Morgunblaðið - 27.05.1997, Blaðsíða 1
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þriðjudagur 27. maí 1997
Blað C
Merkileg
sýning
ÞEIR sem sjá líkan af dóm-
kirkju í Skálholti frá 16. öld,
sem nú er til sýnis í Þjóðminja-
safninu í mælikvarðanum 1:20,
verða flestir undrandi yfír
stærð og gerð hússins, segir
Bjarni Olafsson í þættinum
Smiðjan. / 24 ►
1 - mn
ull .
Tirn ji ~ j
a
Val á verk-
tökum
TILBOÐ eru ekki öll eins. Þau
eru misjöfn að upphæð og jafn-
vel innihaldi, segir Eyjólfur
Bjarnason tæknifræðingur.
Ekki er víst, að allir bjóðendur
séu að bjóða sama hlutinn og
þar af leiðandi eru tölur ekki
sambærilegar. / 26 ►
Ú T T E K T
Nýbygg-
ingasvæði
í Firðinum
Ntí er hafin Ióðaúthlutun
á nýju byggingasvæði í
hjarta HafnarQarðar, en
þar verða byggð 33 lítil einbýl-
ishús. Svæðið afmarkast af
Reykjavíkurvegfi, Arnarhrauni,
Smyrlahrauni og Álfaskeiði og
einkennist af hraunlendi með
bölum og bollum, sem eru svo
áberandi í Firðinum.
- Byggingasvæðið liggur í
miðbæ Hafnarfjarðar, um-
kringt blandaðri byggð á alla
vegu, segir Sigurbergur Árna-
son arkitekt í viðtali hér í
blaðinu í dag, en hann hefur
skipulagt; svæðið.
Á þessu svæði var áður salt-
fískreitur. Hann verður vernd-
aður sem sögulegar minjar, en
reiturinn hefur mikla sérstöðu
sem gott opið svæði inni í
miðjum bænum.
Húsin eiga að standa þétt og
þau verða lág, en útsýni verð-
ur á stöku stað til fjalla og
sjávar. Lóðirnar undir húsin
verða smáar eða um 400 ferm.
og göturnar tiltölulega þröng-
ar, líkt og eldri húsagötur í
miðbæ, enda býður svæðið
upp á kosti miðbæjarsvæðis,
þar sem stutt er í þjónustu,
verzlun og stjórnsýslu.
- Þessi nýja byggð á að
falla inn í gömlu byggðina í
Hafnarfirði, svo að úr verði
ein heild, segir Sigurberg-
ur Árnason. Gert er ráð fýrir
að lóðimar verði byggingar-
hæfar í júní. / 18 ►
Heppilegast að
kaupa þegar ávöxt-
unarkrafan er lág
FASTEIGNAMARKAÐURINN er
mjög háður ytri aðstæðum. Ástand á
vinnumarkaði og lánamarkaði eru
þeir þættir, sem hafa hvað aug-
Ijósust áhrif á hann. Þannig skiptir
ávöxtunarkrafa húsbréfa miklu máli,
því að hún ræður þeim affóllum, sem
eru af húsbréfunum hverju sinni.
Sem dæmi má nefna, að affoll af 1
millj. kr. í húsbréfum tO 25 ára eru
um 65.200 kr., ef ávöxtunarkrafan er
5,70% en um 91.000 kr., þegar ávöxt-
unarkrafan er 6%.
Af þessu má sjá, að heppilegast er
að kaupa eða byggja, þegar ávöxtun-
arkrafan er lág, því að þá eru hús-
bréfín þeim mun verðmætari, sem
fást út á eign, sem ætlunin er að
kaupa eða byggja.
Á síðasta ári og það sem af er
þessu ári hefur ávöxtunarkrafan ver-
ið tiltölulega lág og stöðug. Á árun-
um þar á undan urðu hins vegar oft
mjög miklar sveiflur á henni. Hæst
varð ávöxtunarkrafan um 9% síðari
hluta árs 1991 en lægst rétt undir 5%
um mitt ár 1994.
Teikningin hér til hiiðar sýnir ann-
ars vegar húsbréfaútgáfuna á síðasta
ári og til aprílloka á þessu ári og hins
vegar þróun ávöxtunarkröfunnar til
22. maí sl. Að jafnaði er lítið sam-
hengi þar á milli. Ljóst er þó, að
hækkun ávöxtunarkröfunnar seint á
árinu 1991 mátti rekja beinlínis til
mjög mikillar húsbréfaútgáfu á sama
tíma.
Húsbréfakerfið er hugsað sem
markaðskerfi óháð stjórnvöldum.
Það felur samt í sér aðstoð ríkis-
valdsins við íbúðarkaupendur og
húsbyggjendur á hinum almenna
markaði. Þessi aðstoð felst í ríkisá-
byrgð á húsbréfum, en hún stuðlar
að lægri vöxtum á þeim.
Ávöxtunarkrafan væri sennilega
líka hærri en nú. Ríkisábyrgðin
auðveldar því fólki íbúðarkaup.
Ávöxtunarkrafa húsbréfa
1. jan. 1996 til 22. maí 1997
6,0%--
5,9
5,8
5,7
5,6
Afgreidd húsbréf 1996 og 1997
lyíillj. kr. Á reiknuðu meðaiverði hvers mánaðar
1.400,6 — ----==—-1“
TRYGGÐU ÞER BETRA VERÐ
Selflu Húsbréfm hjá Fjáruangi!
Það borgar sig að gera verðsamanburð!
Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Fjárvangur keppist við aó bjóða
besta kaupgengið og staðgreiðir Húsbréfin samdægurs. Ráðgjafar Fjárvangs veita allar upplýsingar
um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín.
fin^
FJÁRVANGUR
IDCEIIT VEIISBREFAFTRIRT/Etl
Fjárvangur hf., löggilt verðbréfafyrirtæki, Laugavegi 170, 105 Reykjavfk, simi 5 40 50 60. sfmbréf 5 40 50 61, www.fjarvangur.is