Morgunblaðið - 13.06.1997, Page 3

Morgunblaðið - 13.06.1997, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13 JÚNÍ 1997 B 3 DAGLEGT LÍF Fyrir hundrað og átján árum voru ekki lagðar neinar skipulagðar kann- anir fyrir unglinga þar sem reynt var að kortleggja hegðun þeirra og ásókn í vímuefni. Við vitum lítið um það hvernig sá hópur sem laumaðist til að reykja undir vegg eða sníkti brennivín í krambúðunum var sam- ansettur. Voru þetta strákar úr Lærða skól- anum eða fátæklingar sem áttu í fá önnur skjól að vemda en búðirnar? Eða voru þetta kannski ríkir kaup- mannssynir sem höfðu greiðan að- gang að áfengi og tóbaki? Hvernig sem hópurinn var samsettur má ljóst vera að umrætt unglingavandamál var hluti af ímynd unglinga á 19. öld og hafði þannig áhrif á hugsun þeirra og hegðun. Hversu viljug ætli sú móðir sem vitnað var í hér á undan hafi, til dæmis verið til þess að hleypa sautj- án ára syni sínum út með félögunum á kvöldin? Treysti hún honum full- komlega eða hafði umræðan um vímuefnaneyslu unglinga gert hana tortryggna í garð eigin afkvæmis? Sjálfsmynd ungllnga á 19. öld Umræðan um vímuefnaneyslu hafði vissulega mótandi áhrif á ímynd unglinga í Reykjavík á 19. öld. Árið 1879 var ekki verið að röfla í unglingum að tónlistin í fermingargræjunum væri of hátt spiluð og að hjólabretti væru stórhættuleg. Samt sem áður var ýmislegt til að þjappa unglingum saman og greina þá frá öðrum þjóð- félagshópum. Sjálfsmynd unglinga var önnur en fullorðna fólksins. Unglingar í Reykjavík voru for- réttindahópur á íslandi að því leyti að þéttbýlið gaf þeim tækifæri til að hópa sig saman og skapa eigin menningu. Strákar hengu gjarnan í hópum við krambúðirnar og áttu þannig þátt í að móta „sjoppumenn- ingu“ 19. aldarinnar. Stundum skruppu þeir líka yfir á Jörg- ensknæpu og spiluðu knattskák hver við annan. UNGLINGAR stóðu í tunglsljósi hönd í hönd á íslagðri Ijörninni. GUÐRÚN Borg- fjörð með bræð- rum sínum. Á veturna fóru þeir gjarnan niður á Tjörn. Isilögð Tjörnin var aðal- skemmtistaður bæjarbúa á köldum vetrarkvöldum. Þegar tunglsljós var leiddust ástfangnir ungiingar hönd í hönd eftir ísnum. Unglingsstrákar renndu sér glæfralega á tréskautum í þeirri von að fanga athygli stúlkn- anna áður en skólapiltar úr Lærða skólanum mættu á vettvang og buðu stúlkunum með sér á dansleik. Skólastrákar úr Lærða skólanum voru án efa mesti forréttindahópur unglinga á 19. öld. Ekki aðeins vegna menntunartækifæranna held- ur einnig vegna þess að þeir fengu tækifæri til að skerpa sjálfsmynd sína og verða að mönnum í samfé- lagi sem tók tilliti til þroska þeirra. Árið 1879 voru unglingar vissu- lega teknir í fullorðna manna tölu í opinberum skýrslum. Mörgum ungl- ingum var ætlað að vinna sömu störf og fullorðnum einstaklingum strax eftir fermingu. Þeir voru því taldir til fullorðinna í opinberum skýrslum og vinnulöggjöfum. Þrátt fyrir að unglingar gætu orðið fullorðnir á einum degi í opinberum skýrslum var raunveruleikinn ekki svo einfald- ur. Áhugamál, tilfinningar og sjálfs- mynd fermingarbama var önnur en fullorðna fólksins. Af persónulegum bréfum og dagbókum frá 19. öld má glögglega sjá að áhugamál ungl- inga í gamla daga voru í eðli sínu ekki svo ólík áhugamálum unglinga í dag. „Ég er skotinn (yður“ Ástin og framtíðin átti hug ung- linga á síðari hluta 19. aldar. Áhyggjur þeirra snémst oftar en ekki um einstaklinga af hinu kyninu og þær körfur og væntingar sem foreldrar gerðu til þeirra. Vandinn var að samræma væntingar foreldr- anna og eigin þrár og langanir. Af bréfum systkinanna Guðrúnar Borgfjörð og Finns Jónssonar, sem fædd voru árin 1856 og 58, má sjá að ástin, vináttan, möguleikar á menntun og betri þjóðfélagstöðu voru þeirra helstu hugðarefni. Ástin var Guðrúnu Borgfjörð óþijótandi umtalsefni. Hún skrifaði bróður sínar um ástina, um eigin vonir og væntingar varðandi hana, um samdrátt vina og kunningja, og að lokum um sorgina sem stundum er fylgifiskur áscarinnar. Þegar Guðrún var tuttugu og fjögra ára gömul skrifaði hún bróður sínum: „Tilfinningar mínar eru nokkuð stórkostlegar í blíðu sem stríðu, og ekki einslega til að leika sjer að þeim eða fínst þjer ekki, illa gert af pilti að láta í ljós með öllu móti að honum lítist svo og svo vel á stúlku að henni og öllum er ómögu- legt annað en að hann meini eitt- hvað með því. En svo þegar henni er farið að lítast vel á hann er allt búið. Þannig er leikið sér að hinum bestu og helgustu tilfinningum sem saklaus stúlka á til.“ Guðrún hafði beðið í þqu ár eftir því að ungi maðurinn sem hafði heimsótt hana á næstum hveijum degi sumarið á undan og gefíð ýmis- legt í skyn stæli kossi eða segði hreint út: „Ég er skotinn í yður.“ Hún vonaði og beið. Vissulega datt henni í hug að taka frumkvæðið en hún vísaði þeim hugsunum fljótlega á bug. Þannig hagaði sér enginn heiðvirð stúlka. Svo mikið vissi hún. Kvenímynd tímabilsins bauð ekki upp á að ung stúlka tæki frumkvæði í ástarmál- um. Guðrún Borgfjörð gekkst við þeirri ímynd sem henni var ætlað að fylgja. ímynd hinar hlédrægu unglingsstúlku hafði mótandi áhrif á sjálfsmynd hennar sjálfrar. Allt þar til að hún gerði sér grein fyrir því að hún gæti ekki látið sér nægja að dreyma um framtíðina heldur yrði að takast á við hana. Um leið gerði hún sér grein fyrir því að úr því sem komið var lægi hvorki fyrir henni að giftast né menntast. Um leið varð sjálfsmynd hennar skýrari. ■ ERLA Sólveig hannar líka rúmin handa börnum sínum. svona fljótt og hissa yfir því hvað Danir sýndu stólnum mikinn áhuga því að Danir hafa sjálfir staðið mjög framarlega í hönnun. Að selja hönn- un í Danmörku hélt ég að væri svona svipað því og ætla að selja Brasilíu- mönnum kaffí," segir Erla Sólveig og kímir en fljótlega eftir að hún kom heim af sýningunni barst henni beiðni frá Singapúr um einkarétt á stólnum þar. Tllbúinn tll framlelðslu eftlr Innan vlA hðlft ár Framleiðandi Jaka er nýlegt fyr- irtæki Hansen&Sörensen á Jótlandi. „Þarna eru á ferðinni ungir og afar metnaðarfullir menn. Þeim fínnst lít- ið nýtt vera í gangi í Danmörku núna og hafa óskaplega mikla trú á Jaka. Ég held að miklu skipti hvað Jaki gefur mikla möguleika. Hann getur t.a.m. verið með örmum eða arma- laus, opinn eða lokaður í baki og setu. Einn möguleiki er að bólstra stólinn og hugsanlegt er að nota annan efnivið en stál og plast eins og t.d. tré,“ segir Erla Sólveig. Hún segir að þegar stórir fram- leiðendur eigi í hlut líði oft langur Morgunblaðið/Leifur Þorsteinsson JAKI gefur ýmsa möguleika, getur t.d. verið með eða án arma, opinn eða lokaður í baki og setu. tími, t.d. nokkur ár, frá því fram- leiðsluréttur er keyptur þar til fram- leiðsla hefst. „Hjá þessum framleiðendum er því öðruvísi farið því að þeir eru farnir að leita að heppilegum plast- framleiðanda og stefna að því að Jaki verði tilbúinn til framleiðslu eftir innan við hálft ár. Ég verð því væntanlega að gera vinnuteikningar af stólnum í sumar. Sú vinna tekur langan tíma því skila þarf afar ná- kvæmum útreikningum á frumgerð stólsins til að hægt sé að búa til rétt plastmót. Eftir að rétt plastmót hefur verið búið til er hins vegar ódýrt og einfalt að framleiða stól- inn,“ segir hún. Én hvað varð um Basta? „Hann hefur verið framleiddur af GKS hér heima. Gallinn er hins vegar sá að aðeins einn Islendingur kann að flétta Basta. Á meðan svo er verður framleiðslan aldrei mikil.“ Af Dreka er helst að frétta að framleiðsluréttur hans var seldur til þýska fyrirtækisins Brune Gmbh í fyrra. Dreki verður í framhaldi af því formlega kynntur í Frankfurt í ágúst. Endanleg gerð verður vænt- anlega tilbúin í október. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.