Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 12
£í 'í TWÍ .* 50íW.<TTTVr/1l8 12 E SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 ŒWjt.JMVU’IO'SÍM MORGUNBLAÐIÐ Frá Háskóla íslands Skrásetning nýrra stúdenta Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Há- skóla íslands háskólaárið 1997-1998 fer fram í Nemendaskrá, í aðalbyggingu Háskólans dag- ana 22. maí- 5. júní 1997. Umsóknareyðu- blöð fást í Nemendaskrá sem opin er kl. 10-17 hvern virkan dag á skráningartímabilinu. Stúdentspróf er inntökuskilyrði í allar deildir Háskólans, en athugið þó eftirfarandi: Þeir, sem hyggjast skrá sig til náms í lyfjafræði lyfsala, skulu hafa stúdentspróf af stærðfræði- , eðlisfræði- eða náttúrufræðibraut og þeir, sem hyggjast skrá sig til náms í raunvísinda- deild (allar greinar nema landafræði), skulu hafa stúdentspróf af eðlisfræði- eða náttúru- fræðibraut. í eftirtöldum greinum eru samkeppnispróf við lok haustmisseris í desember og fjöldi þeirra sem öðlast rétttil að halda áfram námi á síðara misseri takmarkaður (fjöldi í sviga): lækna- deild, læknisfræði (36), lyfjafræði (12), hjúkrun- arfræði (60), sjúkraþjálfun (18) og tannlækna- deild (6). Hjúkrunarfrædingar sem hyggjast skrá sig í sérskipulagt nám til B.S. prófs skulu skrá sig á framangreindu tímabili, 22. maí — 5. júní. At- hygli er vakin á því að líklegt er að einungis verði boðið upp á að hefja sérskipulagða námið í þeirri mynd sem það er nú næstu tvö árin. Við nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafnframt í námskeið á komandi haust- og vormisseri. Umsóknum um skrásetningu skal fylgja: 1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófs- skírteini.(Ath! Öilu skírteininu. Hiðsama gildir þótt stúdentsprófsskírteini hafi áður verið lagt fram). 2) Skrásetningargjald: kr. 24,000. 3) Ljósmynd af umsækjanda. Ljósmyndun vegna stúdentaskírteina ferfram í skólanum í september 1997. Ekki ertekið á móti beiðnum um nýskrásetn- ingu eftir að auglýstu skrásetningartímabili lýk- ur 5. júní nk. Athugið einnig að skrásetningar- gjaldið er ekki endurkræft eftir 20. ágúst 1997. Mætið tímanlega til að forðast örtröð. Vélskóli íslands Vélgæslumannanámskeið Námskeið, sem veitir réttindi til vélgæslu (VM) á bátum, verður haldið í Vélskóla íslands dag- ana 23. til 28. júní (kennt verður laugardag). Heildarlengd námskeiðs með prófi er 60 kennslustundir. Námskeiðið er í samræmi við lög um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum og veitir 220 kWréttindi. Innritun ferfram í Vélskóla íslands, Sjómanna- skólanum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. Skrif- stofa skólans er opin frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga. Umsókn þarf að staðfesta með greiðslu námskeiðsgjalds kr. 35.000. Hámarks- fjöldi nemenda er 12. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri. Námskeiðsgögn eru seld á staðnum. Skólameistari. Innritun í Fiskvinnsluskólann Innritun á fyrstu önn Fiskvinnsluskólans stend- ur yfir. Inntökuskilyrði að skólanum er að nemendur hafi lokið a.m.k. 52 einingum í framhaldsskóla. Námstími við skólann er 2 ár, bæði bóklegt og verklegt nám. Að þeim tíma loknum útskrifast nemendur með starfsheitið „fiskiðnaðarmaður". Umsóknir sendist skólanum fyrir 6. júní. Vélskóli íslands Innritun á haustönn 1997 Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 10. júní nk. Kennsla ferfram eftiráfangakerfi. Nemendur, sem hafa stundað nám við aðra skóla, fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem það fellur að námi í Vélskóla íslands. Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi með tilskildum árangri. Námið er byggt upp sem þrepanám með stig- hækkandi réttindum. Sé gengið út frá grunn- skólaprófi tekur: 1. stig vélavörður 1 námsönn. 2. stig vélstjóri 4 námsannir. 3. stig vélstjóri 7 námsannir. 4. stig vélfræðingur 10 námsannir. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingarfást á skrifstofu skólans kl. 8.00—16.00 alla virka daga. Sími 551 9755, fax 552 3760. Póstfang: Vélskóli íslands, Sjómannaskól- anum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. Skóiameistari. Innritun í Borgarholts- skóla Borgarholtsskóli erframhaldsskóli sem býður upp á fjölbreytt nám, bæði bóknám til stúd- entsprófs og styttra bóknám, iðnnám, verslun- ar- og félagsþjónustubraut auk þroskabrautar. Innritun í skólann ferfram sameiginlega með öðrumframhaldsskólum í Menntaskólanum við Hamrahlíð dagana 2. og 3. júní. Þar verða fulltrúar allra brauta og námsráðgjafi skólans til að gefa ráð og aðstoða við innritun. Auk þess verður ráðgjöf og aðstoð veitt á skrifstofu skólans 4. júní kl. 13.00—18.00. Skólameistari. Sameiginlegur fræðslufundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands og Félags leiðþeinenda í skyndihjálp verður haldinn þriðjudaginn 3. júní í húsnæði R-RKÍ í Fákafeni 11 kl. 21.00. Dagskrá fundarins verður: 1. Kynning á ferð Odds Eiríkssonar á náms- stefnuna EMS today, sem haldin var í Bandaríkjunum í mars sl. 2. Neyðarlínan heimsótt og starfsemin kynnt. 3. Slökkvistöðin heimsótt og starfsemin kynnt. Allir félagar velkomnir. Frá Framhalds- skólanum á Laugum Umsóknarfrestur um skólavist næsta vetur rennur út þann 10. júní. Auk almenns bóknáms á 1. ári býður skólinn upp á íþróttabraut og félagsfræðibrauttil stúd- entsprófs. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skól- ans í síma 464 3120 og hjá skólameistara í síma 464 3112. Kvöldfyrirlestrar dr. Farida Sharan „Heilsufar kvenna og hamingja," 4. júní, „ Að taka ábyrgð á eigin heilsu" 5. júní í Háskólabyggingunni Odda, stofu 101, kl. 20.00. Miðarfást í Heilsuhúsinu, Kringlunni og Skólavörðustíg, Heilsubúðinni, Reykjavíkurvegi 62, Hafnarf.og við innganginn. SCHOOL OF NATURAL MEDICINE Fanný Jónmundsdóttir, sími 552 7755. Vinnueftirlit ríkisins Réttindanámskeið fyrir bílstjóra í flutningum á hættulegum farmi Dagana 5.- 8. júní 1997 kl. 9.00 -17.00 verður haldið námskeið í Borgartúni 6, Reykjavík, ef næg þátttaka fæst, fyrir stjórnendur ökutækja sem vilja öðlast réttindi (ADR-skirteini) sam- kvæmt reglugerð nr. 139/1995 til að flytja hætt- ulegan farm á vegum á íslandi og innan Evr- ópska efnahagssvæðisins. Réttindin munu ekki ná til flutnings á geislavirkum efnum. Nám- skeiðsgjald er 35.000 kr. sem greiðast skal við upphaf námskeiðsins. Skráning og nánari upplýsingar hjá Vinnueftir- liti ríkisins, Bíldshöfða 12,112 Reykjavík, sími 567 2500, fax 567 4086. FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA Innritun vorið 1997 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla verða 760 nemendur næsta vetur. Rúmlega 50 kennarar með full réttindi starfa við stofnunina. Skólinn er miðsvæðis í Reykjavík, að honum liggja greiðar samgönguleiðir úr öllum áttum. Skólinn býður upp á nám til stúdentsprófs og sérhæft starfsréttindanám, einkum á heilbrigðissviði. Húsakynni skólans eru fullnýtt og þar er eitt besta tölvuver landsins. Fyrirhugað er að byggja við skólann í ár og á næsta ári. Aðalinnritun fyrir haustönn 1997 verður 2.-3. júní næstkomandi, en tekið verður við umsókn- um til 6. júní. Skila skal umsókn með staðfestu afriti fyrri einkunna á skrifstofu skólans, sem er opin kl. 8.00—15.00, s. 581 4022, bréfasími 568 0335. Einnig er hægt að skila umsókn á sameiginlegum innritunarstað framhaldsskól- anna í Reykajvík. Eftirfarandi nám er í boði: Stutt starfstengt nám Almennt verslunarnám, uppeldisbraut, félags- og íþróttabraut. Starfsleikninám, eins árs nám eftir grunn- skóla. Heilbrigðissvið Nám fyrir aðstoðarfólk tannlækna. Tveggja og hálfs árs nám. Lögvernduð starfs- réttindi. Lyfjatæknanám. Fjögurra ára nám að loknum grunnskóla. Lögvernduð starfsréttindi. Sjúkraliðanám. Þriggja ára nám að loknum grunnskóla aukfjögurra mánaða starfsþjálfun- ar. Lögvernduð starfsréttindi. Læknaritaranám. Eins og hálfs árs nám að loknu stúdentsprófi eða sambærilegri mennt- un. Lögvernduð starfsréttindi. Nuddnám. Tveggja og hálfs árs nám að lokn- um grunnskóla. Starfsþjálfun í Nuddskóla íslands, sem Félag íslenskra nuddara rekur. Nám til stúdentsprófs Félagsfræðibraut með ýmiss konar valmögu- leikum, félagsfræði-, sálfræði- eða hag- fræðivali og auk þess upplýsingatækni- og tölvuval, sem ekki er annars staðar í boði. Náttúrufræðibraut með ýmiss konar valmögu- leikum, raungreina-, heilbrigðisgreina-og íþróttafræðivali. Nýmálabraut. Hægt er að panta tíma hjá námsráðgjafa og skólayfirvöld eru til viðtals innritunardagana sem endranær. Fjölbrautaskólinn við Ármúla Faglegt nám til framtíðar. Starfsréttindi og stúdentspróf. Skólameistari. HÚSNÆÐI ÓSKAST Geymsluhúsnæði Samskipti ehf óskar eftir að taka á leigu upp- hitað geymsluhúsnæði, 20-50 fm á jarðhæð helst í Múlahverfi. Hafið samband við Eirík eða Guðmund í síma 568 1332.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.