Morgunblaðið - 27.05.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAl 1997 C 19
i
Morgunblaðið/Porkell
SIGURBERGUR Arnason arkitekt hefur deiliskipulagt
byggingasyseðið.
Reykjavíkurvegi. Hinum megin,
það er við Arnarhraun og Smyrla-
hraun, var byggt á fimmta og sjötta
áratugnum.
Byggingasvæðið er um fjórir
hektarar og hæð þar yfir sjó rúml.
20 metrar. Ekki er nema 200-300
metra göngufjarlægð í alla almenna
verzlun og þjónustu í miðbæ Hafn-
arfjarðar og skólar og íþróttahús
eru í svipaðri fjarlægð. Jafnframt er
íþróttasvæðið í Kaplakrika í aðeins
um 600 metra fjarlægð.
Þétt byggð
Húsin eiga að standa þétt og þau
verða lág, en útsýni verður á stöku
stað til fjalla og sjávar. Lóðirnar
undir húsin verða smáar eða um
400 ferm. og göturnar tiltölulega
þröngar, líkt og eldri húsagötur í
miðbæ, enda býður svæðið upp á
kosti miðbæjarsvæðis, þar sem
stutt er í þjónustu, verslun og
stjórnsýslu.
Að sögn Sigurbergs verða skipu-
lagsskilmálar fyrir svæðið nokkuð
þröngir með tilliti tO þess, að verið
er að skapa ramma um byggð sem á
að taka mið af eldri byggð umhverf-
is svæðið, en hugmyndin jafnframt
sú, að lóðarhafar geti byggt ódýrt
sérbýli. Hæð húsanna, stærð og
þéttleiki þeirra verður svipaður og í
eldri hluta Hafnarfjarðar.
Byggingasvæðið skiptist í tvo
hluta. Meginhluti svæðisins tengist
umferðinni frá Álfaskeiði og Arnar-
hrauni en austurhlutinn tengist um-
ferðinni við Smyrlahraun. Ekki
verður hægt að aka í gegnum svæð-
ið, en götur verða botnlangagötur
og stuttar húsagötur á milli húsa.
Ekki er gert ráð fyrir sérstökum
hraðahindrunum. Gangstétt verður
öðru megin á götunum og bifreiða-
stæði verða á lóðum og við gang-
stétt.
Gönguleiðir verða í gegnum svæð-
ið eftir götum og um stíga og stutt í
strætisvagna. Yfir Reykjavíkurveg
verður byggð örugg gönguleið með
ljósum, sem tengir svæðið við Vest-
urbæ. Þvert yfir svæðið sjálft verð-
ur svo sérstök gönguleið yfir hraun-
gjótumar, sem skerast í gegnum
svæðið og jafnframt greið leið að
Einarsreit.
- Hraungjótumar á svæðinu
verða útivistarsvæði og leiksvæði
fyrir byggðina í kring, segir Sigur-
bergur. - Ekki er gert ráð fyrir að
þessi hluti verði afmarkaður sér-
staklega eða ákveðið fyrirfram, hvar
leiktækjum, bekkjum eða öðra af
því tagi verði komið fyrir, en íbúam-
ir hafðir með í ráðum eða þá að þeir
geta sett slíkt upp sjálfir, þar sem
þeir óska.
I stórri gjótu vestan til á svæðinu
er þegar til staðar sparkvöllur og í
annarri gjótu austar era sléttar und-
irstöður undan bragga. Þar væri
audvelt að setja upp leiktæki eða
sandkassa fyrir yngstu bömin.
- Það verður forðast að hreyfa
við klettum og gjótum og hraun-
landslagið látið halda sér, segir Sig-
urbergur. - í gjótunum er gott
skjól og þær verða eflaust notaðar
tii útivera jafnt vetur sem sumar. Á
sameiginlegum svæðum er ekki
gert ráð fyrir gróðursetningu, en
verði gróðursett tré, er mælzt til
þess að það séu lágvaxnar trjá- og
runnategundir. Þar sem húsin
standa við útivistarsvæðið er ætlast
til þess, að hægt verði að komast
um lóðirnar út á útivistarsvæðið, en
það á að bæta úr því, að lóðirnar
verða fremur smáar.
Svæðið býður upp á góða mögu-
leika til vetrarleikja, þar sem snjór
safnast fyrir í gjótunum. Hægt verð-
ur að fara um svæðið á gönguskíðum
og nægar sleða - og snjóþotubrekk-
ur ættu að verða ákjósanlegur vett-
vangur fyrir börnin.
Einarsreitur varðveittur
Þar sem Einarsreitur er síðasti
heillegi fiskreiturinn í Hafnarfirði
er gert ráð fyrir, að hann verði
verndaður sem sögulegar minjar og
fái að pjóta sín ásamt svæðinu í
kring. Á reitnum mætti koma fyrir
bekkjum, svo að fólk gæti sezt þar
niður. Þar mætti jafnvel hafa úti-
sýningar og setja upp listaverk eða
minnisvarða, sem minna á liðinn
tíma eins og saltfiskverkunina, sem
þar fór fram.
- Reiturinn hefur algera sér-
stöðu, sem gott opið svæði inni í
miðjum bænum, segir Sigurbergur.
- Kostirnir felast einkum í legunni,
auk þess sem nágrenni hans er
ósnortinn hluti af náttúrunni.
Svæðið á að fá að njóta sín eins og
það er og yfirbragð þess á að halda
sér, bæði á reitnum og gjótunum í
kring. í jaðri fiskreitsins að austan-
verðu verða þó byggð fimm einbýl-
ishús í röð vestan við húsin á
Smyrlahrauni.
- Stærsti hluti fiskreitsins verður
samt ósnertur, heldur Sigurbergur
áfram. - Vegghleðslur við gjóturnar
verda lagfærðar og haldið í upp-
runalegu horfi og sömuleiðis yfir-
borð reitsins. Ekki er ætlast til þess,
að ekið sé inn á fiskreitinn, en um
hann verður greið gönguleið. I
tengslum við hátíðahöld í bænum
mætti gera gera ráð fyrir minni
háttar samkomum á reitnum. Ekki
er samt gert sérstaklega ráð fyrir
bílastæðum þar af þeim sökum,
enda er svæðið það nálægt sjálfum
miðbænum og fjöldi bílastæða þar
nærri.
Tekur mið af eldri byggð
Skipulagið tekur mið af eldri
byggð í nágrenninu. Húsin verða
ekki stór og á litlum lóðum. Ætlazt
er tO þess, að þakhalli, stærð, hlut-
EINARSKEITUR
fihreyFt yfirborö
^PARK
VaLLUl
UPPDRÁTTUR af byggingasvæðinu. Byggð verða 33 Iítil einbýlishús á svæðinu, en það afmarkast af Reykja-
víkurvegi, Arnarhrauni, Smyrlahrauni og Álfaskeiði. Aðkoma að svæðinu er að norðan frá Arnarhrauni eftir
Fálkahrauni en frá Reykjavíkurvegi eftir Kjóahrauni.
„ Morgunblaðið/Golli
NU er verið að ljúka gatnagerð á byggingasvæðinu, en gert er ráð fyr-
ir, að lóðirnar verði byggingarhæfar í júní.
fijll og hæð húsanna verði svipuð og
í elzta hluta Hafnarfjarðar, þó án
þess beinlínis að líkja eftir húsum
þar. - Byggðin verður álíka þétt og í
gamla bænum og slíkur þéttleiki
hefur ákveðnar takmarkanir í fór
með sér, segir Sigurbergur.
Við göturnar Fálkahraun og
Kjóahraun verða húsin hæð og ris-
hæð. - Heimilt verður að byggja bíl-
skúra við húsin og einnar hæðar út-
byggingu, sem snýr að baklóð, segir
Sigurbergur. - En það verður að-
eins heimilt að hafa ris yfir aðalhluta
hússins. Við Lóuhraun verða hins
vegar tveggja hæða hús, sem munu
standa rétt við fiskreitinn. Ekki era
gerðar sérstakar kröfur um útlit
þessara húsa.
Æskilegt er að efnisnotkunin taki
mið af eldri byggð á miðbæjarsvæð-
inu. Samkvæmt byggingareglugerð
er fjarlægð milli húsanna nægjanleg
til þess að hægt verður að byggja öll
húsin úr timbri, en ætlast er til þess
að þau verði klædd með bárujámi.
Neðsti hluti húsanna verði steyptur
eða klæddur sléttu efni og mælzt er
til að skörp skil verði á milli bygg-
ingarefna.
Lóðir er heimilt að afmarka frá
götu með lágum girðingum eða
veggjum. - Húsin standa stutt frá
götunni og því er eðlilegt að af-
marka einkasvæðið frá götusvæð-
inu, segir Sigurbergur. - Þar sem
baklóð snýr að gjótum er ekki ætl-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Suðurlandsbraut 16 (3. hæð), 108 Rvík.
Sími 588 8787, fax 588 8780
Opið virka daga 9.00-18.00. Símatími laugardaga 11-14.
Sæmundur H. Sæmundssón, sölustjóri/byggingam. Ólafur G. Vigfússon, sölufulltrúi. Rósa Halldórsdóttir, sölufulltrúi/ritari. Sigurberg Guðjónsson, hdl. lögg. fasteignasali.
2JA HERBERGJA ■ EINBÝLISHUS/RAÐHUS
Hamraborg Góð tveggja herb.
íbúð á 7. hæð i lyftuhúsi. Þvottahús á
hæðinni. Stæði í bílakj. Verð 4,9 m. 394
Hjallavegur Rúmgóð 58 fm íbúð i
fjórbýlish. með sérinng. Pergo-parket á
gólfum. Gler og gluggar nýtt. Verð 5,3 m.
387
3JA HERBERGJA
Framnesvegur 3-4 herb. 75 tm
(búð f tvíbýlish. Verð 5,6 m. 378
Æsufell Falleg 88 fm íbúð á 4. h. Park-
et á gólfum. Vandaðar innr. Suð-vestur
svalir og frábært útsýni. Verð 6,5 m. 279
Grenimelur Góð 90 fm kjallaraíb.
Gott parket á gólfum. Ágætar innrétting-
ar. Verö 6,9 m. 236
4RA HERB. OG STŒRRA
Kleppsvegur 4ra herb. ibúð á
fjórðu hæð. Aukaherb. í risi Verð 6.950
þús. 366
Austurströnd Glæsileg 121 fm
penthouse íbúö á frábærum útsýnisstað.
Stutt í alla þjónustu. Verð 10,9 m. 396
Hraunbraut Falleg 100 fm neðri sér-
hæð í Kóp. auk 32 fm bílskúrs. Verð 9,8
m. 290
Jöldugróf Einbýlishús í drauma
stærð. Húsið er 130,5 fm og bílskúrinn er
34,4 fm Eign f góðu ástandi á grónum og
góðum stað í borginni. Verð 13,9 m. 397
Heiðargerði Glæsilegt 200 fm ein-
býlish. með bílsk. á mjög eftirsóttum stað í
borginni. Húsið er allt meira og minna end-
urn. og er sem nýtt. Sjón er sögu ríkari.
Verð 18,5 m. 399
Sogavegur Glæsilegt þriggja íbúða
hús á einum besta stað i borginni. Heildar-
stærð um 290 fm Vandaðar innréttingar.
Hús sem gefur mikla möguleika. 219
Akrasel Glæsilegt 287 fm einbýlish.
með bílsk. Frábært útsýni. Mjög fallegur
garður. Á neðri hæðinni er sóribúð. Verð
18,5 m. 226
í BYGGINGU
Litlavör Parhús á tveimur hæðum
með bílskúr samt.181 fm Selst tilbúið til
innréttinga. Verð 10,9 m. 391
Funalínd Glæsilegt fjölbýlish. í Kóp.
Fáar ibúöir eftir. Veriö að afhenda fyrstu
fbúðirnar. Allar búðirnar afhendast fullb.
með frág. lóð. Verð frá 8.950.000 þ. 346
Lautasmári þriggja herb. íbúð á 2.
h. á eftirsóttum staö í Kópavogi. íbúðin af-
hendist fullbúin án gólfefna. Verð 7,9 m.
392
Suðurhólar góö 100 fm ibúð.
Sameign og húsið að utan í góðu
ástandi. ATH: Verð aöeins 6,9 m. 271
Fjallalind í byggingu 228 fm raöhús á
tveimur hæðum í Kópav. Afhendast fullbú-
in úti og fokheld Inni. Verð fró 8,9 m. 382
VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR