Morgunblaðið - 13.06.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1997 B 7
SVARTA lótusblómið sem selst
á þrjátíu þúsund krónur.
hvemig er það spilað?
Sagan í því er fantasía um tvo galdramenn
sem eru að berjast og í spilunum er ákveðinn
heimur með löndum, fólki og verum sem
hafa ólíka hæfíleika til að vinna lífsstig af
mótspilaranum," segir Arni.
Ef tveir spila saman byrja þeir með 20
lífsstig og eru með _ _u M
tvo spilastokka,
leiknum lýkur svo
þegar annar þeirra
er búinn að tapa
öllum sínum stig-
um. „Annars er
fjöldi spilara ótak-
markaður þótt
hann fari sjaldnast
hátt yfir hundrað,"
segir Árni. „Út-
færslurnar á leikn-
Sagan á spilun-
um gerist í
heimi fantasíu
og ókinda.
Tveir galdra-
menn glíma um
yfirráð.
um eru margskonar, stundum eru aðeins
notuð spil sem fást í búðum og stundum má
nota spil sem útgáfu er hætt á.“ Þess má
geta að nokkur tákn eru á hverju spili sem
segja til um gildi þess og hvenær megi spila
því út.
Svarta lótusblómið dýrast
Hann segir að dýrasta spilið hjá söfnurum
sem hætt er að framleiða heiti Black Lotus
eða Svarta lótusblómið og kosti u.þ.b. þrjá-
tíuþúsund krónur á fomsölu en það er teikn-
að af Christopher Rush. Það er gott dæmi
um hvernig spilamennskan og söfnunar-
áráttan sameinast í eitt.
Skrásetningin í íslandsmótið er hafín og
er hún á öllum helstu sölustöðum eins og
Fáfni á Hverfísgötu og Míþríl á Skólavörðu-
stíg í Reykjavík, Bókabúð Jónasar á Akur-
eyri, Jack & Jones á Selfossi og Bókabúð
Keflavíkur. Ámi segist reikna með um 120
spilurum á mótið á aldursbilinu 14-24. Fjórir
efstu á mótinu verða svo sendir til Seattle í
Bandaríkjunum í ágúst á heimsmeistaramót
safnkortaspilara.
„Spilið felst ekki í hlutverkaleikjum eða að
.,drepa“ andstæðinginn," bætir Árni við lok-
um, „hinsvegar örvar það ímyndunaraflið
með sögu og myndum.“
Blaðberasystkinin sjö og
mamma þeirra í Eyjum
SYSTKININ sjö að Bröttugötu 9 í Vest-
mannaeyjum ólustu upp með Morgunblaðið i
höndunum. Þau hafa til skiptis verið blaðber-
ar í samfellt 20 ár. Elsta barnið byrjaði að
bera blaðið út árið 1977 og síðan hafa þau tek-
ið við hvert af öðru. Núna hefur sá yngsti
verkið á sinni könnu en systir hans sem er
næst yngst hjálpar honum.
Systkinin Tómas, f. 1967, Lúðvík, f. 1969,
Steingrímur, f. 1973, tvíburamir Hjalti og
Hlynur, f. 1974, Helga, f. 1980, og Sæþór, f.
1983, eru böm hjónanna Geirrúnar Tómas-
dóttur og Jóhannesar Kristinssonar, sem lést
1990. Geirrún segir að Tómas hafí sem smá
peyi farið að hjálpa bömum Helgu systur
sinnar við blaðburðinn og þegar hann var átta
ára hafí hann beðið Sigurgeir, umboðsmann í
Eyjum, um að fá að bera út. Ekki gekk það
eftir þá, en tveimur ámm síðar
fékk hann starfið og síðan hefur
blaðburðarstarfið haldist óslitið
innan fjölskyldunnar. Krakkam-
ir sem höfðu verkið með hönd-
um tóku alltaf yngri systkinin
með þegar þau fóm að bera út,
fyrst í kerm, en síðan fóm þau
að hlaupa með. Þau hafa allan
tímann verið með sama hverfið
en stundum bætt við sig þegar
tvö eða fleiri vora á blaðburðar-
aldri. Til dæmis hafa Hjalti,
Hlynur og Steingrímur borið
saman út, Lúðvík og Tómas, og
síðast Helga og Sæþór.
Geirrún segir að yfirleitt hafi
þau verið með 30 til 70 blöð og
götumar þeirra hafi verið Heið-
arvegur, Strembugata, Illuga-
gata, Hátún og Brattagata. Við-
miðið hafi verið að hætta að
bera út um fermingu því þá hafi
þau komist í bæjarvinnuna á
sumrin.
Röflgjaldið
Geirrún segir að blaðburðurinn hafi gengið
vel öll árin og sjálf hafi hún aldrei orðið leið á
þessu. Þótt krakkamir hafi verið duglegir
segir hún að eftirlitið hafi mætt á sér. Til
dæmis segist hún alltaf hafa verið með svo-
kallað röflgjald. Röflgjaldið dró hún af laun-
unum ef krakkarnir voru löt að koma sér af
stað og voru að tuða yfir að þau nenntu ekki
að fara.
Öll börnin hafa verið mikið í íþróttum, tveir
bræðumir, Hjalti og Steingrímur leika nú
með knattspyrnuliði ÍBV, Hlynur er mark-
vörður HK í handbolta, Lúðvík leikur knatt-
spymu með Haukum og Sæþór spilar með 4.
flokki IBV í knattspyrnu. Geirrún segir að
íþróttirnar hafi oft tekið tíma frá blaðburðin-
um. Það hafi því oft verið þannig að blaðburð-
arbömin hafi verið í keppnisferðum uppi á
landi í tvo og þrjá daga í einu og þá hafi hún
séð um útburðinn á meðan. Geirrún segir að
ef til vill hafi hlaupin með Moggann verið
fyrsta þjálfunin sem krakkarnir fengu og lagt
granninn að getu þeirra í íþróttum síðar.
Geirrún Tómasdóttir,
móðir sjö systkina í
Eyjum sem hafa borið
Morgunblaðið út samfellt í
20 ár, sagði Grími
Grímssyni, að hún sjálf og
börnin hefðu haft bæði
gagn og gaman af
starfínu.
Geirrún segir að krakkarnir hafi þurft að
skipuleggja tíma sinn vel. Á veturnar þurftu
þau að nota fyrsta frítíma frá skólanum til að
koma Mogganum til áskrifenda. í vetur fór
Geirrún með Sæþóri í hádeginu til að bera út,
því hann var í skólanum til klukkan hálf eitt
og átti að vera mættur aftur hálftíma síðar.
Saman fóru mæðginin með blöðin í bílnum og
áttu ánægjulegar samverustundir.
Dreifði blöðum yfir pabba sinn
Geirrún minnist ýmissa skemmtilegra at-
vika sem tengjast blaðburði fjölskyldunnar.
„Fyrstu árin þegar Lúðvík var að byrja að
bera út kom fyrir að þrjú blöð bárast í einu,
enda samgöngur ekki eins góðar og nú. Eitt
sinn komu ekki blöð í þrjá daga. Loksins þeg-
ar þau komu og allur bunkinn var kominn inn
á gólf ásamt lesbók og aukablöðum fór Tómas
að stinga aukablöðunum inní og gera sig klár-
an fyrir að bera hrúguna út. Jói, faðir hans,
hafði gaman af að stríða honúm og var að arg-
ast í honum hvernig þetta væri hvort hann
færi ekki að fá blaðið sitt. Þegar strák fannst
nóg komið af stríðninni stormaði hann inn í
stofu með blöðin þrjú ásamt aukablöðum og
fleygði þeim með mikilli sviflu upp í loft svo
þau svifu um alla stofuna og lentu á víð og
dreif um stofugólfið. Tilkynnti hann pabba sín-
um, all hressilega, að héma hefði hann blöðin.
Jói varð að eyða löngum tíma í að tína blöðin
upp og finna út úr að raða þeim saman á ný.“
Neitaði að taka þátt
í kortavæðingunni
Þegar áskrifendum var boðið að greiða með
greiðslukortum vora blaðburðarböm beðin að
fara með bæklinga þar sem áskrifendum var
gefinn kostur á að setja áskriftina á kort í
stað þess að blaðburðarbömin gengju í hús og
innheimtu. Sonur Geirrúnar neitaði, hann
vildi innheimta með gamla laginu og halda
persónulegu sambandi við fólkið.
Auk þess gaf innheimtan oft vel
því sumir höfðu fyrir sið að gefa
honum góðgæti þegar hann
koma að rukka. Hann var fastur
fyrir, fór ekki með bæklinginn,
en sagði að ef fólk vildi setja
áskriftina á greiðslukort gæti
það haft framkvæði að því sjálft.
Á hlaupum undan hundi
Geirrún segir að stundum hafi
hundar traflað útburðinn. Einu
húsi man hún eftir þar sem
hundur var jafnan bundinn við
útdymar. Það kom í hlut Stein-
gríms, sem var mjög sprettharð-
ur þá eins og nú, að fara með
blaðið í húsið. Hann náði yfirleitt
að henda blaðinu inn og taka á
sprett undan hundinum. Eitt
sinn fór þó svo að þegar hann
tók á rás kom hundurinn á eftir
honum og í stað þess að stoppa
eins og venjulega þegar strekkt-
ist á bandinu hélt hann áfram.
Steingrímur kastaði sér því yfir garðvegg,
hundurinn kom á eftir, sinnti þó ekkert um
Steingrím, hljóp bara áfram og hvarf út í bæ.
Steingrímur, sem var alsaklaus, var
skammaður af tveim vegfarendum fyrir að
hafa leyst hundinn.
Gagn og gaman af útburðinum
Annars segir Geirrún að fjölskyldan eigi
bara góðar minningar um þann tíma sem
hún og Morgunblaðið hafi átt samleið. „Við
höfum verið heppin með hverfi þar sem
áskrifendur hafa yfirleitt borgað áskrift sína
fljótt og vel og samvinnan við umboðsmenn
Morgunblaðsins, Jöggu og Sigurgeir, hefur
verið ákaflega skemmtileg og góð. Krakk-
arnir hafa haft gott af þessu. Þau hafa með
blaðburðinum náð að sjá sér sjálf fyrir vasa-
peningum og því lært fljótt að vinna fyrir
sér. Þó einstaka sinnum hafi verið kvartað
hefur kvabbið ekki verið mikið. Við höfum öll
haft bæði gagn og gaman af því að bera út
Morgunblaðið. Annars hefðum við ekki stað-
ið í því tvo áratugi."
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
SYSTKININ sjö sem borið hafa Morgunblaðið út í 20 ár ásamt móður
sinni. Frá vinstri: Iljalti, Steingrímur, Geirrún, Lúðvík, Helga, Tómas
og Hlynur. Sæþór situr fyrir framan á Morgunblaðskerrunni.
á sjúkrahúsum í fjölda ára og
læknar hafa lengi þekkt mik-
^ ilvægi þeirra. Fyrir nokkrum
J™ áram var ákveðið að koma
slíkum tækjum einnig fyrir í
sjúki-abílum og þjálfa sjúkra-
flutningamenn í notkun þeirra, því
þeir koma fyrstir að sjúklingi og
hver mínúta skiptir máli þegar um
hjartastopp er að ræða. Hálfsjálf-
virkt hjartastuðtæki var fyrst tekið
í notkun í sjúkrabíl í Reykjavík fyr-
ir fjóram árum, fyrir tilstuðlan
Gests Þorgeirssonar hjartasér-
fræðings á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
og yfirlæknis neyðarbíls. Slík tæki
eru nú einnig á Slökkvistöðinni í
Hafnarfirði, Slökkvistöðinni í Ár-
bæ, Slökkvistöð Reykjavíkur við
Skógarhlíð, á Akureyri og í
Reykjanesbæ. Sjúkraflutninga-
menn fá leyfi til að nota hálfsjálf-
virk hjartastuðtæki að loknu
tveggja daga námskeiði og æfa auk
þess notkun þeirra á tveggja til
þriggja mánaða fresti.
Að sögn Garðars Sigurðssonar,
umsjónarlæknis neyðarbíls, er ár-
angursríkast að gefa hjartastuð
þegar taktur hjartsláttarins er svo-
kallað sleglatif. Þá er einhver raf-
virkni til staðar í hjartanu en svo
óregluleg að það getur ekki pump-
að eðlilega. Enn er líf í hjartanu, þó
það sé ekki nógu kröftugt til að það
geti snúið aftur til eðlilegs takts án
þess að fá rafstuð. Um helmingur
hjartastöðvunarsjúklinga er með
sleglatif þegar komið er á vettvang
og um þriðjung þeirra sem fá stuð
undir þessum kringumstæðum
tekst að endurh'fga.
Brýnt að beita
rafstuði fljótt
„Þetta er langöflugasta meðferð-
in sem til er í dag við hjarta-
stoppi,“ segir Garðar. „Sé hjarta-
hnoði og blæstri beitt aukast
lífslíkur sjúklinga tvöfalt til
þrefalt, en það dugar sjaldan ein-
göngu. í neyðarbílnum er alltaf
læknir af lyflækningadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur. Því er
einnig hægt að beita lyfjagjöf í
slíkum tilvikum og það hjálpar
mjög mikið. Undanfarin ár hafa
ýmsar breytingar verið gerðar á
þeim fyrirmælum sem bandarísku
hjartalæknasamtökin hafa sett
þar að lútandi en þær hafa þó ekki
skilað bættum árangri í endurlífg-
un. Reynslan sýnir að það sem
virkilega skiptir máli er hversu
fljótt er farið að beita hjartastuði
og það höfum við staðfest með ís-
lenskum rannsóknum. Þessvegna
er mjög mikilvægt að hjartastuð-
tæki séu til staðar á útstöðvum
þannig að unnt sé að nota þau sem
fyrst. Þá er vonandi hægt að hafa
útkallstímann sem stystan, en
bestur árangur næst ef hann er
ekki lengri en fjórar til sex mínút-
ur. Ef útkallstími er lengri skiptir
enn meira máli að vitni beiti strax
hjartahnoði og blæstri.“
Nákvæmni og öryggi
Tækið er hálfsjálfvirkt, sem þýð-
ir að það greinir hjartsláttartakt
sjúklingsins og metur sjálft hvort
nauðsynlegt sé að gefa stuð, en ýta
þarf á takka til að gefa það. Tækið
er svo nákvæmt að það greinir
hvort einhver snertir sjúklinginn
og hreyfir við honum eða hvort
leiðslurnar eru lausar. Það á að
vera 99% öraggt, en þrátt fyrir það
era sjúkraflutningamenn hér á
landi menntaðir til að lesa hjarta-
línurit og þekkja þann takt sem
stuða má á, til að fyllsta öryggis sé
gætt. Tækið er bara notað á fólk
sem er öragglega í hjarta- og önd-
unarstoppi og því eru mjög litlar
líkur á að það valdi nokkum tíma
skaða.
„Hjartastuðtæki hafa mjög
mikla þýðingu í öllum endurlífgun-
araðgerðum,“ segir Garðar. „í
Bandaríkjunum hefur verið lagt til
að slíkum tækjum verði fjölgað og
þau sett upp á stöðum þar sem
saman kemur mikið fjölmenni, til
dæmis á íþróttaleikvöngum og
flugvöllum. Jafnvel er rætt um að
kenna þá leikmönnum líka á tækin
en ekki eingöngu sérmenntuðu
fólki. Það segir nú kannski mest
um hvað tækin eru orðin örugg og
þýðing þeirra mildl.“
Heitir pottar
mótaðir úr akrýl, níðsterkir,
hita- og efnaþolnir og
auðveldir að þrífa.
Margar gerðir.
Verð frá kr. 89.133 stgr.
Trefjar ehf.
Hjallahrauni 2, Hafnarfirði,
sími 555 1027.