eldgosið væri að
brjótast út á eldfjallaeyjunni
Kyúshú, þar sem heimsmeist-
arakeppnin íhandknattleikfer
fram í Kumamoto. Geysileg
fagnaðarlæti um fjögur þús.
stuðningsmanna Islands brut-
ust út þegar fyrstu eldtung-
urnar komu - Valdimar Gríms-
son, sem fór á kostum, braust
fram hlíðarnar og skot hans
eftir hraðaupphlaup hafnaði í
netinu hjá Júgóslövum. Þetta
var aðeins í fyrsta skipti af
ellefu sem Valdimar gladdi
áhorfendur.
Gríðarlegir skruðningar fylgdu
í kjölfarið. Vamarleikur ís-
lendinga var öflugur og fór Dagur
Sigurðsson fram á
Sigmundur Ó. völlinn til að stöðva
Steinarsson hinn hættulega
skrifar frá Nedeljko Jovanovic
Kumamoto Qg ólafur Stefáns.
son, félagi hans, fékk það erfiða
hlutverk að hafa gætur á hlunkn-
um Nenad Perunicic, sem er talinn
skotharðasti leikmaður heims.
Leikgleðin var mikil hjá leik-
mönnum íslenska liðsins, vörnin
sterk og Bergsveinn Bergsveinsson
frábær í markinu - hann var búinn
að verja sex skot þegar staðan var
9:7 fyrir ísland. Valdimar hafði
þá skorað fjögur mörk eftir hrað-
aupphlaup og eitt úr horni. Dagur
hafði fundið taktinn, átti frábærar
línusendingar sem Gústaf Bjarna-
son og Geir Sveinsson nýttu, Ólaf-
ur skoraði með langskoti og eftir
hraðaupphlaup.
Spennan var mikil, Júgóslavar
jöfnuðu, en Valdimar skoraði tvö
síðustu mörk fyrri hálfleiksins úr
homi, 11:9. Fyrstu þrjú mörk í
seinni hálfleiknum voru íslands,
Júgóslavar brotnir á bak aftur -
áttu ekki til svar. „Eldgosið"
magnaðist og þegar Valdimar
skoraði síðasta mark íslands við
mikinn fögnuð, eftir hraðaupp-
hlaup, var staðan orðin 27:17.
Línumaðurinn Skrbic átti síðasta
orð leiksins - skoraði með lang-
skoti, 27:17.
Allt íslenska liðið á hrós skilið
fyrir mikla baráttu, þor og dugn-
að. Valdimar og Bergsveinn voru
frábærir, einnig lék Dagur mjög
vel í vörn og sókn, það sama má
segja um Ólaf. Geir var eins og
klettur í vörninni og sterkur á línu,
Júlíus Jónasson var fastur fyrir.
Patrekur Jóhannsson gerði marga
mjög góða hluti, var ógnandi og
hættulegur.
Júgóslavar þoldu ekki mótlætið,
létu skapið hlaupa með sig í göng-
ur - voru leiðinlegir.
Litháar
klaufar
LITHÁAR urðu að
sætta sig við að
missa unninn leik
gegn Alsír niður í
jafntefli, 19:19.
Þeir voru yfir,
18:14, þegar níu
mín. voru til leiks-
loka, Alsírmenn
jöfnuðu og komust
yfir, 18:19, þegar
tvær mín. voru
eftir, stuttu síðar
jöfnuðu Litháar
með síðasta marki
leiksins.
Island - Júgóslavía 27:18
Dome-höllin í Kumamoto í Japan, heimsmeistara-
keppnin í handknattleik, A-riðill, fimmtudaginn 22.
maí 1997.
Gangpir leiksins: 1:0, 1:1, 1:2, 3:2, 6:4, 7:5, 9:7,
9:9, 11:9. 14:9, 14:10, 15:10, 15:11, 17:11, 19:13,
20:15, 22:15, 24:16, 27:17, 27:18.
ísland: Valdimar Grímsson 11/3, Dagur Sigurðsson
4, Patrekur Jóhannesson 4, Ólafur Stefánsson 3,
Geir Sveinsson 2, Björgvin Björgvinsson 1, Gústaf
Bjarnason 1, Róbert Julian Duranona 1, Júlfus Jón-
asson. Róbert Sighvatsson (kom ekki inná).
Varin skot: Bergsveinn Bergsveinnson 16 (Þar af
eitt skot, þannig að knötturinn fór aftur til mót-
herja). Guðmundur Hrafnkelsson (kom ekki inná).
Utan vallar: 14 mín.
Mörk Júgóslavíu: Perunicic 6, Skrbic 5, Butulija
3/1, Kovacevic 2, Jovanovic 1, Maric 1.
Varin skot: Stojanovic 8/1 (Þar af tvö skot, þar
sem knötturinn fór aftur til mótheija), Peric 4 (Þar
af eitt aftur til mótheija).
Utan vallar: 10 mín.
Dómarar: Garcia og Moreno, Frakklandi.
Áhorfendur: 7.500.
ísland
eitt besta
liðið
PETER Kovacs, fyrrum leikmað-
ur Ungverjalands, sem hefur tek-
ið þátt í fimm heimsmeistaramót-
um, var eftirlitsmaður leiks Is-
lands og Júgóslaviu fyrir hönd
alþjóða handknattleikssam-
bandsinsd, IHF. Hann var mjög
hrifinn af leik íslenska liðsins.
„Baráttan var mikil og það var
ljóst að íslensku leikmennirnir
höfðu gaman af þvi sem þeir
voru að fást við. Vörnin var sterk
og markvörðurinn var stórkost-
legur. Valdimar Grímsson átti
frábæran leik og eins og alltaf á
ísland góðar skyttur. Island er
með eitt besta liðið hér á HM,“
sagði Kovacs.
Ungverjar
lögðu Króata
UNGVERJAR komu skemmti-
lega á óvart og lögðu Króata
23:20, eftir að hafa verið undir,
10:8, í leikhléi. Rögnvald Erlings-
son og Stefán Arnaldsson dæmdu
leikinn, sem fór fram i Yatsus-
hiro.
Litháar
kortlagðir
FJÓRIR þeir leikmenn íslenska
liðsins sem hvíldi í gær fengu það
hlutverk að kortleggja leik Lithá-
ens, sem ísland mætir á morgun.
Þeir Bjarki Sigurðsson, Jason
Ólafsson, Reynir Þór Reynisson
og Konráð Olavson voru fyrir
aftan mark Alsírs í fyrri hálfleik
en Litháens í seinni hálfleik -
skrifuðu niður upplýsingar um
sókn og vörn þjá Litháen.
Fyrsti sigur á
Júgóslavíu
síðan 1988
ÍSLAND vann sinn fyrsta sigur
á Júgóslavíu síðan í „World Cup“
í Svíþjóð 1988. Þá lögðu íslend-
ingar Júgóslava að velli í Örebro,
23:20. Valdimar Grímsson skor-
aði eitt mark í ieiknum.
ísland hefur einu sinni áður
leikið gegn Júgóslavíu á HM. Það
var í Zlín í Tékkóslóvakíu 1990,
Júgóslavar unnu 27:20. ísland og
Júgóslavía hafa leikið 27 lands-
leiki, ísland hefur unnið sex, þrír
hafa endað með jafntefli og átján
tapast. Síðasti tapleikurinn var í
Lotto Cup í Bergen í febrúar
1996, 25:23. Sex leikmenn ís-
lenska liðsins léku þá - Björgvin
Björgvinsson, Guðmundur
Hrafnkelsson, Dagur Sigurðs-
son, Patrekur Jóhannesson, Ólaf-
ur Stefánsson og Róbert Sig-
hvatsson.
Köstuðu bolt-
um til nem-
enda Kita
ÞEGAR íslensku leikmennirnir
hlupu inná eftir nafnakall fyrir
leikinn gegn Júgóslavíu, sneru
þeir sér allir til stuðningsmanna
sinna í Kita-skólanum og köstuðu
litlum handboltum til þeirra.
Nemendur fögnuðu Duranona
mikið og einnig er hann skoraði
í leiknum. „Hann er vinsæll og
veit af því,“ sagði einn landsliðs-
maðurinn.