Morgunblaðið - 27.05.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.05.1997, Blaðsíða 30
30 C ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ * Símar 551-9540 & 551-9191 - fax 551-8585 # EIGNASALAN INGÓLFSSTRÆTI 12 -101 REYKJAVÍK. Yfir 35 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar. Magnús Einarsson, löggiltur fasteignasali. Sölurn. Svavar Jónss., hs. 553-3363, og Eggert Eliass., hs. 557-7789. SAMTENGD SÖLSKRÁ \ ÁSBYRdUgjS Einbýli/raðhús LUNDIR - GARÐABÆ Tæpl. 150 fm einb. á einni hæð. Saml. stofur og 4 svefnherb. m.m. 50 fm bílskúr þar sem innróttuð hefur verið mjög góð 2ja herb. íbúð. Falleg ræktuð lóð m. heitum potti. DALHÚS - RAÐHÚS Tæpl. 200 fm raðhús á tveimur hæðum á góðum og rólegum stað. Innb. bílskúr. Húsið er ekki alveg fullbúið. Hagst. áhvílandi lán úr veðdeild. BAKKAFLÖT -LAUST Tæpl. 200 fm gott einbýlishús á frábærum stað i rólegri lokaðri götu. 5 svefnherbergi. Falleg ræktuð lóð. Að auki er 43 fm tvöfaldur bílskúr. Til afh. strax. REYKJAVEGUR - MOS. 240 fm gott einbýli á tveimur hæðum auk 35 fm bílskúrs og 40' fm gróðurskála. Falleg ræktuð lóð m. miklum trjágróðri. Bein sala eða skipti á minni eign í Rvik. 4-6 herbergja BOLLAGATA - LAUS 4ra herbergja tæplega 80 fm lítið niðurgrafin kjallaraíbúð. fbúðin er í góðu ástandi. Sérinngangur. Til afhendingar strax. HRÍSATEIGUR - SÉRHÆÐ 3-4ra herb. efri hæð ( tvíbýlishúsi. Sérinngangur, sérhiti. Sérþvottahús á hæðinni. Nýlegt Merbau-parket á gólfum. Suðursvalir. Ræktuð lóð (trjágarður). Góð eign á góðum stað í borginni. í NÁGR. HÁSKÓLANS Mjög góð 100 fm íbúð í fjölb. 2 stofur og 2 svefnherb. m.m. Suðursvalir. Gott útsýni. Áhv. hagstæð langtímaián 3,7 millj. HÁALEITISBRAUT 4ra herb. endaíbúð í fjölb. Góð eign m. parketi á gólfum og miklu útsýni. Verð 7,3 millj. ÞINGHOLTIN - LAUS Glæsil. nýendurb. 4ra herb. íbúðarhæð í steinh. Glæsil. útsýni. Góðar súðursv. Allt nýtt í hólf og gólf. Til afh. strax. 3ja herbergja ÁSBRAUT - KÓP. 3ja herb. snyrtil. endaíbúð á 1. hæð. Góð sameign. Húsið allt klætt að utan. Suðursvalir. Ásett verð 6,4 millj. VESTURGATA 3ja herb. tæpl. 80 fm kjíb I faliegu eldra steinhúsi. Skiptist í rúmg. stofur og gott svefnherb. m.m. Nýtt parket á gólfum. Falleg eldh. innrétting m. borðkrók. Sérinng. Mjög skemmtileg eign. EFSTASUND - LAUS Mjög snyrtileg og góð 3ja herb. risíbúð í þríbýlishúsi. Sérinng. Ib. er til afh. strax. MÁVAHLÍÐ - LAUS 3ja herb. tæpl. 90 fm kjíb. f fjórbhúsi. Góð íbúð með sérinng. Til afh. strax. KEILUGRANDI - LAUS Mjög góð 3ja herb. ib. í fjölbhúsi. Parket á öllum gólfum. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Bílskýli. TIL AFH. STRAX. 2ja herbergja GNOÐARVOGUR Tæpl. 60 fm snyrtil. og góð íbúð i fjölbhúsi. Húsið er nýl. klætt að utan. Laus fljótlega. SKIPASUND - ÓDÝR 2ja herb. mjög snyrtil. ósamþ. risíbúð i þribhúsi. Góð sameign. Verð 3,2 millj. Laus fljótlega. NÖKKVAVOGUR - LAUS 70 fm góð kjallaraibúð i tvibhúsi. á góðum stað. Nýl. eldhúsinnrétting. Nýl. raflögn. Parket. Sérinng. Falleg ræktuð lóð. ibúðinni má auðveldlega breyta í 3ja herb. íbúð. Til afh. strax. KRUMMAHÓLAR - LAUS 2ja herb. góð ibúð á 1. hæð i fjölb. Ibúðin er öll í góðu ástandi. Verð 4,5 millj. íb. er laus. Við sýnum. NJÁLSGATA -LAUS 70 fm ibúð á 3. hæð (efstu) i steinh. Ib. er öll í mjög góðu ástandi. öll sameign nýstandsett. Til afh. strax. Atvinnuhúsnæði ATVHÚSNÆÐI ÓSKAST. Höfum traustan og góðan kaupanda að ca. 3-400 fm góðu atvinnuhúsn. á jarðhæð. Góð innkeyrsluhurð æskileg. Traustur kaupandi með góða útborgun. STRANDGATA HF. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR. 220 fm atvinnuhúsnæði á 2. hæð f góðu eldra steinh. (Drafnarhúsið). Hægt að stúka niöur f nokkur herb. Til afh. strax. Traustum aðila boðin góð greiðslukjör. Til sýnis og sölu m.a. eigna: Sumarhús siglingamannsins Nýl. timburhús m. portbyggðu risi. Grunnfl. um 40 fm. Vönduð viðarklæðning. Viðbygging um 50 fm m. 3 m vegghæð. Eignarland 6000 fm á vinsælum stað á Vatnsleysuströnd. Uppsátur fyrir bát I fjöru. Myndir og nánari uppl. á skrifst. Leitum að: Raðhúsi eða einbýlishúsi í Árbæjarhverfi eða Smáibúðahverfi. Sérhæð, raðhúsi eða einbýlishúsi í Vesturborginni eða á Nesinu. Húseignum af ýmsum stærðum I gamla bænum eða nágrenni. Meiga þarfnast endurbóta. Margir kaupendur á skrá, þ.á m. nokkrir sem bjóða staðgreiðslu fyrir rétta eign. í ■< • • • Opið á laugardögum. Auglýsum á laugardögum. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 Hafðu öryggi og reynslu í fyrirrúmi þegar þú kaupir eða selur fasteign. Félag Fasteignasala £ Morgunblaðið/Golli ÞAÐ eru nógu margir ágætir lagnamenn til á Akureyri sem geta leyst það vandmál að sjá til þess að allir leikhúsgestir fái það súrefni sem þeir þurfa án þess að það trufli viðkvæma leiksýningu. Vefarinn mikli á Akureyri Lagnafréttir Það var þrekraun að horfa á sýningu Leik- félags Akureyrar, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Leikhúsgestum hafði ekki verið séð fyrir súrefni. ÞAÐ er aldrei á vísan að róa með það hvenær vorið kemur hérlendis og eftir hlýjan aprfl stóðu vonir til að maí yrði ekki síðri og hvað er betra en að eyða nokkrum vordögum á Akureyri? En það voru engir varmir vor- dagar þar í fyrrihluta maímánaðar en það þarf ekki að þýða mis- heppnaða heimsókn, öðru nær. Það orð hefur stundum farið af Akureyringum að þeir væru stór- bokkar en hafi svo verið fyrr á ár- um, sem ýmislegt bendir til, eru þeir góðir heim að sækja í dag. En það er meira að sjá við Eyjafjörð en Akureyri og heimsókn til Sæplasts á Dalvík er vissulega eft- irminnileg, enda þangað komnir flestir pípulagningamenn af Eyja- fjarðarsvæðinu og vel var þar veitt. Þó svo hafi óvænt viljað til að tvær konur voru meðal gesta var fyrirfram ákveðin dagskrá með karlabröndurum látin halda sér, efth- nokkurt hik þó. Sæplast er stórmerkt fyrirtæki á heimsvísu og efalaust finnst mörg- um merkflegt að slíkt fyrirtæki skuli hafa risið á Dalvík en það ger- ist ekki allt á suðvesturhominu. Fyrir lagnamenn er fróðlegt að sjá fiskiker verða til með hverfi- steypu en það er hinsvegar fram- leiðsla Sæplasts á plaströrum sem tók athyglina og auðvitað kom hin eilífa umræða um súrefnisupptöku plaströra fram í dagsljósið en lát- um hana bíða betri tíma. Það var fróðlegt að fara í klukku- stundar kynnisferð um Akureyri með innfæddum starfsbróður og að heimsækja annan sem er „útvegs- bóndi“ við Ljósavatn. Veitingahúsum hefur ijölgað mikið á Akureyri síðustu árin og kráarmenningin kom með bjórn- um, það er ekki í kot vísað að fá sér bjór niður á Oddeyri í aldar- gömlum húsum þar sem sagan er skráð í hverja sperru, hverja fjöl. Við nýja veginn fyrir fjarðarbotn- inn er bensínstöð og ágætis veit- ingahús á efri hæð sem býður upp á ódýrt hlaðborð í hádeginu, hinar bestu kræsingar og meira að segja nýja steikta sfld, en því miður kom þar fram veikasti punktur ís- lenskra matreiðslumanna; ofnotk- un á salti. Sama var uppi á ten- ingnum í Bautanum, annars ágæt blómkálssúpa eyðilögð með salti. Humarinn í Fiðlaranum ljúffengur og að sjálfsögðu með bræddu smjöri, en þá þurfa diskarnir auð- vitað að vera heitir, annars er smjörið fljótt að kólna. Leikhúsið í Renniverkstæðinu í gömlu húsi niður á Oddeyri, þar sem áður var renniverkstæði, hefur Leikfélag Akureyrar inn- réttað leikhús á hráan hátt eins og við á. Það verður ekki annað sagt að þama verður til sérstætt og skemmtilegt leikhús og á umhverf- ið ekki síður þátt í að það tekst, pollurinn handan götunnar og elstu hús Akureyrar (eða eigum við að segja Oddeyrar?) mynda umgjörðina. Það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur við val á leikverki til að sýna á Renniverkstæðinu, æskuverk Halldórs Laxness Vefarinn mikli frá Kasmír, verkið sem opnaði augu framsýnustu manna fyrir því að þarna var snillingur framtíðar- innai’ á ferð. Kominn tfl Akureyrar er ekki hægt að láta slíkan menningarvið- burð fram hjá sér fara, en margar sagna Laxness er búið að færa í leikbúning með misjöfnum ái'angri þó. Það er ekki hægt að segja ann- að en að leikgerð Vefarans hafi tekist eins vel og við mátti búast en það er hins vegar nær því að vera ofætlun að ráðast í það, þessi saga verður aldrei að heilsteyptu sviðsverki. Leikstjóri sýnir mikla hugkvæmni í sviðsetningunni og flestar persónur öðluðust líf en eft- irminnulegust verður Diljá. En það dugmikla fólk sem skap- aði Vefaranum þessa frumlegu umgjörð á Renniverkstæðinu hef- ur ekki gáð að öllu, hefur að sjálf- sögðu verið með hugann íyrst og fremst við leikverkið. En mað- urinn er nú einu sinni með þessum ósköpum fæddur að hafa margs konar þarfir, hann þarf mat og drykk og ekki síst súrefni. Þar brugðust skapendur leikhússins. Að sitja á næstaftasta, eða rétt- ara sagt næstefsta bekk, var nán- ast þrekraun á þessari nokkuð löngu leiksýningu. Það sem hefur gleymst er að sjá fyrir fersku lofti fyrir leikhúsgesti, að vísu virtust loftstokkar vera upp undir lofti en hafi þeir verið virkir eru þeir lík- lega sömu annmörkum háðir og flest vélræn loftræsikerfi; ekki hægt að nota þau meðan á leiksýn- ingu stendur sökum hávaða. Svo alvarlegt varð málið að ein kona féll í öngvit og urðu tveir nær- staddir karlar að bera hana á brott og eftir hlé kom í ljós að nokkrir leikhúsgestir höfðu gefist upp og skiluðu sér ekki aftur í sæti. Þetta má leysa Það er til einfóld lausn á þessu vandamáli að færa leikhúsgestum, einkum þeim sem efst sitja, nægj- anlegt súrefni og það er hægt að gera á þessum stað án þess að nokkur vélrænn blástur sé notaður sem heyrist í og truflar leiksýning- una. Það er hin gamla týnda nátt- úrulega loftræsing þar sem nátt- úrulögmálið er notað sem drif- kraftur, því heitara sem loft er því léttara er það, þess vegna streym- ir það uppávið. Ein eða tvær lúgur á þaki sem hleyptu út lofti hefðu getað gjör- breytt líðan sárþjáðra leikhúsgesta, þessar lúgur geta meira að segja verið sjálfvirkar, engin þörf að út- rýma tækninni með öllu. Hljóð- látir litlir mótorar, sem stýrast af hitastilli uppi við loft opna og loka lúgunum, þegar hitinn hækkai' opn- ast lúgumar og súrefnissnautt heitt loftið streymir út og-annað ferskt kemur inn í staðinn, þegar hitinn fellur lokast þær aftur. Það eru nógu margir ágætir lagnamenn á Akureyri sem geta leyst þetta vandmál; að sjá til þess að allir leikhúsgestir fái það súr- efni sem þeir þurfa án þess að það trufli viðkvæma leiksýningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.