Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 E 15 REYKJANES - STAÐA GRÓÐURS OG UPPGRÆÐSLU Spurt og svarað um Reykjanes og uppgræðslu þess bæði skjól og nægur jarðraki. Næst best eru þau á flatara landi þar sem er moldaijarðvegur eða þar sem búið er að græða upp mela með lúpínu. Þar á eftir koma hraun austarlega á svæðinu. Skógræktarskilyrði eru al- mennt erfið á Suðurnesjum vegna skjólleysis en erfiðust vestast, einkum þar sem undirlagið er hraun. Tegundir Þó að skógræktarskilyrði séu erfið koma allmargar tegundir til greina við uppgræðslu á svæðinu. Ljósmynd/Ólafur Oddsson LÁGVAXIÐ birki og smávax- inn loðvíðir finnast víða í eldri hraunum. Sá listi sem hér fer á eftir er ekki tæmandi og á ekki að verða til þess að draga úr áhuga manna á að gera tilraunir. Þetta eru þó tegundir sem ættu að vera nokkuð öruggar víðast á svæðinu. Til uppgræðslu er melgresi eina tegundin sem dugar almennilega í foksandi og lúpína dugar best til að klæða mela. Grastegundir eins og beringspunt, snarrót, tún- vingul og vallarsveifgras má einn- ig nota til uppgræðslu mela, en þær eru háðar áburðargjöf. Álitlegustu runnategundir eru loðvíðir, alaskavíðir (einkum sá brúni), jörfavíðir og ígulrósir (t.d. hansarós). Fleiri klónar alaskavíð- is og jörvavíðis koma á markaðinn á næstu árum og ættu sumir þeirra að duga vel. Allar þurfa þessar tegundir áburðargjöf. Besta trjátegund á svæðinu er tvímælalaust sitkagreni. Bergfura ina, Krýsuvík og reyndar mörg önn- ur svæði. Reynslan sýnir að áburður og grasfræ geta víða gert kraftaverk. Þar sem jarðveginn vantar er þó langbest að nota lífrænan áburð, s.s. hey úr görðum eða úrgangshey, hrossatað, svína- og hænsnaskít til uppgræðslunnar. Mikið fellur til af slíkum efnivið á Reykjanesskaga, en hann fer að miklu leyti til spill- is, svo skiptir þúsundum tonna ár- lega. Þar sem birki, víðir og fleiri teg- undir hafa horfið úr landinu getur verið langt í frægjafa. Þar þarf að sá eða gróðursetja. Margar hendur vinna létt verk Áhugamannasamtök, einstakl- ingar og sveitarstjórnir hafa lengi unnið að landbótum á Reykjanes- skaga í samvinnu við Landgræðsl- una og Skógrækt ríkisins. Þetta samstarf hefur aukist mjög á síð- ustu árum og endurspeglar vaxandi er álitlegust furutegunda. íslenskt birki er harðgerast lauftijáa á svæðinu og getur náð sæmiiegum þroska í skjóli. Fáar aðrar tijáteg- undir koma til greina á Suðurnesj- um en margar á austanverðum skaganum, einkum stafafura, blá- greni og alaskaösp. Aðferðir Við skógrækt á erfiðum svæð- um er nauðsynlegt að huga vel að öllu því sem hægt er að hafa áhrif á. Á berangri getur verið gott að forrækta með lúpínu. Áburðargjöf (skítur eða tilbúinn áburður) á tvímælalaust að vera þáttur í ræktuninni. Val á gróður- setningarstað m.t.t skjóls og jarð- vegs hefur mjög mikið að segja. Ef ekkert skjól er getur borgað sig að setja upp hlífar eða skjól- grindur. Ekki verður farið hér nánar út í ræktunartækni, en þeir sem vilja vita meira geta snúið sér til skógræktarfélaga, Skóg- ræktar ríkisins eða Landgræðsl- unnar. Lokaorð Verkefnin blasa við. Stöðva þarf jarðvegsrof víða á sunnan- verðum Reykjanesskaga, binda þarf sandinn við Reykjanes, rækta þarf skóg í grennd við þéttbýli og víðar til útivistar og jarðvegs- verndar, græða þarf illa gróið land. Tækin til þess eru innlendar og erlendar plöntutegundir, líf- rænn og ólífrænn áburður og sér- staklega vinna fólksins á svæðinu. Áður en þetta er hægt þarf þó að vera sátt um landnýting- arstefnu. Ganga þarf frá beitar- málum á farsælan hátt og eigend- ur landsins, hvort sem þeir eru einkaaðilar eða sveitarfélög, þurfa að vera sáttir við áformin. Þeir sem hafa áhuga á uppgræðslu og skógrækt komast ekki hjá því að vinna að þessum málum líka. Höfundur er fagmálasljóri Skógræktar ríkisins. þörf almennings fyrir gróðursælt umhverfi. Skógræktarfélögin, Li- onsklúbbar og Landvernd hafa ver- ið þar ötul, en ástæða væri til að nefna miklu fleiri, t.d. hestamanna- félagið Mána í Reykjanesbæ sem hefur grætt mikið af örfoka landi til beitar. Nýlega voru stofnuð sam- tök, Gróður fyrir fólk, sem hafa á stefnuskrá gróðurbætur í öllu Land- námi Ingólfs. 'Vonandi tekst þeim að fá miklu áorkað í þessu brýna hagsmunamáli. I þéttbýlinu á Reykjanesskaga býr fjöldinn allur af fólki sem bein- línis þráir að sækja sér lífsfyllingu í það að hlúa að gróðri úti í náttúr- unni. Með góðu skipulagi og að- gengi að friðuðu landi geta hópar áhugamanna unnið stórvirki við uppgræðslu og notið síðan ánægj- unnar af árangrinum. Gróðursælt og vistlegt umhverfi er sameigin- legt markmið okkar allra. Höfundur er fagmálastjóri landgræðslu ríkisins. Skógræktarfélag íslands lagði eft- irfarandi spurningar fyrir forsvars- menn þriggja helstu bæjarfélag- anna sem tengjast Reykjanessvæð- inu: Spurningar A) Almenn afstaða til upp- græðslu og ræktunar. B) Afstaða til lausagöngu bú- ijár, staða, áform. C) Framtíðaráform sveitarfé- lagsins í uppgræðslu. D) Er þitt sveitarfélag tilbúið að leggja til landnemaspildur fyrir fé- lög og áhugamenn. E) Samstarf við önnur sveitarfé- lög, félagasamtök í uppgræðslu og ræktun. Hafnarfjörður Ingvar Viktorsson, bæjarsljóri í Hafnarfirði: A) Almennt er mikill velvilji inn- an bæjarstjórnar til þessara mála og þeirra aðila sem þar leggja hönd að verki. Á það bæði við um hin ýmsu samtök almennings og þær stofnanir ríkisins, Landgræðsluna og Skógræktina, sem þarna koma við sögu. B) Lengi var unnið að því að hefta lausagöngu búfjár í bæjar- landinu og tókst að koma endanlega böndum á það mál, að því er Hafn- firðinga varðar, árið 1989, er samn- ingar tókust við fjáreigendur í bæn- um um að búfé þeirra yrði í sumar- beit innan girðingar i Krýsuvíkur- landi. Lausaganga hrossa var þá þegar löngu aflögð. C) Bæjarstjórninni er æ betur ljóst, að hún og bæjarbúar eiga skuld að gjalda við land bæjarins, og reyndar allt ísland. Stefnt er því að alhliða stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, uppgræðslu og ræktun í öllu landi bæjarins. D) Bæjarstjórnin tók þegar árið 1980 upp þá stefnu að leggja til land vegna svonefndra landnema- spildna. Var Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar falin framkvæmd og umsjón þess máls frá byijun. Bæj- arfélagið leggur til samgöngur í formi vegaslóða, þar sem þess þarf, ásamt nauðsynlegum mælingum og merkingum landsins. Nú eru milli 130 og 140 slíkar spildur í fóstri hjá einstaklingum, félögum og skólum. Ræktunarárangur er víða orðinn frábær nú þegar. Þegar friður verður fyrir búfé í löndum bæjarins, einkum Krýsuvík og Undirhlíðum, er reiknað með að ekki standi á landnemum að fóstra stór svæði til viðbótar, enda eru sumir eldri landnemar þegar langt komnir með að fylla spildur sínar. Nýir munu einnig bætast í hópinn með nýjum kynslóðum og samtök- um. E) Samstarf er yfirleitt mjög gott við nágranna og félög innan bæjarfélagsins. Þegar er farið að þróa útivistar- og ræktunarskipulag alls höfuðborgarsvæðisins, í dag- legu tali nefnt „græni trefillinn“. Eru verulegar vonir bundnar við það framtak. Nokkuð skyggir á í þessum málum, að ekki hefur feng- ist samstaða um að leggja endan- lega af alla lausagöngu búfjár á svæðinu hér vestan við, þ.e. í Gull- bringusýslu, en sýslan á formlega rétt til beitar í hinni fornu Krýsuvík- urtorfu, sem er mjög víðlend. (Þótt vitað sé, að héraðsnefndin, sem svarar til sýslunefndarinnar áður, sé mikið til sammála um málið, hefur það hingað til strandað á andstöðu tiltölulega fárra sauðfjár- eigenda og viðkomandi sveitar- stjórnar. Er þar skákað í skjóli löngu úreltra laga og réttinda sem tilheyra horfínni tíð. Tíminn hlýtur þó að vinna með okkur í þessu máli). Grindavík Jón Gunnar Grétarsson, bæjar- stjóri í Grindavík: A) Er mjög hlynntur uppgræðslu og ræktun, svo litur landsins breyt- ist úr gráum í grænan eftir því sem aðstæður leyfa. B) Engin áform eru uppi er varða lausagöngu búfjár. Sauðfé hefur fækkað hér verulega og auk- inn gróður í bithögum sannar, að ekki er um ofbeit að ræða. C) Sveitarfélagið hefur þegar hafist handa um að nýta húsdýraá- burð til þess að rækta upp mela og lítt gróið land. Hefur þegar ver- ið keyptur búnaður til verkefnisins og öflun húsdýraáburðar er þegar hafin. D) Sveitarfélagið á ekki land utan við skipulagt bæjarstæði. Skógræktarsvæði norðan Þorbjarn- arfells lenti í umsjá bæjarfélagsins og hefur það fengið talsverða umönnun í seinni tíð. Ekki hefur orðið vart við áhugamenn á því svæði í langan tíma. E) Sveitarfélögin á Suðumesjum hafa um langt skeið unnið sameig- inlega að uppgræðslu lands og girð- ing úr Hópsnesi í Stapann hefur um nærri 30 ára skeið varnað sauðfjárbeit á skaganum, vestan girðingarinnar. Reykjanesbær Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ: Á) Eitt af meginverkefnum sem nútíma Islendingur þarf að færa efst á verkefnalista er uppgræðsla og ræktun landsins, margar ástæð- ur liggja þar áð baki, landið heldur áfram að blása upp,og eyðast, auk- in stóriðja með mengandi útblæstri og vaxandi bifreiðaeign, reynir svo á umhverfið að móðir jörð ræður ekki ein við að bæta skemmdirnar, þar verður maðurinn að koma til og leggja fram aukið fé og fyrir- höfn, ef hann ætlar að búa í sæmi- lega vistvænu umvherfi í framtíð- inni. Skóla- og menntakerfið þarf að leggja mun meiri áherslu á þenn- an málaflokk og útvega fjölbreytt- ara námsefni. B) Lausaganga húsíjár í þéttbýli er ekki lengur viðunandi, jafnt út '• frá sjónarmiði dýraverndar og bú- setu fólks. Ég á sæti í nefnd á veg- um landbúnaðarráðherra sem fjall- ar um lausagöngu búfjár. Nokkuð hefur þokast í rétta átt og hefur tekist að komast búfé í beitarhólf og koma lausagöngu í flestöllum sveitarfélögum innan landnáms Ingólfs. Það hefur sýnt sig að hæfi- lega beitt graslendi, þar sem ör- fokaland var áður skilar sér betur til framtíðar heldur en uppgrætt óbeitt graslendi sem fellur fljótt í -; sinu. A Reykjanesi er það aðeins Grindavíkurbær sem ekki hefur stigið skrefið til fulls og bannað lausagöngu, því verkefni þarf að koma í höfn sem fyrst. C) Reykjanesbær ásamt öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum hef- ur um áratuga skeið lagt til fjár- magn til uppgræðslu, hefur það verið nýtt í samvinnu við Land- græðslu ríkisins í Gunnarsholti. Nú mun síðasta ár þeirrar samvinnu vera runnið upp í óbreyttri mynd, þ.e. að dreifa köfnunarefnisáburði og fræi úr flugvélum. Reykjanes- bær er með innan sinna bæjar- marka svæði, þar sem fram fer skógrækt og önnur uppgræðsla át vegum bæjarfélagsins. Margs kon- ar tilraunir með að bleyta upp papp- ír, blandaðan fræi og áburði hafa farið fram, þar sem afurðinni hefur verið dreift á örfoka land. Hér er um mjög kostnaðarsamt verkefni að ræða. Framtíðaráformin eru að auka dreifingu á tilfallandi búfjár- áburði svo og jarðvegsgerðar úr garðaúrgangi. Útplöntun tijá- plantna mun halda áfram á svæðum sveitarfélagsins. D) Landnemaspildur eru nú þeg- ar til staðar í Reykjanesbæ við Sólbrekkur þar sem starfsmannafé- lög Íslenskra aðalverktaka, Hita- veitu Suðurnesja o.fl. hafa spildu. Skógræktarfélag Suðurnesja hefur' til umráða landspildur á nokkrum stöðum og mun gefa einstaklingum kost á spildum á sínum svæðum jafnt innan bæjar sem utan. E) Uppblástur og gróðureyðing fer ekki eftir hreppamörkum og er samvinna margra aðila nauðsynleg ’ ef árangur á að nást. Sveitarfélögin á Suðurnesjum 3 hafa haft öfluga samvinnu í þessum % málaflokki undir forystu stjórnar > Sambands sveitarfélaga á Suð.ur-» nesjum og hefur það verið farsælt. Bæjarstjórn Reykjanesþæjar er.-_ nú sem fyrr reiðubúin til samstaífs ' við alla þá aðila sem að upp- græðslu og gróðurvemd vinna á Reykjanesi, því það skiptir öllu fyr- ir búsetu á þessu þéttbýlasta svæði landsins að það sé vel gróið þar sem það á við. Andleg og líkamleg líðan íbúanna helst í hendur við gróður- far nágrennisins. ... og sá ég þá í einum stað eitt lítið flag, blásið í aur, hérna austast í hlíðarhorninu, en hvörgi annarstaðar, heldur einlægt graslendi og blóma yfir allt að líta.“ Þannig hljóðar frásögn Arna bónda Þorsteinssonar í Herdísarvík af sinni fyrstu ferð út með Geitahlíð austan Krýsuvíkur um 1680.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.