Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 E 3 Akureyrarbær Grunnskólar Akureyrar Starfsfólks vantar í eftirtaldar stöður Grunnskóla á Suðurbrekku — sem er sameinaður úr Barnaskóla Ak. og Gagnfræðaskóla Ak.: Forstöðumaður skólavistunar. Óskað er eftir kennara eða öðrum uppeldis- menntuðum starfsmanni. Þroskaþjálfa vantar vegna fatlaðra nemenda í kennslu og skólavistun. Upplýsingar hjá skólastjórum í símum 462 4172 og 462 4241. Lundaskóli: Þroskaþjálfa/leikskólakennara vegna fatlaðra nemenda í kennslu og skólavistun. Starfsmenn í blönduð störf. Upplýsingar hjá skólastjóra og forstöðu- manni vistunnar í síma 462 4888. Glerárskóli: Deildarþroskaþjálfa til að annast unglingavist- un fyrir faltaða nemendur. Þroskaþjálfa og leikskólakennara í almenna skólavistun. Upplýsingar hjá skólastjóra og forstöðu- manni vistunnar í síma 461 2666. Síðuskóli: Þroskaþjálfa vegna stuðningsbarna í kennslu og skólavistun. Upplýsingar hjá skólastjóra og forstöðu- manni vistunnar í síma 462 2588. Giljaskóli: Þroskaþjálfa vegna stuðningsbarna í kennslu og skólavistun. Starfsfólk í skólavistun og í blönduð störf. Upplýsingar hjá skólastjóra í forstöðu- manni vistunnar í síma 462 4820. Einnig fást upplýsingar hjá starfsmanna- deild Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmanna- deild í Geislagötu 9 og þeim á að skila á sama stað. Umsóknarfrestur er til 16. júní. Starfsmannastjóri Fiæðslumiðstöð T Revtóavíkur Sálfræðingar Fræðslumiðstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða til starfa tvo sálfræðinga að sálfræðideild sem er önnur tveggja deilda á þjónustusviði. Starfið felst í að meta stöðu nemenda og veita starfsfólki grunnskóla Reykjavíkur (kennurum, skólastjórnendum og öðru starfsfólki), nem- endum og foreldrum ráðgjöf og stuðning. Markmiðið með þjónustunni er að gera öllum nemendum fært að nýta sér þá þjónustu sem grunnskólinn býður. Flver sálfræðingur veitir ákveðnum skólum þjónustu. Þeir vinna í teymum með öðrum sál- fræðingum hverfisins, ásamt deildarstjóra, og veita þannig hver öðrum faglegan stuðning. Sálfræðingar hafa jafnframt samvinnu við annað starfsfólk á þjónustusviði og fagfólk á öðrum stofnunum. Leitað er að sálfræðingum sem hafa áhuga á skólamálum og á faglegum nútímalegum vinnubrögðum. Laun eru samkvæmt kjarasamningum SSÍ við Reykjavíkurborg. Frekari upplýsingar veitir Gabriela Sigurðar- dóttir, deildarstjóri sálfræðideildar, í síma 535 5000. Umsóknarfrestur er til 20. júní 1997. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðangreinda leikskóla: Engjaborg v/Reyrengi Aðstoðarleikskólastjóri. Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Auður Jónsdóttir í síma 587 9130. Holtaborg v/Sólheima Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu og 50% stöðu eftir há- degi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Guðbjörg Guðmundsdóttir í síma 553 1440. Kvistaborg v/Kvistaland Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu og 50% eftir hádegi, sem fyrst. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Flelga Hall- grímsdóttir í síma 553 0311. Völvuborg v/Völvufell Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu frá 1. september nk. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Regína Vigg- ósdóttir í síma 557 3040. Eldhús Kvistaborg v/Kvistaland Matráður, sem fyrst. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Flelga Hall- grímsdóttir í síma 553 0311. Nóaborg v/Stangarholt Matráður frá 1. ágúst nk. eða eftir samkomu- lagi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri Soffía Zophoníasdóttir í síma 562 9595. Dagvist barna Flafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277 Tæknival Tœknival hf. er 14 ára gamalt framsœkið tölvufyrirtœki með u.þ.b. 200 starfsmenn. Fyrirtœkið býður viðskiptavinum sínum heildarlausnir í iðnaði, sjávarútvegi og verslunarrekstrL Launafulltrúi í hlutastarf Við leitum að töluglöggri og drífandi manneskju til að aðstoða við launaútreikning nokkra daga í senn tvisvar í mánuði. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með marktæka reynslu af launabókhaldi ásamt annarri tölvuvinnslu. Ahersla er lögð á nákvæmni í vinnubrögðum, eljusemi í starfí og létta lund. I boði er áhugavert starf hjá öflugu og framsæknu fyrirtæki með góðan liðsanda. Áhersla er lögð á að starfsmenn eigi kost á að auka sína þekkingu og vaxa í þroskandi starfsumhverfi. Vinnustaðurinn er reyklaus. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum varðandi ofangreint starf verður eingöngu svarað hjá STRÁ. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 6. júní n.k. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin er frá kl. 10-16, en viðtalstímar eru frá kl. 10-13. STRÁI ehf. STARFSRAÐNINGAR GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR Morkinni 3,108 Keykjavík, sími: 588 3031, bréfsími 588 3044 Sparisjóðsstjóri — Akureyri — Fyrirhuguð er sameining Sparisjóðs Akureyrar og Arnarneshrepps og Sparisjóðs Glæsibæjar- hrepps, en báðir sjóðirnir hafa aðsetur á Akur- eyri. Gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi frá og með 1. júlí 1997, en starfsemin verður sameinuð í nýju húsnæði við Skipagötu 9 í október 1997. Leitað er að sparisjóðsstjóra fyrir hinn sam- einaða sjóð, bæði til að taka þátt í undirbúningi við að sameina starfsemi sjóðanna og til þess að annast reksturinn eftir að sameiningu er lokið. Kröfur um hæfni Viðkomandi þarf að hafa metnað og vilja til þess að takast á við krefjandi starf, sem meðal annars snýr að samskiptum við viðskiptavini, markaðsmálum, starfsmannastjórnun og sam- skiptum við aðrar lánastofnanir. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á sviði viðskipta og rekstrarfyrirtæja auk reynslu á sviði fjár- mála og stjórnunar. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upp- lýsingar um menntun og fyrri störf. Upplýsing- ar um starfið veitir Sigurður Jónsson í síma 565 1233. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir, er boðið að senda inn um- sókn til KPMG Endurskodunar hf. fyrir 13. júní 1997. Löggiltir endurskoöendur Bæjarhraun 12 Sími 565 1233 220 Hafnarfjörður Fax 565 1212 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, Austurlandi Lausar stöður á Egilsstöðum Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, Austurlandi, auglýsir eftirfarandi stöður á Egilsstöðum, lausar til umsóknar: Forstöðumaður Verndaða vinnustaðarins, Stólpa, 100% staða. Forstöðumaður ber ábyrgð á allri starfsemi Stólpa, þ.e. innra starfi og rekstri, samskiptum út á við og að unnið sé í samræmi við stefnu Svæðisskrifstofu Austurlands. Markmið Stólpa er að veita fólki með föltun verndaða vinnu, starfshæfingu og sérstaka liðveislu til að auka möguleika til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í stjórnun og i atvinnulifinu, ásamt þekkingu/menntun i störfum með fatlað fólk. Staðan er laus frá 1. september nk. en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun ágúst. Hæfing/iðja, 100%staða. Starfiö felst í aö veita fötluöu fólki verklega og félagslega leiösögn og þjálfun meö þaö aö markmiði aö auka möguleika á virkri þátttöku í samfélaginu, ásamt því að taka þátt í skipulagningu og áætlanagerö. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérþekkingu, s.s. þroskaþjálfun, iöjuþjálfun eöa sambærilega menntun og/eöa reynslu af starfi meö fötluðu fólki. Staðan er laus frá 11. ágúst nk. eða eftir samkomulagi. Sambýli, um er að ræða heilar stöður eða hlutastöður. Störfin felast í umönnun og stuðningi við íbúa varðandi daglegt líf, tómstundir og tengsl við samfélagið. Æskilegt er að umsækjendui hafi reynslu af störfum með fötluðu fólki og/eða menntun, s.s. þroskaþjálfun eða sambærilega menntun. Stöðurnar eru lausar frá 1. sept. nk. eða eftir samkomulagi. Launakjör eru ýmist samkvæmt kjarasamning- um ríkisstarfsmanna eöa Alþýðusambands Austurlands. Skriflegum umsóknum skal skilað til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Austur- landi, pósthólf 124, 700 Egilsstöðum, fyrir 20. júní nk. og getur umsóknin gilt í allt að 6 mánuði. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veita Gunnar, s. 471 1090, Þorbjörg, s. 471 2274, Unnur Fríða s. 471 1833. „Au pair" Noregur (Ósló) Fjölskylda í Ósló leitar að „au pair" til að passa tvo stráka, tveggja og þriggja og hálfs árs. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Hefurðu gaman af að vera í sólinni við sjóinn? í júlí dveljumst við í sumarhúsinu. Hafirðu áhuga, vinsamlega sendu umsókn með uppl. til Mbl., merkta: „Ósló — 97/98."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.